Morgunblaðið - 25.03.1994, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 25.03.1994, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1994 HANDKNATTLEIKUR / UNDANURSLIT KVENNA Víkingsslúlkur sluppu fyrir hom Morgunblaðið/Kristinn Hanna Elnarsdóttir brýst í gegn og skorar hjá Fram. Hulda Bjarnadóttir sér til þess að Krístín Ragnarsdóttir kemur engum vörnum við KORFUKNATTLEIKUR KR-stúlkur eru með pálmann í höndunum TVEIR leikir fóru fram í undan- úrslitum kvenna aíslandsmótinu í handknattleik í gærkvöldi. Vík- ingur vann Framm 22:20 íjöfn- um og spennandi leik, en Stjarn- an lagði KR 24:17 í Ásgarði. Leikur Víkings og Fram var nokk- uð sveiflukenndur. Víkingar komust fljótlega í 5:1, en Framstúlk- ur jöfnuðu og komust yfír og var staðan í hálfleik skrifar uppteknum hætti eftir leikhlé og náðu fjögurra marka forskoti 16:12. Þá tóku Víkingar til þess ráðs að taka Guðríði Guðjónsdóttur úr umferð en hún var þá búin að skora sjö mörk, hvert öðru fallegra. í sömu mund meiddist Díana Guðjónsdóttir illa og fór af leikveili. Eftir það tókst Vík- ingum fljótlega að jafna 17:17 og var jafnt á tölum þar til á lokamínút- unni en Víkingar ætíð fyrri til að skora. Víkingar voru svo sterkari á í kvöld Körfuknattleikur Úrslitakeppni karla: Grindavík: UMFG-ÍA............20 Úrslitakeppni kvenna: Keflavík: IBK-UMFT............20 Blak 1. deild karla: Höfn: Sindri - Víkingur.......20 Digranes: HK-KA............21.15 KR-UMFG.............49:39 fþróttahús Hagaskóla, íslandsmótið í körfu- knattleik, 1. deild kvenna - úrslitakeppnin - fimmtudaginn 24. mars 1994. Gangur leiksins: 6:0, 9:4, 19:6, 23:12, 24:12, 24:15, 28:15, 30:21, 35:25, 35:31, 37:33, 43:33, 47:34, 49:36, 49:39. Stig KR: Guðbjörg Norðfjörð 14, Eva Hav- likova 8, Helga Þorvaldsdóttir 8, Kristín Jónsdóttir 7, Sólveig Ragnarsdóttir 4, Kol- brún Pálsdóttir 4, Sara Smart 2, Hrund Lárusdóttir 2. Stig UMFG: Anna D. Sveinbjörnsdóttir 14, Hafdís Sveinbjömsdóttir 8, Hafdís Hafberg 7, Svanhildur Káradóttir 6, Stefanía Sig. Jónsdóttir 4. Dómarar: Héðinn Gunnarsson og Einar Einarsson leyfðu miklar snertingar og kom- ust ágætlega frá leiknum. Áhorfendur: Um 100. endasprettinum og skoruðu tvö síð- ustu mörkin. Bestar í liði Fram voru gömlu kempurnar, Guðríður Guð- jónsdóttir og Kolbrún Jóhannsdóttir. Inga Lára Þórisdóttir var best Vík- ingsstúlkna en þær hafa oft spilað betur og virtust jafnvel hafa vanmet- ið Framstúlkur. Öruggt hjá Stjömunni Stjaman vann auðveldan sigur á KR í fyrsta leik liðanna, en lokatölur urðu 24:17. Yfirburðirnir voru miklir og þurftu heimastúlkur ekki að hafa mikið fyrir sigrinum. ómgr Stjarnan spilaði mjög Jóhannsson sterka vörn> stúlk- skrifar umar vörðu vel og gerðu mörg mörk eftir hraðaupphlaup. Sóknarleikur KR var frekar máttlaus, en mark- varslan góð. Herdís Sigurbergsdóttir lék mjög vel hjá Stjörnunni, batt vömina sam- an og stjómaði sóknarleiknum. Una Steinsdóttir, Guðný Gunnsteinsdóttir og Sóley Halldórsdóttir markvörður léku einnig vel. Hjá KR var Anna Steinsen í sér- flokki og Vigdís Finnsdóttir mark- vörður varði einni ágætlega. ÖFLUG byrjun KR-stúlkna kom sér vel í lokin þegar þær unnu Grindvíkinga 49:39 í Hagaskóla í gærkvöldi. Grindvíkingar þurfa að vinna tvo næstu leiki til að komast í úrslit. Leikurinn byijaði með miklum látum og stutt var í fum og fát en dæmið gekk betur hjá Vest- urbæingunum, sem náðu öruggri forystu, mest 19:6. Það tók gestina 16 mínútur að komast í gang og staðan í leikhléi var 24:12, KR í vil. Dæmið snerist við eftir hlé. KR- ingar áttu í vök að veijast er Suður- nesjastúlkumar snarbættu vamar- leikinn og tvær þriggja stiga körfur Hafdísar Sveinbjömsdóttur um miðjan hálfleik minnkuðu forskotið niður í 4 stig. En meira þurfti til og á lokamínútunum brutu Grind- víkingar ákaft af sér en KR-stúlkur voru öryggið uppmálað í bónus- vítaskotunum sem þær fengu í kjöl- farið og héldu sínum hlut. Eva Havlikova var best hjá KR og Helga Þorvaldsdóttir og Guð- björg Norðfjörð vom góðar. „Fyrri hálfleikur var herfilegur, við höfum aldrei spilað svona illa og ætlum ekki að gera það aftur. Nú er bara að vinna hina tvo,“ sagði Stefanía Sig. Jónsdóttir fyrirliði Grindvíkinga sem var góð ásamt Maríu Jóhannesdóttur en Anna D. Sveinbjörnsdóttir var þeirra best. ISHOKKI / NHL-DEILDIN Wayne Gretzky: 802 mörk Reuter Wayne Gretzky fagnar langþráðu meti og þakkar áhorfendum stuðninginn eftir að hafa fengið bók með afritum af öllum skýrslum frá leikjum, þar sem öll mörkin'eru sktáð. Hápunktur þess besta á ferlinunn WAYNE Gretzky var ákaft hylltur á heimavelli Los Angeles Kings í fyrrinótt, þegar hann skoraði í öðrum leikhluta gegn Vancouver og jafnaði 2:2 f leik liðanna í NHL-deildinni. Þetta var 802. mark hans í deildinni, met sem seint eða aldrei verður slegið. „Af 60 metum mínum er þetta hápunkturinn og ekkert kemur nálægt þvíað slá markametið," sagði snillingurinn, en hlé var gert á leiknum og kappinn sérstaklega heiðraður. Gordie Howe gerði 801 mark í 1.767 leikjum á 26 ára ferli, en Gretzky hefur leikið 1.117 leiki á 15 árum og verið iðinn við að bæta metin í deildinni. „Þú hefur alltaf staðið upp úr, en nú ert þú sá mesti allra tíma,“ sagði Gary Bettman, stjórnarmaður NHL, sem gaf Gretzky bók með afritum af öllum leikskýrslum frá leikjum, þar sem öll mörkin voru skráð. Leik- menn, foreldrar og eiginkona Gretzkys, Janet Jones leikkona, Bruce McNall eigandi Kings og Bettmann slógu hring um leik- manninn á svellinu og ræður voru fluttar í tilefni afreksins. Gretzky, lítillátur og kurteis að vanda, þakkaði klökkur fyrir sig. „Eins og ég hef sagt svo oft er þetta helsta íþrótt heims og ég er þakklátur fyrir að leika í NHL. Þegar ég flutti til Los Angeles fyr- ir sex árum var sagt að þetta væri ekki góður staður fyrir íshokkí, en á sex árum höfum við með aöstdð Bruce McNalls byggt upp þijú frek- ar sterk félög og sýnt fram á að svartsýnismennirnir höfðu rangt fyrir sér. Ég vil þakka Bruce fyrir að fá mig hingað og gera mér kleift að taka þátt í þessu. Ég hef spilað hér í sex ár og vona að ég eigi annað eins eftir. Við leikmennina vil ég endurtaka það sem ég hef ávallt sagt. Þið eruð frábærir, kær- ar þakkir. Lífið er einskis virði án fjölskyldu og ég vil nota tækifærið og þakka foreldrum mínum og minni ástkærri eiginkonu Janet kærlega fyrir allt.“ Gretzky, sem er 33 ára, sagði að ávallt hefði verið ánægjulegt að setja met, en þetta væri sérstakt. Mikið hefði gengið á; hann hefði hugsað til siguráranna með Edmon- ton og baráttu föður síns eftir hjartaslag, en allt hefði farið vel að lokum. „Ég vildi að markið yrði mikilvægt," sagði hann um metið og það var það, en svo fór að Vancouver vann leikinn 6:3. ÚRSLIT Víkingur - Fram................22:20 Víkin, 1. deild kvenna í handknattleik - fyrsti leikur í undanúrslitum - 24. mars 1994. Gangur leiksins: 5:1, 7:3, 9:6, 9:9, 10:12, 12:16, 16:17, 17:17, 19:18, 20:20, 22:20. Mörk Víkings: Inga Lára Þórisdóttir 9/4, Svava Sigurðardóttir 3, Heiða Erlingsdóttir 3, Halla M. Helgadóttir 3, Hulda Bjarna- dóttir 2, Hanna Einarsdóttir 1, Svava Ýr Baldvinsdóttir 1. Varin skot: Hjördís Guðmundsdóttir 9 (þar af þijú tii mótheqa). Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Fram: Guðríður Guðjónsdóttir 9/2, Díana Guðjónsdóttir 3/1, Kristín Ragnars- dóttir 3, Zelka Tosic 3, Hafdís Guðjónsdótt- ir 1, Þórunn Garðarsdóttir 1. Varin skot: 15 (þar af 5 til mótherja). Utan vallar: 2 mínútur. Dómarar: Óli P. Ólsen og Gunnar Kjartans- son. Garðabær: Stjarnan-KR....................24:17 Gangur leiksins: 0:1, 3:3, 5:4, 9:4, 14:9, 16:9, 18:12, 19:14, 22:14, 24:17. Mörk Stjömunnar: Una Steinsdóttir 7, Guðný Gunnsteinsdóttir 6, Ragn- heiður Stephensen 3/1, Inga Fríða Tryggvadóttir 2, Þuríður Hjartardóttir 2/1, Hrund Grétarsdóttir 1, Margrét Vilhjálmsdóttir 1, Sigrún Másdóttir 1, Herdís Sigurbergsdóttir 1. Varin skot: Sóley Baldursdóttir 13/1 (þaraf 3 til mótheija), Nína Getsko 1. Utan vallar: 2 mínútur. Mörk KR: Anna Steinsen 5/2, Sigríð- ur Pálsdóttir 4/1, Brynja Steinsen 4, Laufey Kristjánsdóttir 1, Guðrún Sí- vertsen 1, Nellý Pálsdóttir 1, Selma Grétarsdóttir 1. Varin skot: Vigdís Finnsdóttir 9/1 (þaraf eitt til mótheija), Alda Guð- mundsdóttir 1/1. Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: Rögnvald Elingsson og Stefán Arnaldsson. Áhorfendur: Um 200. Úrslitakeppni 2. deildar karla: HK-Grótta..............24:24 Fram-ÍH................17:33 Knattspyrna Reykjavíkurmótið Fram-Fylkir..............2:1 Helgi Sigurðsson 2 - Aðalsteinn Víglunds- son. Æfingalandsleikur: Recife, Brasilíu: Brasilía - Argentína..............2:0 Bebeto (7., 76.). 80.000. Linz: Austurríki - Ungveijaland.........1:1 Heimo Pfeifenberger (74.)- Bela Illes (65.). 15.000. Körfuknattleikur NBA-deildin Atlanta - Charlotte.......100:92 ■ Detroit - LACIippers.......111:107 ■Isiah Thomas varð Qórði leikmaðurinn I sögu NBA til að ná 9.000 stoðsendingum, en Terry Mills var stigahæstur hjá Detroit með 21 stig. Ron Harper gerði 27 stig fyr- ir Clippers. Dómarinn átti við öndunarörð- ugleika að etja, fór af velli, þegar níu mín. voru eftir af öðrum ieikhluta og kom ekki aftur. Indiana - Cleveland.............78:77 ■Dale Davis náði frákasti eftir skot Reggi- es Millers, þegar 8/10 úr sekúndu voru eftir og náði að skora og tryggja Indiana sigur áður en yfir lauk. Park Price kom Cleveland yfir, þegar 10 sek. voru til leiks- loka, en það dugði ekki til. Philadelphia - Chicago..........87:99 ■Scottie Pippen gerði 31 stig fyrir Chicago, en Tim Perry var með 19 stig og 11 frá- köst fyrir heimamenn. Dallas - LA Lakers............109:112 ■Bill Bertka stjórnaði Lakers til sigurs, en hann verður með liðið þar til á sunnu- dag, þegar „Magic" Johnson tekur við. Nick Van Exel var með 28 stig og Sedale Thre- att kom í veg fyrir að Jim Jackson jafnaði tveimur sekúndum fyrir leikslok með góðri vöm. Doug Smith skoraði 36 stig fyrir Dallas og er það persónulegt met. Utah - Orlando..................93:98 ■Anfernee Hardaway skoraði 21 stig fyrir Orlando og Shaquille O’Neal 19, en han tók níu fráköst. Karl Malone var með 27 stig ^rir heimamenn og John Stockton 22 stig. Ishokkí NHL-deildin Leikir í fyrrmótt: Buffalo - St Louis................2:3 Florida - Toronto................1:1 ■Eftir framlengingu, Ottawa - Detroit.................5:4 Winnipeg - Montreal..............3:1 Edmonton - NY Rangers.............3:5 Los Angeles - Vancouver...........3:6 LEIÐRETTINGAR Austurlandsmet Sigurður Karlsson, ÚÍA, setti Austur- landsmet í kúluvarpi 14 ára og yngri á meistaramóti íslands í fijálsíþróttum, sem fór fram á dögunum og greint var frá í blaðinu í gær. Hann kastaði 12,62 m en ekki 12,42 eins og misritaðist. Óskar Alfreðsson, sem gerði þrjú mörk fyrir Leikni gegn Létti í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu, var rangfeðraður í blaðinu í gær. Beðisl er velvirðingur á mistökunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.