Morgunblaðið - 25.03.1994, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1994
7
Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson
Til Rússlands
Tíu ferðarafeindavogir á leið til Rússlands. Sjávarútvegsráðuneytið
í Múrmansk mun sjá um að dreifa þeim í rússnesk rannsóknaskip.
Póls-rafeindavörur
seldar til Rússlands
ísafirði.
PÓLS-rafeindavörur á ísafirði eru þessa dagana að senda tíu ferða-
skipavogir til rússnesku hafrannsóknastofnunarinnar í Múrmansk.
Stöðug sala er á stórum flæðilínum til Noregs og ekki hefst undan við
að framleiða hefðbundnar skipavogir, að sögn forráðamanna fyrirtæk-
isins.
Fólki hefur verið að fjölga þetta
árið hjá fyrirtækinu, en nú starfa
þar 16 manns. Þá er óráðið í fjögur
störf stálsmiða, en þeir hafa ekki
fengist fyrir vestan. Útflutningur
jókst um 144% á síðasta ári, en á
sama tíma dróst innanlandsmark-
aðurinn saman um 37%. Að sögn
forráðamanna fyrirtækisins var
hagnaðurinn á síðasta ári viðunandi.
Flæðilínur til Noregs
Starfsmaður fyrirtækisins er ný-
kominn frá Noregi þar sem hann var
við uppsetningu á stórri flæðilínu
fyrir saltfiskverkun. Önnur slík er
að fara núna um páskana og sú þriðja
strax og hún verður fulibúin. Nú er
unnið að fullu í samstarfi við fyrir-
tækið Formax í Reykjavík að fram-
leiða vinnslulínur í frystitogarann
Sigli frá Siglufirði.
Vogirnar tíu sem eru að fara tii
Rússlands eru léttar og færanlegar
og ætlaðar til nákvæmrar viktunar
við fiskirannsóknir. Þær vega á bilinu
frá 1 grammi að 1,5 kg, við velting
og aðra hreyfingu skipsins. Að sögn
framleiðandanna hafa þessar vogir
verið notaðar með góðum árangri
við fiskirannsóknir í Noregi, en Rúss-
arnir keyptu þær að undangenginni
rannsókn á þeim vogum sem eru á
markaðnum. Úlfar
Tónlistarmenn fá ekki greitt samkvæmt
samningum fyrir flutning í sjónvarpi
Misjafnt eftir deildum
Ríkisútvarpsins hvern-
ig samningum er fylgt
FELAG íslenskra hljóinlistarmanna, FÍH, segir að félagsmenn sínir
hafi fengið of lítið greitt fyrir að koma fram í útvarpi og sjónvarpi
miðað við samninga sem í gildi eru fyrir flyljendur tónlistar. Björn
Árnason, formaður FÍH, segir að verið sé að gera átak í því að þeir
sem noti slíkt efni borgi fyrir það, en misbrestur hafi orðið á því, sér-
staklega hjá Sjónvarpinu. Hörður Vilhjálmsson, framkvæmdasljóri fjár-
málasviðs Ríkisútvarpsins, segir að misjafnt sé eftir deildum stofnunar-
innar hvernig tónlistarmönnum sé greitt fyrir flutning tónlistar, ágrein-
ingur sé mestur vegna flutnings í sjónvarpi. Aðilar deilunnar funda
nú um þessi mál og segir Hörður vonast til að hún leysist fljótlega.
Björn segir að hljóðfæraleikarar
séu orðnir áfskaplega þreyttir á því
að samningsréttur þeirra sé ekki virt-
ur. í gildi séu launasamningar milli
FÍH og Ríkisútvarpsins þar sem tek-
ið er fram hvað eigi að borga fyrir
það þegar hljómlistarmenn koma
fram í útvarpi.
„Menn hafa fengið borgað," segir
Björn, „en allt of lágar upphæðir
miðað við okkar samninga." Samn-
ingarnir byggjast á útsendingartíma
og fá menn greidda ákveðna upphæð
fyrir hann, segir hann, og á meðan
á upptöku stendur fá menn greitt
tímakaup.
Sem dæmi má nefna að fimm
manna hljómsveit sem flytti þriggja
mínútna lag í beinni útsendingu í
sjónvarpi ætti að fá rúmar 100 þús-
und krónur fyrir, samkvæmt samn-
ingum, eða rúmlega 20 þúsund á
mann.
Hann segir að á sumum deildum
Ríkisútvarpsins hefur verið greitt
samkvæmt samningum og menn
hafí reynt að komast hjá því og þá
sérstaklega á Sjónvarpinu.
Verktakagreiðslur algengar
Hörður segir að tónlistarmenn
hafi fengið mjög misjafnlega greitt
fyrir flutning iags og talsverður hóp-
ur þeirra hafi fengið greitt sem verk-
takar. Að hans mati eigi þó samning-
ar við FÍH að vera launasamningar
áfram, ekki verktakasamningar.
Björn segir að menn fái mun lægra
greitt sem verktakar og sumir hafi
fengið einungis 5.000 krónur á mann
fyrir að koma fram.
„Við viljum meina að við séum
dagskrárefni sem fólk er búið að
borga fyrir með sinni áskrift að þess-
um fjölmiðlum," segir Björn.
Hettupeysur
Verð kr. 4.960,-
5% staðgreiðsluafsláttur,
einnig af póstkröfum
greiddum innan 7 daga.
mmúTiLíFPmm
GUESIBÆ • SÍMI812922
Aðstoðarforstj óri Olís um skýrslu LÍÚ um olíuverslun hérlendis
Otal atriði vantar í skýrslu Lands-
sambands íslenskra útvegsmanna
HÖRÐUR Helgason, aðstoðarforstjóri Olís, segir að ótal atriði vanti
í skýrslu sem Landssamband islenskra útvegsmanna lét gera um
olíuverslun hér á landi. Geir Magnússon, forsljóri Olíufélagsins,
Esso, vildi ekki segja neitt um skýrsluna að svo stöddu, en sagði
að hugsanlega fengju þeir annað verkfræðifyrirtæki til að gera út-
tekt á sinni hlið málsins.
Hörður Helgason segir að
skýrsluhöfundar gefi sér alls konar
forsendur sem ekki séu raunhæfar.
Til dæmis sé gert ráð fyrir að eitt
olíufélag með fimm birgðastöðvum
þjónaði öllum fiskiskipaflotanum,
ekki sé gert ráð fyrir ýmsum teg-
undum svartolíu og gasolíu sem
verður að bjóða upp á og forsend-
urnar geri ekki ráð fyrir kostnaði
sem útgerðin yrði fyrir við að sigla
lengri vegalengd til að ná í olíu.
Einnig sé ekkert athugað hvað yrði
um þau félög sem fyrir eru.
Skýrslan gagnrýni á stjórnvöld
í skýrslunni, sem unnin er af
verkfræðistofunni VSÓ-Iðnmark,
er niðurstaðan sú að olíureikningur
útgerðarinnar geti lækkað um 650
milljónir á ári, ef byggt yrði upp
nýtt olíudreifingarkerfi og flutt inn
ein tegund olíu í stórum förmum
til fiskiskipaflotans.
Hörður segist líta svo á að skýrsl-
an sé gagnrýni á stjórnvöld og verð-
jöfnunarsjóðinn sem skyldi olíufé-
lögin til að seija olíu til sömu nota
á sama verði um land allt. Hann
segir að ef verðjöfnunarsjóður yrði
afnuminn mætti búast við því að
olíuverð til stórra notenda lækkaði.
Árgerö '94 af SONATA er gjörbreyttur.
Nýr bíll, nýtt útlit og glæsilegri og öflugri
en áöur. Bfllinn er búinn 2.0 lítra,
139 hestafla vél sem skilar góðri snerpu.
SONATA er með vökva- og veltistýri,
rafdrifnum rúöum og útispeglum,
samlæsingu og styrktarbitum í hurðum.
Aö auki eru vönduö hljómflutningstæki
með 4 hátölurum.
3ja ára ábyrgö og 6 ára ryðvarnarábyrgð.
Komið og setjist undir stýri þessa
glæsilega bfls, þá finniö þið það sem við
erum að tala uml
Verð frá 1.598.000 kr.
1954 - 1994
ÁRMÚLA 13 • SÍMI: 68 12 00 • BEINN SÍMI: 3 12 36
HYunoni
...tilframtíðar
SONATA
þolir aílan
samanburð