Morgunblaðið - 25.03.1994, Blaðsíða 20
f
20
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 25. MARZ 1994
VIDSKIFTIAIVINNULÍF
Olíufélagið
Miklar afskriftir vegna
sjávarútvegsfyrirtækja
Samþykkt að greiða 10% arð til hluthafa
KRISTJÁN Loftsson, stjórnar-
formaður Olíufélagsins hf., sagði
á aðalfundi félagsins í gær að
afkoma félagsins á seinasta ári
hefði verið mjög góð. Hagnaður
félagsins fyrir tekju og eignar-
skatt var 269 millj. kr., saman-
borið við 255 miHj. á árinu á
undan. Sagði hann að færðar
hefðu verið til gjalda fymingar
að upphæð 235 milljónir kr. og
útreiknaðir tekju- og eignaskatt-
ar námu 71 milljón. Niðurstaðan
af rekstri félagsins að frádregn-
um sköttum, var því hagnaður
að upphæð 198 miljj. kr. Á fund-
inum í gær var samþykkt tillaga
stjórnar um að greiddur verði
10% arður til hluthafa fyrir sein-
asta ár.
Fram kom í ræðu Geirs Magnús-
sonar, forstjóra félagsins, að gjald-
færsla vegna niðurfærslu á úti-
standandi töpuðum kröfum og
gjaldfærsla á hlutabréfum nam
samtals 212 milljónum á seinasta
ári en sambærileg tala fyrir árið
1992 var 86 millj. kr. og nam þessi
hækkun því samtals 126 millj. kr.
milli ára. í þessum tölum eru bæði
endanlega afskrifaðar tölur og til-
lag í afskriftasjóð. „Hér er óvenju-
mikið afskrifað áf útistandandi
kröfum og hlutafjáreign. Svo til
allt sem afskrifað er var tengt við-
skiptum félagsins við sjávarútvegs-
fyrirtæki. Það er í sjálfu sér ekki
annað en gera verður ráð fyrir í
þeim þrengingum sem þessi at-
vinnugrein hefur orðið að glíma
við. Við gerum okkur vonir um að
það versta sé afstaðið en getum á
þessu stigi ekkert fullyrt um það,“
sagði Geir í ræðu sinni.
Þýðingarmikil viðskipti við
útgerðina
Fram kom í máli Kristjáns, að
sala á eldsneyti til innlendra og
erlendra skipa var lang stærsti hluti
af sölu Olíufélagsins á seinasta ári
eða um 47% af heildarsölunni.
„Sýnir þetta svo ekki verðu um villst
hversu þýðingarmikill viðskipta-
mannahópur útgerðin er Olíufélag-
inu,“ sagði Kristján. Á seinasta ári
gerði Olíufélagið söiusamning við
R[
Forysta í faxtækjum
FYRR EN SEINNA
VELUR ÞÚ
FAX FRÁ RICOH
ztá/irfr&JL
Morgunblaðið/Þorkell
Stjórnendur á aðalfundi — stjórnarmenn og forstjóri
Olíufélagsins við lok aðalfundar félagsins sem fram fór á Hótel Sögu
í gær.
Flugleiðir hf. um þotueldsneyti til
eins árs. Á síðasta ári afhenti félag-
ið 6.650 tonn af þotueldsneyti og
er áætlað að salan verði 3.750 tonn
til loka samningsins í júní næstkom-
andi en samningurinn verður aftur
boðinn út í apríl eða maí.
Á seinasta ári keypti félagið
hlutabréf í 20 fyrirtækjum fyrir
samtals 212 milljónir króna.
Stærstu hlutirnir voru keyptir í
Hafnarstræti 87-89 á Akureyri að
andvirði 43 millj. kr., Skagfirðingi
hf. fyrir 35 millj., Hraðfrystihúsi
Grundarfjarðar hf. fyrir 31 millj.
kr., íslenskum sjávarafurðum hf.,
fyrir 31 millj. kr. og S.Í.F. hf. fyrir
15 millj. Sagði Kristján að svo til
öll hlutabréfakaup félagsins væru
tengd viðskiptum og skuldaskilum
við félagið.
Engar umræður urðu um skýrslu
forstjóra og ársreikninga við af-
greiðslu þeirra á aðalfundinum í
gær. Lögð var fram tillaga um skip-
un aðalstjómar félagsins, sem var
samþykkt samhljóða. í henni sitja
Kristján Loftssspn, Gísli Jónatans-
son, Guðjón Ólafsson, Magnús
Gauti Gautason og Margeir Daní-
elsson. Guðjón kemur nýr í stjórn
í stað Ólafs Björnssonar, sem tók
sæti í stjórninni í stað Karvels Ög-
mundssonar, er hann vék úr stjórn
félagsins að eigin ósk í október á
seinasta ári. I varastjórn verða
Guðrún Lárusdóttir, Ólafur B.
Ólafsson og Þórólfur Gíslason. Á
aðalfundinum í gær var stjórn fé-
lagsins veitt heimild til að gefa út
jöfnunarhlutabréf er nemi 10% af
hlutafé eins og það er í dag. Heild-
arhlutafé nam um seinustu áramót
571 millj. kr.
Úp rekstri Olíufélansins hf. i=kw«l
REKSTRARTEKJUR 0G GJÖLD (þús.kr.) 1992 1993
Vörusala 7.197.889 8.317.535
Aörar tekjur 224.533 208.075
REKSTRARTEKJUR ALLS 7.422.422 8.525.610
Kostnaöarverö seldra vara 5.287.704 6.176.096
Dreifingarkostnaður 560.126 567.420
Rekstur olíustöðva 373.204 380.490
Rekstur bensínstöðva 325.558 334.982
Annar rekstrarkostnaður 418.003 529.312
Framlag vegna eftiriaunaskuldbindinga 21.843 22.870
Afskriftir 239.276 235.628
REKSTRARGJÖLD ALLS 7.225.716 8.246.800
Rekstrarhagnaður fyrir fjármunatekjur og (gjöld) 196.706 278.809
FJÁRMUNATEKJUR 0G GJÖLD (þús.kr.) 1992 1993
Vaxtatekjur, verðbætur og gengismunur 181.875 199.717
Vaxtagjöld, verðbætur og gengismunur (124.754) (230.548)
Reuknaðar tekjur (gjöld) v. verðlagsbreytinga (2.137) 11.802
Arður af hlutabréfaeign 3.804 9.371
58.787 (9.655)
Hagnaður fyrir reiknaðan tekju- og eignarskatt 255.493 269.154
Tekjuskattsskuldbinding, lækkun 46.253 44.726
Reiknaður tekjuskattur (73.073) (79.191)
Eignarskattur (31.289) (36.252)
HAGNAÐUR 197.383 198.436
Samstæðureikningur Olíufélagsins hf. hefur að geyma ársreikninga móðurfélagsins og
tveggja dótturfélaga Olíustöðvarinnar í Hvalfirði hf. og Olíustöðvarinnar 1 Hafnarfirði hf.
Lambakjöt
*
Ottast skaðlega
umfjölhin í
sænskum blöðum
UMFJÖLLUN sænskra dagblaða um smithættu af sníkjudýrinu toxo-
plasma gondii, sem samkvæmt rannsókn frá 1988 er að finna í 32%
íslensks fjár, hefur skaðleg áhrif á sölu íslensks lambakjöts í Sví-
þjóð. Einar Þorsteinsson hjá Interland Product í Uppsölum í Sví-
þjóð, sem flytur inn íslenskt lambakjöt, segir að menn séu bæði
órólegir og illir vegna þessarar umfjöllunar.
Einar segir að undanfarna daga
hafi verið fjallað um smithættu af
lambakjöti í fréttum stærstu dag-
blaðanna og í sjónvarpsfréttum.
Segir hann að skaðsemi þess hafi
verið slegið upp í fyrirsögnum og
slíkt gefi ekki rétta mynd því neysla
kjöts sem búið sé að frysta eða sé
gegnumsteikt hafi enga hættu í för
með sér. í sænska dagblaðinu Dag-
Arðsemi eigin fjárrúm 6%
SAMKVÆMT efnahagsreikningi var eigið fé Olíufélagsins og dóttur-
félaga þess, Olíustöðvarinnar í Hvalfirði hf. og Olíustöðvarinnar í
Hafnarfirði hf., 3.325 milljónir kr., sem er um 47% af heildarfjár-
magni fyrirtækisins. Eignir Olíufélagsins voru 7.398 millj. kr. Arð-
semi eigin fjár nam rúmum 6% samanborið við 5% árið 1992.
Heildarvörusala félagsins og
dótturfyrirtækja var 8.318 millj. kr.
á seinasta ári og hafði aukist um
tæp 16%. Rekstrargjöld án kostnað-
arverðs seldra vara hækkuðu um
7% á árinu eða um 133 millj. kr.
en dreifingarkostnaður, rekstur ol-
íustöðva og bensínstöðva ásamt
Volkswagen tapaði 1,9
milljörðum marka ’93
Wolfsburg, Þýzkalandi. Reuter.
VOLKSWAGEN AG, mesti bíla-
framleiðandi Evrópu, hefur til-
kynnt að 1,94 milljarða marka
(1,16 milljarða dollara) tap hafi
orðið á rekstri fyrirtækisins 1993
og arðgreiðslur verði óbreyttar
eða tvö mörk á hlutabréf.
Móðurfyrirtæki Volkswagens
(VW) skilaði 71 milljónar marka
(42,27 milljóna dollara) nettóhagn-
aði í fyrra. Nettóhagnaður VW
hafði áður minnkað í 147 milljónir
marka (87,52 milljónir dollara)
1992 úr 1,1 milljarði marka (654,9
milljónum dollara) ári áður. Nettó-
hagnaður móðurfyrirtækisins nam
132 milljónum marka (78,59 millj-
ónum) dollara 1992.
Ferdinand Piech VW-stjórnar-
formaður sagði i desember, að tap
fyrirtækisins 1993 yrði um 2,3
milljarðar marka (1,37 milljarðar
dollara). En blaðið Siiddeutsche
Zeitung hafði eftir heimildum í fyr-
irtækinu, að tapið yrði minna en
búizt væri við, því að lítil eftirspurn
hefði leitt til varúðarráðstafana.
afskriftum hækkuðu um 22 millj.
eða um 1,4%. Mikil breyting varð
hins vegar á liðnum fjármunatekjur
og fjármagnsgjöld á milli ára en
hann var jákvæður á árinu 1992
um 58 millj. kr. en neikvæður um
9,6 millj. á seinasta ári og að því
er fram kom í ræðu Geirs Magnús-
sonar, forstjóra félagsins, á aðal-
fundi Olíufélagsins í gær, var meg-
in ástæðan hækkun vaxtagjalda um
105,8 millj. kr., sem stafaði einkum
af lántöku í árslok 1992 vegna
kaupa á hlut Sambands ísl. sam-
vinnufélaga að upphæð 1.048 millj.
kr.
Heildarskuldir Olíufélagsins og
dótturfélaga þess námu rúmlega
3.777 millj. kr. og voru nær óbreytt
frá árinu á undan. Skammtíma-
skuldir voru tæplega 2.230 millj.
kr. og hækkuðu um 87,6 millj.
Langtímaskuldir námu 1.547 millj.
eða 22% af heildarfjármagni og
lækkuðu milli ára um 86,4 millj.
Innra virði hlutafjár var um áramót
5.82 en eftir útgáfu 10% jöfnunar-
hlutabrefa og greiðslu 10% arðs á
innra virði hlutafjár að vera 5.2.
Alls störfuðu 334 starfsmenn hjá
Olíufélaginu og dótturfélögum á
seinasta ári. Hluthafar Olíufélags-
ins voru í árslok alls 1.365.
ens Nyheter kemur fram að sníkju-
dýrið toxoplasma gondii geti orsak-
að sjúkdóminn toxoplasmos. En
hann getur meðal annars valdið
fósturskaða hjá sauðfé og skaðað
fóstur í móðurkviði á fyrstu vikum
meðgöngu, hafi móðirin ekki smit-
ast áður og myndað mótefni.
Umfjöllunin um skaðsemi lamba-
kjötsins er ónákvæm því Einar seg-
ir að sníkjudýrið finnist einnig í
svínakjöti. „Svíar borða um 40 kíló
af svínakjöti á mann á ári en sam-
kvæmt hefð er það matreitt á ann-
an hátt. Fólk er líka haldið fordóm-
um gagnvart lambakjöti, finnst
vera ullarbragð af því og svo fram-
vegis,“ segir Einar.
Smár markaður fyrir
lambakjöt
Hann segir ennfremur að þótt
markaðurinn fyrir lambakjöt sé
smár í Svfþjóð sé ekkert því til fyrir-
stöðu að stækka hann. „Svíar borða
ekki svo mikið af lambakjöti,
kannski 6-700 grömm á mann á
ári. Við hjá Interland ætlum að
fara í herferð á öll dag- og vikublöð
í Svíþjóð og fá umfjöllun um um
íslenskt lambakjöt. Við látum þá
hafa íslenskar uppskriftir og mynd-
ir og gefum þeim ókeypis kjöt. Það
eru 130 blöð í Svíþjóð sem skrifa
um mat og einnig er skrifað í 60
tímarit og þetta er okkar markhóp-
ur. Það ætti ekki að reynast erfitt
að breyta markaðnum því hann er
svo lítill," segir Einar.
Hann segir loks að dreifingaraðil-
ar sem hann hefur haft samband
við segi að nú þegar megi greina
áhrif á markaðnum. „Þetta hefur
greinilega áhrif. Menn eru mjög
órólegir og fokillir," segir Einar en
hann segir einnig að þessi umræða
komi upp á versta tíma því mesta
salan á lambakjöti fari yfirleitt fram
um páskana.