Morgunblaðið - 25.03.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.03.1994, Blaðsíða 1
88 SIÐURB/C STOFNAÐ 1913 70. tbl. 82. árg. FOSTUDAGUR 25. MARZ 1994 Prentsmiðja Morgunblaðsins Jeltsín fær- ir Shokín aukin völd Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín, Rússiandsforseti, jók í gær völd efnahagsmálaráð- herra síns, Alexanders Shoklns, og gerði hann að aðstoðarforsæt- isráðherra. Shokín er hlynntur umbótastefnunni og talinn hóf- samur. Viktor Tsjernomyrdín, forsætis- ráðherra, sagði að Shokín myndi fara með öll efnahagsmál en tiltók ekki í hverju það fælist eða hversu mikil völd honum yrðu fengin. Shokín er 43 ára og félagi í flokki Sergeis Sjakraís, Flokki sátta og einingar. A blaðamannafundi Shok- íns sagði hann að skipun hans í embætti myndi að sjálfsögðu styrkja baráttu umbótasinna. Yfir- lýsingar hans þóttu þó benda til þess að hann myndi ekki ganga jafnlangt og forveri hans í embætti efnahagsmálaráðherra, Jegor Gaíd- ar. Sjá: „Jeltsín forseti...“ á bls. 25. --------*--------- Þing Bosníu- Serba hafnar sambandsríki Pale í Bosníu. Reuter. ÞING hins sjálfskipaða lýðveldis Bosníu-Serba samþykkti í gær að ganga ekki í nýstofnað sambands- ríki múslima og Króata.Atkvæði voru sanihijóða. Sagði í yfirlýsingu þingsins að þar sem það hefði nú þegar greitt at- kvæði með sjálfstæðu serbnesku lýð- veldi, gæti það ekki gengið í sam- bandsríki. í yfirlýsingunni var lögð áhersla á að markmið ríkis Bosníu-Serba væri að sameinast Serbíu. Þá sam- þykkti þingið ennfremur að engar frekari viðræður um vopnahlé í Bosn- íu kæmu tii greina fýrr en viðskipta- þvingunum yrði aflétt af Serbíu. Reuter Viðbúnaður við kóresku landamærin BANDARISKIR hermenn í Suður-Kóreu, nærri landamærunum að norðurhlutanum, huga að vélbyssum hersveitar sinnar. Viðbúnaður herja Bandaríkjamanna, N- og S-Kóreu hefur aukist beggja vegna víglín- unnar að undanförnu. Rússar vilja efna til alþjóðaráðstefnu um málefni Norður-Kóreu Landsmönnum gert að búa sig undir stríð Baráttan gegn öfgamönnum í Alsír harðnar Varalið hersins kallað út að lilnta Nikósía. Reuter. STJÓRNVÖLD í Alsír, sem eiga í óyfirlýstu stríði við íslamska öfga- menn, hafa kallað út varalið hersins að hluta en talið er, að í því séu um 150.000 manna. Hefur það ekki gerst áður og er litið á það sem mjög örlagaríkt skref og viðurkenningu yfirvalda á því, að í landinu ríkir neyðarástand. Erlendir sendimenn segja, að ákvörðun stjórnvalda sé í raun stríðsyfirlýsing, sem geti þó reynst mjög tvíeggjuð þar sem líklegt sé að sumir varaliðanna séu á bandi trúarofstækismannanna. Alsírstjórn hefur mestar áhyggjur af upplausn innan heraflans enda eru dæmi um að ungum mönnum og fjölskyldum þeirra sé hótað dauða sinni þeir herkvaðningu. Meira en 3.200 manns, hermenn, trúarofstækismenn og óbreyttir borgarar, hafa týnt lífi síðan í jan- úar 1992 en þá aflýstu yfirvöid þing- Seoul, Tókýó, Moskvu. Reuter. YFIRVÖLD í Norður-Kóreu hafa skipað landsmönnum að búa sig undir stríð að sögn dagblaða í Suður-Kóreu. Segja þau, að höfuðborg- in, Pyongyang, sé myrkvuð að næturlagi og mikið sé þar um heræf- ingar og annan viðbúnað. Þá hafi borgarbúum verið sagt að bera með sér poka með sprengiefni, sem unnt er að gripa til í ófriði. Rússar hafa lagt til, að efnt verði til alþjóðlegrar ráðstefnu um Norður-Kóreu og deiluna um eftirlit með kjarnorkurannsóknastöðv- um í landinu. Suður-kóresk dagblöð hafa það eftir kínverskum kaupsýslumanni, að ástandið í Pyongyang minni helst á stríð og hafi upplýsingum um helstu skotmörk óvinanna verið dreift meðal borgarbúa. Telji þeir einnig fullvíst, að bijótist út styijöld muni Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu, verða eytt í eldi og Alþýðuherinn n-kóreski vinna frækilegan sigur. Norður-Kóreustjórn hefur lýst yfir, að samþykki Öryggisráð Sam- einuðu þjóðanna refsiaðgerðir gegn henni til að knýja á um eftirlit með kjarnorkurannsóknastöðvum í land- inu, muni hún líta á það sem beina ögrun. William Perry, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær, að skynsamiegt væri að taka þá yfírlýsingu alvarlega og auka varnarviðbúnaðinn í Suður-Kóreu. Kim Young-sam, forseti landsins, kom í gær til Tókýó til viðræðna við japanska ráðamenn um ástandið á Kóreuskaga og mun fara þaðan til Peking. Sagði hann við komuna, að kæmu Norður-Kóreumenn sér upp kjarnorkuvopnum, væri það ekki aðeins ógnun við Suður-Kóreu, held- ur öll nágrannaríkin. Vítalíj Tsjúrkín, aðstoðarutanrík- isráðherra Rússlands, sagði í Moskvu í gær, að Rússar vildu efna kosningum er ljóst var, að flokkur öfgamanna myndi sigra. Franski sagnfræðingurinn Benjamin Stora, sem er sérfræðingur í alsírskum málefnum, sagði í gær að Alsírmenn skiptust í tvo hópa, sem hefðu gjör- ólíka lífssýn, og útkall varaliðsins yrði til _að auka enn á átökin milli þeirra. Útkallið kemur á sama tíma og miklar verðhækkanir á helstu nauðsynjum, frá 14 og'upp í 100%, en á þær er litið sem skilaboð til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um að tek- ið verði á efnahagsvandanum og miklum niðurgreiðslum. til alþjóðlegrar ráðstefnu um Norð- ur-Kóreu og deilurnar um kjarnorku- rannsóknastöðvarnar. Rússland, Bandaríkin, Japan, Norður- og Suð- ur-Kórea og Sameinuðu þjóðirnar ættu meðal annars að eiga þar full- trúa og þar ætti að ræða um leiðir til að fjarlægja öll kjarnorkuvopn af Kóreuskaga. Fjölmiðlar fordæma rannsókná Berlusconi Róm. Reuter. CARLO Azeglio Ciampi forsætis- ráðherra rauf í gær þögn sína í hinni hatrömmu kosningabaráttu á Italíu til að vísa á bug árásum auðjöfursins Silvios Beriusconis á ríkisstjórn sína. Berlusconi setti ásakanirnar fram í sjónvarps- kappræðum við Achille Ochetto, leiðtoga Lýðræðisflokks vinstri- manna á miðvikudagskvöld en þær þóttu afar illskeyttar. Þá hafa Berlusconi og fjölmiðlar mótmælt harðlega lögreglurannsókn sem gerð var í höfuðstöðvum flokks hans á miðvikudag. Þingkosningar fara fram á Ítalíu á sunnudag og mánudag. í sjón- varpskappræðunum sakaði Berlusc- oni vinstrimenn um að standa að ódrengilegri og ólýðræðislegri kosn- ingabaráttu. Brást Ochetto hinn versti við og sagði Berlusconi reyna að láta líta svo út sem andstæðingar hans vildu honum illt. „Reyndu ekki að leika fórnarlamb, því það erum við, sem erum fórnarlömb," sagði Ochetto. Þá fullyrti Berlusconi í kappræðunum að fjármálaráðherr- ann, Luigi Spaventa, hefði ekki gefið upp réttar tölur þegar hann kynnti íjárlagahalla ítalska ríkisins á þingi. Því mótmælti Ciampi harðlega. Saksóknari sem fyrirskipaði lög- reglurannsóknina á höfuðstöðvum Berlusconis gaf ekki upp ástæðu fyr- ir henni en hann vinnur að rannsókn á tengslum frímúrara við glæpasam- tök. Lögreglumenn höfðu á brott með sér lista yfir frambjóðendur flokks Berlusconis. Fjölmiðlar mót- mæltu harðlega aðgerðinni, sem þeir sögðu óskammfeilin afskipti af stjórnmálum. Sagði dagblaðið La Repubblica sem gagnrýnt hefur Ber- lusconi hvað ákafast, að slíka rann- sókn ætti ekki að gera svo stuttu fyrir kosningar nema grunur léki á glæpsamlegu atferli. Aðgerð sak- sóknarans gæti orðið til þess að Berlusconi sópaði að sér atkvæðum. Rcutei' Sómalir undirrita friðarsáttmála TVEIR helstu stríðsherrar Sómalíu undirrituðu í gær yftrlýsingu um vopnahlé, sem ætlað er að binda enda á þriggja ára blóðsúthellingar í landinu. Undirritunin fór fram í Nairobi í Kenýa. Á myndinni undirrit- ar Ali Mahdi Mohamed friðarsáttmálann en fyrir aftan hann stendur Mohamed Farah Aideed.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.