Morgunblaðið - 15.04.1994, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.04.1994, Blaðsíða 15
15 ________________MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 15. APRIL 1994_ Biðlistar sjúkrahúsanna eftir Gyðu Jóhannsdóttur Veist þú lesandi góður að fjöldi manns þarf að líða þjáningar í allt að því eitt ár áður en hann fær læknismeðferð? Á síðasliðnu sumri sá ég konu á miðjum aldri hökta með erfiðismunum niður í heita pottinn í Sundlaugunum í Laugar- dal. Aðspurð kvaðst hún bíða eftir aðgerð á mjaðmarlið. Fyrir nokkru hringdi ég til henn- ar og ætlaði að frétta af líðan hennar eftir aðgerðina sem ég taldi afstaðna. Mér brá þegar ég heyrði að hún beið ennþá eftir aðgerðinni og nú hafði líðan hennar versnað til muna. Magasár af notkun verkjalyfia og áhyggjur af íjármál- um bættust nú við, þar sem hún hafði ekki getað stundað vinnu í marga mánuði. . Eldri maður bíður eftir bæklun- araðgerð. Hann er aldrei laus við verk og oft svo illa haldinn að hann berst lítt af. Sprautur og verkjatöflur koma ekki að neinu gagni. Samkvæmt töflu yfir biðlista sérgreinasjúkrahúsa í september á sl. ári bíða um 700 manns eftir bæklunaraðgerðum á Landspítala og Borgarspítala. Flestir á þessum listum eru af eldri kynslóðinni. Öldruðu fólki finnst það heldur köld kveðja frá samfélaginu að þurfa að kveljast í allt að því eitt ár, áður en það fær læknismeð- ferð, eftir að hafa samviskusam- lega greitt skatta og skyldur til samneyslunnar á löngum starfs- ferli. Fyrir skömmu var grein í Morg- unblaðinu um rannsókn sem gerð var á högum hjartasjúklinga sem bíða eftir aðgerðum. Niðurstaða þeirrar rannsóknar var sú að á biðtímanum kom í ljós aukinn kvíði, þunglyndi, svefnleysi og áhyggjur af fjármálum. Biðlistar hjartasjúklinga eru þó stuttir vegna hættu á dauðsföllum á bið- tímanum sem enginn vill bera ábyrgð á. Þeir sem bíða eftir bækl- unarskurðlækningum í 6-12 mán- uði eru flestir með sömu einkenni á biðtímanum og hjartasjúklingar en auk þess eru þeir haldnir sárs- auka og verkjum sem þeir verða að þola allan sólarhringinn. Þrýstingur á lækna Hvernig líður lækni sem þarf að starfa við þær aðstæður að vera undir stöðugum þrýstingi frá sjúklingum á biðlistum og aðstand- endum þeirra um að komast að? Það er ekki víst að við getum haldið færum sérfræðingum lengi hér á landi sem hafa takmarkaðan aðgang að skurðstofum sjúkrahús- anna vegna fjárskorts. Laun fagfólks í heilbrigðiskerf- inu hér á landi eru mun lægri en í nágrannalöndum okkar. Læknar sem nú eru á föstum launum hjá ríkisspítölunum þurfa að reka stof- ur úti í bæ til þess að hafa sæmi- leg laun. Nokkrir hjúkrunarfræð- ingar hafa hætt störfum í hjúkrun og farið í önnur betur launuð störf. Ört vaxandi tækni í læknisfræði leiðir til þess að kostnaðarsömum aðgerðum fjölgar stöðugt. Hjarta- aðgerð kostar yfir 800 þúsund krónur, hryggspenging frá 550-600 þúsund og mjaðmarliðs- aðgerð um 350 þúsund, svo dæmi séu nefnd. Samkvæmt upplýsingariti Þjóð- hagsstofnunar er áætlað að ríkið verði með 14,4 milljarða króna útgjöld umfram tekjur á þessu ári, svo að ekki er líklegt að framlög til heilbrigðisþjónustunnar aukist mikið. Sjálfstæður rekstur Skýrslur frá nágrannalöndum okkar sýna að miklum spamaði Gyða Jóhannsdóttir „Af reynslu Svía má draga þá ályktun að skynsamlegasta leiðin til þess að stytta biðlist- ana hér á landi sé lík- legast sú, að nýta þá aðstöðu, mannafla og þekkingu sem þegar er til staðar á sjúkrahús- unum og auka afkasta- getu þeirra með því að leyfa aðgerðir um helg- ar.“ má ná með því að flytja eins mikla starfsemi og hægt er út fyrir stóru sjúkrahúsin. Þau geta þá einbeitt sér að þeim sem eru alvarlega veik- ir og þurfa dýra hátækniþjónustu. Litlar einkareknar skurðstofu- einingar úti í bæ hafa reynst góð lausn. Fólk fær þar skjóta og góða þjónustu og líkar vel. En til þess að rekstur þeirra sé mögulegur þarf að gera opinberan, raunveru- legan kostnað alira verka heil- brigðisþjónustunnar og tryggja jafnar rekstraraðstæður opinbera- og einkageirans. Svíþjóð hefur lengi verið þekkt sem land ríkisforsjár. Fyrir nokkr- um árum tóku Svíar upp þá ný- breytni í heilbrigðiskerfi sínu að leyfa sjálfstæðan rekstur sjúkra- húsa. Allar aðgerðir hafa verið verðlagðar og fólki gefinn kostur á að borga aðgerðirnar sjálft eða kaupa sér sjúkra- og slysatrygg- ingar sem greiddu slíkan kostnað. Þetta leiddi til þess að biðlistar sjúkrahúsanna minnkuðu snarlega eða hurfu á skömmum tíma. Hins- vegar bendir margt til þess að Svíar hafi farið of hratt í sakirnar. Þetta minnir á ýmis skyndiátök okkar íslendinga, þar sem margt hefur verið gert af meira kappi en forsjá. Önnur úrræði Af reynslu Svía má draga þá ályktun að skynsamlegasta leiðin til þess að stytta biðlistana hér á landi sé líklegast sú, að nýta þá aðstöðu, mannafla og þekkingu sem þegar er til staðar á sjúkrahús- unum og auka afkastagetu þeirra með því að leyfa aðgerðir um helg- ar. Þarf þá að finna greiðslufyrir- komulag sem hentar, þar sem þeim sjúklingum sem vilja og hafa efni á því gefst kostur á að taka aukinn þátt í kostnaðinum. Nú er uppselt í flest allar ferðir til sólarlanda. Þeir sem eru á bið- listum sjúkrahúsanna komast ekki í sólarlandaferðir, en kynnu að vilja eyða peningum í að stytta þjáning- artíma sinn ef þeir hefðu einhveija valkosti. Sjúkrahótel — heimili Ein leið til þess að stytta biðlist- ana og draga úr kostnaði við að- gerðir eru sjúkrahótel. Ólafur Olafsson landlæknir og Ásta S. Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur skrifuðu athyglisverða grein um sjúkrahótel sem eru rekin víða á Norðurlöndunum (Mbl. 9. sept. 1993). Á sjúkrahótel getur sjúklingur farið svo til strax að lokinni að- gerð. Með þessu fyrirkomulagi næst hagræðing og sparnaður, án þess að þjónustan eða gæði hennar minnki. Lokaorð Það iiggur ijóst fyrir að við verð- um að tryggja rekstrargrundvöll heilbrigðiskerfisins ef það á að veita okkur þá gæðaþjónustu sem við gerum tilkall til. í Bretlandi og víðar í Evrópu hefur reynslan sýnt að ekkert þjóð- félag getur staðið undir því að veita öllum ókeypis læknisþjón- ustu. Hlutdeild sjúklinga í kostnaði við læknisþjónustu í öðrum löndum er helmingi hærri en hér. Margir skattgreiðendur hafa látið í ljós að þeir væru sáttari við að greiða skattana sína ef tryggt væri að þeir færu til þess að aðstoða fólk sem á í þrengingum, en eru mjög andvígir skattheimtu sem fer í að greiða niður þjónustu fyrir þá sem eru vel efnum búnir. Þeir mundu því fremur sætta sig við þjónustu- gjöld að einhveiju marki en hækk- un á sköttum. Því er haldið fram að við búum við mjög fullkomið heilbrigðiskerfí. Ekki munu allir geta tekið undir það, a.m.k. ekki þeir sem þurfa að bíða allt að því ár eftir að fá bót meina sinna. Biðlistar sjúkra- húsanna eru í hróplegu ósamræmi við annað í hinu íslenska neyslu- þjóðfélagi. Höfundur er húsmóðir í Reykjavík. Um seinheppni ráða- manna í Evrópumálum eftir Bolla R. Valgarðsson Evrópusambandið (ES) á um þessar mundir í eða hefur lokið við- ræðum við átta ríki sem sótt um inngöngu í sambandið, Austurríki, Finnland, Kýpur, Möltu, Noreg, Sviss, Svíþjóð og Tyrkland, og fyrir- sjáanlegt er að fleiri ríki sæki um aðild innan tíðar. Markmið EFTA- ríkjanna er að ganga í ES 1995 og vitað var að þau litu frá upphafi á EES-samningana sem fyrstu skref sín í átt til inngöngu í Evrópusam- bandið. Jafnframt þessu er ástæða til að ætla að fljótlega muni sum Austur- og Mið-Evrópuríki óska aðildar að ES. Sambandið hefur þegar undirritað samninga við Pól- land, Ungveijaland, Tékkland og Slóvakíu um aukaaðild og sams konar viðræðum er lokið við Búlgar- íu og Rúmeníu. Þessu til viðbótar hefur Evrópusambandið undirritað ýmsa samninga við flest fyrrum kommúnistaríki og lýðveldi fyrrum Sovétríkjanna. Þannig hefur ES þegar hafið fullan undirbúning að útvíkkun sinni til austurs og þangað mun athygli forystumanna þess beinast á næstu árum. íslendingar, ásamt Lichtensteinbúum, standa því þegar frammi fyrir þeirri stað- reynd að verða innan tíðar utan- gátta í flestum málum sem viðkoma þróuninni í málefnum Evrópuland- anna, þar eð hin EFTA-löndin verða flest ef ekki öll orðin aðilar að Evr- ópusambandinu áður en 21. öldin ^ gengur. í garð. Eftir það.. verðijr samstarf Norðurlanda á vettvangi Norðurlandaráðs aldrei neitt annað en skugginn af sjálfu sér þrátt fyr- ir fögur fyrirheit umsækjendanna að ES. Verði hins vegar enn bið á inngöngu þeirra má vera að á sam- starfinu teygist eitthvað. Það sem hér hefur verið rakið er öllum hér á landi sem fylgjast með Evrópuumræðunni ljóst og varð það raunar þegar árið 1991 því þá var vitað í megindráttum hvert myndi stefna. Þrátt fyrir það hefur stjórnmálaumræðan um þessi mál hér á landi verið eins og raun ber vitni, sérstaklega á hinu háa Alþingi, þar sem þeir þingmenn eða ráðherrar sem sýnt hafa áhuga á því að ræða t.a.m. kosti og galla Evrópusambandsaðildar með for- dómalausum hætti, nánast verið kallaðir landráðamenn, svikarar við íslenska þjóð. Alþýðuflokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn sem þor- að hefur að taka á efninu enda hafði hann forystu um aðild íslands að Evrópsku efnahagssvæði. Sam- band ungra jafnaðarmanna, SUJ, hefur gengið skrefi lengra og hvatti þegar árið 1991 til þess að íslands sækti um aðild að EB, sem þá hét, í samfloti með hinum EFTÁ-lönd- unum. Síðasta flokksþing Alþýðu- flokksins 1992 samþykkti þá að láta fara fram vandað mat á kostum og göllum aðildar að Evrópubanda- laginu en eins og allir vita hefur ekki mátt minnast á neitt slíkt á Alþingi fyrr en nú þegar allt er um seinan og lestin farin fram hjá brautarstöðinni með vinaþjóðir okk- ar í EFTA innanborðs. Við þessari . þróun varaði Samband..upgra jafn- aðarmanna og raunar einnig fyrrum þingmaður flokksins, Karl Steinar Guðnason. Einn með Evrópustefnu í ljósi þess hvernig komið er hlýt- ur maður að spyija sjálfan sig þeirr- ar spurningar hverra umboðsmenn alþingismenn íslendinga eru. Sitja þeir á Alþingi algerlega á eigin for- sendum? Ber þeim ekki að taka mark á því að samkvæmt skoðana- könnunum vill meirihluti íslendinga leyta hófanna hjá Evrópusamband- inu auk þess sem áhrifamiklir full- trúar íslensks þjóðlífs eins og Sam- tök iðnaðarins og Verslunarráð Is- lands mæla með hinu sama? Erfitt er að átta sig á vilja Vinnuveitenda- sambandsins því formaðurinn og framkvæmdastjórinn tala í kross í þessu máli. Engu að síður er Ijóst að stór hluti félagsmanna VSI er sömu skoðunar og framkvæmda- stjórinn. Er ekki Jón Baldvin Hanni- balsson, utanríkisráðherra og for- maður Alþýðuflokksins, eini tals- maður meirihluta landsmanna í ut- anríkismálum á Alþingi hvað þetta varðar, eini íslenski ráðherrann sem áttar sig á þeim veruleika sem blas- ir við og hefur gert frá upphafi? Hittir Ólafur Þ. Stephensen, stjórn- málafræðingur, ekki einmitt nagl- ann á höfuðið þegar hann í grein sinni í Morgunblaðinu 24. mars sl. varpar ljósi á sérstöðu Alþýðu- flokksins í þessu efni og segir hann vera eina stjórnmálaflokkinn sem hafí haft Evrópustefnu fyrir árið 1989? Hann bendir á forystuhlut- verk Jón Baldvins í viðræðunum um EES, liálfvelgju samstarfsflokk- anna þá, Framsóknar og Alþýðu- Bolli R. Valgarðsson „Samband ungra jafn- aðarmanna, SUJ, hefur gengið skrefi lengra og hvatti þegar árið 1991 til þess að íslands sækti um aðild að EB, sem þá hét, í samfloti með hinum EFTA-löndun- um.“ bandalags, og andstöðu Sjálfstæð- isflokksins við þátttöku íslendinga í samningunum. Samning-ar Norðmanna gefa góða vísbendingu kvæði muni haldast á hendi Alþýðu- flokksins enn um sinn, a.m.k. ef marka má yfirlýsingar. fyrrverandi og núverandi formanna Sjálfstæðis- flokksins auk formanns utanríkis- málanefndar Alþingis, forystufólks Alþýðubandalags, Framsóknar og Kvennalista, um að þróunin í við- ræðum Evrópusambandsins og EFTA, ekki síst niðurstaða samn- inga Norðmanna við sambandið, hafi enga sérstaka þýðingu fyrir íslendinga, m.a. vegna þess hve slæmum samningum þeir hafi náð í sjávarútvegsmálum. Miðað við þá staðreynd að aðeins 6% tekna Norð- manna koma frá sjávarútvegi eru samningarnir mjög góðir. Tekjur íslendinga koma hins vegar að tæp- lega 80% til frá sjávarútvegi og því er augljóst mál að við myndum aldr- ei samþykkja svipaðan samning og Norðmenn gerðu í því efni. Enda færi Evrópusambandið aldrei fram á það. Evrópusambandinu væri að sjálfsögðu enginn akkur að því að kippa lífsbjörginni undan þjóð sem hefur næi' allar tekjur sínar af sjáv- arútvegi. Þess vegna gefa ákvæði samninga Norðanna við Evrópu- sambandið í sjávarúivegsmálum íslendingum góða visbendingu um hvers megi vænta í samningavið- ræðum við ES. En til þess að kom- ast að hinu sanna í þessum efnum þarf að spyija spurninganna og sækja um aðild. Það hafa Islending- ar ekki gert og sennilega er það orðið of seint. SUJ hvetur engu að síður til þess að á það verði látið reyna nú þegar. Skoðanabræðrum ungra jafnaðarmanna fjölgar jafnt og þétt og nú síðast létu ungir fram- sóknarmenn í ljós áhuga á að álykta með SUJ í þessu efni en var því miður bannað það af þingflokki Framsóknarmanna. Alþýðuflokkurinn hefur undir forystu Jóns Baldvins Hannibals- sonar haft frumkvæði í utanrík- . isijiálum íslendinga um all la.ngan tíma og svo virðist sem það frum- Höfundur er formaður FUJ í Reykjavík og vnrnformaður Sambands nngra jafnaðarm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.