Morgunblaðið - 15.04.1994, Side 21

Morgunblaðið - 15.04.1994, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1994 21 Lífeyrissjóðirnir styðja vaxtalækkun Tækniþróun Kf. — AÐALFUND- UR Tækniþróunar hf. var haldinn í Tækni- garði á miðvikudag. IMýsköpun Hugmyndasamkeppni um afurðir og nýjungar í atvinnulífinu TÆKNIÞRÓUN hf. hefur í samvinnu við Nýsköpunarsjóð námsmanna og Útflutningsráð hleypt af stokkunum hugmyndasamkeppni um afurð- ir eða nýjungar í atvinnulífinu. Markmið samkeppninnar er að efla íslenskt atvinnulíf og tengsl háskólamanna og atvinnulífs. Hugmynda- samkeppnin hefur fengið nafnið Nýsköpunarsmiðja í Tæknigarði 1994 og er öllum nemendum og starfsmönnum Háskóla Islands heimil þátt- taka. Skilafrestur tillagna er til 25. apríl og verða tilkynntar verðlauna- hugmyndir 1. mai. Dómnefnd skipa fulltrúar frá Afl- vaka Reykjavíkur, Nýsköpunarsjóði námsmanna, Samtökum iðnaðarins, Iðntæknistofnun, Útflutningsráði og Tækniþróun og velur hún í fyrsta áfanga allt að fjórar hugmyndir. Verðlaunahugmyndirnar verða studdar með þrennum hætti. Veitt verður 350.000 kr. fjárhagsaðstoð við hvert verkefni. Einnig ráðgjöf til að þróa og móta verðlaunahugmynd- ir með markvissum hætti og boðið upp á skrifstofuhúsnæði í Tækni- garði og aðstöðu til frumgerðarsmíða á verkstæðum Raunvfsindastofnunar og verkfræðideildar. Við val á hug- myndum verða eftirfarandi atriði höfð til hliðsjónar: Nýnæmi, mark- aðsmöguleikar, tæknileg útfærsla, væntanleg arðsemi og gagnsemi fyr- ir íslenskst atvinnulíf. Seinni áfangi verkefnisins hefst í september og felst í því að Tækniþró- un hf. aðstoðar verðlaunahafa við að finna þeim hugmyndum farveg út í atvinnulífinu sem matsnefnd tel- ur vænlegar að fyrsta áfanga lokn- um. Tvær leiðir koma til greina. Annars vegar verður kannað hvort hentugt sé að fyrirtæki í rekstri taki við hugmyndinni og haldi áfram þró- un hennar. Tækniþróun hf. aðstoðar við samningsgerð og miðast hún að því að eiganda hugmyndarinnar verði umbunað með eingreiðslu og fram- leiðslugjaldi. í vissum tilfellum gæti hugmyndasmiðurinn fylgt með verk- efninu inn í fyrirtækið. Hins vegar getur Tækniþróun aðstoðað við að finna aðila til að leggja til fjármagn í stofnun nýs fyrirtækis ásamt frum- kvöðlinum. Samkeppnin er styrkt af Nýsköp- unarsjóði námsmanna, Aflvaka Reykjavíkur og Reykjavíkurborg ásamt Háskóla Islands. Tæknigarður Tækniþróun hf. var stofnað 1985 og hefur hlutverk þess verið að vinna að verkefnum í tengslum við atvinnu- líf og háskóla. Fyrirtækið hafði for- göngu um byggingu Tæknigarðs við Háskóla íslands og gerði í tilefni af 5 ára afmæli hans í desember könn- un á högum fyrirtækja í garðinum ásamt þeim fyrirtækjum sem dvalið hafa í garðinum frá opnun hans. Niðurstöðumar sögðu að stöðugild- um hefði fjölgað um 27,5 til dagsins í dag. Alls væru 67 starfsmenn í fyrirtækjunum. Innan Tæknigarðs 28 og utan hans 39. Velta fyrirtækjanna árið 1993 er áætluð 355 milljónir króna. Þar af er velta fyrirtækjanna í Tæknigarði áætluð 126 milljónir og velta hinna um 229 milljónir. Árið 1993 stefnir í að % fyrirtækjanna skili hagnaði eða verði „á núllinu" en 'h verði í tapi. Fram kom að aðalástæðan fyrir því að fyrirtæki kysu að vera í Tæknigarði væri þjónusta og aðstaða sem gerði þeim kleift að halda stofn- kostnaði í lágmarki og til þess að njóta samstarfs við stofnanir og önn- ur fyritæki. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Hrafni Magnússyni, fram- kvæmdastjóra Sambands al- mennra lífeyrissjóða, og Þorgeiri Eyjólfssyni, formanni Landssam- bands lífeyrissjóða: Davíð Oddsson forsætisráðherra ritaði grein um árangur í vaxtamál- um og næstu skref í Morgunblaðið í gær. Á tveimur stöðum í greininni vísar forsætisráðherra til þýðingar- mikiilar þátttöku lífeyrissjóðanna i vel heppnuðu vaxtalækkunarferli með þeim hætti að Samband al- mennra lífeyrissjóða og Landssam- band lífeyrissjóða telja óhjákvæmi- legt að koma eftirfarandi athuga- semdum á framfæri: Því er haldið fram í greininni að fjármagn lífeyrissjóðanna fylgi að einhveiju leyti væntingum um að vextir lækki ekki frekar og að vext- ir hækki á ný. Þessar ætluðu vænt- ingar af hálfu sjóðanna telur forsæt- isráðherra vinna gegn markmiðum ríkisstjórnar. Að sjálfsögðu hafa stjómendur lífeyrissjóðanna að ein- hveiju marki mismunandi skoðanir á því hvernig vextir þróast í fram- tíð. Mismunandi viðhorf fjárfesta til þátta sem hafa áhrif á vaxtaþróun eru ætið til staðar á öllum fjár- magnsmörkuðum enda undirstöðu- þáttur í aðkomu kaupenda og selj- enda í viðskiptum með verðbréf. Viðhorf lífeyrissjóðanna til þróunar vaxta hafa að undanförnu komið helst fram í því að sjóðirnir hafa keypt af kappi lengri tíma verðbréf, s.s. húsbréf, en aðeins í litlum mæli keypt skemmri ríkisskuldabréf eða ríkisvíxla. Þessi fjárfestingarstefna sjóðanna á undanförnum mánuðum sýnir að sú skoðun að lífeyrissjóðirn- ir hafi unnið gegn jákvæðum mark- miðum ríkistjórnarinnar til vaxta- lækkunar á ekki við rök að styðjast. Nefnt er í greininni að lífeyrissjóð- irnir hafi „haldið að sér höndurn" við fjármögnun húsnæðiskerfisins. Af þessu tilefni er rétt að riíja upp framgang húsnæðisbréfauppboða á síðustu tveimur árum en þau hafa sýnt svo ekki verður um villst að vextir húsnæðisbréfa Húsnæðis- stofnunar voru ætíð mjög álíka og vextir húsbréfa á hveijum tíma. Það var út af fyrir sig ekki að undra þar sem skuldari bréfanna var sá sami og líftími bréfanna svipaður. Þegar vextir lækkuðu í lok október á sl. ári var því eðlilegt að vextir í upp- boðum húsnæðisbréfa tækju sömu vaxtalækkun og húsbréfin gerðu. Lífeyrissjóðimir hafa því verið tilbún- ir að kaupa skuldabréf Húsnæðis- stofnunar á liðnum mánuðum á svip- uðum vöxtum og ávöxtun húsbréfa er á hveijum tíma. Þegar sambærileg skuldabréf em boðin lífeyrissjóðum til kaups hljóta stjórnendur sjóðanna að kaupa þau bréf sem hærri vexti bera. Að öðmm kosti væm þeir að bregðast skyldu sinni við íjárvörslu á spamaði sjóðfélaganna. Það skal að endingu áréttað að lífeyrissjóðirnir og samtök þeirra hafa að öllu leyti stutt velheppnaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar til vaxta- lækkunar. Þýðingarmikill þáttur í þegar orðinni vaxtalækkun er það íykilatriði að stjórnvöld drógu úr lánsfjáreftirspurn á markaði en skýrt dæmi um það er sú ákvörðun stjórnvalda að hlífa fjármagnsmark- aðinum við lánsfjáreftirspurn Hús- næðisstofnunar á liðnum mánuðum. Það sem er þó þýðingarmest að mati lífeyrissjóðasambandanna til stuðnings þegar orðinni vaxtalækk- un og frekari árangri er sú fyrirætl- an ríkisstjórnarinnar að stefnt skuli að minni fjárlagahalla. BORGARDAGAR BORGARKRINGLUNNI SÉRVERSLUN FYRIR VERÐANDI MÆOUR Borgarkringlunni Sokkabuxur kr. 300 Jakkar, alfóöraöir kr. 5.900 Blússur kr. 2.500 Bolir kr. 1.300 DEMANJAHUSIÐ Borgarkringlunni 20% afsláttur af öllum silfurhálsmenum og silfurnælum. TISKUV ERSLUN NX Viö bjóðum 25% afslátt af öllum Lindon vörum. 15-20% afsláttur af öllum öðrum vörum. Nýjar vörur — meiriháttar verð. H // n Stakar buxur meö 35% afslætti. Verð nú aöeins kr. 3.900 K Glæsileg tilboð - frábær verð MAKEUP FOR EVER 'buöin PHOfISSIONAl MAK[ UP 25% afsláttur af varalitum, augnskuggum og blýöntum. Glæsilegt úrval - persónuleg þjónusta. MAKE UP FOR EVER - þjónusta vió konur ~fárir tvo 20% afsláttur af ASA VÖRUM. Samlokur, lagaðar að ósk hvers og eins með 20% afslætti. Verö nú aöeins kr. 180 Borgarkringlan er fallegt verslunarhús í þægilegu umhverfi, býður fjölbreytt vöruval og ánægjulegt starfsfólk. Börnin í umferðinni | UMFERÐAR ( samvinnu við Umferðarráð, Reiðhjólaskóla (slands og fleiri aðila verður sérstakt kynningarátak um öryggisbúnað fyrir börnin. >RAÐ /OQ\ Gleraugnasmiðjan xzf------------ö 20% afsláttur af öllum sólgleraugum og hulstrum. 50% afsláttur af öllu skarti. Verið velkomin. l=IÐI3II.DIO yv ■ af öllu kjólt 20% afsláttur af öllu kjólum og buxum frá ffiláfil * v vw\ vv.v\vvvvvLV.\\\v\mv\a.\vv\vu\\vtw<vYr 30% afsláttur af öllum peysum. Herraskyrtur frá kr. 2.000 ■> »0 j iim 1 r"* c 'ií i v j i bti: 1 f Esl ‘

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.