Morgunblaðið - 15.04.1994, Síða 25

Morgunblaðið - 15.04.1994, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1994 25 Kissinger og Carrington yfirgefa Suður-Afríku Engar forsendur fyrir viðræðum deiluaðila Jóhannesarborg. Reuter. HOPUR sjö alþjóðlegra sáttasemjara, undir forystu þeirra Henrys Kissingers, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Carringtons lávarðar, fyrrum utanríkisráðherra Bretlands, gáfust í gær upp á að reyna að miðla málum milli deiluaðila í Suður-Afríku. Höfðu þeir komið til landsins til að hafa milligöngu um viðræður milli ríkis- sljórnar F.W. de Klerks forseta, Afríska þjóðarráðsins (ANC) og Inkatha-flokks Zúlumanna. Að sögn Kissingers og Carringtons var engin grundvöllur fyrir viðræðum til staðar þar sem deiluaðilar gátu ekki komið sér saman um forsendur viðræðnanna. Kosningar eiga að fara fram í landinu dagana 26.-28. ágúst. Afríska þjóðarráðið sakar Inkatha um að bera ábyrgð á því að upp úr viðræðunum slitnaði en Mangosotho Buthelezi, leiðtogi Inkatha, hefur krafist þess að tímasetning kosning- anna verði endurskoðuð og að Zúlu- menn fái sjálfstjórn í héraðinu KwaZuiu-Natal. Carrington lávarður var á blaða- mannfundi í gær spurður hveijum það væri að kenna að ekki hefði verið hægt að halda viðræðunum áfram. „Ágreiningurinn milli aðil- anna endurspeglaði margra ára samningaviðræður. Menn hafa reynt að koma til móts við hvorn annan. Þetta er ekki rétti tíminn til að kenna einhveijum um. Aðalatriðið er hvern- ig hægt verður að halda viðræðum áfram.“ Kissinger sagði sáttasemjarana sjö hafa verið sammála að þeir gætu ekki undir neinum kringumstæðum skipt sér af tímasetningu kosning- anna. Það væri algjörlega mál suður- afrískra stjórnmálamanna. Það kom greinilega fram í máli Kissingers á blaðamannafundinum að hann taldi sáttasemjarana hafa komið til Suður- Afríku á röngum forsendum. Þeir hefðu talið að samkomulag væri um viðræðugrundvöll og ekki komist að hinu gagnstæða, fyrr en þeir voru komnir til Suður-Afríku. „Við frest- uðum allir öllu því sem við vorum að gera til að geta aðstoðað við að byggja upp samfélag í Suður-Afríku þar sem mönnum er ekki mismunað eftir kynþáttum eða kynferði,“ sagði Kissinger. Hann sagðist aðspurður ekki geta sagt til um hvort að sáttasemjararn- ir væru reiðubúnir til að koma aftur til Suður-Afríku, að breyttum for- sendum, en sagði að ef beiðni um slíkt yrði lögð fram myndi hann íhuga málið. Misheppnaða valdaránstilraunin í Rússlandi í október Jeltsín vildi dauðarefsingar Moskvu. Reuter. FYRRUM aðalsaksóknari Rússlands , Alexej Kazanník, heldur því fram að aðstoðarmenn Borísar Jeltsíns hefðu ráðlagt starfsmönnunum hans að krefjast dauðarefsingar yfir andstæðingum forsetans, sem stóðu fyrir uppreisnartilraun þingmanna í október sl. Sagði Kazanník að til- mælin hefðu borist á óundirrituðu minnisblaði frá skrifstofu forsetans. Jeltsín skipaði Kazanník í emb- ætti aðalsaksóknara daginn eftir að hann fyrirskipaði skriðdrekum að ráðast á þinghúsið í Moskvu í októ- ber. Kazanník sagði af sér í febrúar vegna afskipta forsetans að þeirri ákvörðun Dúmunnar að veita leiðtog- um uppreisnartilraunarinnar sakar- uppgjöf, þeim Alexander Rútskoj, fyrrum varaforseta, og Rúslan Khasbúlatov, fyrrum þingforseta. Kazanník segir að sér hafi borist téð minnisblað þegar eftir að upp- reisnartilraunin hafði verið kveðin í kútinn. Þar hefði þess verið óskað að réttarhöldin tækju tvo tii þijá daga, og að allir sakborningar yrðu dæmdir til dauða en á annan tug manna var handtekinn. Segist Kaz- anník hafa neitað tilmælunum. Reuter Kapellubrúin endursmíðuð Því var fagnað í Lúzern í Sviss að endursmíði Kapellubrúarinnar var lokið. Brúin var elsta trébrú Evrópu og því ein af þjóðargersemum Svisslendinga. Hún eyðilagðist í eldsvoða í fyrrasumar. Andlát læknis vekur grunsemdir Lést úr ofþreytu Lundúnum. Reuter. BRESKU læknasamtökin rannsaka nú hvort ungur læknir, sem lést fyrr á árinu, hafi látist úr ofþreytu. í tilkynningu samtakanna segir að breskir læknar vinni lengur en starfsbræður þeirra í Evrópu og því krefjist þau*þess að yfirvöld fjölgi starfsmönnum heilbrigðiskerf- isins, til að draga úr vinnuálaginu. Alan Massie, 27 ára aðstoðar- læknir, hneig örendur niður í jan- úarmánuði sl. í lok 86 stunda vinnu- viku. Dánarorsök kom ekki í ljós við krufningu en læknasamtökin segja hana hins vegar hafa útilokað fjölmargar líklegar orsakir. Því telja læknar nú allt benda til þess að Massie hafi látist úr ofþreytu. Samtökin segja að um 1.200 breskir læknar vinni yfir 83 stundir á viku og vinnuvika meirihluta ungra lækna sé yfir 76 stundir. Eitt helsta baráttumál lækna er að sett verði hámark vinnustunda lækna á viku, að þeim verði ekki leyft að vinna meira en 72 stundir. Hér á landi hefur verið girt fyrir vinnuálag á borð við það sem ger- ist í Bretlandi, að sögn Matthíasar Halldórssonar, aðstoðarlandlæknis. Segir hann vissulega enn óþarflega mikið vinnuálag á aðstoðarlæknum, en það gangi þó ekki eins langt og í tilfelli bresku læknanna. B O R G A R SNYRTISTOFAN NN Noröurturni, 4. hæö, sími 685535 25% afsláttur af vöru og þjónustu sem véitt er eöa pöntuð á Borgardögum. Andlitsbóö, húöhreinsun, litgreining, hand- og fótsnyrting. 4ra rétta tilboð á Borgardögum. Kjúklinga Chow Mein, Saigon rækjur, nautakjöt Mongolian og súrsæt svínarif Kanton með Coke og kaffi á eftir. Verð aöeins kr. 550 v£J*^ÍAíW> 20% afsláttur af Fischer Price leikföngum. 30% afsláttur af öllum módelum og aukahlutum fyrir módel. Frábær tilboð á Borgardögum. Alladin 20% afsláttur. Sonic Spinball 20% afsláttur. Super kick off 20% afsláttur. Eternal Champions 20% afsláttur. Stýripinni Speed king 25% afsláttur. CD diskar á tilboðsverði með 20% afslættl og PC leikir á tilboösvegg. BORGARKRINGLUNNI Glæsileg tilboð - frábær verð Eymundsson ^'STOFNSBTT 18 7 2 20% af öllum erlendum bókum. Græni söluyagninn 1. hæð 20% afsláttur af High-Desert blómafrjókornum, Jasön-Aloe Vera: Henna sjampó og næring. Kókosbodylotion, púður, olía, svitalyktaeyðir. 20% afsláttur Rauði vagninn 2. hæð 50% afsláttur af öllum perlufestum. Perlueyrnalokkar frá kr. 290 Perluarmbönd frá kr. 390 Kolóihúsié 20% afsláttur Crépes Florida aðeins kr. 335 Allar tertusneiðar aðeins kr. 250 Borgarkringlan er fallegt verslunarhús í þægilegu umhverfi, býður fjölbreytt vöruval og ánægjulegt starfsfólk. IUMFERÐAR RÁÐ íTÍIOTO TfO'iYlu Börnin í umferðinni I samvinnu við Umferðarráð, Beiðhjólaskóla Islands og fleiri aðila verður sérstakt kynningarátak um öryggisbúnað fyjrir börnin. SOLBAÐSSTOFAN SÓLIN 500 kr. afsláttur af 3ja mánaða korti. 3IGGI B0RGARKRIN6LAN 20% 0 6 8 7 2 6 6 afsláttur af nýju CAT línunni frá Redken. im ^!..þegar þér hentar Ný glæsileg verslun. Otrúleg tilboð í tilefni opnunar. Borgardagar t Betra líf 14., 15. og 16. apríl beURÍEiF Borgarkringlan, '■gþ * KRINGLUNNI4 - sími 811380 ..og við bjóðum 20% afslátt af sérvöldum vörum m.a. af: EARTH SCIENCE snyrtivörum fyrir dömur og herra. EARTH SCIENCE snyrtivörurnar eru unnar úr lífrænt ræktuðum og náttúrulegum jurtum, og innihallda engin efni sem eru skaöleg húðinni. nýtt greiðslukortatímabil 44- iv ilpfl— nnnrri'úr'ðho

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.