Morgunblaðið - 15.04.1994, Síða 26

Morgunblaðið - 15.04.1994, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1994 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Forsætisráðherra og vaxtamál AF INNLENDUM VETTVANGI AGNES BRAGADÓTTIR Tilboð Bandaríkjamanna um björgunarþyrlur byggði Þijár nýjar þyrlur ál kosta 420 milljónir si Bandarísk sljórnvöld bjóðast til þess að senda hingað viðræðun EKKI eru öll kurl komin til grafar, að því er varðar hver verður niðurstaða íslenskra sfjórnvalda, í þyrlukaupamálinu. Engin ákvörðun verður tekin um málið á fundi ríkisstjórnarinnar í dag, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Ríkisstjórninni mun leika hugur á, að fá fram nákvæmar upplýsingar frá bandarískum stjórnvöldum, um verðhugmyndir bandaríska sjóhersins á þyrlum sem hann væri hugsan- lega reiðubúinn að selja íslendingum, auk þess sem svara er óskað frá Bandaríkjunum um hvort bandarísk sljórnvöld eru reiðubúin til þess að semja um íslenska verktöku, að því er varðar rekstur á hluta bandarísku þyrlusveitarinnar, en eins og kunnugt er gaf varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna í skyn hér á landi í upphafi ársins, að svo gæti orðið. Morgunblaðið hefur upplýsingar um að bandarísk stjórn- völd hafi dregið til baka þær tölulegu upplýsingar sem sendar voru íslenskum stjórnvöldum, fyrir milligöngu sendiráðs Bandaríkjanna hér í Reykjavík, og raunar hafi bandarísk sljórnvöld beðist velvirðing- ar á þessum tölulegu „upplýsingum" sem stæðust á engan hátt. Davíð Oddsson forsætisráð- herra ritar grein í Morg- unblaðið í gær um þann árang- ur sem náðst hefur í vaxtamál- um og næstu skref, sem ríkis- stjórnin hyggst taka í þeim efnum. Kemur fram í grein hans að eftir aðgerðir ríkis- stjórnarinnar til lækkunar vaxta í október á síðasta ári hafi raunávöxtun ríkisskulda- bréfa til langs tíma lækkað úr 7,15% í 5%; meðalforvextir víxla úr 16,7% í 10,7% og með- alraunvextir verðtryggðra út- lána bankanna úr 9,4% í 7,6%. Segist forsætisráðherra ekki telja hættu á , að vextir fari hækkandi á ný, þar sem að- gerðirnar hafi verið byggðar á traustum efnahagslegum grunni en ekki sjónhverfingum. í grein sinni segir forsætis- ráðherra: „Þegar til lengri tíma er litið ráðast vextir af efna- hagslegum forsendum. Lækk- un vaxta á rætur sínar að rekja í breytingum á þessum grund- vallarforsendum. Breytingarn- ar felast fyrst og fremst í betra jafnvægi í þjóðarbúskapnum, sérstaklega þeirri staðreynd að náðst hefur jöfnuður í viðskipt- um við útlönd og stöðugleiki ríkir í verðlagsmálum. Vaxta- lækkunin er því ekki skamm- góður vermir heldur varanleg breyting. Ekki væri ástæða til hækkunar vaxta á ný nema þensluhætta vofði yfir eða ójafnvægi hefði myndast á við- skiptajöfnuði. Engin merki sjást um slíkar hættur. Viðhorf manna og væntingar geta hins vegar skipt miklu máli þegar til skamms tíma er litið. Þau sjónarmið hafa heyrst að frekari lækkanir náist ekki og að vextir muni hækka á ný. Að einhveiju leyti virðist fjár- magn lífeyrissjóðanna fylgja slíkum væntingum og vinna þannig gegn markmiðum ríkis- stjórnarinnar. Þessar vænting- ar um afturhvarf til fyrri tíma munu ekki ganga eftir.“ Davíð Oddsson segir efna- hagslegar forsendur vera fyrir frekari lækkun vaxta. Ekkert bendi til þensluhættu eða jafn- vægisleysis í viðskiptum við önnur lönd, raungengi krón- unnar sé mjög lágt, raunvextir séu háir á íslandi samanborið við önnur lönd, vaxtamunur bankanna geti minnkað þegar þeir hafi tekið á fjárhagserfið- leikum vegna liðinna ára og loks sé stefnt að því að fjárlaga- halli minnki á þessu ári. Forsætisráðherra segir frek- ari enduigkoðup Mftggafc. markaðnum nu hugsanlega orðna tímabæra. Til dæmis komi til greina að ríkið gefi út fleiri tegundir verðbréfa og einnig hljóti menn að taka fjár- mögnun húsbréfa til endur- skoðunar, þar sem það virðist vera truflandi á markaðnum. Þá geti þurft að athuga hvort lagfæra þurfí einstakar reglur um íjármagnsmarkaðinn. Segir hann sérstaka athygli vekja hversu seint inn- og útlána- vextir fylgja eftir lækkun á markaðnum og eins hitt hvern- ig forráðamenn lífeyrissjóð- anna haldi að sér höndum við íjármögnun húsnæðiskerfisins. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar í októbermánuði mörkuðu þátta- skil í íslenskum peningamálum og hafa leitt til verulegrar lækkunar vaxta. Fyrstu við- brögð markaðarins í gærmorg- un, við þessum yfirlýsingum forsætisráðherra, voru að sala á spariskírteinum og húsbréf- um margfaldaðist á Verðbréfa- þingi og ávöxtunarkrafa hús- bréfa lækkaði. Á undanförnum vikum hefur komið í ljós að skiptar skoðan- ir eru meðal sérfræðinga í efna- hagsmálum hvort svigrúm sé til frekari vaxtalækkana. Það er rétt hjá forsætisráðherra, að forsendur eru til staðar fyr- ir slíkum lækkunum og undar- legt hversu tregar lánastofnan- ir hafa verið til að lækka vexti. Það liggur einnig fyrir, að vext- ir á verðtryggðum útlánum hafa lækkað verulega, en á sama tíma hafa vextir óverð- tryggðra útlána lækkað minna. Er löngu orðið tímabært að þeir vextir lækki til samræmis við vexti á verðtryggðum útlán- um. Ef íslenskt atvinnulíf á að standast erlenda samkeppni, verða íslenskum fyrirtækjum að bjóðast svipuð vaxtakjör og þeim fyrirtækjum, sem þau eiga í samkeppni við. Vaxta- lækkun er einnig forsenda þess, að fjárfestingar aukist á ný og að við getum unnið okkur út úr þeirri efnahagslegu lægð sem nú ríkir. Yfirlýsingar for- sætisráðherra benda til að rík- isstjómin hyggist leggja mikla áherslu á, að svo verði og að hún sé reiðubúin til að beita þeim tækjum, sem hún hefur til ráðstöfunar í því sambandi. Er sú yfirlýsing, að til greina komi að endurskoða reglur á ijármagnsmarkaðnum ekki síst athyglisverð. Það er eitt brýn- asta hagsmunamál íslensks at- vinnulífs og almennings í dag, “að vextir lækki enn frekar. 17. mars sl. fengu íslensk stjóm- völd í hendur frá þeim bandarísku plögg, þar sem lýst var verðhug- myndum Bandaríkjamanna á göml- um þyrlum, sem eru geymdar á lag- er, og ekki lengur í notkun banda- ríska sjóhersins. Þeir áætluðu að þessar þyrlur, sem eru 20 til 30 ára gamlar, yrðu seldar á rúmlega 20 milljónir króna hver þyrla. Sérstak- lega valdir aðilar skoðuðu þessar upplýsingar frá bandarískum stjórn- völdum fyrir íslensk stjornvöld, og niðurstaða þeirrar skoðunar varð sú, að þetta væri í engu álitlegur kostur fyrir íslendinga og óskað var eftir formlegu tilboði frá Bandaríkjamönn- um, sem þannig yrði grundvöllur samningaviðræðna. í síðustu viku barst síðan „tilboð" frá Washington, þar sem lagt var til að grunnurinn í viðræðum íslenskra stjórnvalda og bandarískra um fram- tíð þyrlubjörgunarsveitarinnar yrði sá, að íslendingar keyptu þrjár nýleg- ar Sikorsky-þyrlur, á 140 milljónir íslenskra króna, hveija um sig, þann- ig að þessar þijár þyrlur ásamt tveggja ára þjálfunarprógrammi fyrir íslenska starfsmenn þyrlusveitarinn- ar kostaði íslendinga samtals 420 milljónir króna! Hér var um þyrlur að ræða, sem notaðar eru í dag af bandarísku strandgæslunni, sem heyrir undir bandaríska sjóherinn. Þær eru útbúnar samkvæmt þeim stöðlum og skilmálum sem sjóbjörg- unarþyrlur bandaríska sjóhersins verða að vera útbúnar, og þykja sam- kvæmt því einkar fullkomnar. Of gott til að vera satt Staðreyndin mun vera- sú, að ein slík þyrla kostar svipaða upphæð og Super Puma-þyrlan sem dómsmála- ráðherra hefur lagt til að keypt verði handa Landhelgisgæslunni, eða held- ur meira, því svona útbúin Sikorsky- þyrla er sögð kosta um 800 milljómr króna, enda munu Bandaríkjamenn áður hafa boðið íslendingum slíka þyrlu til kaups 'fyrir 800 milljónir króna. Viðbrögð íslenskra stjómvalda við símbréfí því sem þeim barst í síðustu viku frá Washington, fyrir milligöngu bandaríska sendiráðsins hér í Reykja- vík, með þessum tölulegu upplýsing- um, voru þau, að hér hlyti að vera um einhvern misskilning að ræða - þetta væri einfaldlega of gott til þess að geta verið satt. Enda kom á daginn að svo reynd- ist vera, því eftir að íslensk stjórn- völd höfðu óskað eftir frekari stað- festingu á þessum verðhugmyndum og óformlega tilboði, á æðri stjóm- stigum bandaríska stjómkerfisins, varð niðurstaðan sú, að Bandaríkja- menn báðust afsökunar, aftur fyrir milligöngu sendiráðsins í Reykjavík, á innihaldi símbréfsins frá því í síð- ustu viku og sögðu að um misskilning væri að ræða. Mistök hefðu átt sér stað við sendingu símbréfsins og töl- Misskilningur í þingsölum Það er enginn einkaréttur á útflutningi saltsíldar eftir Gunnar Flóvens Fyrir rúmum tveim árum eða í byrjun árs 1992 lögðu tveir þing- menn Alþýðuflokksins fram þings- ályktunartillögu um endurskoðun laga nr. 62 frá 21. apríl 1962 um Síldarútvegsnefnd og útflutning saltaðrar síldar. Tillagan var ekki afgreidd á þinginu 1991/1992 og hefur hún nú verið endurflutt. Umrædd tillaga hljóðar svo: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að skipa nefnd til að end- urskoða lög nr. 62 21. apríl 1962, um síldarútvegsnefnd og útflutning saltaðrar síldar og miði sú endur- skoðun m.a. að því að gefa fleiri aðilum kost á því að vinna að mark- aðsöflun og útflutningi á saltsíld." 1 umræðum þeim sem fram hafa farið á Alþingi um þingsályktunartil- lögu þessa hefir því miður þess mis- skilnings gætt hjá einstaka þing- mönnum, að um sé að ræða „einka- rétt“ eða „einkasölu“ Síldarútvegs- nefndar á saltaðri síld. Þessi mis- slfilnmgur hefir síýan vérið end- urtekinn í fjölrníðlum. í Morgunblaðinu lýnn 16. f.m. birtist frétt af umræðunum undir aðalfyrirsögninni „Vill afnám einka- réttar Síldarútvegsnefndar". Nú er vitað að mikill meirihluti lesenda dagblaða les aðeins fyrirsagnir slíkra frétta og hlýtur sá hópur því að draga þá ályktun að enginn megi selja saltaða síld frá íslandi nema Síldarútvegsnefnd. Því er óhjákvæmilegt að leiðrétta umræddan misskilning og skýra málið enn frekar svo það vefjist ekki fyrir neinum hvernig sölu- og út- flutningsmálum saltsíldar er háttað. Eftir áratuga öngþveiti sem ríkti í markaðs- og sölumálum saltsíldar og vegna hinnar óvenju miklu áhættu sem fylgir þessari sérstæðu atvinnugrein neyddist Alþingi í lok árs 1934 til að setja sérstök lög um skipulag og útflutning á saltaðri síld. Lögum þessum hefir tvívegis verið breytt (1962 og 1968) að ósk hags- munaaðila. Síldarútvegsnefnd tók til starfa vorið 1935. Framan af hafði nefndin fyrst og fremst eftirlit með sölu.og.ýtflutning^sajtsjldar og lögg- ilti síldarútfíýtjendurV Til' þess að’ fryggja gæði og sölu á saltsíldar- framleiðslu landsmanna á hinum takmörkuðu mörkuðum og til að koma í veg fyrir verðhrun, ákvað löggjafinn m.a. að heimila nefndinni að ákveða hvenær söltun megi hefj- ast svo og takmarka eða banna sölt- un um skemmri eða lengri tíma ef nauðsyn krefði, enda hafði offram- leiðsla og skipulagslaus söltun hvað eftir annað valdið landsmönnum gíf- urlegu tjóni. í þessu sambandi er rétt að taka fram að á þessum tíma fór langmestur hluti síldaraflans til bræðslu. Arið 1945 fól nýsköpunarstjórnin svonefnda Síldarútvegsnefnd að annast sölu og útflutning á allri salt- síldarframleiðslunni, en fram að þeim tíma hafði nefndin aðeins séð um sölu á mjög léttverkaðri síld, þ.e. svonefndri matjessíld, en í lög- unum um útflutning saltaðrar síldar er tekið fram að sjávarútvegsráð- herra sé heimilt að veita Síldarút- vegsnefnd einkaleyfi til útflutnings og var slík heimild á sínum tíma aldreji veitt nema tiL eins árs í senn. Einkaléýfi þetta jváriekki veitt’nema

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.