Morgunblaðið - 15.04.1994, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1994
BORGAR- OG SVEITARSTJORNARKOSNINGARNAR 28. MAI
FÆÐIN GARHEIM-
ILIREYKJAVÍKUR
eftir Pétur Jónsson
Þann 30. mars birti Markús Örn
Antonsson, fyrrv. borgarstjóri, grein
í Morgunbiaðinu, sem hann nefnir,
—„Erfíð fæðing hjá ríkinu“. Þar rekur
hann ýmislegt um samskipti borgar-
innar við ríkið varðandi Fæðingar-
heimili Reykjavíkur. Flest af því sem
hann nefnir þar til er í sjálfu sér
rétt, en mikið vantar á til að lesend-
ur geti náð heildarmyndinni.
Ríkissjóður greiðir, eins og kunn-
ugt er, að fullu rekstur allra sjúkra-
húsa hér á landi auk Ríkisspítala.
Þar með er auðvitað rekstur sjúkra-
húsa, sem kennd eru við sveitarfélög
og sjálfseignastofnanir, t.d. Borgar-
spítali, Landakotsspítali, Fjórðungs-
sjúkrahúsið á Akureyri o.fl.
Þannig greiddi ríkið einnig ailan
rekstur Fæðingarheimilis Reykjavík-
ur, þó það væri rekið af stjórn
sjúkrastofnana Reykjavíkurborgar
allt til 1. apríl 1992.
Þær stöllur Hólmfríður Sigurðar-
dóttir og Guðrún Magnúsdóttir, sem
rituðu grein í Morgunblaðið 6. apríl,
verða að gera sér grein fyrir þessari
staðreynd. Það er ríkissjóður, sem
greiðir alla sjúkrahúsþjónustu á ís-
landi, en einstakir rekstraraðilar eins
og Ríkisspítalar geta og mega ekki
reka aðra starfsemi en þá, sem fé
fæst fyrir á fjárlögum. Velvilji ein-
stakra starfsmanna eða fram-
kvæmdastjóra hefur ekkert með það
að gera.
Undir stjórn sjúkrastofnana
Reykjavíkur gekk rekstur Fæðingar-
heimilis Reykjavíkur stundum brö-
suglega. Þar var þó rekin merk starf-
semi, lengst af undir stjórn Huldu
Jensdóttur ljósmóður.
Það var hópur kvenna sem á sín-
um tíma beitti sér fyrir því að hús-
næðið á Þorfinnsgötu fengist fyrir
sérstakt fæðingarheimili, sem byði
valkosti fyrir fæðandi konur, Þær
styrktu uppbyggingu heimilisins
með gjöfum og styrkjum.
Árið 1990 leigði stjórn sjúkra-
stofnana Reykjavíkur 1. og 2. hæð
hússins við Þorfínnsgötu til einka-
rekinnar lækninga- og skurðstofu.
Fæðingaheimili Reykjavíkur hafði
þá einungis til umráða 3. hæðina
og nýtanlegan hluta af risinu. Þetta
húsnæði var of lítið til að þar yrði
rekin hagkvæm legudeild. Húsnæðið
rúmaði aðeins átta rúm fyrir
sængurkonur auk fæðingastofa.
Talið er að legudeild þurfí að vera
að minnsta kosti helmingi stærri til
að góðri hagkvæmni sé náð.
Þögn R-listans í
umhverfismálum
eftir Einar
Stefánsson
Skólp og sorp eru ekki málefni,
sem skapa stemmningu kringum
framboðslista eða hrífa skammsýna
stjórnmálamenn. Meðferð sorps og
skólps er hins vegar grundvöllur
umhverfisvemdar í sveitarfélagi, og
hafa mörg bæjarfélög á Islandi allt
niður um sig í þeim efnum.
► Borgarstjórn Reykjavíkur hefur
sýnt mikla ábyrgð og framsýni í
þessum málafiokki. Undir forystu
Reykjavíkur hafa sveitarfélögin á
höfuðborgarsvæðinu komið sorpeyð-
ingarmálum í gott horf. Áhersla hef-
ur verið lögð á umhverfísvernd með
endurvinnslu úrgangs, þar sem kost-
ur er, eyðingu eiturefna og skipulega
verkun og urðun annars sorps. Opn-
ir sorphaugar, brennandi sorp og
fjúkandi rusl fínnst hér og þar á ís-
landi, en ekki í Reykjavík.
1991, seinasta heiia árið sem
stjórn sjúkrastofnana Reykjavíkur
rak Fæðingarheimilið, kostaði rekst-
urinn um 60 m. kr.
Næsta ár, 1992, var Landspít-
alanum gert að yfirtaka reksturinn
og fylgdi með 20 m. kr. rekstrarfé.
Rekstur Fæðingarheimilis
Reykjavíkur í óbreyttu formi var
vonlaus og var því lokað síðla árs
1992. Þessar 20 m. kr. nægðu rétt
fyrir þeim aukakostnaði sem varð
við það að fæðingarnar fluttust inn
á kvennadeild Landspítalans.
Alltaf var þó vonast til að opna
Fæðingarheimili Reykjavíkur aftur
til fulls í stóru fullnægjandi húsnæði
en það hefur dregist. Það var þó
opnað óbreytt um tíma í júní og júlí
1993.
Upp úr miðju ári 1993 var Ijóst
að lækninga- og skurðstofur Reykja-
víkur mundu rýma húsnæðið við
Þorfínnsgötu 1. janúar 1994.
I nokkra mánuði hefur uppkast
að „leigusamningi" alls hússins verið
upp á borðum hjá borgarstjóra og
stjórnarnefnd Ríkisspítala.
Ef af samningum yrði var, af
Ríkisspítala hálfu, áætlað að flytja
eina sængurkvennadeild af kvenna-
deild Landspítalans á Þorfinnsgöt-
una og nýta aðstöðu til fæðinga sem
þar er eins og áður. Þá yrði þar stór
16 rúma fæðingardeild. Einnig að
flytja glasafijóvgunardeildina þang-
að af kvennadeild Landspítalans og
stækka hana um helming. Sængur-
kvennadeild ásamt fæðingarstofum
yrði á 3. hæð og hluta 2. hæðar en
glasafijóvgunardeildin á 1. hæð og
hluta 2. hæðar.
Má segja að þá hefði heldur betur
færst líf í húsið.
En borgarstjóri og e.t.v. borgar-
ráð var ekki á því. í leigusamnings-
drögunum og viðræðum um þau var
það algert skilyrði af hálfu Reykja-
víkurborgar að Ríkisspítalar skuld-
bindu sig til að hafa einungis starf-
semi tengda þungun kvenna í hús-
inu. Eða eins og segir í leigusamn-
ingsdrögunum. „Önnur sjúkrahús-
starfsemi en í sambandi við þungun
er óheimil í húsinu nema með skrif-
legu samþykki leigusala." Nú er
áralöng starsemi einkareknu lækn-
inga- og skurðstofunnar í meiri hluta
hússins „gleymd“. Af hálfu borgar-
innar kom fram að glasafijóvgunar-
deild ætti ekki heima í húsinu. Það
er að segja að af hálfu borgarinnar
virtist talið að glasafijóvgun hefði
Pétur Jónsson
„Rekstur Fæðingar-
heimilis Reykjavíkur í
óbreyttu formi var von-
laus og var því lokað
síðlaárs 1992. “
ekki neitt með þungun að gera!?!
Áætlunnum Ríkisspítala um að nýta
allt húsið fyrir stækkaða fæðingar-
stofnun og glasafijóvgunardeild
komst ekki í framkvæmd.
Á þessum tíma var uppi umræða
um hvort barnadeild Landakotsspít-
ala flyttist á Landsspítalann eða
Borgarspítalann. Af hálfu Ríkisspít-
alanna voru uppi áætlanir að nýta
það pláss sem losnaði við að flytja
einn sængurkvennagang og glasa-
fijóvgunardeildina af kvennadeild-
inni á Fæðingarheimili Reykjavíkur.
Með tilflutningi innan Landspítalans
átti að nota það sem viðbót við
barnadeild Landspítalans. Barna-
deild Landakotsspítalans gæti þá á
hagkvæman hátt fengið þar inni.
Árni Sigfússon núverandi borgar-
stjóri var þá formaður stjórnar sjúk-
rastofnana Reykjavíkur. Hann var
því mjög fylgjandi að barnadeild
Landakotsspítala flyttist á Borgar-
spítalann. Það er skoðun fólks, sem
vinnur á Landspítalanum, að hann
hafi beinlínis staðið í vegi fyrir að
samningar næðust um Fæðingar-
heimilið. Ástæðan var sú að þá hefði
rýmkað á Landspítalanum svo
barnadeild Landakotsspítala hefði
komist þar fyrir á auðveldan hátt.
En einmitt það hefði verið bæði ódýr-
asta og besta leiðin til að bæta þjón-
ustu við böm.
Nú gerist tvennt í einu. í fyrsta
lagi virðist nú eiga að flytja barna-
deild Landakotsspítala að mestu á
Borgarspítalann.
í öðru lagi hefur Heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra sagt að
hann ætli að beita sér fyrir því að
ijárveiting fáist árið 1994 sem næg-
ir fyrir rekstri myndarlegrar fæðing-
ardeildar og sængurkvennadeildar í
húsnæði Fæðingarheimilis Reykja-
víkur. Ráðherrann er að vísu í
þröngri stöðu vegna niðurskurðar
fjár til heilbrigðismála yfírleitt. En
ef það gengur eftir tekur sú deild
til starfa eftir að viðgerðum lýkur á
húsinu, strax í sumar eða haust. Þar
með hefst starfsemin að nýju með
16 rúma sængurkvennadeiíd auk
fæðingarstofa. En strax í maí er í
ráði að opna litlu deildina á þriðju
hæð.
Núverandi heilbrigðisráðherra
hefur nú óskað sérstaklega eftir að
glasafijóvgunardeildin sem heil-
brigðisráðherrann í fyrrverandi
ríkisstjórn baitti sér fyrir að komið
yrði á fót verði stækkuð um helming
og komið fyrir í húsinu. Hún tekur
því væntanlega til starfa að loknum
gagngerðum endurbótum á húsinu.
Oll fyrsta og önnur hæð þess er
mjög ilia farinn af viðnaiasieysi
margra ára.
Nú er ekki lengur stætt fyrir borg-
ina að standa í veginum.
Þá loksins fellur splunkunýr borg-
arstjóri og formaður sjúkrastofnana
Reykjavíkur frá skilyrðum borgar-
innar og afhendir Ríkisspítölum gal-
tómt húsið, sem hann hafði þó ekki
viljað standa að meðan hann var
bara formaður sjúkrastofnana
Reykavíkur. Enda er nú orðið stutt
til kosninga og e.t.v. talið sjálfsagt
að kosta einhveiju til vinsælda.
Undir lok ársins verður húsnæði
Fæðingarheimilis Reykjavíkur við
Þorfínnsgötu virkilega orðið að lífs-
ins húsi.
Hlutverk borgarstjóra var bara
að láta af hendi tómt húsnæði að
mestum hluta illa farið af viðhalds-
leysi. Húsnæði sem konur beittu sér
upphaflega fyrir að notað yrði sem
fæðingarheimili, en borgin gafst upp
á að reka þrátt fyrir upprunaleg lof-
orð. Rétt er að upplýsa að fasteigna-
mat alls hússins er um 40 m. kr.
Viðgerðarkostnaður 1. og 2. hæðar
er áætlaður um 23 m. kr. sem Rík-
isspítalar þurfa að greiða.
Ríkissjóður borgar hins vegar all-
an rekstrarkostnað þegar Fæðingar-
heimilið opnar aftur, stærra en áður.
En kostnaður er áætlaður um 40
m. kr.árlega. Til glöggvunar er rétt
að minna á að seinasta árið sem
stjórn sjúkrastofnana Reykajvíkur
rak „litla“ fæðingarheimilið á 3.
hæðinni kostaði reksturinn um 60
m. kr.
En ýmislegt reynir borgarstjóri
náttúrlega að nota til að skreyta sig
með á kosningaári.
Höfundur er 4. maður á
Iieykjavíkurlistanum.
Einar Stefánsson
Hinar góðu og hinar illu
Baðströnd í Nauthólsvík
Framtak borgarstjórnar Reykja-
víkur í meðferð skólps er annað
dæmi um ábyrga stefnumörkun og
framtíðarsýn. Á síðasta áratug voru
frárennslismál Reykjavíkur tekin til
gagngerrar endurskoðunar og gerð
framkvæmdaáætlun, sem nú er langt
komin. Hið nýja fráveitukerfi er
mesta átak til umhverfisverndar, sem
gert hefur verið á íslandi. Skólp verð-
ur meðhöndlað og því dælt 400 metra
frá stórstraumsfjöru á haf út. Með
þessu móti má halda mengun af
skólpi í algjöru lágmarki og koma í
veg fyrir skólpmengun í fjörum. Hið
nýja fráveitukerfí mun meðal annars
verða til þess að brátt verður hægt
að opna aftur baðströnd í Nauthól-
"tvík og nota hitaveituvatn til að
skapa enn eina útiveruparadís í borg-
arlandinu.
Göngustígar frá Gróttu í
Heiðmörk
Auk umhverfisvemdar hafa borg-
aryfirvöld bætt mjög aðstöðu Reyk-
-víkinga til útiveru. Göngu- og hjól-
reiðastígar hafa verið lagðir víða um
borgina, svo sem í Elliðaárdal og
meðfram Skeijafirði, og á næstu
árum verða fullgerðar í samfelldir
„Hið nýja fráveitukerfi
er mesta átak til um-
hverfisverndar, sem
gert hefur verið á ís-
landi.“
stígar allt frá Gróttu upp í Heið-
mörk. Þessir stígar munu tengja
saman yndisleg útivistarsvæði með
vaxandi skógum í Öskjuhlíð, Foss-
vogsdal, Elliðaárdal og Heiðmörk,
og stutt verður í enn eitt
framtíðarútivistarsvæðið við Rauða-
vatn og Hólmsheiði.
Framkvæmdir Reykjavíkurborgar
í umhverfísmálum segja glæsilega
sögu um ábyrga og framsýna stjóm
í þessum málaflokki. Það þarf engan
að undra, að R-listinn finni fátt að
gagnrýna og fátt til þessara mála
að Ieggja. Þögn R-listans í umhverf-
ismálum segir meira en mörg orð.
Höfndur er prófessor í
augnlæknisfræði ogskipar 18.
sæti á framboðslista
sjálfstæðismanna í Rcykjavík.
eftir Amal Rún Qase
Sumar konur trúa því að karl-
menn fari svo illa með þær að nauð-
syn hafi borið til að stofna sér-
stakan stjórnmálaflokk sem standi
vörð um hagsmuni kvenna gagn-
vart karlmönnum. Þessi stjórnmála-
flokkur, sem kallar sig Kvennalista,
elur á fordómum og útilokar fólk
frá trúnaðarstörfum í flokknum ef
það er karlkyns.
Það virðist einkenna málflutning
þessara „rauðsokka" hvar sem er í
heiminum að það séu til tvær mann-
gerðir: Hinar góðu og hinar illu.
Hugsun þeirra er sú að karlmenn
séu hinir illu. Hveijar eru svo þess-
ar óvættir sem við eigum að vara
okkur á? Hverjir eru það sem sí-
fellt sitja á svikráðum við konur?
Eru þær að tala um elsku feður
okkar og bræður, eða e.t.v. eigin-
menn okkar, vini og menn sem við
unnum? Eða eru þetta kannski syn-
ir okkar? Kvennalistinn byggir
greinilega á fordómum og ranghug-
myndum og er því hvorttveggja í
senn, hugsanaskekkja og tíma-
skekkja.
í Morgunblaðinu sl. sunnudag er
„Hvergi er hlutur
kvenna eins rýr og á
íslandi. Hvergi hefur
farið meira fyrir að-
greindu stjórnmála-
starfi kvenna en á ís-
landi.“
birt yfírlit yfir fjölda kvenna á þing-
um og í ríkisstjórnum Norðurland-
anna. Hvergi er hlutur kvenna eins
rýr og á íslandi. Hvergi hefur farið
meira fyrir aðgreindu stjórnmála-
starfi kvenna en á íslandi. Ef eitt-
hvað er þá hafa þær tafið fyrir
auknum áhrifum kvenna í íslensk-
um þjóðmálum. Góður árangur
kvenna á hinum Norðurlöndunum
sýnir að konur hafa hljómgrunn.
Mestu skiptir að þær vinni að störf-
um sínum sem manneskjur en ekki
sem fordómafullar rauðsokkur.
Kvennalistinn er stöðnuð stofn-
un, stjórnað af konum sem þrífast
á sameiginlegri andúð á karlmönn-
um. Alþingi og borgarstjórn eru
vinnustaðir en ekki vettvangur fyr-
ir pijónaskap. Konur þurfa að auka
Amal Rún Qase
áhrif sín í íslenskum stjórnmálum,
en það verður hvorki gert með
pijónaskap né Kvennalista.
Höfundur cr háskólanemi og
skipar21. sæti á framboðslista
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.