Morgunblaðið - 15.04.1994, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 15.04.1994, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1994 31 Línan sem skílur að hægri og vinstri eftir Bryndísi Guðmundsdóttur Síðastliðið mánudagskvöld fór ég á tónleika í Borgarleikhúsinu til styrktar samtökum atvinnulausra. Mér til mikillar undrunar stóðu fulltrúar R-listaflokkanna við inn- ganginn og afhentu grandalausum tónleikagestum áróðurssnepil sem ég og trúlega fleiri álitu dagskrá tónleikanna. Þegar að var gáð kom hið sanna í ljós. Innihald pésans var greinilega samið af einhverju R-listafólki sem ekki hefur fylgst með því sem verið er að gera í borginni. Sem íbúi í Reykjavík og móðir fjögurra barna á mismunandi aldri hef ég upplifað stórkostlegar framkvæmdir í útivistarmálum sem varða alla fjölskylduna. Þar vil ég benda hæstvirtum höfundi þessa snepils á aðstöðuna í Laugardal; skautasvellið sem brátt verður yfir- byggt, húsdýragarðinn, fjölskyldu- og grasagarðinn og gervigrasvöll- inn. Þá vil ég minna á skíðaaðstöðu í Ártúnsholti, Breiðholti og Grafar- vogi, vel búnar gönguleiðir og ört vaxandi íþróttaaðstöðu í öllum hverfum borgarinnar. Á stefnuskrá R-listaflokkanna er að tryggja öllum aðgang að íþróttasvæðum í borginni. Eg spyr hvað er átt við? Á að draga úr möguleikum til keppnisíþrótta og taka aðstöðuna af íþróttafélögun- um? Geta ekki allir gengið í íþrótta- félögin? Þá vilja R-listaflokkarnir efla starfsemi íþróttafélaga, íbúa- Bryndís Guðmundsdóttir „Sem íbúi í Reykjavík og móðir fjögurra barna á mismunandi aldri hef ég upplifað stórkostlegar fram- kvæmdir í útivistarmál- um sem varða alla fjöl- skylduna.“ samtaka og annarra fijálsra fé- lagasamtaka. Ég spyr aftur sem meðlimur í Foreldra- og kennarafé- lagi skóla barnanna minna, í for- eldrafélagi barnakórs kirkjunnar, í Barnaheill, í Heimili og skóla, í íþróttafélagi hverfisins og sem meðlimur í hverfasamtökum, er R-listaflokkunum ekki ljóst að síð- ustu tíu ár hafa verið uppgangs- tímar félagasamtaka án beinnar íhlutunar stjórnmálaflokka? Um þverbak keyrði er ég las að R-listinn telur það sitt helsta verk- efni í umhverfismálum að bæta úr mistökum og trassaskap í umhverf- ismálum s.s. í frárennslismálum. Hafa borgarfulltrúar Alþýðubanda- lags, Alþýðuflokks, Framsóknar- flokks, Kvennalista og Nýs vett- vangs, sem nú eru í borgarstjórn, ekki fylgst með hreinsun strand- lengjunnar, nánar tiltekið fyrirbæri sem tekur við skolpi og úrgangi frá borginni, þ.e. frárennsli? Hver er skýringin á því að eitt stærsta umhverfisverndarmál sem Reykja- víkurborg hefur ráðist í er kallað trassaskapur? Þegar hér var komið í lestri snep- ilsins tók ég heilshugar undir með Bubba er söng í sömu andrá; „Ég er staddur á stað þar sem iygin liggur — sem lína dregin og skilur að hægri og vinstri." Lesandi góð- ur! Mikið var ég fegin að vera hægra megin! Hafi listamennirnir þökk fyrir frábæra kvöldstund. Höfundur er talmeinafræðingur og fjögurra barna móðir í Reykjavík. __________Brids____________ Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag kvenna Sl. mánudagskvöld var spilað annað kvöldið af fjórum í hraðsvei- takeppninni og er staða efstu sveita þannig. Sv. Sigrúnar Pétursdóttur 127S Sv. Öldu Hansen 1273 Sv. Lovísu Jóhannsdóttur 1270 Sv. Karolínu Sveinsdóttur 1252 Sv. Höllu Ólafsdóttur 1229 Sv. Elínar Jóhannsdóttur 1210 Bridsfélag SÁÁ 12. apríl var spilaður Mitchell tvímenningur á 8 borðum. Efstu pör urðu: N/S Guðmundur Sigurbjörnss. - Nicolai Þorsteinss. 166 Rósmundur Guðmundsson — Kristinn Karlsson 150 Guðmundur Sigursteinss. - Ásgeir Sigurðss. 145 A/V Þorsteinn Karlsson - Sturla Snæbjömsson 156 Jón Baldvinsson - Baldvin Jónsson 135 Magnús Torfason - Guðni Kolbeinsson 131 Spilað er á þriðjudögum kl. 19.45 stundvíslega. Bridsfélag Suðurnesja Randver Ragnarsson og Svala Pálsdóttir leiða forgjafarkeppnina. Þau hafa fulla forgjöf 282 og hafa auk þess 28 í plús í barometernum, samtals 310 stig. Valur Símonarson og Kristján Kristjánsson eru í öðru sæti með 307 stig og með sama stigafjölda eru Heiðar Agnarsson og Pétur Júlíusson. Næstu pör: GunnlaugurSævarsson-IngvarGuðjónsson 302 Elías Guðmundsson - Kolbeinn Pálsson 274 Arnar Amgrímsson - Sigurður Hannesson 270 Bjami Kristjánsson - Þorgeir Ver. Halldss. 264 Næstu 7 umferðir verða spilaðar nk. mánudagskvöld í Hótel Kristínu og hefst spilamennskan kl. 19.45 stundvíslega. Bridsfélag Hafnarfjarðar Sl. mánudagskvöld 11. apríl hófst Stefánsbarómeterinn sem er fjög- urra kvölda tvímenningur og mættu 28 pör til leiks. Staðan eftir fyrsta kvöldið er þannig: Jón Baldursson - Sigurður B. Þorsteinsson 114 Hjálmar S. Pálsson - Sveinn R. Þorvaldsson 93 Dröfn Guðmundsdóttir - Hrund Einarsdóttir 68 lng\'ar Ingvarsson - Sigurður Siguþónsson 50 Halldór Einarsson - Guðmundur Þorkelsson 49 Friðþjófur Einarss. - Guðbrandur Sigurbergss. 39 Ólafur Gíslason - Sigurður Aðalsteinsson 39' Nk. mánudagskvöld verða spilað- ar sjö umferðir og að venju er spil- að í íþróttahúsinu v/Strandgötu kl. 19.30. Æfingakvöld byrjenda Sl. þriðjudagskvöld, 12. apríl, var æfingakvöld byijenda og var spilað- ur Mitchell í tveimur riðlum og urðu úrslit kvöldsins eftirfarandi: N/S riðill: KolbrúnThomas-EinarPétursson 217 Jensína Stefánsdóttir - Valdimar Helgason 208 Kristján Kristjánsson - Torfi Markússon 196 Anna Guðlaug Nielsen - Guðlaugur Nielsen 194 HallgrímurMarkússon-AriJónsson 192 A/V riðill: Álfheiður Gísladóttir - Pálmi Gunnarsson 228 BergþórBjarnason-SævarHelgason 220 Hrand Einarsdóttir - Sverrir Þorvaldsson 202 Guðný Hálfdanard. - Guðmundur Þórðarson 199 HrannarJónsson-GisliGíslason 196 Á hveiju þrijudagskvöldi er brids- kvöld í húsi BSÍ sem ætlað er byij- endum. Húsið er opnað kl. 19 og spilamennskan hefst kl. 19.30. VZterkurog k-J hagkvæmur auglýsingamiðill! i fltofgiiitiMftfrife RAÐA UGL YSINGAR Sérverslun óskar eftir starfskrafti til sölustarfa. Þarf að vera listrænn og þekkja mikilvægi góðrar þjónustu. Heiðarleiki og gott lundarfar skilyrði. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 22. apríl merkt: Reyklaus 30-40 ára. Atvinnu- og ferða- málafulltrúi Laus er til umsóknar ný staða atvinnu- og ferðamálafulltrúa Vestmannaeyja. Hlutverk hans er að vinna að atvinnuþróun og mótun ferðamálaþjónustu. Leitað er dugmikils ein- staklings með frumkvæði, áræði og hæfileika til samskipta. Við mat umsókna varðar mestu menntun og reynsla á sviði markaðs- og þróunarmála, tungumálakunnátta og almenn þekking á ferðaþjónustu og atvinnumálum. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst eftir 1. maí nk. Skrifleg umsókn er greini frá aldri, menntun og fyrri störfum sendist Bæjarstjórn Vest- mannaeyja, pósthólf 60, 902 Vestmannaeyj- um, fyrir 25. apríl nk. merkt: „Atvinnu- og ferðamálafulltrúi". Frekari upplýsingar veitir Guðjón Hjörleifs- son, bæjarstjóri, í síma 11088. Bæjarstjórn Vestmannaeyja. Sumarstarf Siglingafélagið Ýmir auglýsir eftir fólki til starfa næsta sumar við æskulýðsstarf klúbbsins. Við leitum að forstöðumanni og aðstoðarmönnum 18 ára eða eldri. Skilafrestur umsókna rennur út 20. apríl. Siglingafélagið Ýmir, pósthólf444, 202 Kópavogi. Fjölbrautaskólinn í Garðabæ Lyngási 7-9-210 Garðabæ - Sími 658800 - Fax 651957 Kennarastöður I samræmi við ákvæði 11. og 14. gr. laga nr. 48/1986 um lögverndun á starfsheiti framhaldsskólakennara o.fl. er hér með aug- lýst eftir kennurum í þessum greinum í Fjöl- brautaskólanum í Garðabæ frá og með næsta skólaári: Eðlisfræði (1/2 staða). Efnafræði (1/1 staða). Jarðfræði (1/2 staða). Stærðfræði (1/1 staða). Vélritun (1/2 staða). Viðskiptagreinar (1/1 staða). Auk þess er auglýst eftir stundakennurum í markaðsfræði og kórstjórn. Umsóknarfrestur er til 15. maí 1994. Umsóknir skal senda á sérstökum eyðublöð- um til Fjölbrautaskólans í Garðabæ, Lyngási 7-9, 210 Garðabæ. Nánari upplýsingar veitir undirritaður. Skólameistari. Allsherjaratkvæða- greiðsla Allsherjaratkvæðagreiðsla verður viðhöfð við kjör fulltrúa á 11. þing Landssambands iðn- verkafólks, sem haldið verður í Reykjavík dagana 6.-7. maí 1994. Tillögur skulu vera um 23 aðalmenn og 23 til vara. Tillögum ásamt meðmælum eitthundrað full- gildra félagsmanna skal skila á skrifstofu félagsins, Skipholti 50c, eigi síðar en kl. 11.00 fyrir hádegi föstudaginn 22. apríl 1994. Kjörstjórn Iðju. Aðalfundur Aðalfundur Svalanna verður haldinn í Vík- ingasal Hótels Loftleiða miðvikudaginn 27. apríl kl. 19.00. Húsið verður opnað kl. 18.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Vinsamlega tilkynnið þátttöku sem fyrst. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.