Morgunblaðið - 15.04.1994, Side 40

Morgunblaðið - 15.04.1994, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1994 fclk i fréttum Morgunblaðið/Benedikt Sigurðsson Hyómsveitin XD3 spilaði fyrir dansi á afmælishátíð Harmoníkufélags Héraðsbúa og sá um undirleik í lagakeppninni ásamt aðstoðarmönnum. Hljómsveitina skipa, Jónas Þór Jóhannsson, Ragnar Þorsteins- son og Jón K. Arnarson. Þeir nutu aðstoðar tveggja félaga í Harmoníkufélaginu, Sigurðar Eymundsson- ar og Þórlaugar Jónsdóttur. Morgunblaðið/Sigurborg Ragnarsdóttir Séð yfir hluta háborðsins. F.v. Jónas Haralz, Jóhann Johnston formað- ur, Ingvi Ingvason fyrrv. sendiherra í Washington og Þórdís Hjaltason. BANDARIKIN Lýðveldisafmæli og þorrablóti slegið saman Iárlegu þorrablóti íslendingafé- lagsins í Washington D.C. voru tvær flugur slegnar í einu höggi þegar einnig var haldið upp á 50 ára afmæli íslenska lýðveldisins. í forrétt var þorramatur, en glóðarsteikt lambalæri í aðalrétt. Kaupsýslan gaf allt lambakjötið og ekki skyggði á gleði kvöldsins, að íslenski úrvalskokkurinn Hilmar B. Jónsson útbjó matinn. Happdrætti kvöldsins stjórnaði Páll Pétursson og að venju var aðalvinningurinn farseðill til íslands, gjöf frá Flug- leiðum. Heiðursgestir voru fýrrverandi sendiherrahjón i Washington, Ingvi Ingvason og Hólmfríður G. Jóns- dóttir. Núverandi sendiherrahjón, Elsa og Einar Benediktsson, voru að sinna embættisskyldum í Mexíkó og gátu því miður ekki verið við- stödd. Hljómsveitin Nátthrafnar léku fýrir dansi fram á rauða nótt. EGILSSTAÐIR Keppt í söng og harmonikkuspili Hátíð í tilefni 'ffiú ára afmælis Harmoníkufélags Héraðsbúa var haldin um síðustu helgi í Hótel Valaskjálf. Margt var um manninn og mættu til leiks margir öflugustu harmoníkuleikarar Austurlands. Fór þar fremstur meðal jafningja hinn kunni kúluvarpari, Hreinn Halldórsson, formaður Harmoníku- félagsins. í tilefni afmælisins var gefin út hljóðsnælda með fjórtán lögum fluttum af ýmsum félags- mönnum. Ennfremur var gefíð út veglegt afmælisrit. Dagskrá kvöldsins hófst með borðhaldi og á meðan spilaði frú Messíana Marselíusardóttir frá ísafirði nokkur vel valin lög. Því næst fóru í hönd ræður formanna hinna ýmsu harmoníkufélaga víðs vegar af landinu. Þeirra á meðal var Ásgeir Sigurðsson formaður Landssambands harmoníkuunn- enda. Karlakór Fljótsdalshéraðs söng undir stjórn Suncönu Slamn- ing, og síðan hófst lagakeppni Harmoníkufélags Héraðsbúa. Keppt var í tveimur flokkum. Flokki sunginna og þeikinna og í flokki leikinna laga. í fyrrnefnda flokkn- um kepptu sex lög og sigurvegari varð Guttormur Sigfússon með lag- ið „Dönsum saman“, texti eftir Helga Seljan. í flokki leikinna laga sigraði lagið „Harmoní" eftir Jón Halldórsson, sem er bróðir Hreins Halldórssonar. Því næst veitti stjórn Harmoníkufélags Héraðsbúa nokkrum meðlimum viðurkenning- ar fyrir vel unnin störf í þágu fé- lagsins. F.v. Svava Vernharðsdóttir, sem vann mörg ár í sendiráðinu í Wash- ington, Maureen Paulsby læknir, móðir hennar Gyða Mack Breið- fjörð og Hólmfríður G. Jónsdóttir sendiherrafrú. TÍSKUVERSLUN KRINGLUNNI • SÍMI 33300 Mariachi sveitin, sem skipuð er 10 hljóðfæraleikur- um, söngvurum og dönsurum mun skemmta matar- gestum í Grillinu, en einnig koma við sögu víðar í hús- inu, m.a. í Skrúði og á Mímisbar. Morgunblaðið/Kristinn MANNFAGNAÐUR Guðrún Þorbergsdóttir á tali við hjónin Sverri Ólafsson og Camille R. Ólafsson. Islendingar kynn- ast andrúms- lofti Mexíkó Mexíkóskir veisludagar standa yfir í Grillinu á Hótel Sögu dagana 12.-17. apríl. Meginmark- miðið er að kynna mexíkóska matargerð eins og hún gerist best. Hefur mexíkóskur yfirmatreiðslumeist- ari, Alejandro Caloca, verið fenginn til að sjá um matseldina. Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar ferðaskrifstofufólki, fjölmiðlamönnum og fleiri gest- um var kynnt hvað í boði væri. Rolf Johansen ræðismaður Mexíkó á íslandi segir eitthvað mjög skemmtilegt við við- mælanda sinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.