Morgunblaðið - 15.04.1994, Side 49

Morgunblaðið - 15.04.1994, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1994 49 i Vinnum að friði 1 í lj ósi og kærleik Frá Sveinbjörgu Egilsdóttur: . Það er sjálfsagt mörgum hér á Islandi sem finnst þeir lítið geta gert til að stuðla að friði í heiminum jafn- vel þó þeir vildu. Stríðin eru öll ann- 1 ars staðar og friðargöngur niður Laugaveginn yirðast ekki skila mikl- um árangri. Ég er samt viss um að friðsöm, þögul friðarganga, sem er eins og bæn í verki, er miklu væn- legri leið til heimsfriðar en þegar barist er fyrir friði. Allur ófriður verður vegna gildis- mats sem aðgreinir í stað þess að sameina og hver einasti maður á jörðinni hefur það á valdi sínu að velja frið fyrir sig. IÖfriður verður þegar barist er fyr- ir einhverju. Á liðnum tímum hafa 1 einstkalingar sem og heilu þjóðirnar fundi sig knúna til að berjast fyrir hinum ýmsu málum. Það hefur þurft að beijast fyrir rétti sínum, landi, skoðunum og trú svo eitthvað sé nefnt. Aðalatriðið hefur verið að fá að vera í friði með það sem hefur gildi fyrir viðkomandi, jafnvel þó það þýði að ryðja verður andstæðingum úr vegi (stríð, morð) til að vera laus við þá ógn að skoðanir annarra og trú verði ofan á. Stríð, morð og lim- lestingar eru aðeins hatursfyllri að- ferðir til að losna við andstæðinginn en t.d. sú aðferð í valdabaráttu hópa og einstaklinga sem kallast rifrildi. Það er okkur mönnunum eðlilegt ' að þrá frið. Okkur hefur samt orðið lítið ágengt við að skapa varanlegan Við erum við sjálf, hvað sem við heitum Síðbúið svar | Frá Hallfríði G. Schneider: Þegar ég giftist amerískum her- | manni á íslandi bætti ég með glöðu " geði hans ættarnafni við mitt nafn. Mitt skírnarnafn var myndarlegt og bróðir minn kallaði mig fljótt Oddu, þar sem ég hjalaði add-add-add-a í vöggu. En ég hefi verið kölluð mörg- um nöfnum. Eftir mánaðardvöl í Bandaríkjun- um varð ég borgari þessa lands til þess að geta farið til annarra landa með mínum manni. Dómarinn, sem 4 prófaði mig áður en ég var svarin ® 'nn. mælti eindregið með, að ég I breytti um nafn, mitt nafn myndi reynast mér og öðrum erfítt meðferð- ar. Það aftók ég. Guðbrandsdóttir varð miðnafn og þá oftast G. Við fluttum oft, ég varð yfirleitt mrs. nafn míns manns með hans nafnnúmer +a. Börn voru með sama nema b,c,d, o.s.frv., en hver hefur eigið tryggingarnúmer. Erlendis fór ■J a)lur póstur á hans skrifstofu. íslensk vinkona skrifaði: „Ég mundi skrifa 1 þér oftar ef þú hefðir auðveldara ú heimilisfang, ekki alla þessa stóru stafí og tölur.“ Fjögur börn fæddust, við fengum fleiri númer og með þeirra hjálp, ættarnafninu og skriffínnsku gengu flutningar vel og ferðalögin urðu að ævintýrum. Við vorum alltaf örugg e*uing, jafnvel þegar við vorum að- skilin. En þegar ég eignaðist annað barnið var maður minn fjarverandi d °g vinur okkar keyrði mig á spítal- ann. Ég var búin að skrifa á miða 2 uauðsynlegustu upplýsingar og láta € hann fá; nafn, heimilisfang, fædd Hallgeirseyjarhjáleigu, Landeyjum, Rangárvallasýslu, Iceland o.s.frv. Ég fór á fæðingardeildina, hann fór að skrá mig inn. Ritarinn í móttökunni vélritaði inn á ákveðin svæði á arkirnar en þurfti sífellt að henda þeim. Loksins stundi hann upp við vin okkar: „Viltu fara með þessa konu eitthvað annað, ég kem henni ekki inn á okkar skýrslur." Nokkru eftir að ég fluttist til Wash- ington, D.C. hitti ég konu sem ég þekkti og var hér í fylgd með sínum íslenska embættismanni. Hún réðst á mig með hroka og yfirlæti: „Hvað er þetta með þig, ertu búin að láta Ameríku gleypa þig, búin að týna þínu nafni —“ o.s.frv. Það stóð í hon- um Top litla, mér vafðist tunga um tönn og ég svaraði litlu. Allar götur síðan hefí ég verið að svara henni í huganum: Það er sama hvað ég heiti og hvað ég er kölluð, undir niðri er ég alltaf sú sama, sem gleymi aldrei mínu elskaða íslandi þó að ég sé líka þakklát fyrir líf mitt hér og hafi að- lagast mörgum siðum þessa lands. Með því að skrifa þetta vona ég að geta gleymt embættismannsfrúnni. Nú er ég í sólskinsskapi eftir að vera í gær í stórsaumaklúbbi, sem ein konan hér á Washington-svæðinu hélt fyrir 60 íslenskar konur á öllum aldri. Við kynntum okkur með for- nöfnum og hugsuðum ekki um hvort við værum með íslensk eða erlend ættarnöfn, eða bærum nöfn feðra eða mæðra. Við vorum allar sjálfstæðar, glaðar og reifar og nutum þess að hittast og tala okkar móðurmál. Ameríka hefur ekki gleypt okkur. 1. mars 1994. HALLFRÍÐUR G. SCHNEIDER, Virginíu. VELVAKANDI I I i y i % i 4 „BILAÐUR“ VELVAKANDI TÖLVUBILUN varð hjá Velvak- anda sl. miðvikudag. Þeir sem báðu um þjónustu símleiðis þann dag eru því beðnir að hringja aftur, vilji þeir fá erindi sitt birt. SIGGA BEINTEINS Á NÁTTFÖTUM ÞRJÁR 9 og 10 ára telpur skora á Sigríði Beinteinsdóttur að koma fram á náttfötum þegar bún flytur lagið Nætur fyrir hönd Islands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. HVERJIR ERU Á R-LISTA? EG ER kjósandi í Reykjavík sem ekki hef gert upp hug minn hvort kjósa beri R- eða D-lista. En hveriir eru á R-ljstanum? Ég hef iii'+ "•♦Jfíi o 'ilf),. ‘11+ sliii; lu misst af því hafi sá listi verið birtur opinberlega og eins er um alla sem ég hef spurt. Fólk veit ekki hveijir eru á listanum. D- listinn hefur sent framboðslista sinn í hús, gæti R-listinn ekki gert það sama? Kjósandi GÆLUDÝR Köttur í óskilum GRÁBRÖNDÓTTUR köttur með brúna fætur hefur gert sig heimakominn í Þernunesi í Garðabæ. Hann er ómerktur. Upplýsingar í síma 45450. GRÁBRÖNDÓTT læða, hvít á hálsi og bringu, tapaðist frá Þinghólsbraut 25, Kópavogi, sl. mánudag. Eyrnamerking hennar er R2H123. Þeir sem hafa orðið hennar varir hafi vinsalega sam- band í síma 642250. miðvikudaginn:! 13. apnl 1994 Ol 0 5 af 6 ♦bónus VINNINGAR 6 af 6 m 5 af 6 QL 4 af 6 0 3 af 6 tbónus FJÖLDI VINNINGA 11 698 2.574 UPPHÆÐ A HVERN VINNING 168.770.000 261.824 74.807 1.875 218 Aðaltölur: 8 9 11 ^0)(33)(g BÓNUSTÖLUR Heildampphæó þessa viku 172.510.055 áisi.: 3.740.055 FKfJinningur fór til: (Fjórfaidur 1, vinningur næst) UPPLÝSINGAR, SÍMSVARI91-68 15 11 LUKKULÍNA 99 10 00 - TEXTAVARP 451 BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR Heilsuklossar saníta Made m Denm;)rn .rjr/ \ferðkr. 2.905 Stærðir: 36-47 Litir: Svartur, brúnn og hvítur Ath.: Sanita beygjuklossamir eru með nýúkum og sveigjanlegum sóla og verndar þar með fætur og bak. Höfum auk þess klossa með trésóla í svörtu og hvítu. POSTSENDUM SAMDÆGURS ■ 5% STAÐGREIÐSLUAFSLATTUR Ioppskórinn VELTUSUNDI ■ SÍMI: 21 21 2 VIÐ INGÓLFSTORG SIWRAÐU kr. 35.000 á ári! \Q/°° c>&S ^ i M® ,0^ frið og við höfum greinilega beitt röngum aðferðum. Aðferðir okkar hafa hingað til miðast við að breyta öllu öðru en sjálfum okkur og skoð- unum okkar og flest stríð hafa ver- ið háð í von um frið eftir að and- stæðingurinn hefur látið í minni pokann eða er horfinn af sjónarsvið- inu. Slíkar aðferðir bera ekki árang- ur fyrr en einn maður er eftir á jörðinni. Það er kominn timi til að breyta um aðferðir. Það er ekki og hefur aldrei verið á okkar valdi að breyta öðrum. Við getum aðeins breytt okkur sjálfum og valið fyrir okkur sjálf að lifa í friði, ljósi og kærleik. í ljósi og kærleik verður umburðar- lyndi fordómum yfírsterkara og þær leiðir sem hver einstaklingur fer til að öðlast náð skapara síns skipta ekki lengur máli. Þáð sem þá skipt- ir öllu máli er það sem við eigum og deilum saman sem er lífið sjálft og jörðin sem við lifum á. Hugsunin um frið og kærleik fer nú eins og eldur um sinu yfir jörð- ina. Flestir ná hugsuninni en grípa því miður til gamalla aðferða. Þú getur orðið til þess að hugsunin um frið og ný aðferð til að öðiast hann komst til skila með því að hugsa og velja frið í sjálfum þér, vera trúr því vaii og hafa hugrekki til að „bjóða hinn vangann“. Á undanförnum misserum hafa ýmis áhugafélög um andleg málefni og mannrækt, Fríkirkjan og baháíar sameinast um bænastundir þar sem beðið hefur verið fyrir friði til handa mannkyni jarðar og jörðinni sjálfri. Þessir hópar, sem hafa það sameig- inlega markmið að lifa í ljósi, kær- leik og friði, fara ekki allir sömu leið að markmiði sínu og eru að mörgu leyti afar ólíkir. En fólkið í þessum hópum hefur valið frið og sér auðveldlega þau gildi sem sam- eina hópana og alla þá einstaklinga sem vilja frið í hjarta sínu og heimi. Með kveðju í ljósi og kærleik. SVEINBJÖRG EGILSDÓTTIR, Strandaseli 1, Reykjavík. LEIÐRÉTTINGAR Undirskrift og lokaorð féllu niður Síðasti hluti einnar af minningar- greinunum um Siguijón Þórisson á blaðsíðu 43 í Morgunblaðinu í gær féll niður vegna mistaka 5 vinnslu. Greinin, sem átti að hafa undirskrift- ina Vinnufélagar, hófst á þessa leið (efst í þriðja dálki): „Undir morgun- sól á björtum blíðviðrisdegi þegar vor og bjartsýni ríktu í hugum okkar allra, kom það eins og þruma úr heið- skíru lofti er kær vinur okkar og vinnufélagi fórst í hörmulegu slysi.“ Lokakafli greinarinnar hljóðaði svo: „Við biðjum góðan guð um að styrkja og vernda Herdísi, Svövu Láru, Ing- unni Brynju, fjölskyldu og aðra ást- vini í þungri raun og sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi ykkur.“ Hlutaðeigendur eru innilega beðnir afsökunar á þessum mistökum. Skeljungur í súluriti yfir rekstrartekjur Skelj- ungs í viðskiptablaði í gær var rang- lega sagt að tekjurnar hefðu verið 4.610 milljónir árið 1992. Hið rétta er að rekstrartekjur voru 5.610 millj- ónir þetta ár. Beðist er velvirðingar á þessu. Athugasemd í frétt í blaðinu í gær um dóm í skaða- bótamáli gegn Hinu íslenska kenn- arafélagi var ranglega sagt að menntamálaráðuneytið hefði hafnað umsókn Fjölbrautaskólans í Breið- holti um rekstur sumarskóla í fyrra vegna almenns niðurskurðar. í at- hugasemd frá menntamálaráðuneyt- inu er tekið fram að ráðuneytið taldi ekki grundvöll til að starfrækja sum- arskólann vegna afstöðu fjármála- ráðuneytisins. Afstaða íjármálaráðu- neytisins byggðist á því að ekki voru taldar forsendur fyrir kjarasamninga ijjilliiigármálæ:áðu1neytisins .og kerni- ara við sumarskóla. Einar Farestveit&Co.hf. Borgartúni 28 "S 622901 og 622900

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.