Morgunblaðið - 24.04.1994, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 24.04.1994, Qupperneq 4
4 • B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1994 skrifaðist hann eigi að síður með góða einkunn sem cand. juris frá Háskóla íslands þann 23. maí 1950. „Fórstu að vinna sem fulltrúi sýslumanns á Blöndósi strax eftir lögfræðiprófið?" spyr ég Jón. „Nei, ég fór til London að læra þjóðar- rétt,“ svarar Jón. „Ég hélt þar fyrir- lestur og hvað eina. Tudorinn minn sagði strax að ég skyldi taka eitt- hvað fyrir sem kæmi að gagni fyrir landið mitt. Hans G. Andersen hafði þá athugað bindandi samninga sem Danmörk hafði gert fyrir Islands hönd og gefið út á bók. Ég skoðaði þetta efni, þar á meðal samning einn sem hann taldi vera bindandi fyrir ísland. Samingurinn var á frönsku og ég pældi gegnum hann og fann út að hann væri ekki bindandi fyrir ísland. Ég lét ráðuneytið vita af því að þarna væri skekkja í bókinni. Hans G. Andersen kenndi mér þjóða- rétt í Háskóla íslands. Mér var sagt Þaðer LÖGREGLAN BLÖNDUÓSI aokoma að hann hefði sagt af þessu tilefni: „Andskotann er strákurinn að flækj- ast í þessu.“ Opnaðl ekki sinn kjaft eftir það Það var gaman að vera í London nema hvað auraráðin voru naum, bæði var maður nú blankur sjálfur og svo var leyfð yfirfærsia svo lítil. Um vorið fórum við nokkrir íslend- ingar þó í skemmtiferð í dýragarð- inn. Með í för var ung, spengileg og hugguleg stúlka sem var að læra að dansa. Hún var grænmetisæta og tók hvítlauk. Okkur karlmönnunum hugnaðist ekki sá siður hennar. Ég fór með hana og sýndi henni tígris- dýrið og spurði hvort henni fyndist það ekki hafa fallegar línur. Jú, hún viðurkenndi að þetta væri mjúkt og fallegt dýr. Svo sýndi ég henni vatna- hestinn og spurði hvemig henni litist á hann. Henni fannst hann ljótur. Ég benti henni á að hann æti gras en tígrisdýrið kjöt, því miður lét hún sér þetta ekki að kenningu verða. Þegar veru minni í London lauk fór ég í ferðalag til Frakklands með syst- ur mínum tveimur. Við fórum til Dieppe, þar hafði verið gert strand- högg í stríðinu . Ég taldi mig færan í flestan sjó eftir að hafa lesið franska samninginn, þegar til kom gat ég hins vegar ekki sagt eitt einasta orð. Ég kunni bara að lesa frönsku en ekki tala hana. Þegar heim kom stóð fyrst til að ég tæki við blaði. Meðan ég beið eftir hvern endi það fengi fór ég til föður míns til þess að létta á honum. Niðurstaðan varð sú að ég fór ekki aftur frá honum heldur gerðist full- trúi hjá honum. Ég hafði frá unga aldri haft mikinn pólitískan áhuga, fylgdi Sjálfstæðisflokknum að mál- um og tók talsverðan þátt í stúdenta- pólitík á háskólaárum mínum. Eitt sumarið þegar ég var í sumarvinnu í síld á Hjalteyri á þeim tíma vorum við tólf saman í bragga. Einu sinni í matartíma byijaði strákur að sunn- an, eldrauður kommi sem var nýlega kominn þarna til starfa, að predika. Ég dormaði í rúmi mínu innarlega í bragganum. Þegar matartíminn var að verða búinn reis ég upp og hellti mér yfir strákinn. Enginn hafði sagt neitt meðan hann predikaði, en þeg- ar ég reis upp reyndust allir nema einn á móti kommúnistanum og hann opnaði ekki sinn kjaft eftir þetta. Þá lærði-ég það að að ef maður er nógu harður þá hverfur mótstaðan. Ég var formaður Jörundar, félags ungra sjálfstæðismanna í A-Húna- vatnssýslu árin 1952 til ársins 1956 og fór í framboð árið 1953. Ég var þá nærri búinn að fella Skúla Guð- mundsson. Árið 1967 sat ég á þingi sem varamaður í tíu daga. Ég spyr Jón hvort sú harka sem hann lærði að beita í pólitíkinni hafi nýst honum í sýslumannsstarfinu? „Ég hef aldrei ætlað mér að vinna illvirki og heldur aldrei að gera góð- verk,“ svara Jón svolítið sposkur á svip. „ Ég hef reynt að vera sann- gjam og horfa ekki of mikið á para- graffin, það þýðir ekki svona starfí. Það er ekki aðal atriðið að fara alveg eftir lagabókstafinum heldur að allir séu jafnir fyrir lögum, bæði Jón og séra Jón, það er sú regla sem ég hef reynt að fara eftir.“ Sýslumannsfrúin kallar á okkur Jón í kaffi. Talið berst að Blöndósi og bæjarlífinu þar. „Bæinn hér setti mikið ofan þegar kvennaskólinn var lagður niður og stelpumar hættu að koma,“ segir Jón eilítið dapurri röddu. Við Þórhildur getum ekki að okkur gert og skellum upp úr. „Það var von þú sæir eftir þeim Jón minn,“ segir Þórhildur svo. „Já, ég segi það satt, þótt þið hlæið, frá því ég man eftir var allt skemmtihald miðað við það hvort kvennaskólastelumar kæmi, þær lífguðu bæinn svo mikið upp.“ Við Þórhildur verðum alvarleg- ar og tökum undir að vissulega sé slæmt að missa allt það líf sem fylg- ir ungmennum. „Núna fer unga fólk- ið okkar í framhaldsskóla á Sauðar- krók, til Akureyrar eðá Reykjavíkur, auðvitað hefðum við heldur viljað að kvennaskólanum okkar hefði verið breytt í átt að framhaldsskóla," seg- ir Þórhildur. Sjálf var hún einn vetur á Kvennaskólanum á Blönduósi nokkru áður en hún giftist Jóni ís- berg. í fiórða hefti Betri helmingsins segir hún svo frá:„Giftingu okkar Jóns bar brátt að. Jón lýsir þessu einhvem veginn þannig að hann hafi séð þessa stúlku á dansleik og getað bmgðið fyrir hana fæti þannig að hún slapp ekki. Sjálf segi ég að ég hafi ekki getað annað en fallið fyrir þessum myndarlega unga manni. Við fórum svo heim til prestsins okkar í Jón ísberg var fyrsti f lokksfor- ingi Skátafélagsins Bjarna ð Blönduósi Steinnesi, sr. Þorsteins Gíslasonar, og þar giftum við okkur.“ Þau Þór- hildur og Jón eiga fimm syni og eina dóttur sem öll em farin að heiman. „Þetta hefur allt liðið svo hratt,“ segir Þórhildur þegar við stöndum upp frá kaffíborðinu. „Okkur föður mínum gekk alltaf vel að vinna saman,“ segir Jón þegar við emm aftur sest inn í stofu. „Ég sá um bókhaldið en hann var allt í öllu, hann var oddviti sýslunefndar auk þess að vera sýslumaður. Hann var yfirmaður allra sveitarmála í sýslunni og það var ég líka þar til árið 1988 að þetta breyttist nokkuð. Engin staða gefur eins mikla innsýn inn í mannlegt samfélag eins og staða sýslumanns í hæfilega stóm embætti. Ef embættið er of stórt eykst sérhæfingin ef það er of lítið skortir á í fjölbreytileikanum. Hins vegar er maður ekki sérfræðingur í neinu. Ég leitaði iðulega til mér fróð- ari manna, t.d. borgarfógetans í Reykjavík og jafnvel prófessora í háskólanum og fékk jafnan góða fyrirgreiðslu. Það koma svo mismun- andi mál upp í sýslumannsstarfi." Vatnshólarnir taldir Jón var í bæjarmálum á Blönduósi í 25 ár og oddviti í níu ár. „Ég var einnig nokkur ár í Yfirskattanefnd og vissi því vel hvemig hag fólks hér var háttað. í vestur sýslunni gekk innheimta gjalda jafnan vel, þar lá í loftinu að fólk vildi ekki skulda. Svona var þetta þar til út- gerðin jókst og aðkomufólki fjölgaði. A Skagaströnd var mikil fátækt þeg- ar ég man fyrst eftir, það fór ekki að lagast fyrr en höfnin kom. Á Blönduósi var afkoma manna jafnan sæmileg, það var atvinnuleysi yfir veturinn en þeir höfðu sínaf kindur og kýr. Ég var lengi með kindur sjálf- ur og slátraði til heimilisins þar til mér var bent á að það væri ódýrara fyrir mig að leggja kjötið inn í kaup- Lögreglumenn á Blönduósi ásamt Jóni ísberg sýslumanni til hægri félagið og kaupa svo af því niður- greitt kjöt.“ Jón hefur tekið ríkan þátt í félags- lífi í sinni sveit. Hann var m.a. skáta- foringi fram yfír árið 1970. „Ég fór oft með strákana í útilegur. Einu sinni á skátamóti í Vatnsdalnum töldum við hólana þar, sem eru þó sagðir óteljandi. Þeir dæmdust vera 1130. Oft var þó áhorfsmál hvort um hól væri að ræða eða þúfu og þurfti úrskurðar við í hinum ýmsu talningaflokkum," segir Jón. Lengi vel var hann líka eina lögreglan á svæðinu. „Á þeim tíma þótti jafnan fréttnæmt ef ég fór að hitta mann, þá var velt vöngum yfir hvort eitt- hvað væri um að vera. Stundum varð ég að taka menn fasta. Einu sinni var ég kallaður á bæ ekki mjög langt frá. Tveir menn voru að slást, faðir reyndi að koma í veg fyrir að sonur æki burtu. Ég sætti þá en ég var ekki kominn nema rétt niður á túnið þegar krakki kom hlaupandi og sagði að þeir væru byijaðir aftur að slást. Ég snaraðist upp eftir og sneri strákinn niður í drulluna og handjámaði hann. Hann bar mikla virðingu fyrir mér á eftir. Ég var þrælsterkur og er enn. Það kom sjaldan fyrir að það þyrfti að skiija menn á skemmtunum. Einu sinni ætlaði drengur sem ég þekkti úr skátunum að fara að slást. Ég lagði hönd á öxlina á honum, hann snarsneri sér við og rétti mér hend- ina þegar hann sá hver þetta var. Mér hefur aldrei verið sýnd bein óvirðing hér í sýslu, ég þarf ekki að kvarta undan því. Það lengsta sem menn gengu í þeim efnum var þegar einn ágætur framsóknarmaður var að tala í sveitasíma skömmu eftir að ég hafði verið skipaður sýslumað- ur. „Það er svo sem ekki að búast við neinu öðru af þessari stjórn," sagði hann. Við erum góðir vinir nú . Einhver sendi mér axarskaft til þess að sýna hve mikið axarskaft það hefði verið af sjóminni að skipa mig. Ég veit ekki enn í dag hver það gerði.“ Þórhildur sem sest hefur hjá okkur í stofuna leggur nú orð { belg.„Jón er ákaflega fljótur að gleyma því sem honum er á móti gert, hann er ekki hefnigjam mað- ur,“ segir hún. „Mót, hver hefur gert mér í mót, þetta bara tilheyrir," svarar Jón. „Það tilheyrir að menn hafi ýmsar skoðanir á manni í þess- ari stöðu og séu ekki allir sammála. Stundum er sama hvað maður gerir, alltaf skammast einhver. Ég lét t.d. sækja hross inn á heiðar, mér var legið á hálsi fyrir það, hefði ég látið það ógert hefðu menn sett það fyrir sig. Þeir sem ekki þola svona nokkuð eiga ekki að vera í svona embætti. Ég er alveg sáttur við Húnvetninga og ber ekki vott af biturleika í bijósti þegar ég nú kveð þá.“ Það vantaði fingur Jón ísberg er svo blátt áfram í framgöngu og virðist standa svo föst- um fótum á jörðinni að það er varla að ég áræði að nefna trúmál hvað þá yfirnáttúrulega hluti í hans eym. En ekki er allt sem sýnist. „Ég trúi á Guð, var innrætt sú trú á bams- aldri og hef verið safnaðarfulltrúi á héraðsfundum upp undir þijátíu ár,“ segir Jón. „Hann er líka í Sálarrann- sóknarafélaginu," bætir Þórhildur við. „Hvers vegna ertu í því?“ spyr ég. „Foreldrar mínir vom í þessu á sinni tíð. Hún kom hingað þá hún Lára miðill, sem var mikill miðill þótt hún félli ekki í kramið hjá menntafólkinu í Reykjavík. Þegar gekk ekki nógu vel hjá henni varð hún því miður uppvís um svik. Hún kom hingað og það var haldinn mið- ilsfundur héma í húsinu fyrir hand- an, gamla sýslumannshúsinu. Þar var lítil stofa með tjöldum fyrir, bak við þau var ég. Ekki komu allir fund- irgestir, það vantaði einn, svo bíl- stjóri sem var þama fékk að koma í staðinn. Faðir þessa manns hafði verið með heymæði. Lára miðill gat aflíkamast. Hún reis upp og byijaði að anda þungt með hrygli og sogum og rétti um leið fram höndina. Bíl- stjórinn þreifaði á henni og fann að einn fingurinn vantaði, rétt eins ver- ið hafði á hinum látna föður hans. Páll Kolka var þama líka og fékk að þreifa á höndinni. Hann var sann- trúaður KFUM-maður, en hann vildi nú samt fá þetta tækifæri. Hann sagði: „Ég er læknir, það vantar fing- urinn.“ Hann þurfti ekki meira, þetta sannfærði hann - og þetta sannfærði mig, sem fólst bak við tjöldin. Ég trúi því að maðurinn lifi eftir dauð- ann og hægt sé að hafa samband við hann ef því er að skipta. Það hvergi bannað í Biblíunni, það er bara tilbúningur úr mönnum. Þvert á móti segir þar að Kristur hafi birst mönnum eftir lát sitt nokkmm sinn- um. Ég trúi ekki á spíritisma en ég hef þá skoðun að það sé líf eftir dauðann, það er annað. Ég trúi á kærleiksboðorð Jesú Krists sem er ákaflega einfalt, - þú átt að fyrir- gefa.“ „Og hefur þér tekist að lifa sam- kvæmt þessu,“ spyr ég. „Þegar ég var strákur var ég mjög fljótur að reiðast, var kominn upp eins og skot. Svo kom það einu sinni fyrir að ég var nærri búinn að gera hræðilega vitleysu, kastaði hlut að manni sem hefði stórskaðað hann hefði ég hitt. Þetta má ekki koma fyrir, síðan hef ég reynt að passa mitt skap og mér verður ekki hleypt upp. Hins vegar hef ég svívirðilegan galla, þegar ég sé að einhver verður vitlaus þá verð- ur mér á að glotta. Menn geta fyrir- gefið skammir en ekki að það sé hlegið að þeim þegar þeir fínna það sjálfir að þeir eru hlægilegir. Ég við- urkenni að þetta er galli og hann hefur hefur vafalaust aflað mér óvildarmanna. Slíkt þarf raunar ekki til svo maður í minni stöðu eignist óvildarmenn. Ég hef oft þurft að úrskurða í erfiðum málum. Ég kvað t.d. upp fyrsta úrskurð á íslandi í máli sem var um skaðabætur án sakar eða samninga. Ég kvað upp þann dóm viku eftir málflutninginn en lét svo líða nokkrar vikur. Ég asnaðist til að skrifa dagsetninguna á dómnum þá og vegna þess sendi Hæstiréttur málið aftur heim í hér- að, taldi of langan tíma liðinn frá málflutningi. Ég kvað upp dóminn alveg eins rétt á eftir og sendi þeim tóninn í upphafí máls, taldi að þeir hefðu átt að víta mig mig en ekki senda málið heim aftur. Þeir komust svo að sömu dómsniðurstöðu og ég með svolítið öðrum rökum. Ég hef stundum þurft að gera erfiða hluti. Ég lenti m.a. í því að koma að manni sem búinn var að vera dáinn í viku inni í sjóðandi heitu og sólríku herbergi. Ég braut upp hurðina og kallaði svo til lækni og hjúkrunarkonu þegar ég sá hvers kyns var. Hún hafði unnið í Þýska- landi öll stríðsárin og lenti í margvís- legum hremmingum. Hún kom út og kúgaðist eftir að hafa farið inn til líksins, henni varð það mikið um. í annað skipti var kallað í mig vegna þess að kona hafði keyrt út í sjó fyrir slysni. Hún var að bíða eftir að taka á móti manninum sínum. Það var verið að draga bílinn upp þegar ég kom. Ég sá strax að konan var drukknuð en eigi að síður hóf ég lífgunartilraunir. Læknirinn kom rétt á eftir og tók við - en án árang- urs. Maður var á vakt allan sólar- hringinn, manni var sagt þetta í upphafí og þannig var það, ekki síst áður en lögreglan kom til starfa hér.“ „Nú ertu að hætta,“ segi ég. „Já, ég er að hætta, en ég ætla, eins og ég sagði, að búa hér áfram, mér og mínum hefur liðið hér vel. Hér gott mannlíf og mikil veðursæld," segir Jón. „Nýja húsið okkar er að verða tilbúið. Þegar við flytjum gefst mér gott tækifæri til þess að koma skikk á bókasafn mitt og ýmsa aðra muni sem ég hef safnað um dagana, ég hef alltaf verið heltekinn af söfnun- arnáttúru. Sjáðu, þetta ætla ég að gefa þér,“ segir hann og réttir mér gamlan kjörseðil frá því íslendingar samþykktu áfengisbann.“ Ég þakka honum fyrir. „Hettumávurinn er kominn og endurnar á Laxá, það er að koma vor,“ segir Jón þegar við kveðjumst. Á leiðinni suður velti ég fyrir mér hvort vorið í lífi mannanna sé ekki einmitt eins og í náttúrunni, eigi sitt upphaf og endi en komi allt- af aftur og aftur. Samræðurnar við Jón ísberg og kveðjuorð hans tel ég gild rök fyrir þeirri kenningu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.