Morgunblaðið - 24.04.1994, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. APRIL 1994
B 5
Charles Pasqua innanríkisráðherra Frakka
Taka ekki við straumi
flóttamanna frá Alsír
París. Reuter.
CHARLES Pasqua, innanríkis-
ráðherra Frakklands, hefur
lýst því yfir í blaðaviðtali að
Frakkar muni neita að taka við
straumi flóttamanna frá Alsír,
nái íslamskir bókstafstrúar-
menn völdum þar. Pasqua, sem
öðlast hefur vinsældir fyrir
harðlínustefnu sína, sakaði
nokkra franska dómara einnig
um að framfylgja ekki sem
skyldi hinum ströngu innflytj-
endalögum, sem sett voru á síð-
asta ári.
Er blaðamenn Le FTg-arospurðu
ráðherrann hvaða afleiðingar sig-
ur bókstafstrúarmanna í Alsír,
sem var áður undir stjórn Frakka,
hefði, sagði Pasqua það útilokað
að Frakkar' myndu taka við
straumi flóttamanna. Sagði ráð-
herrann að ítalir og Spánveijar
myndu einnig þurfa að takast á
við straum innflytjenda, næðu
bókstafstrúarmenn völdum í Alsír.
Pasqua benti á að beiðnum frá
Alsírbúum um landvist í Frakk-
landi hefði fjölgað mjög. Þær voru
104 árið 1992 en yfir 1.000 á síð-
asta ári. Hann var höfundur
strangari innflytjendalaga sem
sett voru um mitt síðasta ár til
að mæta kröfum hægrisinnaðra
kjósenda.
Heimildarmenn í utanríkisþjón-
ustunni segja yfirvöld óttast að
allt að hálf milljón Alsírbúa muni
flýja til Frakklands, nái bókstafs-
trúarmenn völdum. Þá er talið að
mörg þúsund Alsírbúa dvelji nú
þegar í hjá ættingjum sínum í
Frakklandi með ferðamannaárit-
un.
Að minnsta kosti 3.500 Alsírbú-
ar hafa látið lífið í átökum í land-
inu frá því að hætt var við kosn-
ingar í janúar 1992 en strangtrú-
armönnum í íslömsku frelsisfylk-
ingunni hafði verið spáð sigri í
þeim.
Auglýsingasmiður
Benettons hættir
Róm. Reuter.
LJÓSMYNDARINN Oliviero Toscani, sem frægur er fyrir Benet-
ton-auglýsingarnar, sem hneykslað hafa milljónir manna, er hætt-
ur störfum hjá fyrirtækinu vegna óánægju með útgefanda Col-
ors, tímarits fyrirtækisins. Sá heldur því aftur fram, að Toscani sé
á sama menningarstigi og skynlausar skepnurnar.
Toscani, sem hefur meðal ann-
ars birt myndir af kynfærum
kvenna og karla og deyjandi alnæ-
missjúklingi í Benetton-auglýsing-
unum, segist ekki geta unað því
að starfa undir stjórn nýja útgef-
andans, Aldos Palmeris, sem beri
ekki fremur en aðrir „bókhaldar-
ar“ nokkurt skynbragð á skapandi
list. Palmeri svaraði þessum ásök-
unum fullum hálsi og sagði, að til
að standa í viðskiptum og rekstri
þyrftu menn að hafa einhveija
menntun, þó ekki væri nema að
hafa gluggað í bók, en menningar-
stig Toscanis væri hins vegar langt
Æfingabekkir í Hafnarfirðl
Þú ert í...
...betri málum...
...ef þú stundar líkamsþjálfun,
Margrét
Guðlaugsdóttír:
í mörg ár hef ég
reynt að losna við
lærapokana en án
árangurs þangað
til ég fór að
stunda
æfingabekkina. Þá
fór ég loks að sjá
árangur og
sentimetrarnir
hurfu.
Sæunn
Sigursveinsdóttir:
Frábær aðstaða!
''iðbeinandi,
idi og
Vikuna 2
Hólmfríður
Berentsdóttir:
IVlér finnast
bekkirnir henta
mér betur en
leikfimi þar sem
mikið er um
hopp.
Maðurtekurvel
á í þægilegu
umhverfi og er
endurnærður á
eftir.
Ásta Baldvinsdóttir:
Ég lenti I slysi árið 1988 og hef verið mjög slæm
síðan þá. Nú hef ég stundað bekkina þrisvar í viku í
nokkra mánuði og er allt önnur.
Ég er laus við bakverki, vöðvabólgu í öxlum og hef
losnað við bjúg auk þess að hafa grennst.
r0aprí|
12 tímar 6.000, meo 0/. S.400
25 tímar I 1.600, með afsl. 9.860
Mánud.-fimmtud. kl. 8.15—12.00 og 15.00—21.00. Föstud. kl. 8.15—13.00 og laugard.kl. 10.00-13.00.
Bekkirnir tryggja árangurinnr
r
Okeypis kynningartími!
Þú hefur engu að tapa nema
kílóum og sentimetrum!
í ÆFINGABEKKJUM
LÆKJARGÖTU 34a - B 653034
HAFNARFIRÐI.
ARNAD HEILLA
Ljósmyndastofan Mynd, Hafnarfírði.
HJÓNABAND. Gefin voru saman
þann 26. mars í Veginum, Kópa-
vogi, af Stefáni Ágústssyni Sigur-
rós Einarsdóttir og Jón Sig-
björnsson. Þau eru til heimilis í
Móabarði 36, Hafnarfirði.
Ljósmyndastofan Mynd, Hafnarfírði
HJÓNABAND. Gefin voru saman
þann 19. mars sl. í Búðstaðakirkju
Mary Björk Sigurðardóttir og
Þórarinn Bjarnason af séra Pálma
Matthíassyni. Þau eru til heimilis í
Kríuhólum 2, Reykjavík.
fyrir neðan allar hellur. Kvaðst
hann mundu láta dóttur sína, sem
„kann að taka myndir", taka við
af Toscani.
Benetton sjálfur hefur reynt að
bera klæði á vopnin í þessu stríði
en Tibor Kalman, aðalritstjóri Col-
ors, segir, að deilan snúist um
sjálfa hugmyndafræðina að baki
auglýsingum, um það „hver borgi“
og „hver geri þær“. „Auglýsingar
Toscanis hafa vissulega valdið
okkur vandræðum en spurningin
er hvort það eru góð eða slæm
vandræði," segir Kalman.
VINNUVELAR
Fyrsti þýski vinnuvélaframleiðandinn,
sem hlýtur
gæðastaðalinn
ISO 9001
Getum útvegað með skömmum fyrlrvara
allar stærðlr oggerðir O&K vlnnuvéla
ia
BRÆÐURNIR
(j|j) ORMSSON HF
Lágmúli 8-9,sími 91-38820, fax 91-680018.
r
ÖTSALA - ÚTSALA
40% alsláttur
af ðllum vðrum
15% afsláttui
af uarni.
Hverafold 1-3,
sími 684272.
J