Morgunblaðið - 15.05.1994, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 15.05.1994, Qupperneq 2
2 B SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ tómstundagaman sitt. Hann er spurður hvort að fleiri aðilar séu ekki að safna drátt- arvélum. Hann telur það ekki vera, nema þá í mjög litlum mæli. Það eina sem orð sé á gerandi sé vísir að búvélasafni á Bænda- skólanum á Hvanneyri í Andakílshreppi. ' ' ' ’C' £ fjgfe Sögulegar minjar... Að sönnu standa nokkrir traktorar til viðbótar á hlaðinu í Melgerði og einn þeirra er gríðarstór og verulega athyglisverður. Friðjón segir þann grip hinn merkilegasta. Hann hafi staðið óhreyfður um árabil og loks er hann var ræstur eftir allan þann tíma, þá hefði hann rokið í gang á öðrum snúningi! Það er boðið til stofu í Melgerði og hafi einhver gestanna velkst í vafa um dráttar- vélaáhuga Friðjóns, þá er ekki lengur vafi er í ljós kemur að stofuborðið er þakið bandaríska tímaritinu „Antique Power“. Friðjón segir það fjalla um „uppgerða gamla hluti“ og brotið er stórt og blaðið meira og minna litprentað. Þegar því er flett kemur hins vegar í ljós að „gömlu hlutirnir" eru nánast upp til hópa uppgerðir gamlir trakt- orar. Húsfreyjan í Melgerði brosir að þessu öllu saman og segist löngu hætt að reyna að koma öðrum hlutum að! Friðjón brosir með konu sinni. Það bítur ekkert á honum lengur. „Það eru sumir að segja að ég safni drasli og þeim þyki nóg um að horfa yfir hjá skemmunni minni. Ég lít ekki þannig á þetta. í mínum huga eru þessar dráttarvélar söguleg verðmæti og það er mín sérviska að safna þeim saman og freista þess að koma þeim í sitt gamla horf á ný. Ég á við ramman reip að draga, en ég held mínu striki. Það skaðar engan sem ég er að gera og ef einhverjum finnst það einhvers virði, þá tekur hann við því í fyllingu tímans. Mér fyndist það ekki út í bláinn að þetta gæti orðið vísir að alvöru íslensku búvélasafni," segir Friðjón Árna- son. Hann fylgir okkar aftur að skemmunni og sýnir okkur traktor sem hann hefur lok- ið við. Hann er í hrópandi mótsögn við gömlu ryðkláfana. Stór og glæsilegur, eld- rauður og gangfær! Hrópandi dæmi um árangur þann sem Friðjón Árnason dráttar- vélasafnari getur státað af. Sumir segja mig safna drasli Friðjón innan um hugðarefni sín. fleira, því alls á Friðjón 35 mismunandi tegundir af dráttarvélum. Sumar þeirra teg- unda sem Friðjón þuldi upp eru að vísu ekki til staðar við skemmuna í Lunda- reykjadalnum. Einstaka þeirra eru eftirsótt- ar dráttarvélar sem hann veit af úti á landi. Ein slík er Fordson ’29. Hún er „vestur á Mýrum“ segir Friðjón og vill ekki tíunda nánar hvar á Mýrunum. Hann hefur auga- stað á eintakinu. „Vandamálið er að ná henni. Hún situr úti í mýri og það er varla hægt að koma tækjum að henni. Það er synd, því þetta er einstök dráttarvél," segir Friðjón og heldur áfram: „Svo er ég búinn að vera að sverma fyrir annarri, „Oliver 70“ frá 1946, árum saman. Það kom einn svona, 6 strokka bensíntraktor, og eintakið er austur í Grímsnesi. Ég hef samband þangað austur af og til. Það er eintak sem ég vildi ná til mín.“ Enn er haldið inn á verkstæði. Síðasta eintakið sem fyrir augu ber, er svo komið til ára sinna, að traktorinn sá er á járnhjól- um. Friðjón stingur upp á því að heimsókn- in haldi áfram heima í Melgerði þar sem einir þrír_ traktorar til viðbótar standa á hlaðinu. Á leiðinni verður Friðjóni tíðrætt um hversu mikla ánægju hann sæki í þetta jriðjón hefur verkstæði og skemmu fast við þjóðveginn fram dalinn. Þegar að er komið mætti í fyrstu ætla að þar fari einstaklingur sem hefur ekki ríka tilfinningu fyrir því að hafa snyrtilegt í kringum sig. Áður en grannt er skoðað minnir aðkoman á slæmt tilfelli fyrirbæris sem hefur verið á hröðu undanhaldi hin seinni ár; það er sóðalega bæjarstæðinu, Þama ægir saman tugum niðurgrotnandi vinnuvéla. Dráttarvéla. En þessir ryðkláfar eru annað og meira ef að er gáð og Friðjón hefur safnað þeim saman af ásettu ráði. Þetta eru gamlir gripir, sum- ir ill- eða jafnvel ófáanlegir. Friðjón er kom- inn á kaf í verkefni sem ævin dugar kannski ekki til að ljúka. Hann er að gera þessar gömlu vélar upp eins og kallað er. Og hann lætur ekki við það sitja að lappa upp á útlit- ið. Stefnan er að allar verði dráttarvélamar gangfærar áður en yfir lýkur. Friðjón er á verkstæðinu er Morgunblaðs- menn renna í hlað. Hann hafði lýst því með mörgum orðum símleiðis hvemig best væri að rata til sín, en þegar til kastanna kom fór það ekki á milli mála. Varla era tæp- lega 40 ryðgandi dráttavélarhræ fyrir utan margar skemmur í Lundareykjadal. Inni er hálfrökkur, en Friðjón vinnur við dagskím- una sem kemur inn um gluggana. Hann bendir strax á vélina sem hann er að vinna við þessa daganna, kallar tækið „David Brown“, þetta sé sá elsti og þeir séu ekki til lengur. Vélin er ryðguð og illa til reika, en Friðjón yppir öxlum og segir að það standi allt til bóta. „David Brown“ er fyrsta af mörgum áður óþekktum dráttarvélar- nöfnum sem blaðamenn Morgunblaðsins fá að heyra í fyrsta sinn næstu stundarfjórð- ungana. Friðjón er spurður hvemig á þess- um ólíkindum standi, að hann hafí gaman af því að safna gömlum dráttarvélum? „Nostalgía..." Friðjón hugsar sig um og segir svo: „Ég er fæddur og uppalinn í sveit. Sem ungling- ur upplifði ég fyrstu vélvæðinguna til sveita. Það var afar spennandi og ég eyddi löngum tíma i að skoða og velta fyrir mér þessum undratækjum, dráttarvélunum. Þó að ég hafí lengst af starfað sem vörabílsstjóri og seinni árin ekið skólabömum sveitarinnar, er ég enn sveitamaður í mér. Það má því segja að þetta sé nokkurs konar „nostalgía“ í mér. Ég hef lengi hugsað mér að koma þessu safni af stað, en það var ekki fyrr en fyrir Qóram áram eða svo að ég áttaði mig á því að tíminn var að hlaupa frá mér og ég yrði að byrja þó svo að ég yrði að sníða mér stakk eftir vexti í fyrstu að minnsta kosti. Þetta er dýrt. Það kostar mikla peninga að flytja gamlar dráttarvélar landshluta á milli og þó að menn hafí verið mér velviljaðir þá setur kostnaðurinn mér vissa klafa. En ég er loks byrjaður og hef einsett mér að ná sem mestu til mín. Mér finnst eiginlega með ólíkindum að engin starfsemi í landinu hefur það á könnu sinni að varðveita svona gripi. Þetta era minjar um liðna tíma og ber að meðhöndla sem slíkar.“ Þrátt fyrir eldmóð Friðjóns virðist þetta vera stríð þar sem hallar veralega á annan aðilann, í þessu tilviki Friðjón, því hann hefur engin hús undir gripina, vélamar standa undir beram himni og veður og vind- ar naga þær árin á enda. Og að gera upp hverja dráttarvél er ekki einnar nætur verk. Friðjón segir að það geti tekið allt að ár að ljúka einni vél og því liggur beint við að spyija hvemig þetta geti eiginlega endað? „Ja, það er ljóst að ég hef engin efni á Árang- urinn því að smíða hús yfír þetta, hins vegar era ýmis hús að fara úr notkun hér og þar ef menn hefðu áhuga, t.d. loðdýrahús. Ég held bara mínu striki og sé hvað verða vill,“ segir Friðjón. En er það tilfellið, heilt ár með eina dráttarvél? Friðjón strýkur einni vélinni sem er næst- um tilbúin. Bara eftir að mála, og segir: „Ég keyri skólabömin og einnig mjólkurbíl í afleysingum. Inn á milli hef ég tíma til að dunda við þetta. Ég var í hjáverkum veturinn að klára þennan. Það er ógurleg vinna í þessu. Það þarf að sandblása hveija dráttarvél og ryðveija og mála. Margar af þessum dráttarvélum era auk þess ógang- færar og það er kúnstugt að fá varahluti í tæki sem hafa kannski ekki verið í fram- leiðslu í áratugi. Þetta er því spuming um tíma og þolinmæði." BM Voivo, Fahr D66... Friðjón vill fara út að sýna dráttarvélar. Það er eftirminnileg sýning og fljótlega era tegundaheitin farin að hringsnúast í höfðum gestanna, Fahr D66, BM Volvo, Oliver 70, Massey Harris, Oliver 60, Leader, Hano- mag, Fordson, Farmal A, Allis Chalmers, Bouch og margt fleira. Já, mjög margt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.