Morgunblaðið - 15.05.1994, Side 4

Morgunblaðið - 15.05.1994, Side 4
4 B SUNNUDAGUR15. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FLUGLEIÐA HAGNÝTT NÁM í FERDAÞJÓNUSTU SEM VEITIR ALÞJÓÐLEGA VIÐURKENNINGU FerðaskóLi Flugleiða býður upp á nám í ferðaþjónustu. Skólinn er sá fyrsti á íslandi sem fær formlegt leyfí frá IATA (Alþjóðasambandi flugfélaga) til að kenna samkvæmt IATA-UFTAA staðli með gögnum frá IATA- Námið veitir því Alþjóðlega viðurkenningu. Námskeiðið er um 500 kennslustundir og hefst í október 1994. Kennt verður frákl. 13:00-17:00 allavirka daga. Samtals tekur það 16 vikur og verður skipt í tvær átta vikna annir. Kröfur eru um enskukunnáttu því námsefnið er á ensku, en kennt verður á íslensku. Helstu námsgreinar: Fargjaldaútreikningur Farseðlaútgáfa Bókunarkerfið AMADEUS Ferðalandafræði erlend og innlend Ferðaþjónusta á íslandi Sölutækni og þjónusta. Leiðbeinéndur hafa mikla reynslu í ferðamálum og kennslu, því þeir sjá um þjálfun starfsmanna Flugleiða og ferðaskrifstofu. Að loknu námi verður farið til einhvers áfangastaðar Flugleiða erlendis. Nánari upplýsingar um námið veitir starfsmannaþjónusta Flugleiða í síma 690-173 og 690-143 milli kl. 10:00 og 12:00 alla virka daga. FLUGLEIÐIR HEILSA SAFARIKT LIF eftir Moríu Ellingsen, Los Angeles. I' SKAMMDEGINU endalausa er ekki óalgengt að fólk þjáist af slappleika og þurfí að berjast við þá freistingu að leggjast hreinlega ekki bara í dvala. Kaffi og sykurhressleiki nær skammt og góður sundsprettur leysir ekki nema hálfan vandann og upphrópanir eins og „Æ, ég þyrfti að fá einhveija vítamínsp- rautu!“ eða „Mig vantar nú bara næringu í æð!“ eru ekki óalgengar á þessum tíma. Og þar kemur djúsvél og ný- kreistur safi til- kastanna. í Kali- forníu þar sem hollt mataræði, nátt- úrulækningar og heilbrigðismál eru aðalmálin er ferskur safi orðin ómissandi hluti af matseðli dagsins. Sumir drekka safa til að vinna gegn ákveðnum kvillum en almennt er hann notaður til að byggja upp varnarkerfi likamans og til að fá vítamín á sem náttúrulegastan hátt „beint í æð“. Ferskt grænmeti og ávextir er lykillinn að heilbrigðu mataræði, það vita allir, en aftur á móti færri sem komast yfir að borða tiltekinn skammt daglega. Stundum vantar tímann og stundum lystina ekki síst í skammdeginu. En í einu djúsglasi rúmast heil salatskál, gómsætt og fljótlegt. Við samsetn- inguna er hægt að fara eftir tilfínn- ingu og nota ímyndunaraflið. Gulrótarsafi Gulrótarsafí er góður grunnur, inniheldur beta-karótín sem styrkir varnarkerfí líkamans og er talið vinna á móti mörgum sjúkdómum þar á meðal krabbameini. Þegar safinn er drukkinn í miklu magni örlar fyrir gulum lit í húðinni sem setur hraustlegan blæ á annars blá- hvítt yfírbragð okkar í norðrinu. Engiferrót má setja með til að gera safann kryddaðri auk þess sem engifer er talið allra meina bót í austurlenskri læknisfræði. Engi- ferte er til dæmis notað við kvefi, og engiferbakstrar notaðir við vöðvabólgu. Kraft hvítlauksins þekkja allir og hægt er að hafa hann með í safanum þegar kalt og kvefvænlegt er. Hvítkálssafí er þekktur fyrir að lækna magasár. Rauðrófur, sellerí, hvítkál, sperg- ilkál, spínat, steinselja og paprika eru góðar í bland sitt á hvað með + SUMARBUÐIR 13-15 og 16-18 ára daga námskeið í skemmlile^^áfihverll, þar sem unnið er við lajjdg r|eðfmistörf, farið í gönguferðir og fræöstum náttúru íslands, skyndihjálp og störf Rauða krossins. Á kvöldin verða haldnar kvöldvökur með ýmsum óvæntum uppákomum. 1. námskeið 30. maí til 03. júní 2. námskeið 06. júní til 10. júní 3. námskeið 12. júnítil 16. júní (sunnud.-fimmtud.) 4. námskeið 20. júní til 24. júní 5. námskeið 27. júní til 01. júlí Fyrstu fjögur námskeiðin eru fyrir 13-15 ára en það síðasta er ællað 16 -18 ára. Upplýsingar og skráning á skrifstofu RKÍ sími 626722 + Rauði Kross Islands gulrótasafanum og getur orðið úr ansi magnaður vetrardrykkur. Ávaxtasafi er svo alveg kafli út af fyrir sig og hægt að gera hann í ýmsum samsetningum. Melóna og kiwi. Epli og jarðarber. Ananas, appelsína og banani. Gúrka og epli. Gulrætur og epli og svo mætti lengi telja. Haldgóð bók um ferskan safa og hvernig nota má hann gegn ýmsum kvillum er til dæmis „Juic- ing for Life“ eftir Calbom og Keane. Þar er tekin fyrir hver sjúkdómur fyrir sig og gefin almenn ráð í því sambandi, hvernig sé best að haga mataræði, hvaða vítamín og nær- ingaefni hjálpi til og uppskriftir að safa sem inniheldur þau. Safavélar fást á viðráðanlegu verði í heimilistækjaverslunum og best að velja vél sem er bæði fyrir grænmeti og sítrusávexti, svo ekki þurfi nema að skera appelsínur í tvennt til að ná úr þeim safanum. Svo er bara að komast upp á lagið með að hella upp á djús á morgn- ana. 13 avarac LOFTAPLÖTUR frá Sviss 't, Hljóðainangrandl loftaplötur fyrir skóla, heimlli, skrifstofur, eldtraustar, I flokki 1. Vióurkenndar af Brunamála- _________ st rlklslns.______________ FLiSA- 06 HELLUSAGIR fyrirliggjandi WMÍb&B&m wk Höfum einnig fyrirliggjandi: Demantssagarblöð í mörgum stærðum. Brettalyftur Mótorlyftur Rafmagnstalíur Rafstöðvar Sambyggða rafstöð-rafsuðuvél Steypuhrærivélar SALA - SALA- SALA - SALA LEIGA - LEIGA - LEIGA - LEIGA Pallar hf. Vesturvör 6, Kópavogi, símar 641020 og 42322. ■bmhmhKaHmíhíRNHHHmÍMBnRÍÍbIhmMk IBuU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.