Morgunblaðið - 15.05.1994, Side 10

Morgunblaðið - 15.05.1994, Side 10
10 B SUNNUDAGUR15. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ eftir Áma Matthíasson HAUKUR Morthens var einn ástsælasti söngvari þjóðar- innar og hélt velli þrátt fyrir sviptivinda tískunnar í fjöru- tíu ár. Hann hóf söngferil sinn í kór Miðbæjarskólans, varð snemma einn vinsælasti söngvari þjóðarinnar og hélt þeim vinsældum að segja til hinsta dags, því ný kynslóð, alin upp á rokktónlist og pönki, hafði hann í hávegum. í kvöld verða minningartón- leikar um Hauk Morthens í Súlnasal Hótels Sögu, þar sem fram koma flestir helstu dægursöngvarar þjóðarinnar til að heiðra minningu Hauks. skólans, sem þeir voru báð- ir í. 1944 sá hann Hauk fyrst syngja opinberlega á stúkuskemmtun í Góðtempl- arahúsinu með píanóundirleik. í kjölfar þess fór Haukur að skemmta með Alfreð Clausen gítarleikara og söngvara víða um land. Á stríðsárunum var Haukur lærlingur í setningu í Alþýðu- prentsmiðjunni. í sama húsi var skemmtistaðurinn Ingólfskaffi, svo Haukur átti hægt með að koma sér áfram í söngmenntinni; hann æfði sig á daginn, vann í prentsmiðjunni á kvöldin, að prenta Alþýðublaðið og stríðsárablaðið Daily Star, og svo söng hann í Ingólfskaffi eftir vinnu. 1945 fór Haukur að syngja með hljómsveit Bjarna Böðvarssonar og fór með þeirri hljómsveit í ferð um landið 1946 sem þótti mikið þrek- virki á þeim tíma. Skemmtitónlist þeirra tíma, sem var mestmegnis sveiflujass, var þess eðlis að yfir- leitt var ekki fastráðinn söngvari, en frekar að einhver hljóðfæraleik- arinn raulaði með, en svo voru fengnir söngvarar til að taka með hljómsveitinni nokkur lög, ef svo bar undir. Þannig söng Haukur með maður í háttu og svo fínn í tauinu að hann hafi gert sér far um að reyna að líkjast honum sem mest. „Sem dæmi um hve hann var vandvirkur get ég nefnt að eitt sinn sagði hann mér að hann hefði alltaf fengið Helga Hjörvar til að lesa yfir all íslenska texta áður en hann söng þá opinberlega eða inn á band, til að tryggja að þeir væru á kórréttri íslensku. Síðan söng Haukur lögin fyrir Helga til að vera alveg viss,“ segir Friðrik. værum svona góðir.“ 1957 fór Haukur aftur út, þá á heimsmót æsk- unnar í Moskvu. Hljóm- sveitin lék í' Gorkíj- garðinum í Moskvu og fékk fyrir gullmedalíu, og ári síðar var hann enn þar á ferð á öðru heimsmóti. Hreinrækt- aðurjass Guðmundur og Haukur unnu sam- an öðru hvoru eftir þetta, enda söng Haukur oft með hljómsveit Kristjáns Kristjánssonar. 1961 ákvað Haukur að stofna eigin hljómsveit í fyrsta sinn og fékk þá til liðs við sig Guðmund, sem var nýhættur í hljómsveit K.K. eftir tíu ára veru þar. Hljómsveit Hauks var ráðin til að spila í Klúbbnum, en aðrir hljóðfæraleikarar voru Sigur- bjöm Ingþórsson á bassa, Örn Am- arson á gítar og Jón Möller á píanó. Fyrsta æfingin var 4. desember og á nýársdag 1962 kom hljómsveitin fram í fyrsta sinn. Sama ár tók Haukur upp sína fyrstu LP-plötu með eigin hljómsveit, sem danskur Morgunblaðið/Sverrir Haukur Morthens á Hótel Borg 1987, Haukur fæddist 17. mai 1924 í Reykjavík, sonur Edvards Morthens og Rósu Guð- brandsdóttur, en lést 13. október fyrir tveimur árum eftir langvarandi veikindi. Haukur nam prentiðn, helgaði sig snemma söngnum og söng á meðan stætt var, en síðasta söngskemmtun hans var á nýársdag 1992, en veikindi hans bundu enda á sönginn. í kvöld halda vinir Hauks og samstarfs- menn í tónlistinni minningartón- leika um hann í Hótel Sögu, en Haukur hefði orðið sjötugur næst- komandi þriðjudag. Byrjaði í kór Söngferill Hauks Morthens hófst á stríðsámnum að hann tók að syngja með ýmsum hljómsveitum. Friðrik Ágústsson prentari, æskufé- lagi Hauks segist minnast þess að Haukur, sem í þá daga var alltaf kallaður Gústaf, þótti snemma hafa góða söngrödd og hann man hann syngja einsöng með kór Miðbæjar- Haukur Morthens var einn ástsæl- asti söngvari þjóð- arinnar í yfir fjöru- tíu ár. Hann hefði orðið sjötugur næstkomandi þriðjudag. fjölmörgum hljómsveitum á næstu árum og um tíma söng hann með þremur hljómsveitum á kvöldi, gekk á milli skemmtistaðanna og söng nokkur lög með hverri. Sjentiimaður í háttu Haukur var víðförull á sínum söngferli, ferðaðist víða um heim og söng, iðulega með eigin hljóm- sveit, og naut meðal annars mikilla vinsælda í Danmörku og Færeyjum. Einnig fékk hann margháttaðar viðurkenningar fyrir söng sinn, þar á meðal gullverðlaun í Moskvu og var gerður að heiðursborgara Winnipegborgar, en Iandar hans heiðruðu hann einnig á margan hátt, meðal annars var hann sæmd- ur riddarakrossi Fálkaorðunnar og æðstu orðu Góðtemplarareglunnar á íslandi, en Haukur var bindindis- maður alla tíð og skar sig þar nokk- uð úr í stétt sem þekkt er meðal annars fyrir slark. í fleiru skar hann sig úr og Friðrik minnist þess að hann hafi verið svo mikill sjentil- Víðförull Fyrsta meiriháttar utanför Hauks sem söngvara var með sext- ett Kristjáns Kristjánssonar, K.K., til Skandinavíu árið 1954. Guð- mundur Steingrímsson, sem lék oft með Hauki og víða, meðal annars í fyrstu hljómsveitinni sem Haukur stofnaði sjálfur, var með í þessari för. Hann segir að ferðin hafi heppnast vel og þeir félagar fengið nokkuð fyrir sinn snúð, í það minnsta upp í kostnað. „Og svo fengum við ágæta krítikk í norskum blöðum. Við fórum svo með feiju til Kaupmannahafnar og komum fram í Konserthallen og í Det Danske Radio með Paul Raumert og Onnu Borg sem voru gift þá og frægir leikarar. Þetta voru sex lög sem voru send út beint. Við fórum svo með Gullfossi heim. Ári síðar fórum við aftur út um sama leyti árs. Þá fengum við fyrst að heyra upptökurnar og það var alveg frá- bært, mig hafði ekki grunað að við upptökutjóri, Rosenberg, tók upp á vegum Fálkans í Landsímahúsinu. Alls er talið að Haukur hafí sungið inn á band á fjórða hundrað laga, en ekki er nema lítið brot af því fáanlegt i dag, illu heilli. Guðmundur segir hljómsveitina hafa verið góða og leikið hreinrækt- aðan jass. „Við fórum til Finnlands 1962 og til Rússlands í sömu ferð, en Haukur hafði samband við sós- íalista úti í heimi og var boðið á Heimsmót æskunnar í Rússlandi, allt frítt og fínerí. Sjálfsagt að nota sjensinn. Og okkur var boðið til Leningrad og við spiluðum í sjón- varpinu þar. Heimsmótið var haldið í Helsinki. Við ferðuðumst hreinlega um allt Finnland og spiluðum. Þá var okkur boðið að koma aftur og við fórum aftur til Finnlands 1963, byijuðum að vísu í Stokkhólmi und- ir nafninu Haukur Morthens Combo. í Finnlandi spiluðum við í Turku. Tampere, Helsinki, Kotka, Hamina, og Imabra, sem er á landa- mærum Finnlands og Rússlands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.