Morgunblaðið - 15.05.1994, Síða 14

Morgunblaðið - 15.05.1994, Síða 14
14 B SUNNUDAGUR15. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Setið áð snæðingi á einu af veitingahúsum Friday’s keðjunnar. • • FJOLMIÐLUNAR OFT HEFUR verið litið á Bandaríkin sem Mekka fjölmiðlunar og fræða þeim tengdum. Þróun í þessum málum þar er sögð vera skrefi á undan sambærilegri þróun í Evrópu, þó slíkt mat sé auðvitað umdeilanlegt, en þar sem eðlilegt er að velja það besta fremur en það versta var haldið í pílagrímsför til fyrir- heitna landsins. Ferðinni til Bandaríkjanna var skipt í tvennt, fyrri hlutann vorum við í Washington en seinni hlutann í New York. Fararstjóri var Þorbjörn Broddason dósent við félagsvísindadeild Háskóla íslands. Séð yfir fréttadeild The Washington Post. Komið var til Washington seint að kveldi fímmtu- dags og beið okkar þá á hótelinu nákvæm dag- skrá sem skipulögð var af Meridian Internation- al Center. Sú miðstöð er einkastofnun sem rekin er án hagnaðarmarkmiða. Stofnun þessi er í tengslum við Upplýsinga- stofnun Bandaríkjanna og sér um að skipuleggja heimsóknir erlendra gesta. í býtið næsta morgun fórum við á fund þeirra sem skipulögðu ferð- ina, þar sem rætt var nánar um dagskrá Washington-hlutans. Dag- skráin var mjög fjölbreytt en nokkuð stíf, sérstaklega fyrsta daginn. Byrjað var á því að fara í Foreign Press Center, sem er stofnun á veg- um Upplýsingastofnunar Bandaríkj- anna. Miðstöðin býður eriendum fréttamönnum í Washington (sams- konar miðstöðvar eru í New York og Los Angeles) aðstöðu í húsinu og aðgang að upplýsingum af ýmsu tagi í gegnum síma, myndrita og fleiri rafræn tæki, en í byggingunni eru yfir 100 fréttastofur sem flestar eru erlendar. Einnig er boðið upp á aðgang að fréttafundum í Hvíta húsinu (eða skýrslum sem talsmenn þess láta frá sér fara), varnarmála- og utanríkisráðuneytinu. í miðstöð- inni eru líka haldnar fréttaráðstefn- ur um mál sem eru ofarlega á baugi. Næsti áfangastaður var Nationai Public Radio. Þar tók Charlotte Taylor á móti okkur en hún bjó um hríð á íslandi, á meðan faðir hennar starfaði sem sendiherra hér á 8. áratugnum. Heimsóknin hófst á stuttri skoðunarferð um húsakynni útvarpsstöðvarinnar en síðan tóku við fyrirlestrar og umræður. Nation- al Public Radio er útvarpsstöð sem rekin er með fjárframlögum frá Bandaríska þinginu, einstaklingum og stofnunum. Upphaf stöðvarinnar má rekja til lítilla háskólaútvarps- stöðva sem sameinuðust um út- varpsrekstur á Iandsvísu. Þessi stöð býður upp á lengri fréttatíma, ítar- legri umfjöllun frétta, þ.e. frétta- skýringaþætti og menningarefni að ýmsu tagi. Lokaheimsókn þessa dags var i sjónvarpsstöðina Worldnet. Starf- semi hennar er fólgin í að skýra og styðja við stefnu Bandaríkjastjórnar í hinum ýmsu málum og halda uppi merkjum lýðræðishugmyndarinnar. Þessu er framfylgt með því að miðla efni í gegnum gervihnetti til sendi- ráða og bandarískra upplýsinga- og menningarstöðva um allan heim, sem síðan sjá um að koma því á framfæri við tiltekna eða almenna áhorfendur. Gestgjafi okkar tók það fram að þar sem stefnu stjórnarinn- ar er alltaf haldið fram þá er frétta- flutningur og efnistök mjög einsleit. Ekki vildi hann þó meina að í þessu væri fólginn beinn áróður, í nei- kvæðri merkingu þess orðs, en við- urkenndi þó að fréttamenn sem störfuðu hjá stofnuninni væru oft óánægðir með að þurfa að matreiða og bera fram jafn einsleitt efni og Worldnet býður upp á. Að loknum skyldum dagsins var stefnan tekin á matsölustað og fyr- ir valinu varð Planet Hollywood sem er í eigu kvikmyndahetjanna Arn- olds Schwartzeneggers, Bruce Willis og Sylvesters Stallones. Staðurinn er skreyttur með fatnaði, leikmun- um og ljósmyndum úr kvikmynda- hlutverkum þeirra félaga, rétt eins og Hard Rock er með tónlistarminj- um. Þegar við vorum nýsest við borðið upphófst mikill kliður og smellir í ljósmyndavélum við and- dyrið sem magnaðist um leið og hann nálgaðist okkur. Sjálfumglaðir íslendingamir héldu auðvitað að innfæddir væru að taka myndir af útlendingunum, en fljótlega kom í Ijós að einn af gestunum er settust við næsta borð við okkur, rétt í seil- ingarfjarlægð, var sjálft goðið og vöðvahnykillinn, Arnold Schwartz- enegger. Með honum vora tveir gestir en við borðið stóðu tveir þreknir öryggisverðir er gættu þess að súperstjarnan væri ekki ónáðuð of mikið af æstum aðdáendum. Sumir þeirra þjösnuðust þó grimmt á myndavélinni úr hæfilegri fjar- lægð til að fanga sjaldgæfa sjón á eigin fílmu. Stjörnudýrkun Amerík- ana er með ólíkindum. Um leið og • hetjan hafði nært sig og staðið upp frá þprðum þyrptist hópur að borð- inu og stal öllu sem stjarnan hafði snert á, áður en þjónarnir náðu að hreinsa leifarnar. Fyndnast þótti okkur þó þegar eigandinn tók upp stóran Havanavindil og reykti ákaft þrátt fyrir að nóg væri af skiltum er bönnuðu allar reykingar. Ein- hverra hluta vegna lagði þó ekkert okkar í að rífa út úr honum vindil- inn og benda svo kurteislega á skilt- in. Helgin fór í að versla, borða góð- an mat og skoða hluta af Smithson- ian-safninu. Einnig var farið í Holocaust-safnið sem starfrækt er af gyðingum til að minna heims- byggðina á helför þjóðar sinnar og þann hrylling sem hún þurfti að líða í seinni heimsstyijöldinni. Óhætt er að benda fólki á að leggja leiða sína þangað sé það á ferð í Washington. Þegar menningarástríðum var fullnægt tóku fræðaferðir aftur við á mánudeginum og hófst dagurinn á heimsókn í Accuracy in Media, sem segja má að sé fjölmiðlaskelfir Bandaríkjanna. Þetta er sjálfseign- arstofnun sem rekin er með fjár- framlögum einkaaðila og hefur það hlutverk að þefa uppi alla vinstri „villu" í fréttaflutningi fjölmiðla og veita þeim áminningu ef þeim þykir hallað um of á hægri stefnuna. Þar ræður ríkjum innandyra maður að nafni Bernard Yoh, sem er lítill og góðlegur, af kínverskum uppruna. Það verður nú að segjast eins og Hlufi af námi fjölmiólafrædinema við Háskóla Íslands er að kynna sér erlenda f jölmiðlaf lóru og hér segir af ferð þeirra til Bandaríkjanna er að hann ber það ekki utan á sér að hafa verið leiðtogi skæruliðahópa á sínum yngri árum og einn af aðals- érfræðingum CIA í hryðjuverkum um árabil, en svona er það nú einu sinni, að ekki er alltaf hægt að dæma menn af útlitinu einu saman. Næst lá leiðin á eitt virtasta dag- blað veraldar og það fimmta stærsta í Bandaríkjunum, The Washington Post. Strax í anddyrinu var okkur tjáð að af öryggisástæðum væru myndatökur stranglega bannaðar innan veggja blaðsins, sennilega til að varðveita forsíðufréttirnar. Okk- ur til aðstoðar var ritstjóri erlendra frétta, ákaflega brosmild og elsku- leg kona sem sagði sögur af sam- starfsfólki um Ieið og hún lýsti starf- semi blaðsins á greinargóðan hátt. Daglega seljast 800.000 eintök af blaðinu en útbreiðsla sunnudags- blaðsins er 1,1 milljón eintaka. Aug- lýsingar eru helsta tekjulindin, áætl- að er að þær séu um 85% af heildar- tekjum blaðsins (til samanburðar má geta þess að hlutfall áskriftar og auglýsinga á Morgunblaðinu er nánast jafnt sem tryggir öruggari tekjur). The Washington Post til- heyrir hálfgerðu fjölmiðlaveldi en móðurfyrirtæki þess gefur einnig út tímaritið Newsweek, á þriðjung í dagblaðinu Intemational Herald Tribune og stendur að útgáfu The Washington Post National Weekly sem gefið er út á landsvísu. Þess fyrir utan á fyrirtækið 4 sjónvarps- stöðvar og 53 kapalstöðvar, auk annarra fyrirtækja. Menn geta svo velt fyrir sér hvort hætta sé á einok- un og hringamyndun á þessum markaði. Á fréttadeild blaðsins starfa meira en 600 manns sem blaða- menn, dálkahöfundar, ritstjórar, ljósmyndarar, listamenn, rannsókn- arblaðamenn og stjórnendur. Flestir era á Metro-deildinni sem sér um fréttaöflun á Washington-svæðinu. Til viðbótar heldur blaðið uppi 17 fréttaöflunarstofum víðs vegar um heiminn, 6 innanlands og auk þess 11 á dreifingarsvæði blaðsins. Við erlendar fréttir starfa um 80 manns og 30-40 við íþróttafréttir. Vinnu- aðstaða þeirra flestra var heldur bágborin, notast þurfti við gamlar og úreltar tölvur en til stóð að bæta úr þessu og nokkrir voru búnir að fá nýja skrifstofu og tölvubúnað. Flestir verða að sætta sig við bás í stóra rými en rannsóknarblaða- mennirnir átta hafa eigin skrifstofu. Rannsóknarblaðamennska er mjög dýr enda ekki óalgengt að hver frétt sé um tvö ár í vinnslu áður en hún er birt. Meðal annars sáum við skrif- stofu eins frægasta rannsóknar- blaðamannsins, Bobs Woodwards, sem ásamt félaga sínum Carl Bern- stein jók hróður þessarar tegundar blaðamennsku í hinu kunna Water- gate-hneykslismáli. Það mál setti blaðið á virðingarstall sem lítið hef- ur kvamast úr síðan. Leiðsögumaður lýsti einnig fyrir okkur hvernig vali á forsíðufrétt væri háttað. Oftast gerist það þann- ig að ritstjórar hverrar deildar ákveða í samráði við blaðamenn sína hvaða fréttir þeir telji merkilegastar eða hafi mest erindi til almennings. Það er síðan ákveðið á ritstjórnar- fundum sem aðalritstjóri boðar til og haldnir eru tvisvar á dag, hvaða

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.