Morgunblaðið - 22.05.1994, Side 1

Morgunblaðið - 22.05.1994, Side 1
88 SIÐUR B/C 114. TBL. 82. ÁRG. SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS í háttinn með góðu eða illu AUSTURRÍSKUR hóteleigandi, sem var ósáttur við hversu seint hótelgestimir tóku á sig náðir, tók tii þess bragðs að læsa nokkra Breta á besta aldri inni á setustofu hótels síns er þeir neituðu að fara í háttinn kl. 21. „Maðurinn lét eins og vitleysingur fyrsta kvöldið, æpti: „Klukkan níu, búið. Þið erað búin. Far- ið þið upp á herbergin ykkar“,“ sagði Edna King, sextug skólastýra. Næsta kvöld tók ekki betra við, hóteleigand- inn, Wagner að nafni, krafðist þess að hótelgestirnir lykju snemma úr glösun- um en fólkið, sem sumt átti erfitt með gang sökum gigtar, fór hvergi og því læsti hann það inni og kallaði á lögregl- una. Er einn Bretanna reyndi að róa Wagner, sló hóteleigandinn hann í höf- uðið, reif að því búnu eina hurðina af hjörum og elti gestinn með hurðina í fanginu. Kurteisi í háloftunum FLUGSTJÓRINN í vélinni sem flutti Filipus drottningarmann, Mary Robin- son, forseta írlands, og önnur fyrir- menni til Suður-Afríku til að vera við- stödd embættistöku Nelsons Mandela, forseta landsins, gætti þess að allar kurteisisreglur væru í hávegum hafðar í flugferðinni. Því hljómaði í upphafi hennar: „Yðar hátign, hæstvirti forseti, lávarðar, lafðir og aðrir gestir, gjörið svo vel að festa sætisólarnar." Bæta fisksaugu námsárangur? FRÉTTIR japanskra blaða þess efnis að sumir hlutar fisks séu sérdeilis auð- ugir af ómettuðum fitusýrum, hafa orð- ið til þess að fjölmargar japanskar mæður gefa börnum sínum nú fisks- augu í kvöldmat á próftíma, í þeirri trú að fiskurinn hressi upp á heiiastarfsem- ina. Þá hefur eldra fólk tekið upp á þvi að borða augun, innyflin og fleiri fisk- hluta, til að koma í veg fyrir kölkun og á börum er boðið upp á augnasnarl. Fisksalar hafa notið góðs af blaðafrétt- um um hollustu fisksins og selja vel af augum og innyflum í lofttæmdum um- búðum. Mestra vinsælda njóta augu túnfisks en þau eru á stærð við tvöfald- an hamborgara. Kjötið er mjúkt og auðvelt að ná því í sundur með mat- prjónum. Mælt er með að túnfisksaugun séu matreidd á eftirfarandi hátt: Augun eru látin liggja í salti í hálftíma, svo snöggsoðin. Að því búnu er vatninu hellt af og augun látin krauma í hrís- grjónavíni, sykri og sojasósu í hálftíma. Þau eru borin fram með engifer og vorlauk. Að leik í Hellisgerði Morgunblaðið/Ragnar Axelsson ÞESSIR hressu krakkar úr 4. bekk í Setbergsskóla í Hafnarfirði skemmtu sér konunglega við tijáklifur og reiptog í Hellis- gerði á föstudag er ljósmyndari Morgunblaðsins var þar á ferð. Áfram barist í Jemen þrátt fyrir yfirlýsingu um vopnahlé Saleh hafnar sjálfstæð- isyfirlýsingu S-Jemens Al-Anad, Sanaa, Aden. Reuter. BARDAGAR héldu áfram við Al-Anad her- stöðina í Jemen í gær, þrátt fyrir einhliða yfirlýsingu norðanmanna um vopnahlé í til- efni hátíðar múslíma. Ganga ásakanirnar á víxl um hver hafi rofið vopnahléið. Suður- Jemenar lýstu í gær yfir sjálfstæði en norðan- maðurinn Ali Abdullah Saleh, forseti Jem- ens, brást harkalega við og sagðist aldrei myndu viðurkenna sjálfstæði Suður-Jemens. Virðast norðanmenn hafa yfirhöndina í bar- dögunum. Saleh lýsti á föstudag yfir þriggja daga vopnahléi vegna Eid al-Adha-hátíðahalda múslíma, en sagði að norðanmenn myndu ekki hika við að hefja bardaga að nýju er því lyki. Þrátt fyrir vopnahléið var barist við Al-Anad herstöðina, skammt frá hafnarborg- inni Aden í suðurhlutanum. Norðanmenn hafa hluta hennar á valdi sínu en sunnanmenn ráða enn flug- vellinum. Nálgast Norður-Jem- enar Aden hægt og sígandi. Sakar sunnanmenn um landráð Saleh vísaði í gær á bug yfir- lýsingu Ali Salem al-Baidh, varaforseta Jemens, um að Suð- ur-Jemenar hygðust yfirgefa ríkjasamband Suður- og Norður- Jemens, sem samið var um árið 1990. Sagði Saleh að um landráð væri að ræða og hét því að ná Aden, sem sunnanmenn höfðu skömmu áður lýst höfuðborg Saleh forseti. Hundruð borgarbúa gengu um götur Aden og fögnuðu yfir- lýsingu Baidh um stofnun sjálf- stæðs ríkis sunnanmanna. Sak- aði Baidh Saleh um að draga landið inn í borgarastyijöld. Þrátt fyrir að norðanmönnum hafi tekist að hindra flutninga á milli Aden og olíusvæðanna í austri, berast enn vörur um höfnina í Aden. Sunnanmenn búa yfír nokkuð öflugum sjóher en norðanmenn nánast engum. íbúar Sanaa í norðurhlutanum fögnuðu Eid al-Adha-hátíðinni o g þyrptust skartklæddir á götur út, þrátt fyrir að stríð geisi sunn- ar í landinu. \IK\VIWSUVIRDI OG FÆKKA NILLILIDIM RÆTT VIÐ LÚÐVÍK BÖRK JÓNSSON 10 Framsýnt fólk VIDSKIPTI ATVINNULÍF VEÐJAÐ ÁGAMLA BÆINN 20

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.