Morgunblaðið - 22.05.1994, Page 2

Morgunblaðið - 22.05.1994, Page 2
2 SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sjóvá-AImennar Seldu bréf í Stöð 2 SJÓVÁ-Almennar og Skúli Þor- valdsson hafa selt hlutabréf sín í íslenska útvarpsfélaginu en greint var frá því í Morgunblað- inu í gær að 4% heildarhlutafjár félagsins að nafnvirði 22 milljón- ir hefðu skipt um eigendur. Þar af seldi Sjóvá-Almennar 1,7%. Einar Sveinsson fram- kvæmdastjóri Sjóvár-Almennra sagði að fyrirtækið hefði selt hlutabréf að nafnvirði rúmar níu milljónir kr. Voru bréfin keypt á genginu 2,80 og er markaðsvirði þeirra því rúmar 25 milljónir króna. Skúli Þorvaldsson stað- festi sölu sinna hlutabréfa en vildi ekki gefa upp nafnvirði þeirra. Ný byggð í Arnarneslandi í Garðabæ Hugmynd að byggt verði úr ódýru íslensku efni BÆJARSTJORN Garða- bæjar. hefur samþykkt til- lögu um að fela skipu- lagsnefnd að kanna möguleika á því að á fyr- irhuguðu byggingasvæði í Arnameslandi verði mögulegt að úthluta ákveðnum hluta lóðanna til einstaklinga eða verk- taka til að byggja, eins og kostur er, úr ódýrum íslenskum byggingarefnum. „Eg hef þá trú að í íslenskum hugvitsmönnum búi það afl að þeir geti teiknað og lagt fram hugmyndir sem miðast við íslenskar að- stæður,“ sagði Laufey Jóhannsdóttir bæjarfuil- trúi Sjálfstæðisflokksins og flutningsmaður tillög- unnar. „Við eigum að styðja við íslenska hönn- uði, íslenska framleiðslu og stuðla með því að auknum atvinnutækifærum. Hug- myndin er að fá ódýrt húsnæði og ekki of stórt fyrir ungt fólk í Garðabæ.“ Samkeppni arkitekta Sagði hún að nánari útfærsla lægi ekki fyrir enda væri til- gangurinn að kalla fram hugmynd- ir íslenskra arkitekta um þetta. Líklega væri engin leið betri en einhverskonar samkeppni. íslensk framleiðslufyrirtæki ættu með þessu að eiga aukna möguleika á að koma afurðum sínum á markað. í stuttu máli sagði Laufey að tilgangurinn væri íslenskt, ódýrt, atvinnutækifærin inn í landið og húsnæði fyrir ungt fólk. Rússnesk- ar listflug- vélar betri BJÖRN Thoroddsen flugmaður tók einn hring yfir Reykjavík síð- astliðinn föstudag á vélinni Yak 55 sem hann festi kaup á nýverið. Vélin er rússnesk, árgerð 1987, hefur þriggja tíma flugþol, er í fánalitunum og með rauða stjörnu á stélinu. Björn ætlar að nota vélina til listflugs, segist aðspurð- ur ekki endilega ætla að sýna nýjar kúnstir á henni, vélin sýni sig sjálf, hafi mjög sérstakt vélar- hljóð og óvenjulega lögun. „Ferðin var mjög skemmtileg. I þessari vél er mjög mikill kraft- ur, maður finnur meira fyrir hon- um en í öðrum vélum. Hún er mjög rússnesk, víðáttumikil og stór, dálítið gríðarleg. Þannig eru áhrifin, nákvæmlega eins og i tónlistinni þeirra og fleiru." Aðspurður af hveiju hann hafi keypt rússneska listflugvél segir Björn að þær séu einfaldlega miklu betri. Áður var vélin í Búda- pest og hafði að sögn aðeins ver- ið flogið 10 tíma. Fékk Björn vitn- eskju um hana hjá tveimur Rúss- um, strangheiðarlegum að hans sögn, sem hingað komu á Ant- onov-tvíþekju í fyrra og keypti af þeim rétt fyrir jól. Vika er síðan vélin kom til landsins en ekki gekk það þrauta- laust, segir Björn. Tók það fjóra mánuði. „Vélin var á gamla flug- vellinum fyrir utan Búdapest, sem er reyndar stórt tún og ekki fékkst leyfi til flugtaks þegar til stóð vegna snjóa. En Rússarnir eru úrræðagóðir og þeir hugsuðu sem svo að fyrst ekki mætti hefja til flugs á vellinum, hlyti að vera í lagi að gera það utan brautarinn- ar, í sköflunum, svo ég gerði það Morgunblaðið/RAX bara," segir Björn. Þaðan lá leiðin á nýja alþjóðavöllinn og til Vínar. Spáin var slæm, snjór og skaf- renningur, svo Björn tók stefnuna í norður og flaug sem leið lá eft- ir Dóná alla leið til Vínar. „Þar lenti ég í snjókomu og yfirheyrslu hjá lögreglunni, sennilega vegna rauðu stjörnunnar á stélinu. Ekki greiddist úr þeirri flækju fyrr en ég dró upp Flugleiðaskírteinið, sagðist hafa flogið til Vínar marg- oft og gjörþekkja allar aðstæður. Spruttu þeir þá á fætur, skelltu aftur bókunum og þökkuðu fyrir komuna,“ segir hann. „Eg kom aftur til Vínar mánuði seinna og komst á vélinni til Þýskalands, þar þurfti ég að bíða vegna þoku. Gafst svo upp á bið- inni og fór aftur heim. Nokkru seinna komst ég til Lúxemborgar. Þar voru vængirnir teknir af vél- inni, hún keyrð til Rotterdam þaðan sem hún komst með skipi til landsins." Skaðabótamál fyrir Héraðsdómi Missti fót og krefst 21 milljónar vegna rangrar meðferðar HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur kveður á næstunni upp dóm í máli 34 ára gamals manns sem krefur tvo lækna og ríkissjóð um 21 milljónar króna bætur með vöxtum frá 1989 vegna líkamstjóns sem hann telur sig hafa orðið fyrir vegna óeðlilegar læknismeðferðar sem leiddi til þess að drátt- ur varð á að greina krabbamein í fæti hans með þeim afleiðingum að taka varð fótinn af fyrir ofan hné, en af hálfu mannsins er því haldið fram að yfirgnæfandi líkur séu á að bjarga hefði mátt fætinum ef eðlileg- um læknisaðgerðum hefði verið beitt. Varanleg örorka mannsins er met- in 65%. Læknarnir og ríkissjóður hafa vísað mistökum og skaðabóta- skyldu á bug og var málið flutt og dómtekið í Héraðsdómi í síðustu viku. í stefnu Gísla Baldurs Garðars- sonar hrl, lögmanns mannsins, seg- ir að maðurinn hafi leitað til læknis í árslok 1986 vegna meins sem hann hafði kennt sér í fæti og hafði tvívegis gengist undir skurðaðgerð vegna þess. Maðurinn var sendur í geislameðferð og nudd sem kom ekki í veg fyrir að ástand hans versnaði en sýni sem ítrekað voru tekin úr og skoðanir sem margsinn- is voru gerðar á fætinum leiddu . ekki í ljós að um illkynja æxli væri að ræða. Í stefnunni segir að við fímmtu rannsókn sem gerð var á fætinum eftir að skurðaðgerð hafði reynst árangurslaus hafi einnig ver- ið látið hjá líða að kanna hvort um illkynja æxli gæti verið að ræða og sýni sem tekin hafi verið í fram- haldi af því hafi ekki verið send til efnagreiningar. í lok árs 1988 leitaði maðurinn til annars læknis sem skar hann upp í skyndi, að því er segir í stefn- unni, og þá fyrst hafi komið í ljós að um illkynja æxlí væri að ræða. Ekki tókst að fjarlægja æxlið og var að nýju gerð aðgerð sem lauk með því að fóturinn var tekinn af manninum 10 sm ofan við hné í apríl 1989. Málshöfðun mannsins byggist á því að bæklunarlæknir og röntgen- læknir hafí báðir tekið rangar ákvarðanir um meðferð mannsins og er því haldið fram að hefði sjúk- dómur hans greinst fyrr hefði mátt fjarlægja æxlið án þess að taka fótinn af. Meðal sönnunargagna sem lög- maður mannsins hefur lagt fram er álit dómkvaddra matsmanna þar sem kemur m.a. fram það álit að réttum rannsóknaraðferðum hafi ekki verið beitt til að staðsetja æxlið nákvæmlega og ekki gerð tilraun til að greina um hvers konar æxli var að ræða áður en það var tekið og að ekki sé óhugsandi að komast hefði mátt hjá aflimun held- ur hefði nægt að fjarlægja vöðva, hefði æxlið réttilega verið greint tveimur árum fyrr en raun varð á. Þannig hefði örorka mannsins orðið um 35% í stað 65%. Reykjavík Atvinnulausum fækkaum 18% ATVINNULAUSUM á skrá í Reykjavík hefur fækkað um 648 síðan í mars, eða 18%. Um þess- ar mundir eru 2.960 skráðir at- vinnulausir, það er 1.340 karl- menn og 1.620 konur, að sögn Oddrúnar Kristjánsdóttur fram- kvæmdastjóra Vinnumiðlunar Reykjavíkurborgar. Segir Oddrún að ennþá sé verið að ráða í átaksverkefni á vegum borgar- innar, en þau standa jafnan yfir í 8-16 vikur. Er búið að ráða 400 manns nú þegar. Einnig er gert ráð fyrir að 5.500 til 5.800 skóla- nemar fái vinnu hjá borginni í sumar og segir Oddrún að borg- arráð hafi tekið ákvörðun að út- vega vinnu fyrir allan hópinn. Um er að ræða 14-15 ára ungl- inga, og ungmenni á aldrinum 16-25. Munu þau sinna allra handa verkefnum, til dæmis garðvinnu, og afleysingum hjá stofnunum og fyrirtækjum á veg- um borgarinnar. Auka vinnsluvirði og fækka milliliðum ►Rætt við Lúðvík Börk Jónsson, framkvæmdastjóra Icelandic France, dótturfyrirtækis Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna í Par- ís./lO Eitt ríki - tvelr ólíkir heimar ►Borgarastyijöldin í Jemen getur kynt undir átökum í Arabaríkjun- um./12 Framsýntfólk ►Fyrirhugað sjúkrahótel vestan við Borgarspítalann og tengt hon- um er verkefni sem rekstrarhag- fræðingamir Helga María Braga- dóttir og Jónas Bjarnason er að vinna að, en það mun geta sparað stórupphæðir í rekstri spítal- ans./16 Veðjað á gamla miðbæinn ►Sævar Karl Ólason, einn af frumheijunum í Kringlunni, hefur ákveðið að hætta verslunarrekstri þar og ætlar að veðja öllu sínu á gamla miðbæinn./20 Listveisla í Osló ►Bragi Ásgeirsson skrifar um myndlist./22 B ► 1-32 Stríðinn harðjaxl ►Þorbjörn Jensson stýrði ungu Valsliði til íslandsmeistaratignar í handknattleik um síðustu helgi og lýktu sumir þeim árangri við hálf- gerða galdra./l Innan veggja kvik- myndaveranna ►Horft um öxl og fram á við í heimi kvikmyndanna./8 Viðey í kaþólskum sið ►Um 20 þúsund gestir heimsækja Viðey á ári hveiju. Það er í byijun vors sem þeir fara að koma og straumur þeirra er óslitinn fram- undirjól./lO Árið hennar Bjarkar ►Árið sem liðið er frá því Debut kom út hefur verið sannkallað „annus mirabilis“ fyrir Björk Guð- mundsdóttur, sem sagðist hafa gengið með plötuna í sextán ár./14 Kraftaverk vorsins ►Kraftaverk vorsins er óvíða jafn afgerandi og í hijóstugum fugla- björgum, eins og glöggt má sjá á ljósmyndum Ragnars Axelssonar. /16 BÍLAR____________ ► l-4 Fornbílasýning I Höll- inni ►77 glæsigripir, þ.á.m. Cord, Packard, Buick og Hupmobile. /2 Reynsluakstur ►Opel Astra, vel búinn bíll á lægraverði. /4 FASTIR ÞÆTTIR Leiðari Helgispjall Reykjavfkurbr Minningar Myndasögur Brids Stjömuspá Skák Bréf til blaðsir Velvakandi INNLENDAR FRÉTTIR: 2-6-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-4 >ak Fólk (fréttum 42 26 Bíó/dans 43 26 Íþróttir 46 26 Útvarp/sjónvarp 48 30 Dagbók/veður 51 38 Gárur 6b 38 Mannlífsstr. 6b 38 Kvikmyndir 12b 38 Dægurtónlist 13b 38 40 Samsafnið 30b

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.