Morgunblaðið - 22.05.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.05.1994, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 15/5-21/5. fejy-JIIIilHSa ►VALSMENN fögnuðu sigri á Islandsmótínu í handknattleik annað árið í röð er þeir sigruðu Hauka í úrslitum mótsins. Valsmenn náðu þessum árangri þrátt fyrir að hafa misst þijá lykilmenn eftir síðasta keppnistímabil. Er þetta í 17. skiptí sem félag- ið vinnur titilinn og er það sigursælasta handknatt- leikslið landsins. ► LÆGRI dánartíðni Hér- aðsbúa heldur en frænda þeirra í Kanada er rakin til þess að meira af góðu kólesteróli er í blóði Hér- aðsbúa. Rannsóknir leiddu óvænt í ljós að íslenska lambakjötið, ein helsta fæða Héraðsbúa, inniheld- ur omega-3 fitusýrur sem vinna gegn hjarta- og æða- sjúkdómum. ►HEIMSÓKN Vigdísar Finnbogadóttur, forseta íslands, tíl Tékklands og Slóveníu vaktí mikla at- hygli. í Prag voru þau Václav Havel forsetí Tékk- lands viðstödd opnun á sýningu á verkum Errós. ►ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu sigraði Bóliv- íumenn í æfingaleik á Laugardalsvelli með einu marki gegn engu. Þorvald- ur Örlygsson skoraði markið. 6.000 kr. launabæfur LAUNANEFND ASÍ og samtaka vinnuveitenda náði á fimmtudag sam- komulagi um greiðslu 6.000 kr. launabóta til launþega 1. júní vegna betri horfa í þjóðarbúskapnum. Ríkis- stjórnin gaf jafnhliða út yfirlýsingu um ýmsar aðgerðir til að styrkja at- vinnulífið og örva fjárfestingu og nýsköpun í atvinnulífinu, meðal ann- ars með skattalegum aðgerðum og flýtingu vegaframkvæmda á höfuð- borgarsvæðinu. Talið er að tekjutap ríkisins vegna greiðslu launabóta og skattaívilnana verði um 200 milljónir kr. og að launabæturnar kosti at- vinnulífið 600-700 milljónir á ári. Meinatæknar semja MEINATÆKNAFÉLAG íslands skrifaði á föstudagskvöld undir kjara- samning við ríkið, Reykjavíkurborg og Landakotsspítala. Samningurinn, gildir til áramóta. Félagið hafði verið sjö vikur í verkfalli. Spáð bata EFNAHAGS- og framfarastofnun Evrópu (OECD) telur ýmislegt benda til að íslendingum takist að snúa efnahagsþróuninni við þegar líður á áratuginn. í skýrslu stofnunarinnar kemur fram gagnrýni á mikinn stuðn- ing við landbúnað og verðlagningar- kerfi hans. Banda játar ósignr KAMUZU Banda, aldurhniginn ein- ræðisherra í Malaví, játaði sig sigraðan á fimmtudag og óskaði jafnframt Bakili Muluzi, leið- toga stjómarand- stöðunnar, til ham- ingju með sigurinn í fyrstu fjölflokka- kosningunum í landinu. Banda, sem einu sinni sagðist mundu kasta and- stæðingum sínum fyrir krókódílana, hét að vinna með nýrri stjóm og Muluzi skoraði á sína menn að hyggja ekki á hefndir. Jacqueline Kennedy Onassis látin Jacqueline Kennedy Onassis, fyrrum forsetafrú Banda- ríkjánna, lést af völdum krabba- meins á heimili sínu í New York skömmu fyrir mið- nætti á fimmtu- dagskvöld. Jacquel- ine var 64 ára. Hún hefur gengist undir geislameðferð frá því í janúar en þá uppgötvaðist að hún var með krabbamein í eitlum. Jacqueline var ekkja Johns F. Kennedy, fyrrum Bandaríkjaforseta, og gríska skipakóngsins Aristotle Onassis. ►JAPÖNSK stjórnvöld geta fallist á tillögu um sérstakt griðasvæði fyrir hvali i suðurhöfum gegn því að leyft verði að veiða hrefnu. Norska sfjórnin er hlynnt tillögunni um griða- svæðið en því aðeins, að meirihlutí Alþjóðahval- veiðiráðsins samþykki fyrst hvalveiðar undir vis- indalegu eftirlití. ► V ÖRUFLUTNIN G AR hófust formlega um Erm- arsundsgöngin á fimmtu- dag er lest með vörubíla innanborðs, hélt frá Calais í Frakklandi tíl Folkstone í Bretlandi. Almenn um- ferð verður leyfð um göng- in í október. ►KARL Bretaprins kom tíl Pétursborgar í vikunni fyrstur meðlima bresku konungsfjölskyldunnar eftír rússnesku byltinguna 1917. Hefur hann unnið hug og hjörtu borgarbúa. ►ÖRYGGISRÁÐ Samein- uðu þjóðanna ákvað á þriðjudag að senda 5.500 hermenn tíl Rúanda. Meg- intilgangurinn er að vernda borgara og starfs- menn hjálparstofnana með því að koma á „öruggum mannúðarsvæðum". Stjórn Berlusconis samþykkt ÖLDUNGADEILD ítalska þingsins lagði á fimmtudag blessun sína yfir stjórn fjölmiðlajöfursins Silvios Ber- lusconis í atkvæðagreiðslu um traustsyfirlýsingu á stjómina. Hún hefur ekki meirihluta í deildinni en öðru máli gegnir um neðri deildina og er öruggt talið að stjómin fái traust hennar. ►WARREN Christopher, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, hefur rætt við ísraelska og sýrlenska ráðamenn margsinnis í vikunni. Aukinn sveigjan- leiki ráðamanna í Damask- us vekur vonir um að unnt verði að ná samkomulagi um brottflutning ísra- elskra hermanna frá Gól- an-hæðunum. FRÉTTIR Forysta í rannsókn- um á sveppasýkingu Með rannsókn á 4.000 íslendingum er ætlunin að fá upp- lýsingar um tíðni sveppasýkinga á Is- landi og hverjir séu helstu áhættuþætt- irnir. FJÓRIR íslenskir læknar í húð- sjúkdómum em að hefja viðamikla rannsókn á umfangi sveppasýk- inga í húð og nöglum sem vonast er eftir að gefí mikilvægar vís- bendingar um helstu áhættuþætti sveppasýkinga. Þetta er fyrsta könnunin í heiminum sem gerð er um umfang sveppasýkinga hjá heilli þjóð, en grunur leikur á að tíðni sveppasjúkdóma sé meiri hér á landi en annars staðar. Þeirri tilgátu hefur verið varpað fram að ástæðan fyrir þessu séu tíðar sundlaugaferðir landsmanna. Ný og betri lyf Árið 1992 kom á markað nýtt lyf, Lamisil, gegn sveppasýking- um. Lyfíð veitir góða lækningu á 3-6 mánuðum gegn sveppum í nöglum. Þau lyf sem notuð höfðu verið áður gáfu ekki eins góða lækningu, meðferð með þeim tók mun iengri tíma, allt upp í 1-2 ár og þeim fylgdu í mörgum tilvikum aukaverkanir sem ollu því að margir læknar ráðlögðu sjúkling- um sínum frá því að taka þau inn og reyna frekar að sætta sig við sjúkdóminn. Ókosturinn við Lam- isil er hins vegar að það er nokkuð dýrt lyf. Hver meðferð vegna sýk- ingar í nöglum kostar um 40-80 þúsund krónur. Notkun á Lamisil varð strax mjög mikil á síðasta ári, en sala á lyfínu var heimiluð á Islandi 1. júlí í fyrra. Á síðasta ári nam kostnaður tryggingakerfisins vegna þess um 40 milljónum króna. Þessi mikli kostnaður varð til þess að læknar og heilbrigðisyfirvöld fóru að Yelta þeirri spurningu fyrir sér hvort sveppasýkingar væru algengari hér á landi en annars staðar og þá hvers vegna. 4.000 einstaklingar skoðaðir Fjórir læknar, dr. Bárður Sigurgeirsson, sérfræðingur í húð- og kynsjúkdómum, dr. Jón Hjaltalín Ólafs- son, yfirlæknir og sér- fræðingur í húðsjúkdómum, Ólaf- ur Steingrímsson, yfirlæknir og sýklafræðingur, og Jón Þrándur Steinsson, sérfræðingur í húðsjúk- dómum, standa að rannsókninni. Rannsóknin verður mjög viða- mikil, en alls verða sendir út spumingalistar til 4.000 einstakl- inga sem valdir hafa verið með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Þátttak- endur eru beðnir um að svara hvort þeir telji sig hafa einhver einkenni sýkingar í húð eða nögl- um. Þeim sem telja sig sýkta er síðan boðið að koma til rannsókn- ar hjá sérfræðingi í húðsjúkdóm- um sér að kostnaðarlausu. Hann metur sýkinguna og tekur síðan sýni í ræktun. Bárður sagðist vera mjög ánægður með að heilbrigðisyfir- völd skuli vera tilbúin til að veija fjármunum til að rannsaka hvað veldur háum lyfjakostnaði, en ekki eingöngu einblína á að setja reglu- gerðir um lyfjakostnað. Hann sagðist líta á þetta sem vissa stefnubreytingu af hálfu heilbrigð- isyfirvalda. Heilbrigðisráðuneytið og Sandoz, framleiðandi Lamisil, koma til með að styrkja rannsókn- ina með fjárframlögum. Hvað veldur sveppasýkingu? „Tilgangurinn með rannsókn- inni er tvíþættur. Það er þessi hreini fræðilegi tilgangur vísinda- mannsins að kanna sjúkdóminn og reyna að skilja hvemig hann hegðar sér. Við ætlum einnig að reyna að ein- angra áhættuþætti sveppasýkinga. Við komum til með að spyrja okkur hvort þættir eins og íþróttir, sund, leikfimi, skór, atvinna og fleira hafí áhrif á tíðni sjúkdóms- ins. Hinn tilgangurinn er að kanna hvað margir eru með sveppasýkingu á ís- landi og hvaða kostn- aði heilbrigðiskerfíð má eiga von á á næstu árum,“ sagði Bárður. „Þetta er fyrsta rannsókn sinnar tegundar þar sem tekið er ákveðið hlutfall af heilli þjóð. Erlendis hafa verið gerðar nokkrar rannsóknir á einstökum hópum, s.s. kolanámumönnum og íþróttamönnum, en úrtak úr heilli þjóð hefur ekki áður verið rann- sakað. Það er raunverulega ekkert vitað um tíðni sjúkdómsins, hvorki á íslandi né annars staðar. Það koma til með að fást mjög mikils- verðar upplýsingar úr þessari rannsókn, ekki bara fyrir okkur Islendinga heldur alla sem eru að fást við meðferð á sveppasjúkdóm- um.“ Sveppum fylgja mikil óþægindi „Sveppasýkingar geta haft í för með sér mikil óþægindi fyrir sjúk- linginn, sérstaklega í húðinni. Sjúklingur með sveppi í húð getur fundið fyrir miklum sársauka. Húðin springur gjarnan mikið. II- jarnar eru oft þurrar og sprungn- ar. Sjúklingar geta átt erfitt með að fara í bað og sund. Um sveppasýkingu í nöglum er það að segja að í upphafi er aðal- lega um útlitsleg óþægindi. Þegar sýkingin gengur lengur og svepp- urinn er kominn djúpt í naglrótina geta komið mikil óþægindi sem líkjast liðverkjum. Þeir sem eru með sveppi í nöglum geta haft ýmis önnur vandamál, s.s. óþæg- indi af því að ganga í þröngum skóm og eins geta neglumar verið svo hijúfar að þær rífí alla sokka.“ Bárður Sigurgeirsson Bretar færa íslensku þjóðinni sinfóníu að gjöf Tónskáldið afhendir for- setanum verkið á Bessa- stöðum í tilefni af lýð- veldisafmælinu BRETAR færa íslensku þjóðinni æði frumlega gjöf í tilefni af fimmtíu ára afmæli lýðveldisins. Það er sin- fónískt hljómsveitarverk, sem ber heitið „Mitt fólk“ og er samið við samnefnt ljóð Jóhannesar úr Kötl- um. Tónskáldið er Óliver Kentish, að uppruna breskur en hefur búið hér frá 1977 og hefur nú íslenskt ríkisfang. Verk Ólivers, sem tekur um 20 mínútur í flutningi og verður flutt á fyrstu áskriftartónleikum Sin- fóníuhljómsveitar íslands í haust, verður afhent forseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, næstkom- andi þriðjudag á Bessastöðum. Það var sendiráð Breta hér á landi sem pantaði verkið hjá Óliver í fyrra og breska ríkisstjórnin lagði blessun sína yfír það. „Mér vitandi er þetta eina ríkisstjórnin sem hefur pantað tónverk til að færa ís- lensku þjóðinni í tilefni af lýðveldisafmælinu," segir Óliver. „Þegar ég fór að hugsa um hvers konar verk ég vildi semja, fannst mér að það ætti að innihalda texta og að það væri skemmtilegt fyrir mig að skrifa fyrir hljóm- sveit. Ég valdi Ijóðið „Fólkið mitt“ og skrif- aði verk fyrir barítón og hljómsveit." — Hvers konar verk er þetta? „Ég mundi kalla þetta ástarljóð. Þegar ég hafði ákveðið að ég vildi skrifa verk fyrir sinfóníuhljómsveit, velti ég því fyrir mér hvort ég ætti að skrifa stórbrotið verk með fullt af hávaða — eða eitthvað frá hjartanu. Mér fannst það verða að koma frá hjartanu, vegna þess að þetta er jú gjöf. Eftir að ég hafði fundið ljóðið varð leikurinn auðveldur. Það má segja að þetta sé mjög impressjón- ískt verk, mjög ljúft og mjög ljóðrænt. Það er mjög hefðbundið. Þegar rödd er annars vegar og ljóð, finnst mér að ljóðið verði að njóta sín og komast til skila. Fólk verður að vilja hlusta. Ég er ekki að skrifa þetta fyrir sjálfan mig. Það er byggt á lýdískri tóntegund, sem sumir kalla íslenska tónteg- und, hljóðfærin eru jafnvæg og ég hef píanó með upp á blæbrigðin. Verkið opnast eins og maður sé að nálgast landið. Þetta er fyrsta sinfóníska verkið sem ég hef samið. Hingað til hef ég aðallega samið kammerverk. Stærsta verkið mitt er Cantata sem var flutt í Skálholti árið 1992 og tekur klukkustund í flutningi," segir Óliver Kentish, sem hefur tileinkað frú Vigdísi Finnbogadóttur verkið og afhendir henni það sjálfur á þriðjudaginn. Óliver Kentish

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.