Morgunblaðið - 22.05.1994, Page 6

Morgunblaðið - 22.05.1994, Page 6
MORGUNBLAÐIÐ 6 SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1994 ERLENT Stríð um sjónvarpsáhorfendur og auglýsingar í uppsiglingu Breskur risi óguar veldi gervihnattakónga BBC og Pearson taka höndum saman og bjóða Rupert Murdoch og Ted Turner byrginn með metnaðarfullum áformum um sjónvarpsrásir út um allan heim. Breska ríkisútvarpið, BBC, og breska fjölmiðla- og útgáfusamsteypan Pe- arson hyggjast stofna nýtt fyrirtæki sem á að taka við af áskriftarsjón- varpi BBC í Evrópu. Sent verður út á tveimur rásum í álfunni; önnur verður aðallega með fréttir og fjármögnuð með auglýsingatekjum en hin verður með skemmtiefni og lokuð öðrum en áskrifendum. BBC fær jafnvirði 150 milljarða króna á ári í afnotagjöld í Bretlandi en má ekki nota það fé til að byggja upp gervihnattasjónvarp sem fjármagnað er með auglýsingum og áskriftum. Utvarpið leggur mikið kapp á að minnka hlut afnotagjaldanna í tekjum sínum og auka aug- lýsingatekjurnar en neyddist til að leita til annars fyrirtækis eftir fjármagni. Pearson Ieggur til jafnvirði 3,2 milljarða króna í Evrópusjónvarpið, auk sjónvarpsefnis frá dótturfyrirtæki samsteypunnar, Thames. Ennfremur er gert ráð fyrir að eitthvert fyrir- tæki á meginlandi Evrópu verði boðið að fjár- festa í sjónvarpinu. Útsendingar Evrópusjónvarpsins hefjast í haust og BBC og Pearson stefna að því að færa út kvíarnar síðar, einkum í Ameríku, Afríku og Austurlöndum fjær. Þetta verður gert í samstarfi við svæðisbundin fyrirtæki, sem þekkja þessa ólíku menningarheima. 90 rásir 1 Evrópu Þessi breski risi á örugglega eftir að veita íjölmiðlajöfrunum sem fyrir eru mikla sam- keppni, einkum Ástralíumanninum Rupert Murdoch og Bandaríkjamanninum Ted Tumer. Þeir hafa náð miklu forskoti á Bretanna; Murdoch með Sky-gervihnattasjónvarpinu í Evrópu, Fox í Bandaríkjunum og Star TV í Austur-Asíu, og Ted Turner með fréttarásinni CNN og afþreyingarrásinni TNT. CNN er með aðgang að gervihnattasjón- varpi í Evrópu, hafi fjölgað úr 37 milljónum árið 1992 í tæpar 50 milljónir. Því er spáð að þau verði orðin nímar 70 milljónir um aldamótin. Hagnaðarvon í Asíu Talið er að Evrópusjónvarp BBC og Pearson verði rekið með talsverðu tapi að minnsta kosti fyrstu fímm árin. Mögu- leikarnir eru hins vegar gífur- legir þegar til lengri tíma er litið, einkum í þeim heimshlut- um, sem búa nú við mestan hagvöxt. Líklegt er að nýja fyrirtæk- ið leggi mikla áherslu á Aust- urlönd fjær, einkum Indland og Kína, þar sem tveir millj- arðar manna búa, helmingur mannkynsins. í þessum löndum er auglýsingamarkaðurinn í örustum vexti um þessar mundir; talið er að á næstu tveimur árum vaxi hann um 31% í Kína og 14% á Indlandi. Ennfremur er líklegt að fyrirtækið beini sjónum sínum til Rómönsku Ámeríku, landa eins og Mexíkó þar sem búist er við miklum efnahagsuppgangi með fríverslunarsamningn- um við Bandaríkin og Kanada. Hyggjast ná forystu Fjölmiðlajöfrunum ógnað Gervihnattakóngarnir Ted Turner (t.v.) og Rupert Murdoch mega búast við auk- inni samkeppni á næstu misserum, eink- um frá BBC og Pearson, sem ógna veldi þeirra með áformum um sjónvarpsrásir út um allan heim í samstarfi við svæðis- bundin fyrirtæki. Þeim stafar einnig hætta af minni keppinautum, sem á eft- ir að fjölga til muna næstu árin með æ fleiri gervihnöttum og nýrri tækni. 45 milljónir áskrifenda í Evrópu og TNT nær til 18 milljóna heimila. Evrópusjónvarp BBC er nú með um 1,5 milljónir áskrífenda, þannig að á brattann er að sækja fyrir nýja fyrirtækið. Framboðið af gervihnattarásum er þegar mikið. Á meginlandi Evrópu eru 90 rásir í boði, en flestar senda þær út sérhæft efni, allt frá íþróttum og tónlist til kláms og þingum- ræðna fyrir stjómmálafíkla. Rásunum á örugg- lega eftir að fjölga verulega á næstu árum með fleiri gervihnöttum og nýrri tækni. Á móti kemur að búist er við aukinni eftir- spum. Talið er að þeim heimilum, sem hafa Gengi nýja fyrirtækisins ræðst væntanlega af því hvort því tekst að marka sér sérstöðu og bjóða upp á sjónvarpsefni, sem áhorfendum fínnst vanta hjá öllum hinum stöðvunum. Styrkur fyrirtækisins felst einkum í þeirri virðingu sem BBC nýtur út um allan heim. Fyrirtækið fær aðgang að miklu safni sjón- varpsefnis frá BBC og neti 250 fréttaritara út um allan heim. Heimsþjónusta BBC hefur náð yfirburða- stöðu í útvarpssendingum í heiminum, útvarp- ar á 41 tungumáli og hlustendumir em að jafnaði alls 150 milljónir - tvöfalt fleiri en hjá stærsta keppinautnum. John Birt, útvarpsstjóri breska ríkisútvarps- ins, segir að BBC sé staðráðið í að ná einnig forystu á sjónvarpsmarkaðnum. Viðbúið er þó að Rupert Murdoch og Ted Turner láta slíkt ekki yfír sig ganga baráttulaust. Ljóst er að gervihnattabyltingunni er ekki lokið og framboðið af sjónvarpsefni á eftir að aukast til muna hvarvetna í heiminum. Mörg- um menningarsvæðum stendur ógn af öllu engilsaxneska sjónvarpsefninu og flest bendir til þess að jafnvel lokuðustu samfélög verði ekki óhult fyrir því. Sambandsþingið gengur til kosninga um forseta Þýskalands á mánudag Hart deilt innan sljórnar- innar um frambjóðendur HARÐAR deilur em innan þýsku ríkisstjórnarinnar um stuðning við forsetaframbjóðanda Kristilegra demókrata (CDU), Roman Herzog, dómara við stjórnlagadómstólinn, en gengið verður til kosninga um for- setann á morgun, mánudag. Er sam- starfsflokkur CDU í ríkisstjórn, Fijálsi demókrataflokkurinn (FDP), klofinn í afstöðu sinni til Herzogs og frambjóðanda Sósíal-demókrata, Johannes Rau, en hann nýtur meiri vinsælda meðal almennings. Þá em austur-þýskir flokksmenn CDU ekki sáttir við val á frambjóð- anda flokksins og hóta að greiða Rau, eða Jens Reich, óháðum fram- bjóðanda og A-Þjóðveija, atkvæði. 1.324 fulltrúar á sambandsþing- inu þýska kjósa forseta og er búist við að mjótt verði á mun- unum a milli Herzog og Rau. Á sambandsþinginu eiga sæti 662 þingmenn neðri deildar þýska þingsins, og jafnmargir þingmenn 16 ríkja Þýskalands. Ljóst er að 111 atkvæði FDP munu skipta sköpum, CDU og systurflokkurinn Kristi- lega sósíalsambandið (CSU) eiga 619 fulltrúa á þinginu og SPD 502. Kinkel styður Herzog Til að sigra í kosningunum, verð- ur helsti keppinautur Herzogs, Rau, að hljóta fullan stuðning flokks síns, SDP, 44 fulltrúa græningja, tölu- verðs hluta FDP og Iýðræðissinnaðra sósíalista, fyrrum kommúnistaflokks Austur-Þýskalands. Formaður FDP í Norður Rhein-West- falen, Jiirgen Mölle- mann, fyrrum efna- hagsmálaráðherra, hefur lýst yfir stuðningi sínum við Rau og sakar Herzog um íhaldssemi. Kiaus Kinkel, utanríkisráðherra og leiðtogi FDP, styður Herzog, til að sýna í verki traust á stjórnarsam- starfinu. Verði Rau kjörinn næsti forseti Þýskalands, er það rothögg fyrir ríkisstjórnina og greinileg vilja- yfírlýsing FDP um að ganga til sam- starfs við SPD eftir næstu þingkosn- ingar, sem verða í október. Rau Herzog ísraelar 1 ræna skæruliða- foringja Baalbek. Reuter. | ÍSRAELSKAR hersveitir rændu skæruliðaforingja, Mustafa al-Dir- ani, sem hallur er undir írans- stjórn, frá heimili hans í Líbanon, aðfaranótt laugardags. Dirani er foringi Trúrrar andstöðu, skærul- iðahreyfingar sem tók israelskan flugmann í gíslingu eftir að flug- vél hans var skotin niður árið 1986. j Talið er að flugmaðurinn sé sá eini þeirra sex ísraela sem eru í haldi l skæruliðahreyfinga, sem sé á iífi. Að sögn út- varpsins í Beir- út, skutu sýr- lenskar og lí- banskar her- sveitir á þyrlur Israelsmanna skammt frá þorpinu sem Dirandi, sem þekktur er und- ir nafninu Abu Ali, bjó í en það er aðeins um 9 km frá sýrlensku landamærunum og undir stjóm Sýrlendinga. ísraelsmenn tilkynntu í gær að allir ísraelsku hermennirn- ir hefðu snúið heim, heilu og höldnu. Annar skæruliðaforingi, Hussein Musawi, sagðist í gær telja að ísra- elar hygðust nota Abu Ali til að semja um lausn ísraelska flug- mannsins. Sagði Musawi að aðgerð ísraelanna myndi aðeins herða skæruliðana í baráttu sinni. Þetta er í þriðja sinn sem skyndi- árás ísraelsmanna á Suður-Líbanon heppanst. Árið 1989 rændu þeir Sjeik Abdul Karim Obeid úr His- bollah-hreyfingunni og drápu leið- toga hennar, Sjeik Abbas Musawi, árið 1992. í bæði skiptin kom His- bollah-hreyfingin fram hefndum, rændi bandaríska ofurstanum Will- iam Higgins, og gerði eldflaugaárás á þorp í Norður-ísrael. ----» ♦ ♦--- ^ Rússar og Ukraínumenn funda um Krím Moskvu. Reuter. FORSÆTISRÁÐHERRAR Rúss- lands og Úkraínu munu hittast í Moskvu á mánudag til að ræða ástandið á Krím en spenna þar eykst stöðugt. Andrej Kozyrevs, utanríkisráð- herra Rússlands, sagði í gær að harmleikurinn í ríkjum fyrrum Júgóslavíu mætti ekki endurtaka sig. Þar hafi stríðið hafist vegna krafna um sjálfstæði og úrslita- kosta til að halda landinu saman. Á föstudag samþykkti þingið á Krím stjórnarskrána frá 1992 og að segja sig að nokkru úr lögum við Úkraínu. -----» ♦ ♦----- Jacqueline jarðsett í Arlington New York. Reuter. JACQUELINE Kennedy Onassis, sem lést aðfaranótt föstudags, verður jarðsett í Arlington-kirkju- garðinum í Washington, þar sem fyrri eiginmaður hennar, John F. Kennedy, er grafinn. Jacqueline valdi grafreitinn eftir lát Kennedys fyrir þrjátíu árum. f gær var Iíkvaka á heimili henn- ar en útförin verður gerð frá kaþ- ólskri kirkju í New York. Aðeins lj'ölskylda og nánir vinir verða við- staddir, þar á meðal forsetahjónin, Bill og Hillary Clinton.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.