Morgunblaðið - 22.05.1994, Page 8

Morgunblaðið - 22.05.1994, Page 8
MORGUNBLAÐIÐ 8 SUNNURAGUR 22, MAÍ 1994 FRÉTTIR Kjósendur viröast vera farnir að átta sig á að lausaleikskróar einstæðrar R-lista móður séu ekki ákjósanlegasti kosturinn. R-listinn um auglýsingu á vegum Sjálfstæðisflokksins Utvarpsauglýs- ingar til orðnar með lögbroti í FRÉTTATILKYNNINGU sem R-listinn hefur sent frá sér, vegna útvarpsauglýsinga þar sem notuð var hljóðupptaka úr þættinum Dags- ljósi í Sjónvarpinu, segir að staðfest hafi verið að dagskrárefni hafi verið „fengið með ólögmætum hætti“. Að sögn Einars Arnar Stefáns- sonar kosningastjóra R-listans er auglýsingin talin brjóta í bága við höfundarréttarlög og 33. grein útvarpslaga sem hljóðar svo: „Oheim- ilt er útvarpsnotanda að hagnýta sér útvarpsefni til fjárgróða, t.d. með upptöku þess, útgáfu eða með því að selja aðgang að viðtæki sínu.“ Kappræð- ur borgar- stjóraefna BORGARSTJÓRAEFNIN Ámi Sigfússon og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir leiða saman hesta sína í hálfa aðra klukkustund í kapp- ræðum á Hótel Borg á fímmtu- dagskvöld, undir yfirskriftinni Baráttan um borgina. Það er Stöð 2, í samvinnu við fyrirtækið ÍM Gallup, sem efnir til þessara kappræðna og sjón- varpar þeim beint. Á annað hundrað manns, sem ÍM Gallup hefur valið sérstaklega, verður í salnum og gerir ÍM Gallup við- horfskönnun meðal þeirra um hvort borgarstjóraefnanna stend- ur sig betur. Þannig er stefnt að því að fá vísbendingu um það hvoru þeirra tekst betur að koma stefnu sinni á framfæri, en niður- stöður viðhorfskönnunarinnar verða birtar undir lok þáttarins. í frétt frá Stöð 2 segir að þetta sé í fyrsta sinn í sögu íslensks sjónvarps sem efnt er til kapp- ræðna og viðhorfskönnunar í beinni útsendingu með þessum hætti. Kasparov sigurvegari GARY Kasparov sigraði á hrað- skákmóti atvinnumannasam- bandsins PCA og Intel í Miinc- hen í fyrradag. Hlaut hann 12 vinninga líkt og tölvuforritið Fritz 2 sem vann sigur á Kasp- arov í skák þeirra. Tefldi Kasparov síðan til úr- slita við Fritz 2 og hafði betur. Sigraði Kasparov 4-1 en flestir bestu hraðskákmenn heims voru í úrslitunum. Anand varð þriðji með 12 vinninga, Short, Gelfand og Dreev hlutu 11 vinninga, Kiril Georgiev hlaut lOVi’/a vinninga og Kramnik 10. ís- lensku keppendurnir byijuðu þokkalega en brast úthald í lok- in, að sögn Margeirs Pétursson- ar. Hlaut Jóhann Hjartarson 5 vinninga og Margeir 41414. Kjartan Gunnarsson fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins sagði í samtali við Morgunblaðið að sér væri spurn hvort ásakanirn- ar um ranga notkun á dagskrár- efninu lúti að því að ekki sé rétt eftir haft. „Ef ekki er um það að ræða sé ég ekki að athugasema á þessum tíma frá stjórnmálamanni, sem er í framboði, við því að ann- ar stjórnmálaflokkur kynni um- mæli viðkomandi um eitthvert til- tekið mál geti verið svona mikill ásteytingarsteinn,“ sagði hann. Fengið með ólögmætum hætti Fréttatilkynning R-Iistans fer hér á eftir í heild: „Staðfest hefur verið að dag- skrárefni úr ríkissjónvarpinu var fengið með ólögmætum hætti og notað við gerð áróðursauglýsingar fyrir Sjálfstæðisflokkinn vegna komandi borgarstjómarkosninga. 18. þ.m. óskaði Reykjavíkurlist- inn upplýsinga um það hjá út- varpsstjóra hvort Ríkisútvarpið hefði veitt leyfi til þess að hljóð- upptaka úr sjónvarpsþættinum „Dagsljósi" frá 16. nóvember 1993 væri notuð í útvarpsauglýsingum á vegum Sjálfstæðisflokksins. í svarbréfi Heimis Steinssonar, dags. 19. maí, segir um þetta: „Athugun hefur leitt eftirfarandi í ljós: Fyrir nokkru falaðist auglýs- ingastofa ein eftir því við umsjón- armann „Dagsljóss“ að hann heimilaði afnot upptöku af þætti þeim, sem erindi yðar varðar, við gerð auglýsingar. Auglýsingastof- an fékk afdráttarlausa synjun.“ Auglýsingin ekki flutt á RÚV í bréfi útvarpsstjóra kemur fram að umrædd auglýsing verður ekki flutt á rásum Ríkisútvarpsins og einnig að ekki séu uppi áform af hálfu RÚV.um frekari aðgerðir þar sem útvarpsstjóri vilji forða Ríkisútvarpinu frá því að blandast í hugsanlegar deilur þeirra sem í hlut eiga um þýðingu ákvæða höf- undarlaga. Reykjavíkurlistinn væntir þess að aðrir sem leyfi hafa til útvarps fylgi fordæmi Ríkisútvarpsins og flytji ekki auglýsingar sem til eru orðnar með lögbroti. Það er að sjálfsögðu á valdi RÚV hvort og hvernig stofnunin kýs að vernda dagskrárefni sitt gegn ólöglegri notkun stjórnmála- flokka eða auglýsingastofa. Reykjavíkurlistinn mun vekja athygli Sambands íslenskra aug- lýsingastofa á þvi sem fram kemur í bréfi útvarpsstjóra, en vinnu- brögð Sjálfstæðisflokksins í þessu máli dæma sig sjálf.“ Fegurðardrottning íslands 1994 Þátttakan efl- ir sjálfsöryggið GUÐRÚIM Rut Hreiðarsdóttir krýnir Margréti. egurðardrottning íslands 1994, Mar- grét Skúladóttir Sigúrz, ungfrú Reykjavík, segir þriggja mánaða tömina sem lá að baki keppninni hafa verið erf- iða. Þessi tími hafí hins vegar skilið eftir sig skemmtilegheit og strang- ar æfingarnar segir hún hafa verið mjög gagnleg- ar, en hún segist hafa lært mikið af þátttökunni þar sem hún hafi ekki áður kynnst neinu í sam- bandi við að koma fram. Hún segir sér vissulega hafa brugðið á vissan hátt þegar tilkynnt var að hún hefði borið sigur úr býtum í keppninni, en við því hefði þó alltaf mátt búast, þar sem hún hefði jú verið ein af þátttakendunum. „Ég fann ekki fyrir öðru en það væri góður andi í þessum hóp og hinar í hópnum voru mjög ánægðar þegar úrslitin lágu fyrir, eða svo segja þær,“ sagði Margrét. Erfiðast að koma fram á sundbol Fegurðarsamkeppni íslands hefur oft og tíðum verið gagn- íýnd af fólki sem telur það vera niðurlægjandi fyrir stúlkur að taka þátt í keppni af þessu tagi. Margrét sagði að sér fyndist sú gagnrýni ekki eiga rétt á sér þar sem þátttökunni fylgdi ánægja og jafnframt efldi hún sjálfsör- yggið og alla framkomu. „Mér finnst ekkert athugavert við þetta, en annars hefði ég að ►MARGRÉT Skúladóttir Sig- urz var valin fegurðardrottn- ing íslands í fyrrakvöld. Hún er jafnframt fegurðardrottn- ing Reykjavíkur. Margrét er 21 árs Reykvíkingur og stund- ar nám í Fósturskóla íslands. arsamkeppnum erlendis og sagði hún það leggjast ágætlega í sig og vera spennandi tilhugsun. Áhugi á sýningarstörfum „Annars er ég ekkert farin að hugsa út í það ennþá, þetta er svo nýbúið að gerast. Eg býst samt við að maður eigi eftir að FORELDRAR Margrétar, Skúli Eggerz Sigurz og Ingunn Þóra Jónsdóttir, óska henni til hamingju með sigurinn. sjálfsögðu ekki verið með. Maður vissi hins vegar ekki fyrirfram hvemig þetta yrði, og vissulega hélt ég ekki að þetta yrði svona erfitt. Maður eyddi öllum sínum tíma í þetta. Erfiðast var að koma fram á sundbol og þegar það var afstaðið var mesta stressið búið. Þá var ég svona næstum því orðin róleg,“ sagði hún. Margrét sagðist ætla að byija á því að hvílast eftir keppnina, og síðan tæki vinnan við eftir helgina, en hún starfar í sumar á lögmannsstofu föður síns. Nám í Fósturskólanum tekur svo við næsta haust, en þar hefur Mar- grét lokið einu af þriggja ára námi, og að því loknu sagðist hún hafa áhuga á að starfa sem fóstra. Framundan er síðan að keppa fyrir íslands hönd í fegurð- verða svolítið kvíðin. Eg hef reyndar mikinn áhuga á sýning- arstörfum ef slík tækifæri bjóð- ast, en síður hef ég áhuga á að vera ljósmyndafyrirsæta. Mér ~ fínnst skemmtilegri ” , a tilhugsunin um að sýningar- ganga um og sýna Störfum fatnað heldur en að sitja og brosa framan í einhveija myndavél. Ég yrði spennt fyrir því ef einhver slík tilboð byðust." Margrét er í sambúð í foreldra- húsum með Kristjáni Gunnari Ríkharðssyni húsasmíðanema, en hún segir að honum hafí þótt sig- ur hennar alveg frábær. „Við vorum bæði að vinna með skólan- um og því bitnaði það á honum að þrífa öll kvöid á meðan ég var að ganga einhvers staðar eða hoppa í leikfimi."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.