Morgunblaðið - 22.05.1994, Síða 10

Morgunblaðið - 22.05.1994, Síða 10
10 SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1994 MORG UNBLAÐIÐ RÆTT VIÐ LÚÐVÍK BÖRK JÓNSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRAICELANDIC FRANCE eftir Hjört Gíslason ICELANDIC France, dótturfyrirtæki Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna í París, er rekið með nokkuð öðrum hætti en önnur slík fyrir- tæki SH á erlendri grundu. Starfseminni er í raun skipt í tvennt, annars vegar rekur Icelandic France eigin heildsölu og dreifingu á íslenzkum fiski og hins vegar er það umboðsaðili fyrir Sölumiðstöð- ina og annast milligöngu milli SH og stórra kaupenda ytra. Skrif- stofan í París hefur þannig losað sig við milliliðina, er með eigið birgðahald og selur fiskinn til endanlegs notanda í endanlegum umbúðum, hvort sem um er að ræða verzlun, heimsendingarfyrir- tæki, eða heildsölu og hvort sem um er að ræða smáar einingar eða stórar. Sala á fiski til frekari framleiðslu eins og blokkum og síld, fer um aðalstöðvarnar heima. að er Lúðvík Börkur Jónsson, sem ræður ríkjum í París og undir stjóm hans hafa umsvif skrif- stofunnar aukizt hröðum skrefum. Lúðvík Börkur og fólkið hans seldu beint fyrir um milljarð króna á síðasta ári, sem er um þriðjungur þeirra afurða, sem SH seldi inn á markaðssvæðið, sem er Frakkland, Spánn, Portúgal og Belgía. Að baki þessum þriðjungi verðmætanna liggur hins vegar aðeins um fimmtungur magnsins. Þjóna jafnt smáum sem stórum „Grundvallarstefnan er sú að geta þjónað öllum kaupendum, stór- um og smáum, en alltaf að þar sé um endanlega notendur að ræða,“ segir Lúðvík Börkur. „Við getum verið að tala um mjög stór dreifing- arkerfi, sem kaupa saman inn og eru með útibú um allt Frakkland. Sum þeirra eru þannig skipulögð, að þau geta tekið fullan gám og dreift síðan til heildsala sinna og þá sendum við þeim fullan gám að heiman. Svo eru önnur tilfelli, þar sem við þurfum að þjóna smærri heildsölum og heimsendingarfyrir- tækjum, frystibúðum og öðrum, sem taka minna magn hveiju sinni. Þeir skipta þá beint við okkur, við sjáum þá um dreifinguna og getum þá boðið upp á alla möguleika. Við- skiptavinirnir geta því fiutt inn beint að heiman, eða keypt þjón- ustuna hjá okkur og við getum hagað okkur eins og hver annar franskur innflytjandi, þó við skil- greinum okkur sem útflytjendur á fiski frá íslandi. Þetta blandaða hagkerfi hefur gengið mjög vel. Sölumiðstöðin selur nú inn á markaðssvæði okkar fyrir um þrjá milljarða króna á ári. Þar af kaup- um við afurðir og dreifum fyrir einn milljarð, mest sérpakkaðar afurðir og neytendapakkningar. Það, sem fer beint frá Sölumiðstöðinni, er mest iðnaðarvarningur, afurðir til frekari vinnslu, svo sem blokkir. Allt milliliðakerfi er því úr sögunni og það var grundvallarhugsunin, þegar ákveðið var að flytja til París- ar frá Boulogne fyrir fjórum árum og í dag erum við að verða komnir í mark. Við höfum lagt mikla vinnu í þróun umbúða með einni af virtustu hönnunarstofu Frakklands og höf- um verið að skapa okkur ákveðna ímynd. Umbúðirnar eru svo prent- aðar heima hjá Umbúðamiðstöð- inni, sem er fyllilega samkeppnis- fær við fyrirtæki hvar sem er í heiminum bæði hvað varðar gæði og verð, enda höfum við náð árangri út á fallegar og góðar pakkningar. Salan til Spánar og Portúgal margfölduð Markaðssvæði okkar er Frakk- land, Belgía, Spánn og Portúgal. Spánn og Portúgal eru að verða mjög mikilvæg fyrir okkur. Þar hefur íslendingum gengið illa að ná árangri nema í saltfiski og við- kvæðið hefur verið að frystur ís- lenzkur fiskur hafi verið allt of dýr fyrir Spánveija. Við ákváðum í byij- un árs 1992 að reyna fyrir okkur af alvöru á spánska markaðnum og réðum til starfa Hjörleif Ásgeirs- son, sem er kvæntur spánskri konu, talar spænsku vel og hefur búið þar í nokkrun tíma auk þess sem hann er menntaður sjávarútvegsfræðing- ur frá Tromsö. Honum var gefið eitt ár til þess að kanna hvort eitthvað væri hægt að gera á þessum markaði annað en að selja humar, en árið áður var salan til Spánar innan við 100 tonn. Þetta kostaði mikla peninga, en hefur gengið mjög vel, meðal ann- ars vegna þess að við erum með birgðastöð í Frakklandi og gátum því afgreitt allt niður í einn kassa af tilteknum afurðum ef menn vildu ekki meira til að bytja með. Við höfum að auki sent út hundruð sýnishorna og niðurstaðan hefur verið sú að kaupendur hafa verið að taka eitt bretti, síðan tvö og svo koll af kolli, þar til pöntunin er komin upp í gám og þá er hægt að senda hann að heiman frá Is- landi. Salan á Spán og Portúgal hefur farið úr 100 tonnum 1991 í 2.000 tonn í fyrra. Það skemmtilega við þennan út- flutning er fjölbreytnin, en við selj- um um 22 vörutegundir inn á Spánarmarkaðinn. Við erum ánægðir með þennan markað, grunnurinn er traustur og árangur- inn kannski enn meiri, þegar til þess er litið að síðan við hófum þetta átak, hefur spánski pesetinn verðið felldur um 20% gagnvart öðrum gjaldmiðlum og verð á afurð- um okkar því farið hækkandi. Markaðurinn í Belgíu hefur verið um 1.000 tonn á ári og ekki verið lögð mikil áherzla á hann. Við höf- um þar hefðbundið kerfi með hálf- gerða umboðsmenn en til stendur Starfsfólk Icelandic France í París: Efst frá hægri eru Pétur og Lúðvik Börkur, í miðjunni Colette, Celine, Sigrún, Chantal og Hjörleifur og sitjandi eru Jean Pascal og Thierry. að þróa starfsemina þar frekar á næstunni. Komnir inn í búðirnar Þetta markaðssvæði, löndin fjög- ur, tekur þá allt frá blokkum upp í 400 gramma pakkningar. í fyrra réði ég til mín innkaupastjóra úr stórmarkaðskeðju til að koma vöru okkar í stórmarkaðina. Hann hefur unnið að því verkefni í ár og er sú vinna að byija að skila sér og fisk- ur frá okkur komnar í nokkrar búð- ir. Þetta tekur langan tíma og geng- ur hægt en við reynum að byggja þetta á traustum grunni. Ég hef takmarkaða trú á því að við á íslandi getum búið til hefð- bundna fiskrétti tilbúna til neyzlu. Þar á ég við rétti með sósum og grænmeti eða fiskstykki í brauð- mylsnu unnin úr blokk. Við getum á hinn bóginn pakkað fiskinum okkar í neytendaumbúðir. Skorið fiskinn niður í litlar einingar og sett í plastbakka og hannað utan um hann sérlega fallegar og góðar umbúðir með miklum upplýsingum, meðal annars uppskriftum. Þar liggja möguleikar okkar helzt. Þá þarf að pakka skelfiski í endanlegar umbúðir. Þetta eru hins vegar lang- tímamál, sem hvorki verður hlaupið í né úr. Maður er lengi að komast inn og lengi út, eigi að gera það með orðsporið í lagi.“ Það var athyglisvert að koma í stórmarkaði og frystibúðir í París og sjá hve fjölbreytt úrvalið af fiski og fiskafurðum er og ennfremur að sjá hve fiskurinn er dýr. Fersk þorsk- og grálúðuflök voru að selj- ast á í kringum 1.000 krónur kíló- ið, sem er miklu hærra en verðið á öllu kjöti. Fiskurinn er frá ýmsum heimshornum, en íslenzkur fiskur var orðinn nokkuð áberandi í sum- um verzlunum, bæði rækja og hörpuskel og aðrar tegundir eins og steinbítur, grálúða, sem við þekkjum vel innan um ýmsa suð- ræna furðufiska. Erum við að finna réttu leiðina inn á markaðinn? Þurfum að auka eigin dreifingu „Ég vil helzt ekki horfa lengra fram á veginn í fiskimálum en fimm ár. Fiskveiðar og viðskipti með fisk eru svo breytileg að erfitt er að skipuleggja hlutina langt fram í tímann. Eg þekki vel til í ísdreifíngu og frystum kjúklingi og samanburð- ur við slík fyrirtæki verður aldrei raunhæfur. Stjómendur þeirra eru kannski að skipuleggja núna kaup á fyrirtæki með 10 til 15 ára mark- mið í huga. Mér fínnst fímm ár í þessum fiskimálum nokkuð raun- hæft. Á þeim tíma getur veiðin hjá okkur ýmist tvöfaldazt eða helm- ingazt og margt annað komið upp. Mér finnst að við þurfum fyrst og fremst að auka dreifíngu og sölu á eiginvörumerki á markaðs- svæðinu. Þar tel ég mestan mögu- leikann á vöruþróun. Náin tengsl við endanlegan notanda gefa okkur þá tækifæri til að fylgjast grannt með því í hvaða áttir markaðurinn stefnir og hvað fólk vill helzt og bregðast við óskum markaðsins í tíma. Meðalstærð á sölu frá okkur í fyrra er innan við eitt tonn. Það þýðir að við erum að gera um mörg þúsund reikninga og skjöl og erum í sambandi við mjög marga aðila. Þessi tengsl gefa manni lang mest, þegar verið er að tala um vöruþró- un. Við erum oft langt á undan keppinautunum, sem þurfa að fara með vöruþróunina í gegn um alls konar milliliði. Við getum reynt að fjárfesta í fyrirtækjum erlendis, byggt verk- smiðjur til að vinna fískinn okkar meira á mörkuðunum og ýmislegt fleira. Tilfinning mín fyrir þessum málum er þó sú, að við eigum helzt að leggja áherzlu á dreifinguna og pökkun heima um leið og auka þannig hvort tveggja í senn, vinnsluvirðið að heiman og draga úr kostnaði vegna milliliða í söl- unni. Við þurfum jafnframt að gera okkur grein fyrir því í hvaða þáttum við erum samkeppnisfærir og get- um unnið heima og náð árangri í, en sjá svo í hveiju við eigum að fjárfesta og leggja árherzlu á er- lendis. Þarna þarf að nýta mögu- leikana til fulls bæði heima og ytra þannig að hvort styðji annað. Hef trú á útflutningi ferskra flaka Við verðum líka að hafa áreiðan- legar upplýsingar um það, hvað sé rétt að gera heima, hvort við eigum að flaka fiskinn ofan í Evrópubúa eða senda hann heilan út, í flugi eða skipum, eða vinna hann í sósur og litla bakka og pakka heima. Til að geta metið slíka þætti af ein- hveiju viti verða menn að vera ná- tengdir mörkuðunum. Ég sé ekki, að á næstu árum verði einhveijar kúvendingar í útflutningi á físki frá íslandi. Eg held þó að nauðsynlegt sé að hafa ekki of mörg egg í sömu körfunni, viðhalda sveigjanleika milli markaðssvæða, en sveigjan- leiki er einmitt einkenni sjávarút- vegsins, hin síðari ár að minnsta kosti. Ég hef trú á útflutningi ferskra flaka til Evrópu. Það er gríðarlega mikið mál að standa í slíkum út- flutningi, því þar er um að ræða aðrar leiðir, en venjulega hafa verið farnar. Mikinn undirbúning þarf til að vel takist til og við réðum hing- að um mitt síðasta ár mann til að undirbúa útflutning flaka. EES-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.