Morgunblaðið - 22.05.1994, Side 12

Morgunblaðið - 22.05.1994, Side 12
SUNNUDAGUR 22. MAI 1994 MORGUNBLAÐIÐ H - Borqarastyrjöldin í Jemen EITT RÍKI - TVEIR ÖLÍKIR HEIMAR getur kynt undir átökum í Arabaríkjunum Norður-jem- enskir her- menn, líklega úr einhverjum ættbálkahern- um. Þótt her norðanmanna sé miklu fjöl- mennari en sunnanmanna er ekki víst, að hann standist þeim snúning- inn dragist stríðið á lang- inn. Eftir Svein Sigurðsson BORGARASTYRJÖLDIN í Jemen hefur staðið í nærri þrjár vikur og fátt bendir tit, að henni ljúki á skömmum tíma með hemaðarsigri annarra hvorra, norðan- eða sunnanmanna. Það er vegna þess, að undirrót stríðs- ins er sjálf sameining jemensku ríkjanna fyrir fjórum árum en þá var reynt að breiða yfir þann mikla pólitíska og félagslega mun, sem er á landshlutunum. Sunnanmenn kröfðust umbóta í stjórnmálum, efnahags- og hermálum en þegar Ali Abdullah Saleh, forseti og leiðtogi norðan- manna, varð ekki við því ákvað Ali Salim Baidh, varaforseti og leiðtogi sunnanmanna, að fara frá Sanaa og setjast að í Aden í Suður-Jemen. Sameining Norður- og Suður-Jemens átti ekkert skylt við sameiningu þýsku ríkjanna svo tekið sé dæmi, heldur var fremur um að ræða, að tvö sjálfstæð ríki væru spyrt saman en hefðu þó áfram hvort um sig sitt eigið ríkisútvarp, ríkisflugfélag og, sem mestu máli skiptir, sinn eigin her. Það er fyrst og fremst ólík saga landshlutanna, sem veldur því, að sameiningin virðist ætla að fara út um þúfur. Suður-Jemen komst und- ir breska stjórn 1839 en í Norður- Jemen hefur sama ættin farið með völd frá árinu 898 og landið var aldrei undir yfirráðum Evrópu- manna. Þar lifir ættbálkasamfélag- ið góðu lífi og ættarhöfðingjarnir eru mjög valdamiklir á öllum svið- um. Gjörólík þróun í Suður-Jemen var þróunin allt önnur. Meðan Bretar fóru þar með völd var Aden fríhöfn og landsmenn komust í nána snertingu við Vestur- lönd og vestræna menningu og eft- ir að landið varð sjálfstætt 1967 sneri marxistastjórnin sér að því að uppræta ættbálkasamfélagið. Almenn lestrarkunnátta var stór- aukin og konur leystar úr ánauð. Stjórnkerfið, sem landsmenn tóku í arf frá Bretum, var tiltölulega nýtískulegt og gjörólíkt því, sem gerðist og gerist í Norður-Jemen. í Suður-Jemen hafði ríkið mikil afskipti af öllu lífi fólks en í norður- hlutanum var því alveg öfugt farið. Þar eru það hins vegar ættarhöfð- ingjarnir, sem ráða mestu og einka- herir þeirra eru betur búnir en stjórnarherinn ef flugherinn er und- anskilinn. í norðurhlutanum búa rúmlega 10 milljónir manna, fjórum sinnum fleiri en í suðurhlutanum, en hann er aftur miklu stærri en norðurhlutinn. Vonast var til, að fijálsar kosn- ingar yrðu til að bræða saman þessa tvo ólíku heima að einhverju ieyti en þegar þær voru loks haldnar á síðasta ári gerðu þær ekkert nema skerpa á muninum. Sunnanmenn kusu sína frambjóðendur og norð- anmenn sína. Olía og andstaða Saudi-Araba Það er líka annað tvennt, sem kynti undir. Nýlegur olíufundur í suðurhlutanum og andstaða Saudi- Araba við sameiningu jemensku ríkjanna. Það var ekki fyrr en eftir samein- inguna, að í ljós kom, að suðurhlut- inn er miklu ríkari að olíu en norður- hlutinn og það ýtti undir kröfur sunnanmanna um réttlátari skipt- ingu auðs og valda í landinu. Þeir vilja nú, að Jemen verði sambands- ríki og vilja losna undan áhrifum norður-jemenska stjórnkerfisins, sem þeim finnst fornaldarlegt og spillt. Suður-Jemenar hafa reynslu af BAHHHEL6ILÉTT AF ARFTÖKUM MUSSOUMIS Eftir Ágúst Ásgeirsson RÍKISSTJÓRN Silvios Berlusconis sem tók við völdum á Ítalíu 11. maí er fyrsta stjórn landsins eftir stríð sem skilgreinir sjálfa sig sem hægri- stjórn. í millitíðinni hafa 52 ríkisstjórnir undir forystu Kristilegra demó- krata ráðið þar ríkjum. Spurningin er hveiju það breyti og þá einkum stjómarseta fimm ráðherra nýfasista. Stjórn Berlusconis hlaut traust öldungadeildar ítalska þingsins á fimmtudag. Þó stjórnarflokkarnir hafí þar ekki meirihluta var traustsyfirlýsingin samþykkt með 159 atkvæðum gegn 153 og tveir sátu hjá. Samkvæmt þingreglum telst hjáseta jafngilda andstöðu. Ósigur hefði að líkindum leitt til nýrra þingkosninga. Skoðanakann- anir sýna að stjórnarflokkarnir hefðu aukið fylgi sitt í nýjum kosn- ingum. Því er talið að stjórnarand- staðan hafi ekki viljað taka áhætt- una með því að fella traustsyfírlýs- inguna. Berlusconi er nýliði í stjórnmál- um og stjórnin sem sömuleiðis er að mestu skipuð nýgræðingum hef- ur gjörbreytt andrúmi ítalskra stjórnmála. Róm verður aldrei söm aftur. Með ríkisstjórnaraðild nýfas- ista, sem fengu fimm ráðherra, hefur hálfrar aldar bannhelgi á pólitískum arftökum Benitos Mussolinis í NATO-ríki verið aflétt. Þá fékk Norðursambandið sem barist hefur fyrir sjálfsforræði Norður-Ítalíu og stofnun sam- bandsríkis innanríkisráðuneytið í sinn hlut og er þess beðið með eftir- væntingu hvaða afleiðingar það kann að hafa í för með sér. Stjórnarmyndun reyndist Berlu- sconi erfiðari þraut en hann hafði sjálfur búist við, tók sex vikur. Má enda segja að samstarfsflokkarnir séu illa samvaldir og óbeit á vinstri- mönnum sé hið eina sem þeir eigi sameiginlegt. Samkomulag um skiptingu ráðuneyta tókust eftir tveggja vikna átök á bak við tjöld- in og þótti það minna á fyrri tíma. Skjálfti Aðild nýfasista að stjórninni hef- ur haft vissan skjálfta í för með sér. Vegna andstöðu utanlands greip forstjórinn fyrrverandi til þess ráðs að skipa ekki mann í ráðherrastöðu sem hafði aldur til þess að hafa barist í sveitum Mus- solinis í seinna stríðinu. Þykir hlut- ur Norðursambandsins og nýfasista í stjórninni ekki stór, hvor fylking fékk 5 ráðherra I sinn hlut en sam- tals eru 25 ráðherrar í stjóminni. Stjórnmálaskýrendur telja að ekki þurfi að hræðast áhrif þeirra á þróun mála. Því til staðfestingar er bent á yfirlýsingar Berlusconis er hann talaði fyrir traustsyfirlýs- ingu í garð stjórnarinnar sl. mánu- dag á þingi. Þar sór hann lýðræð- inu dýran eið og hollustu við það ákvæði stjórnarskrárinnar að Ítalía væri eitt og óskiptanlegt ríki. Jafn- framt sagði hann hollustu Itala við Atlantshafsbandalagið (NATO), Evrópusambandið og mannrétt- indaákvæði Helsinkisáttmálans vera hyrningarsteina stjórnarsátt- málans. Einnig þykja þær skorður sem Evrópusamstarfið setur ráð- Berlusconi er nýliói i stjórn- málum og stjórnin sem sömuleióis er aó mestu skip- uó nýgræó- ingum heffur gjörbreytt andrúmi italskra stjórnmála. Róm veróur aldrei söm aftur. SILVIO Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu íhugull á svip við umræður um traustsyfirlýsingu á ríkisstjórn hans sem sam- þykkt var í öldungadeild þingsins á miðvikudag. Talið var ör- uggt að neðri deildin veitti stjórninni traust enda stjórnarflokk- arnir með meirihluta í þar. herrunum til þess fallnar að gera þá hófsamari en gallharðir stuðn- ingsmenn þeirra eru. Lítil hætta af fasistum Stjórnmálaskýrendur á Italíu eru sammála um að lýðræðinu stafi lít- il hætta af stjórnaraðild flokks nýfasista, Þjóðarbandalagsins (MSI). Meiri hætta þykir á að þeir muni reyna að standa í vegi fyrir efnahagsumbótum í frjálsræðisátt og hraðri einkavæðingu ríkisfyrir- tækja. Flokkurinn sækir mikið fylgi til fólks sem aðhyllist þátttöku hins opinbera í atvinnustarfsemi og stór hluti þingmanna hans eru sagðir ríkisforsjárhyggjumenn. Þó er fremur búist við að Gianfranco Fini flokksleiðtogi, sem lýst er sem læ- vísum hægrisinnuðum „uppa“ af þeim er gerst þekkja, muni hvorki beita sér mjög í efnahagsmálum né gegn boðuðum lýðræðisumbót-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.