Morgunblaðið - 22.05.1994, Page 14

Morgunblaðið - 22.05.1994, Page 14
14 SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ BÓK MEÐ MYNDUM ÚR 130 ÁRA SÖGU ÞJÓÐMINJASAFNSINS KOMIN ÚT GERSEMAR OG ÞARFAÞING Myndir og skýringar Hann segir að aðstandendur bókarinnar leyfi sér að vera stolt- ir af henni og má í raun fullyrða að hönnun bókarinnar, sem var í höndum Gísla B. Björnssonar teiknara, efnistök, prentun, lit- greining og annar frágangur bók- arinnar beri vitni um þann metnað sem að baki henni býr. „Það sem er sérstakt við bókina, eins og tit- ill hennar gefur til kynna, er að bæði gersemar og það sem kalla má venjulega brúkshluti, þarfa: þingin, fá ítarlega umfjöllun. I bókinni er t.d. sagt frá fyrsta reið- hjólinu sem kom til landsins og mjaltastól gerðum úr hrosshaus sem stúlkur sátu á við mjaltir. Umfjöllunin um hvern grip er fræðileg, en framsetningin er þó þannig að textinn sé læsilegur og aðgengilegur fyrir almenning. Segja má að kaflarnir séu langir og ítarlegir myndatextar til að skýra vandlega það sem myndirn- ar sýna, en síðan er við hvert ein- asta ártal vísað í þaú heimildarrit sem notast er við, og vakni for- vitni manna geta þeir kafað dýpra með því að verða sér úti um þau,“ segir Árni. Einnig koma fyrir gríð- arlega mörg staðarnöfn í umfjöll- uninni um gripina, því þeir koma hvaðanæva af landinu, þannig að aftast í bókinni er staðarnafna- skrá ef menn vilja kanna hvort einhveijir munir komi frá Munka- þverá, svo eitthvað sé nefnt. Saga hlutanna og þjóðarinnar Sverrir Kristinsson er fram- kvæmdastjóri Hins íslenska bók- menntafélags og formaður vinafé- lags Þjóðminjasafnsins sem heitir Minjar og saga, og var stofnað af áhugamönnum fyrir sex árum. Sverrir hefur bæði sem einstakl- ingur og framkvæmdastjóri Bók- menntafélagsins átt þátt í útgáfu marga kjörgripa í íslenskri bókaútgáfu. „Hlutverk Hins ís- lenska bókmenntafélags er að efla íslenska tungu og menningu. Allir þeir munir sem eru í bókinni eiga sér sögu, og saga allra þeirra tengist mjög sögu þjóðarinnar um margra alda skeið. Það fer því vel á því að þessar tvær gömlu og merku stofnanir, Bókmenntafé- lagið og Þjóðminjasafnið, standi að verki sem þessu,“ segir Sverr- ir. Hann kveðst telja að Gersemar og þarfaþing sé ein allra falleg- asta og glæsilegasta bók sem komið hefur út í tæplega 180 ára sögu Hins íslenska bókmenntafé- lags. „Prentlistin er afskaplega merk listgrein og þegar hægt er að tengja hana menningarsög- unni, verður að standa eins vel að málum og kostur er. Útgáfan tengist einnig íslenskum iðnaði og það er gaman fyrir okkur að sjá hversu glæsilegur árangur hefur náðst með bókinni, sem sýn- ir okkur að íslenskur prentiðnaður stendur traustum fótum og þar hefur áunnist gríðarlega mikil tækniþekking og kunnátta. Bókin sýnir glöggt að þegar allt kemur saman; góðir fræðimenn, snjall hönnuður, vandvirkir prentiðnað- armenn og áhugi á því að gera vel, uppskera menn eins og þeir sá. Ég tel að Bókmenntafélagið og Þjóðminjasafnið geti verið stolt af þessari bók,“ segir Sverrir. Bókin Gersemar og þarfaþing — úr 130 ára sögu Þjóðminjasafns ís- lands, sem Hið íslenska bókmenntafélag stendur að í samvinnu við Þjóðminjasafnið kom út á föstudag. Bókin er í ritstjóm Áma Björnssonar þjóðhátta- fræðings, og byggð á afmælissýningu Þjóð- minjasafnsins, Nútíð við fortíð, sem opnuð var fyrir tæpu ári og lýkur brátt, ásamt því að tengjast hálfrar aldar afmæli islenska lýð- veldisins. Eins og kunnugt er ákvað Alþingi árið 1944 að tillögu þjóðhátíðarnefndar a.ð reisa hús fyrir Þjóðminjasafn íslands, sem kallað hefur verið „mórgungjöf þjóðarinnar" til lýðveldisins. Sjaldséðir munir Bókin er 300 blaðsíður og prentuð í Prentsmiðjunni Odda. Hún er m.a. skreytt 180 litmynd- um af þeim 130 munum og söfn- um sem eru á afmælissýningunni, og þykir endurspegla vel hin mörgu sérsvið á vegum þjóðminja- vörslunnar. Meðal annars hefur ívar Brynjólfsson, ljósmyndari Þjóðminjasafnsins, fest á mynd jarðfundna muni frá fyrstu öldum íslands byggðar, kirk- jugripi frá miðöldum, landbúnaðarverkfæri fyrir tíma vélvæðing- ar, brúkshluti og leik- tæki frá tækniöld og ýmsa muni aðra, en leitast hefur verið við að velja muni í bókina sem lítt eða aldrei hafa verið sýndir opin- berlega. Það er í nokkru samræmi við afmælissýningu safnsins, en megin- markmið hennar var að vekja athygli á hinni miklu fjölbreytni í starfsemi safnsins og sýna fjölbreytileika þeirra muna sem þar eru várðveittir, en ekki eingöngu hluti þá sem teljast frægastir eða vandaðastir. Bók- in stendur þó alveg sjálfstæð, óháð líftíma sýningarinnar. „Afmælissýning safnsins þótti og þykir svo falleg að ákveðið var að ráðast í að fanga hana í bók með þeim hætti sem nú er orðinn að veruleika. Ár er síðan hugmynd- in vaknaði, og útgáfan nú sýnir að allgóður gangur hefur verið á verkinu, þó að ég vilji nú ekki segja að það hafi verið mjög auð- unnið,“ segir Árni Björnsson, rit- Hjón á kirkjubekk í SVONEFNDRI Ólafskirkju í Þjóðminjasafni hafa lengi verið til sýnis tveir rauðmálaðir kirkjubekkir úr Laugardal í Tálkna- firði. Mynd af karlmanni er hægra megin á öðrum bekknum en mynd af konu vinstra megin á hinum bekknum, sem kemur heim við þá venju að konur sátu norðan megin í kirkjum en karlar að sunnanverðu. Hugsanlega eru þetta myndir af hjónum sem bjuggu á Stóra-Laugardal fyrir og um aldamótin 1700. stjóri bókarinnar, en 35 höfundar semja texta hennar. Höf- undarnir eru flestir starfsmenn safnsins. „Ég ákvað að íeyfa hveijum höfundi að halda eigin persónu- einkennum í skrifum og sérþekkingu hvers og eins, í stað þess að fletja textann út í þágu samræmis. Vissulega er þó eitt- hvað lágmarks sam- ræmi, en greinilega sést að bókin er ekki verk eins höfundar. Bók Kristjáns Eld- jáms, 100 ár í Þjóð- minjasafni, er að vissu leyti fyrirmynd, en þó er ýmis munur á. Bókin er þannig sett upp að valinn er einn gripur frá hveiju starfsári safnsins frá upphafi, hann sýndur og fjallað um hann, ásamt því sem gerð er grein fyrir einstök- um sérsöfnum og deildum Þjóðminja- safnsins. Þannig eiga Ásbúðarsafn, Hljóð- ritanadeild, Iðnminjasafn, Mynda- deild, Nesstofusafn, Sjóininjasafn, Tækniminjasafn, Þjóðháttadeild og Örnefnastofnun kafla í bók- inni,“ segir Árni. Árni Björnsson Sverrir Kristinsson «• 3Á Skálduð klukka „HÉR getur að líta eina elstu stundaklukku sem varðveitt er á Þjóðminjasafninu. Áreiðan- lega hefur hún einhvern tíma verið stofuprýði og kannski helsta undur og djásn eiganda síns. Nú er hún illa farin og hlutar af henni týndir. Um sögu hennar og uppruna er harla fátt vitað. Jonas Krohn, skipstjóri á norska gufuskip- inu Bergen, keypti hana og marga aðra gamla muni á ísafirði rétt fyrir síðustu alda- mót. Til safnsins barst hún ásamt fleiri munum sem Krohn hafði keypt árið 1935. Klukkan ber útskorinn tin- skjöld með áletruninni AES/K- HD/1787/ALB. Vafalaust vísa bókstafimir til eigenda klukk- unnar en þeir eru óþekktir. Á skífu klukkunnar, sem er úr tré, svartlituð og ferköntuð, er festur 3 cm breiður hringur úr tini með rómverskum tölum og eru mínútur markaðar með strikum. A öilum hornum skíf- unnar eru sem næst þríhyrnd- ir skildir með upphleyptu skrauti og mannsandliti. Undir vísinum, sem eftir er, er önnur lítil skífa úr látúni og á hana eru merktar tímatölurnr með arabískum tölum. Verkið er fest með rónöglum á 23 cm langa og 11 cm breiða tréhillu, sem skífan er einnig felld við. Allt er tréverkið skemmt af trjámaðki."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.