Morgunblaðið - 22.05.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.05.1994, Blaðsíða 16
16 SÚNNUÖAGUR 22. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ eftir Elínu Pálmadóttur FRAMSÝNT fólk er nafnið sem þau Helga María Bragadóttir og Jónas Bjarnason gáfu nýja fyrir- tækinu sínu þegar þau komu heim frá löngu námi i Bandaríkj- unum. Enda segjast þau full bjartsýni og trú á framtíðina og að þau hafi eitthvað fram að leggja í íslensku samfélagi, af- raksturinn af löngu námi og þekkingaröflun. Til þess var leikurinn gerður þegar þau héldu utan „seint“ á ævinni. Þau segjast ekkert hlusta á þetta svartsýnishjal, dembdu sér um- svifalaust út í framkvæmdir á ætlunarverkinu, að koma upp eigin rekstri og kaupa sér draumaheimilið, íbúð sem þurfti að umturna. Og þau segja að ekkert hafi enn orðið þeim sér- staklega til trafala. Þeirra við- fangsefni? Sparnaður! Jónas kemur með meistarapróf í rekstrarfræði með sérhæfingu í milliríkjasamskiptum og Helga María með tvöfalt meistarapróf í rekstrarhagfræði og heilsuhag- fræði. Og þar kemur til skjal- anna þeirra mikilvægasta verk- efni, könnun og undirbúningur að fyrirhuguðu sjúkrahóteli vestan við Borgarspítalann og tengt honum. En eins og Helga María segir þá er reynslan hvar- vetna sú að sjúkrahótel verður að vera í beinum tengslum við spítala til að gera sitt fulla gagn fyrir sjúklinga og lækna. En með því fæst líka gífurlegur sparnað- ur á sjúkrahúskostnaði, sem landlæknir, heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra hafa áttað sig á og sett í gang vinnu til undirbúnings. Sparnaðurinn er augljós þar sem sólarhringur á slíku sjúkrahóteli kostar innan við þriðjung miðað við spítala- rúmið. Helga María og Jónas voru að koma frá Danmörku og Svíþjóð, þar sem þau voru að kynna sér ýmsa þpetti slíkra sjúkrahústengdra sjúkrahótela, þegar við hittum þau að máli í nýju toppíbúðinni á Breiðholtshæð. Sam- tímis voru þau að flytja þar inn eftir að hafa umbreytt henni alger- lega, brotið niður veggi, skift um gler og stækkað stofuna út í stórt glerhús á svölum. „Fengum falleg- asta útsýni til allra átta og fjalla sem til er á Reykjanesskaganum," segir Helga María. „En íbúðin var ófrágengin, svo við gátum innréttað hana og útbúið að vild, þar með stækkað hana með miklum gler- skála í suður og fengið suðrænan garð eins og við höfðum í Ameríku. A íslandi er allt hægt.“ Helga María, sem lauk seinni mastergráðu sinni í heilsuhagfræði (MSHC) með sérhæfingu í stjómun og rekstri heilbrigðisstofnana frá New Haven háskóla í Connecticut, segir að gífurleg hugarfarsbreyting sé orðin í heiminum varðandi rekst- ur og hagræðingu. Enda gangi gamla heilbrigðiskerfíð ekki lengur með þeim gífurlegu framfömm og tækni sem orðið hefur. Hugmynda- fræðin gengur líka út á að sjúkling- amir verði ekki eins óvirkir, liggj- andi uppi í rúmi þar sem allt er ákveðið fyrir þá, heldur taki meiri ábyrgð á sínum málum, sem sjúkra- hótel falla mjög vel að. Stjórnun verði öll miklu mýkri. Prófessorar hennar fjölluðu síðustu árin mjög um hagræðingu fyrir sjúklingana Framsynt folk Fengum falleg- asfa útsýnió fil allra ótta og Ijalla sem til er á Reykjanes- skaganum, segja þau Helga Maria og Jónas, sem hér standa vió gler- skálann i nýju ibúóinni á 8. hæó i Breióholtinu. vestan við Boigarspítal- ann og tengt honum er verkefni sem rekstrar- haglræðingarnir Helga as Bjarnason eru að vinna að, en bað mun geta sparað stórupphæðir í rekstri spítalans og samfélagið. Eitt af því er að sjúk- lingar liggi sem styttst á sjálfum spítalanum. Og kemur þá til þessi hugmynd um sjúkrahótel, sem hef- ur reynst svo vel fyrir alla - auðvit- að innan vissra marka, segir Helga María. Hugmyndin er ekki ný en hefur verið að þróast mjög í Banda- ríkjunum, Svíar komnir langt og síðan Bretar og nýting sjúkrahótela breiðist mjög út meðal Evrópuþjóða. „Það þýðir ekki annað en að hafa sjúkrahótelin á lóð sjúkrahús- anna. Allar rannsóknir sýna það,“ segir Helga María. „Fyrir því eru nokkrar ástæður. í fyrsta lagi vilja sjúklingarnir ekki fara úr öryggi nálægðarinnar við spítalann. Það skynjar fólk mjög sterkt. Því þarf sjúkrahótelið annað hvort að vera tengt spítalanum með göngum eða brú. Nú orðið gjarnan með gler- gangi.. I öðru lagi vilja læknarnir geta haft sjúklinginn í nálægð fyrst um sinn og eru tregari til að flytja þá af sjúkrahúsinu nema svo sé. Vilja geta gengið á klossunum sín- um og sloppnum yfir til þeirra, ef þörf krefur. Auk þess sem öryggis- kerfi eru á sjúkrahótelunum og þá eru þeir og annað starfsfólk fljótt á vettvang. Áhersla er lögð á að aðstandandi geti búið með sjúkl- ingnum, maki með eiginkonu eða eiginmanni og foreldri með barni. Og sá getur þá farið með sjúklingn- um í t.d. geislun yfir á spítalann. Gesturinn greiðir gistingu og morg- unverð. Það sem við köllum sjúkra- hótel heitir á ensku Medical Hotel og á Norðurlöndum Patient Hotel Morgunblaðið/Þorkell og skýrir það hugmyndina." Helga María tekur sem dæmi að í háskólasjúkrahúsinu sem þau skoðuðu í Lundi komi að jafnaði 3.400 konur til að fæða á ári hveiju. Er mjög algengt að móðir fari strax eftir fæðingu með barn sitt yfir á sjúkrahótelið við spítalann, því hvorki meira né minna en 70% þeirra fá sig fluttar 4-5 klukku- stundum eftir fæðingu. Mjög al- gengt að eiginmaðurinn fýlgi með þeim. Af öllum þeim fjölda sjúklinga sem fluttir voru í Lundi á sjúkrahót- elið, þar sem eru 95 herbergi og um 140.000 gistingar á árinu 1993, voru aðeins 25 fluttir til baka á spítalann á öllu árinu og þar af fóru 20 nær strax aftur. Þetta verð- ur auðvitað til þess að miklu fleiri komast að til aðgerða á sjúkrahús- unum og biðlistar styttast. Þetta er því mjög arðbært. Sjúkrahótel beintengt spítalanum Nú erum við orðin forvitin að vita um undirtektir og áform um að koma upp slíku sjúkrahóteli við spítala á Islandi. Helga og Jónas segja að þessari hugmynd hafí ver- ið mjög vel tekið af heilbrigðisyfir- völdum. Áður en Helga María lauk seinni mastersgráðunni sinni í heilsuhagfræði með sérhæfingu í stjórnun og rekstri heilbrigðisstofn- ana kom hún heim og gaf sig fram við Ólaf Ólafsson landlækni, sem taldi að þetta þyrfti að koma á ís- landi og „þú hefur réttu menntun- ina, drífðu þetta í gang,“ hafði hún eftir honum. Hún fór þá á fund Guðmundar Árna Stefánssonar, heilbrigðisráðherra, sem var mjög jákvæður. Hvatti Helgu Maríu til að leita leiða við að koma upp sjúkrahóteli. Næst talaði hún við Jóhannes Pálmason, framkvæmda- stjóra Borgarspítalans, sem var jafn jákvæður og sammála þeim um að svona sjúkrahótel yrði að vera á lóð spítalans. Þegar hún kom svo aftur eftir jólin var stofnaður vinnuhópur með fulltrúum frá heilbrigðisráðu- neytinu og fjármála- ráðuneytinu og Helgu Maríu og Jónasi sem ráðgjöfum til að finna flöt á málinu og koma því í gang. „í janúar vorum við Jónas búin að stofna ráðgjafafyrir- tækið Framsýnt fólk með aðsetur í Kringl- unni, eins og alltaf hafði staðið til þótt við vissum ekki að sjúkrahótel mundi taka upp mestan tímann, og það er ráð- gefandi aðili,“ segir hún. Þau starfa sem sagt í vinnuhópnum til undirbúnings. Bæði fóru þau svo í ferð um Danmörku og Svíþjóð til að kynnast fyrirkomulagi þar, því þeirra menntun og þekking miðað- ist aðallega við bandarísku sjúkra- hótelin. Raunar fór Helga María aftur vestur til þess að skoða fleiri sjúkrahótel, m.a. við Yale háskóla. En þau telja skandinavísku útgáf- una af Bandaríkjahugmyndinni, sem þar hefur þróast í 20 ár, henta okkur betur. Svíar séu lengst komn- ir í Evrópu á þessu sviði. „Við fórum skoðunar- og kynn- ingarferðir og öfluðum mikilla gagna. Höfum unnið mikið í þessu og erum að skila til vinnuhópsins stórri skýrslu núna í mánaðarlok. Við hittum m.a. Bengt Vitarius, sem talinn er hafa einna mesta þekkingu á þessu máli, en hann er viðskiptalega menntaður og var m.a. framkvæmdastjóri sjúkrahúss- ins í Malmö, og síðar hjá SAS. Ólaf- ur Ólafsson þekkti til hans. Og hann mun koma hingað á ráðstefnu um sjúkrahótel í haust. Ráðstefnan hefði orðið nú í vor ef verkfall meinatækna hefði ekki seinkað okk- ur. Könnun sem við höfum undir- búið átti að vera meðal starfsfólks sjúkrahúsanna, en ástandið á sjúkrahúsunum er ekki eðlilegt og málum hefur seinkað. Verður að fresta þessu öllu þar til eftir sumar- leyfin.“ „í heibrigðislögum falla sjúkra- hótel undir ríkisvaldið sem á að kosta þau að 85 hundraðshlutum. Og okkur heyrist mikill skilningur vera á málinu þar, svo og hjá lækn- um. Enda sér hver maður hve mik- il hagræðing er í að hafa þau. Sú arðsemi er augljós," segja þau Helga María og Jónas, full af áhuga. Og bæta því við að hér séu samtök sérsjúklinga að kaupa her- bergi úti í bæ fyrir krabbameins- og hjartasjúklinga í afturbata. Þeir ættu að geta lagt í herbergi á svona stað í staðinn og geta gengið að þjónustunni vísri. Fóru seint í langskólanám Áður en lengra er haldið viljum við vita tildrög þess að þau lögðu út í þetta nám og lentu á þessari braut, á aldri þegar fólk er að koma sér fyrir í rólegheitum í lífinu. Jón- as segir réttilega að hann hafí far- ið út að læra til að missa ekki af Helgu Maríu. Hann hafði á íslandi verið framkvæmdastjóri Félags ís- lenskra bifreiðaeigenda á árunum 1983 og 1989 og gegndi samhliða stöðu framkvæmdastjóra Ferða- skrifstofu FÍB sem þá var. Og þar áður var hann framkvæmdastjóri Félags farstöðvareigenda og hjá Hljóðtækni. „Nú og svo einn góðan veðurdag gekk inn í Ferðaskrif- stofu FIB ljóshærð stúlka sem geislaði af. Hún var að vinna þar hálfan daginn með háskólanámi. Ég gerði mér ekki grein fyrir því strax hve afdrifaríkt það var og að ég yrði ástfanginn. Seinna urðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.