Morgunblaðið - 22.05.1994, Síða 21

Morgunblaðið - 22.05.1994, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MAÍ1994 21 ______________________■' „Andrúmsloftið í Kringlunni hefur breyst mikið frá því að hún var opnuð árið 1986,“ segir Sævar Karl Ólason. „Fyrstu árin kom fólk þangað prúðbúið til að versla og eyddi miklu, í fatnað jafnt sem annað. Nú má segja að Kringl- an sé farin úr tísku, að minnsta kosti meðal þess hóps sem mín vara höfðar mest til og ég hef ekki fengið að njóta mín þar. Ég var orðinn nokkurs konar „fenomen“ og taldi flutninga það rétt- asta í stöðunni.“ Morgunblaðið/RAX Hjónin Sævar Karl Ólason og Erla Þórarinsdóttir í nýrri kven- fataverslun þeirra á horni Bankastrætis og Ingólfsstrætis. til að skoða. Ef ég fínn að þessu er ábótavant læt ég óhikað til mín taka enda segja sumir að ég sé harður húsbóndi." Læt aðra um að stjórna manna og vissi að það vantar alltaf pláss til að sýna. Við byrjuðum á því að bjóða þekktu listafólki að sýna þarna og það heppnaðist vel. Síðan vatt þetta upp á sig og nú skipti ég út mánaðarlega og það er langur biðlisti." - Er þetta dæmi um frumlega markaðssetningu á fatnaði frá Sævari Karli? „Listamenn eru nú almennt ekki í mínum helsta kaupendahóp. Hins vegar hefur þetta aukið straum manna í búðina og það hefur eflaust skilað einhverju. Ástæðan er þó fyrst og fremst sú að mér finnst þetta skemmtilegt. Listaverk eru minn veikleiki. Ég vinn það mikið að það er upplagt að blanda saman þessu áhugamáli og vinnunni sem auðvit- að er einnig mitt helsta áhugamál. Öðruvísi gengi þetta ekki upp enda hefur öll fjölskyldan verið á kafi í þessu. Auk Erlu og mín hafa synir okkar tveir verið viðloðandi reksturinn frá því þeir fóru að hafa vit til. Atli Freyr, sem er 22 ára, starfar nú sem stendur hjá Boss í Þýskalandi þar sem hann er mark- aðsstjóri fyrir norðurhluta landsins. Við höfum mikið samband enda er hann með fingurinn á púlsinum varðandi það sem er að gerast í þessari atvinnugrein. Eldri sonur- inn, Þórarinn Örn, sem er 27 ára, valdi sér hins vegar aðra leið, en hann er læknisfræðinemi á fimmta ári við Háskóla Íslands." Talið berst nú að almennum rekstri fyrirtækisins Vigfúsar Guð- brandssonar & Co., en nafnið lifír enn orðið tæplega aldar gamalt. „Hæfileikar mínir liggja ekki í því að stjórna," segir Sævar Karl. „Mér þykir best að vera á meðal viðskiptavinanna og þjóna þeim. Þar er ég fagmaður. Eg hef því alltaf lagt áherslu á að ráða til mín annars konar fagfólk til að passa upp á reksturinn og er ánægður með þau skipti. Það er nauðsynlegt að hafa slíkt fólk í reikningshaldinu, en síðan þarf annað til þegar kemur að smekk fólks varðandi fatnað og þjónustu. Hann verður ekki fundinn með tölum. Ég lít á þjónustuna sem grundvallaratriði enda miðar þetta allt að því að gera viðskiptavinina ánægða og fá þá aftur. Ég hef haldið skrá yfir viðskipta- vini mína allt frá 1974 og sent þeim upplýsingar um ýmsar uppá- komur sem ég held að þeir gætu haft áhuga á. Ég vil gjarnan vita meira um viðskiptavinina til þess að geta veitt þeim betri þjónustu. Við erum þar að tala um allt að ellefu þúsund manns sem erfitt er að þekkja alla með nafni þó helst vildi ég gera það. Þessa persónu- legu hlið á viðskiptunum kunna viðskiptavinirnir almennt mjög vel að meta.“ Umferðaröngþveiti í Perlunni Meðal þess sem fólk á viðskipta- mannaskrá Sævars Karls fær sent er boð á útsölur og sýningar sem haldnar eru öðru hvoru. Óllum er auðvitað frjáls aðgangur en skráðir viðskiptavinir fá til dæmis að koma degi áður en útsölumar em opnað- ar fyrir öðmm og fleyta þannig rjómann ofan af. „Þetta hefur gef- ist vel og útsölur hjá mér standa aldrei í meira en viku. Þá er allt búið. Ég held sýningar kannski annað hvert ár og geri það þá almenni- lega. Mér er sérstaklega minnis- stætt þegar við fylltum Perluna fyrir nokkmm áram. Það skapaðist algert umferðaröngþveiti í ná- grenni Perlunnar og slökkviliðið komst ekki einu sinni með bílana sína út úr stæðinu. Við fengum um þtjú þúsund manns þó í raun væri bara pláss fyrir tvö þúsund og það var allt á hvolfí. Þetta kom okkur algjörlega á óvart en var mjög skemmtilegt og mikil viðurkenning fyrir okkur.“ Listaverk eru minn veikleiki Það líður að lokum samtalsins við Sævar Karl, sem er farinn að ókyrrast og vill fara að komast til viðskiptavinanna. Listaverkin sem fylla húsið á Laufásveginum leiða þó hugann að galleríinu sem Sævar Karl hefur rekið í Bankastrætinu undanfarin ár. „Ég var með laust herbergi á efri hæðinni í Banka- strætinu," segir Sævar Karl um ástæðu þess að hann setti á stofti listagallerí inni í fataverslun. Ég þekkti til nokkurra myndlistar- MEÐ ALLT Á HREINtl eftir heimsókn í verslun okkar að Réttarhálsi 2. Þar finnur þú allt sem þú þarft til þrifa, innan dyra sem utan. Við leggjum áherslu á gæðavöru á góðu verði, persónulega þjónustu og faglega ráðgjöf. Verið velkomin. RV býður upp á allt til hreinlætis fyrir stofnunina, fyrirtækið og heimilið. Opið kl. 8 til 17. ríl R U) QOSSA BUtUR HREINLEGA ALLT TIL HREINLÆTIS RÉTTARHÁLSI 2, SÍMI: 685554 FAX: 877116

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.