Morgunblaðið - 22.05.1994, Síða 22

Morgunblaðið - 22.05.1994, Síða 22
22 SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTVEISLl ÓSLÓ eftir Brago Ásgeirsson Hf ver dagur í Kaupmanna- ______| höfn hafði reynst öðrum betri, og leyfði ég mér ekki að gera of miklar væntingar til kom- andi daga í Ósló. . Ferðin byijaði ekki of vel, því vatnselgur á götunum gerði það að verkum að fimalöng bið var eftir leigubíl, og þar hef ég ekki lent í honum krappari í þeirri borg. A Kastrup reyndist komið svo nærri brottför að ég bað um bókun í næstu vél og var það auðsótt mál. Þeirri vél seinkaði svo um tvo tíma, en ég fékk fyrir vikið lokið erindum mínum á flugstöðinni og var í miðjum málsverð er góðkunn- ingja minn Stefán Snæbjömsson bar að, en hann var á leið heim frá Gautaborg, þar sem hann hafði sett upp „Form Island“, og sá var fljótur að ná sér í snarl og setjast við hlið mér og áttum við mikil- vægar samræður um íslenzka hönnun. Og hér reyndist sem oftar fall fararheill, því lánið fór fljótlega að leika við mig í Ósló. Þar var ég að rogast með þungan farang- urinn í þá átt sem mér hafði verið sagt að fara, en eftir að hafa spurt margt vinsamlegt fólk um götuna sem hótelið mitt var við, en allir hrist höfuðið, var ég kominn á fremsta hlunn að taka leigubíl. Gekk samt að næstu gatnamótum og það reyndist gatan og ekki nóg með það, heldur blasti hótelið við. Annar góðkunningi minn Erl- ingur Jónsson myndlistarmaður, er hafði beðið mig um að láta sig vita ef ég kæmi til Óslóar, var svo kominn á staðinn 20 mínútum eft- ir að ég sendi honum skilaboð, þótt komið væri langt fram á kvöld, og tók ekki annað í mál en að fá að vera bílstjóri minn næstu daga og helst vildi hann fá mig heim til sín strax, en gistingin var greidd í tvær nætur og þar sem staðsetningin var betri varð að samkomulagi að ég flyttíst til hans ef teygðist úr dvölinni. Hann var mættur á slaginu 10 morguninn eftir og lék á als oddi, réttari skilgreining væri þó eld- hress. Höfðum við ákveðið eitthvað yfir glasi kvöldið áður, ég bjór- glasi en hann vatnsglasi, enda þarf maðurinn ekki vínanda til að vera í hágír frekar en Guðbrandur í ríkinu forðum. En vegna þess að sól skein glatt þennan vetrar- morgun vildi Erlingur ólmur spana beint á Hövikodda og sýna mér viðbótina við Henie-Onstad menn- ingarsetrið, en það var þá nýopnað aftur eftir breytingarnar. Það var farsæl ákvörðun, því aksturinn meðfram strandlengjunni reyndist hrein opinberun í öllu sólflæðinu. Aðkoman að menningarsetrinu hefur sjaldan verið fegurri, það merlaði í skjannahvíta mjöllina sem var íðilfögur viðbót við myndastytturnar í nágrenni að- keyrslunnar. Alltaf hefur mér fundist það ávinningur við höggmyndir þegar náttúran og veðrabrigðin ná að vinna með þeim, og þannig gleymi ég aldrei morgunstund með Sig- fúsi Halldórssyni tónsmiði í Vieg- landsgarðinum fyrir margt löngu. Það var úrhelli, en stundum stytti upp og yfir öllu var mögnuð dul- úð. Var líkast sem stytturnar sam- sömuðust óskilgreindum töfrum í lofti og gróanda. Margoft hef ég komið í þennan garð síðan en aldr- ei upplifað viðlíka stemmningu. Töframir er umléku styttumar á Hövikodda þessa morgunstund vom hins vegar annars eðlis. Við gerðum stuttan stanz á setrinu, því Munch-safnið var að- alatriðið á dagskránni og skyldi freistað að ná tali af Alf Böe, er þar ræður ríkjum. Komið var up- pundir hádegi er við renndum í hlað og vinsamleg eldri kona í miðaafgreiðslunni kallaði Alf upp, en hann reyndist vera að fara úr húsinu á fund en stefndi okkur á skrifstofuálmuna, sem nú var flutt bak við húsið. Mun strangara ör- yggiskerfí er nú á safninu en er ég bjó þar fyrir 15 árum, enda mun menn ekki fýsa að missa fleiri verk- í hendur fíngralangra, og urðum við vel varir við það, því skrifstofan er í sömu álmu og myndverkahirzlurnar. Alltaf fylgir nokkur gustur Alf Böe, og svo var einnig í þetta skipti og hann harmaði að verða að fara, en bókaði okkur á góðum tíma tveim dögum seinna. Fengum við þá verðmætar upplýsingar um safnið og Munch-sýninguna, sem ég kom að nokkru til skila í síð- ustu grein. í þessum pistli segi ég fyrst frá setrinu að Hövikodda, en þangað fórum við Erlingur aftur og skoð- uðum vel og gaumgæfílega. Hitt- um þar Per Hovednakk forstöðu- mann safnsins, sem leysti greið- lega úr upplýsingaþörf okkar og svaraði nokkrum spurningum al- menns. eðlis. Hann var mjög ánægður með breytingarnar enda ólíkt léttara yfír setrinu og meira og skemmtilegra veggrými. Er það mál margra að safnið hafi nálgast Lousiana á Humlebæk hvað það snertir, þótt enn sé nokkuð í land um jafn fjölbreytt og sveigjanlegt rými. En umhverfíð er mjög fag- urt þótt fegurðin sé annars eðlis en blasir við gestunum í Lousiana, og fátt getur komið í stað gamla herrasetursins. Hefur mér alltaf fundist galli á safninu á Hövikodda hve mikill og þungur arkitektúr það er, og því eru þessar breyting- ar kærkomnar. Viðbyggingin hef- ur líka virkað sem vítamínsprauta á aðsóknina og Per Hovednakk vonaðist til að hún ætti enn eftir að aukast. Eg lagði sömu spurn- ingu fyrir þá báða Böe og Hovedn- akk, hvort sú mikla aukning á aðsókn á söfn og stórsýningar, sem nú virtist hafa náð til Kaup- mannahafnar, hafí einnig skilað sér til Óslóar, en því gat hvorugur svarað með fullri vissu, en voru þó báðir bjartsýnir. Böe sagði hins vegar, að mikill almennur áhugi væri á myndlist í Ósló og þar væri stór hópur sem keypti lista- verk og svo gerðu fyrirtæki mikið af því að kaupa laus verk, auk þess að prýða byggingar sínar að utan sem innan með varanlegum listaverkum. Hovednakk benti réttilega á að Lousiana nyti þess að vera meira á alfaraleið, og þangað kæmi fjöldi manna frá Helsingborg og Malmö í dagsferð- um og jafnvel frá Norður-Þýska- landi, en Hövikoddi aftur á móti nokkuð úrleiðis. Daginn sem safn- ið opnaði með mikilli viðhöfn, þ.e. 4. febrúar, var m.a. farin mikil blysför að því, og stormaði þá fólk að í þúsundatali og troðfyllti sali byggingarinnar. Björt og rúmgóð nýbyggingin er á tveim hæðum, — sýningar- rýmið hefur aukist úr 1.200 í 3.600 fermetra og skiptist í marga mis- stóra sali. Safnið, sem uppruna- lega var vígt 1968, á nú um 7.000 listaverk, sem eru metin á sjö milljarða króna. Þannig er nú mögulegt að hafa margfalt fleiri verk til sýnis hveiju sinni, en það var mikill ljóður á safninu áður hve lítið veggrýmið var. Mörgum þótti þeir fá lítið fyrir sinn snúð miðað við töluvert ómak sem lagt var á sig til að komast þangað, væru þeir ekki akandi, því sam- göngur við Óslóarborg voru ekki upp á það besta. Auk þess varð margur langt að kominn útlend- ingurinn fyrir miklum vonbrigðum er öndvegisverk meistara núlista sem þeir voru komnir til að skoða, héngu svo ekki uppi. En nú á þetta ekki að geta skeð, og óhætt er að mæla með heim- sókn á menningarsetrið. Ekki sak- ar að geta þess, að prýðileg veit- ingabúð er á staðnum og þar geta menn fengið heita og kalda rétti og allt þar á milli að vild. Reynsla mín segir mér að skemmtilegast sé að skoða safnið á björtum dög- um og þá helst snemma dags. Allt er þá svo fallegt í kringum það, og í dagsbirtu njóta listaverk- in sín mjög vel á veggjunum. Ekki má gleyma samkomusaln- um, en þar fara fram margvísleg- ar uppákomur, fyrirlestrar, tón- leikar tízkusýningar ... Norðmenn hafa verið iðnir við að mylja undir samtímalist, og eiga þá við list frá styijaldarárun- um og fram á daginn í dag og skilja engar kynslóðir útundan. Þannig var safn samtíðarlistar (museet for samtidskunst) opnað 20. janúar 1990, og er til húsa í fyrrum höfuðstöðvum Noregs- banka og þangað var stefnan fljót- lega tekin. Breiddin er mikil og áherslan er jafnt lögð á innlenda list sem erlenda. Margt athylis- verðra verka bar fyrir augu úr eigu safnsins, en eitthvað virðist samt hafa farið úrskeiðis því að- sóknin var með minnsta móti þann dijúga tíma sem ég notaði þar innandyra. í sumum álmum var svo fátt um gesti að við lá að safn- verðirnir tækju manni fagnandi, svo broshýrir voru þeir. Aðalsýningin er mig bar að garði var á verkum franska nú- listamannsins Christians Bolt- anskis, en sá er af úkraínskum gyðingaættum. Mun margur hafa gaman af tiltækjum hans, en óneitanlega fer maður að skilja hina litlu aðsókn ef slíkar sýningar hafa markað stefnuna frá upp- hafi. Það eru takmörk fyrir því hvað hægt er að bjóða fólki mikið af sýningum, sem eru eins og sett- ar upp með hliðsjón af því sem ofarlega er á baugi í listtímaritum austan hafs og vestan og hefur meira með markaðslist og kaup- stefnulist að gera, en að vera í lifandi sambandi við nútímann. Spursmálið er líka hvort núlista- söfn á Norðurlöndum eigi að vera líkt og strengjabrúður í höndum markaðsafla stórþjóðanna á vett- vanginum, því hér snýst nú allt um peninga, og meira hefur það svip af undirgefni en frumlegri ■

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.