Morgunblaðið - 22.05.1994, Page 24

Morgunblaðið - 22.05.1994, Page 24
24 SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/SAMBÍÓIN eru að taka til sýninga kvikmyndina Intersection með Richard Gere, Sharon Stone og Lolita Davidovich í aðalhlutverkum. Á vega- mótum VINCENT Eastman (Richard Gere) á velgengni að fagna í starfi sínu sem arkitekt en einkalíf hans er stormasamt. Hjónaband hans er að fara í vaskinn og hann þarf að gera upp við sig hvort hann ætli að halda áfram að búa með eiginkonu sinni (Sharon Stone) og dóttur eða yfirgefa þær og taka saman við konuna sem hann heldur við (Lolita Davidovich). incent hefur eðlilega átt í sálarstríði vegna þeirrar aðstöðu sem hann er búinn að koma sér í en er nú loks- ins reiðubú- inn að höggva á hnútinn. Hann ekur greitt eftir sveitavegi og er á leið til þess að gera grein fyrir ákvörðun sinni en þeg- ar hann kem- ur að gatna- mótum sér hann hvar stórum bíl er ekið inn á gatnamótin. Vinc- ent hemlar en veit að hraðinn er of mikill, árekstur verður ekki umflúinn og óvíst að hann lifi af. Hann missir vald á bílnum sem hringsnýst eft- ir malbikinu í átt að flutn- ingabílnum og meðan um- hverfið hringsnýst fyrir aug- um Vincents sem býður þess sem hann veit að verður ekki umflúið stendur tíminn i stað og hugur hans leitar aftur í tímann. Kvikmyndin Intersection er endurgerð franskrar kvik- myndar sem Claude Sautet gerði árið 1970 eftir skáld- sögunni Les Choses de la Vie. Handrit Intersection er hins vegar eftir David Rayfí- el, einn höfunda handritsins að The Firm og Marshall Brickman, sem hefur komið nærri handritagerð fjöl- margra mynda Woody Al- lens, þar á meðal Man- hattan Murd- er Mistery og Annie Hall en fyrir það hlutu þeir fé- lagar Óskars- verðlaun. Leikstjóri Intersection er Mark Ry- dell, marg- reyndur leik- stjóri, sem m.a. gerði myndina On Golden Pond, sem _ færði Henry Fonda fyrstu Óskars- verðlaun sín og Katharine Hepbum sín íjórðu. Alls var myndin tilnefnd til fimm Ósk- arsverðlauna, þar á meðal hlaut leikstjórinn tilnefningu, þá einu til þessa. Aðrar myndir Rydells eru m.a. The Rose og For The Boys með Bette Midler, sem var til- nefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik í báðum, The River, þar sem Sissy Spacek var eiijnig tilnefnd eins og Marsha Mason, sem lék í mynd Rydells Cinderella Li- berty á móti Jack Nicholson, James Caan og Randy Quaid. Myndir Mark Rydells hafa alls hlotið 26 Öskarsverð- launatilnefningar, þar af níu fyrir leik. Rydell hóí feril sinn sem Lolita Davidovich leikur hjákonuna RICHARD Gere og Sharon Stone leika hjón sem hafa verið gift í 16 ár og eru búin að fá nóg. leikari en sneri sér að leik- stjórn á sjöunda áratugnum og reyndi fyrst fyrír sér við að leikstýra Gunsmoke í sjón- varpi. Rydell framleiðir jafn- framt Intersection ásamt Bud Yorkin, vönum manni, sem á sjötta og sjöunda áratugnum vann með fólki á borð við Abbot og Costello, Dean Martin, Jerry Lewis og Danny Kaye. Yorkin hefur einnig leikstýrt fjölmörgum myndum, flestum gaman- sömum, þar á meðal Arthur 2 og einni myndanna um Inspector Clousseau og Bleika Pardusinn. Meðal mynda sem hann hefur fram- leitt eru Blade Runner. Kvik- myndatöku í myndinni stjórn- ar hinn margrómaði Vilmos Zsigmond, sem hér vinnur með Rydell í fjórða skipti; hann var einnig bak við vél- amar í Cinderella Liberty, The Rose og The River. Zsigmond er einn þekktasti kvikmyndatökumaður nútím- ans, vann til Óskarsverðlauna fyrir kvikmyndatöku í mynd Spielbergs Close Encounters of the Third Kind og hlaut tilnefningar fyrir The River og Deer Hunter. Af öðrum myndum þar sem hann hefur lagt hönd á plóg má nefna Deliverance, Bonfire of the Vanities, The Witches of Eastwick og Blow Out. í aðalhlutverkum Int- ersection eru tvær þekktar leikkonur, Sharon Stone og Lolita Davidovich, og ein al- vöru Hollywood-stjama, Ric- hard Gere. Sharon Stone sló í gegn fyrir leik sinn í hlut- verki glæpakvendisins í Basic Instinct, mest sóttu mynd ársins 1992. Sú mynd færði Stone gífurlega athygli og spáðu margir henni mikilli velgengni í Hollywood. Þeir spádómar hafa ekki ræst. Síðustu mynd hennar, Sliver, var fálega tekið af kvik- myndahúsagestum og gagn- rýnendum. Þrátt fyrir að hlutverk Stone í Intersection sé frábrugðið því sem hún hefur verið þekktust fyrir — hún leikur eiginkonu en ekki hjákonu eins og oftast — virð- ist myndin ekki ætla að duga Sharon til að hækka flugið á stjörnuhimninum á ný. Kannski verður breyting á því í næstu mynd hennar þar sem hún mun leika á móti Gene Hackman i vestranum The Quick and the Dead. Með hlutverk hjákonunnar Oliviu fer Lolita Davidovich, kanadísk leikkona af serb- neskum ættum sem hefur átt vaxandi gengi að fagna und- anfarin misseri. Hún vakti fyrst athygli árið 1989 þegar hún lék titilhlutverkið í mynd- inni Blaze á móti Paul New- man. Síðast sást hún í kvik- myndahúsum hér á landi í mynd Brians DePalma, Rais- ing Cain, þar sem hún lék eiginkonu hins margbrotna bamageðlæknis sem John Lithgow lék. Þar áður lék hún m.a. á móti Steve Martin í Leap of Faith; henni brá fyr- ir í JFK eftir Oliver Stone, og einnig lék hún í The Inner Circle, Boiling Point og The Object of Beauty. Hún hefur nýlokið við að leika á móti Donald Sutherland í mynd- inni Younger and Younger en nýjasta mynd hennar er Ty Cobb eftir Ron Shelton, þar sem hún leikur á móti Tommy Lee Jones. Meðal annarra leikara í Intersection má nefna hinn gamalkunna Martin Landau, sem var eftirminnilegur í Cri- mes and Misdemeanors eftir Woody Allen og lék einnig í North by Northwest eftir Hitchcock. Einhverjir minn- ast hans ef til vill úr aðalhlut- verki í sjónvarpsþáttunum Mission: Impossible. Tónlistin í Intersection er eftir James Newton Howard, sem hefur víða komið við og af myndum sem hann hefur samið tónlist við og sýndar hafa verið hér síðustu mánuði má nefna Flóttamanninn, Dave, Alive og Falling Down. Belgíski munnhörpusnilling- urinn Toots Thielemans er í aðalhlutverki við flutning tónlistarinnar í Intersection. Lærisveiim Dalai Lama Aðalleikari Intersection, Richard Gere, er um þess- ar mundir einn umtalaðasti leikari Hollywood og á uppleið í bransanum eftir að ferill hans hafði verið í lægð um skeið. Gere og kona hans, súperfyrirsæt- an Cindy Crawford eru vinsælt forsíðuefni slúður- blaða vestanhafs og Gere hefur einnig verið áber- andi á opinberum vettvangi í heimalandi sínu vegna ötullar baráttu sinnar fyrir mannréttindum í Tíbet og fyrir stuðning við leiðtoga Tíbeta, Dalai Lama, en Gere telur sig til lærisveina hans og hefur með- al annars notað tækifærið þegar honum hefur ver- ið falið að afhenda Óskarsverðlaun til að koma þeim boðskap á framfæri. Hann hefur einnig lagt baráttu Hollywood við alnæmi lið með ýmsum hætti. Richard Gere er frá Philadelphia og alinn upp þar og i New York fylki en leikferill hans hófst þegar hann var við heimspekinám í háskóla í Massachusettes. Þar vann hann með ýmsum leikhóp- um meðfram námi en hélt síðan til New York þar sem honum gekk vel að koma sér á framfæri. Hann sló í gegn á Broadway í rokk- óperunni Soon og skömmu síðar þótti hann eftirminni- legur í hlutverki Danny Zuko í Grease en hann fór með það hlutverk bæði á Broadway og í London. Fyrsta kvikmyndahlut- verk sitt fékk Gere skömmu síðar þegar hann lék í myndinni Days of Heaven en sú var svo lengi í vinnslu að áður en hún var frumsýnd hafði hann þegar getið sér nokkurt orð fyrir leik sinn í Looking for Mr. Goodbar og Blood- brothers. í kjölfarið fylgdu Yanks og American Gigolo sem sló í gegn árið 1980. Richard Gere varð hins vegar eiginleg kvikmynda- stjarna og hjartaknústari árið 1982 þegar hann lék aðalhlutverkið á móti De- bra Winger í An Officer and a Gentleman og árin eftir fylgdu Breathless og Cotton Club. Síðan fór að halla undan fæti og King David, Power, Mercy og Miles from Home, sem gerðar voru 1985-1988 gleymdust fljótt. Árið 1990 fór landið að rísa á ný með Internal Affairs og þegar hann skömmu síðar lék á móti Julia Ro- berts í Pretty Woman varð ljóst að Richard Gere ætl- aði sér ekki að gleymast. Síðan hefur hann m.a. leik- ið í myndunum Mr. Jones, Final Ánalys, að ógleymdri Sommersby, endurgerð- inni á The Return of Mart- in Guerre, þar sem hann lék á móti Jody Foster við góðan orðstír.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.