Morgunblaðið - 22.05.1994, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 22.05.1994, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1994 29 SKOÐUN FJORUTIU MILLJARÐAR Á MILLIVINA INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir al- þingismaður flutti ágæta ræðu í þinginu fyrir nokkru um afskriftir og útlánatap banka og sjóða síð- ustu ár. í greinargerð með laga- frumvarpi hennar og annarra þing- manna Kvennalistans birtast upp- lýsingar um það, að viðskiptabank- ar og lánasjóðir hafi þurft að af- skrifa meira en 40 milljarða króna síðast liðin fimm ár vegna orðins eða yfirvofandi útlánatjóns. Mig langar að biðja lesandann að velta þessu fyrir sér í stutta stund. Fjörutíu milljarðar króna: hvað skyldi það vera mikið? Það jafngildir um 600.000 krónum á hverja fjögurra manna fjölskyldu í landinu. Þetta er engin reiknings- brella, heldur beinharður kostnað- ur, sem á eftir að leggjast smám saman með miklum þunga á þjóð- ina á næstu árum, ef tölur þing- manna Kvennalistans reynast rétt- ar. Þessi kostnaður er bytjaður að koma fram. Hann birtist meðal annars í háum útlánsvöxtum, sem eru að sliga fjölmörg heimili og fyrirtæki í landinu; í erlendri skuldabyrði, sem er sífellt að þyngjast; og ekki sízt í síauknu atvinnuleysi, sem á eftir að draga dilk á eftir sér langt fram í tím- ann. Atvinna væri meiri nú og öruggari víðast hvar um landið, ef allir þessir fjármunir hefðu ver- ið festir í arðbærum atvinnurekstri til frambúðar. ■ Þessi fjárhæð, 40.000.000.000 krónur, er um það bil þrisvar sinn- um meiri miðað við þjóðarfram- leiðslu en fór í súginn í sparisjóða- hneykslinu í Bandaríkjunum á síð- asta áratug - mesta fjármála- hneyksli aldarinnar, sem Banda- ríkjamenn kalla svo. Þessi fjárhæð er líka meiri miðað við þjóðarfram- leiðslu en tapaðist í bankakreppu Norðurlanda fyrir nokkrum árum, alvarlegri kreppu, sem hefur leitt til gagngerrar endurskipulagning- ar í bankarekstri þar og til starfs- loka margra bankastjómenda og málssóknar gegn sumum þeirra vegna grans um glæpsamlega van- rækslu í starfi. Hversu mildll er skaðinn? Ef við ættum þetta fé ennþá, fjörutíu milljarða króna, væri bjart- ara fram undan í efnahagslífí þjóð- arinnar nú. Ef þessu fé hefði ekki verið sólundað í gegnum banka- og sjóðakerfíð, gætum við til dæm- Þorvaldur Gylfason bæta hag þegar og draga is geymt það á allt að 10% ársvöxtum í út- löndum eða þá fest féð í arðbærum atvinnu- rekstri hér heima og erlendis og haft fjög- urra milljarða króna vaxtatekjur eða arð af fúlgunni á hveiju ári að eilífu. Það hefði munað um minna. Tökum dæmi. * Við hefðum getað lækkað tekjuskatt ein- staklinga og fyrir- tækja um fimmtung til frambúðar fyrir þetta fé. Þannig hefði til dæmis verið hægt að láglaunafólks verulega mjög úr atvinnuleysi um leið. * Við hefðum að öðrum kosti getað hækkað laun allra kennara og alls hjúkrunarfólks á íslandi um 50.000 krónur á mánuði til fram- búðar. Þetta er einfalt reiknings- dæmi. Kennarar í skólum og starfsmenn á sjúkrahúsum (aðrir en læknar) eru um 6.500 alls. Hlut- ur hvers og eins í fjórum milljörð- um króna á ári væri því nálægt 600.000 krónum eða kringum 50.000 krónur á mann á mánuði. Stjórnmálamenn hafa oft verið varaðir við þeirri hættu, sem lág- launastefnan í skóla- og spítala- kerfínu kallar yfír menntun og heilbrigði fólksins í landinu langt fram í tímann, en þeir, sem ráða ferðinni, hafa alltaf borið því við, að það væru ekki til peningar til að borga betri laun. En það er ekki rétt. Það hafa verið til nægir peningar. Stjómmálamennimir kusu einfaldlega að eyða þeim í annað. Það er lóðið. * Við hefðum að enn öðrum kosti getað byggt tónlistarhús fyr- ir tvo milljarða króna á sex mán- aða fresti ár eftir ár að eilífu! Tón- listaráhugafólk hefur barizt fyrir því í fímmtíu ár að fá byggingu yfír starfsemi sína, en viðkvæðið hefur einlægt verið það, að pening- ar séu því miður ekki til. En það er ekki rétt. Peningamir em til og vora til. Stjómmálamennimir, sem stýra banka- og sjóðakerfínu og bera ábyrgð á því, tóku taprekstur fram yfir tónlistarhús. * Við hefðum að endingu getað næstum þrefaldað árlega fjárveit- ingu ríkisins til Háskóla Islands, sem er langfjölmennasti vinnustað- ur landsins, ekki í eitt skipti, heldur um eilíf- an aldur. Staðhæfíng- ar stjómmálamanna um það, að það séu engir viðbótarpening- ar til handa Háskólan- um og ýmsum öðram mikilvægum stofnun- um þjóðarinnar, sem hafa verið vanræktar áram saman, hljóma ekki vel úr munni manna, sem bera ábyrgð á því, að fjöra- tíu milljarðar króna era farnir í súginn á fímm árum, allra sízt þessir menn sýna flestir engin merki þess, að þeir beri nokkurt skynbragð á þann skaða, sem þeir era búnir að valda, eða fínni til nokkurrar ábyrgðar. Ábyrgð Við skulum skoða síðasta atriðið aðeins nánar. Alls staðar í löndun- um í kringum okkur er lagt kapp á að færa ríkisbanka yfir í einka- eign til að tryggja betri, heilbrigð- ari og hagkvæmari bankarekstur. Þannig eru Austur-Evrópuþjóðirn- ar nú í óðaönn að einkavæða við- skiptabanka sína til að tiyggja, að heilbrigð fjárhagssjónarmið ráði mestu um útlán banka og óeðlileg stjórnmálafyrirgreiðsla og með- fylgjandi mismunun, sóun og spill- ing komi sem allra minnst við sögu. Sama á við um Ítalíu, Frakkland og Norðurlönd, þar sem ríkisvaldið hefur verið að losa sig út úr banka- rekstri. ítalskir kommúnistar eru jafnvel famir að boða einkavæð- ingu. Og alls staðar í Evrópu er jafn- framt þessu lögð áherzla á að auka sjálfstæði seðlabanka gagnvart stjómvöldum til að styrkja stjórn peningamála. Þar hafa flestir stjómmálamenn skilning á því, að seðlabankar þurfa að vera óháðir stjómmálahagsmunum ekki síður en til að mynda dómstólar og há- skólar. Hér heima sýna of margir stjómmálamenn á hinn bóginn engin merki um það, að þeir hafí skilning á nauðsyn þess að fylgjast með þessari þróun. Þeir hafa enn sem fyrr tögl og hagldir í tveim viðskiptabönkum af þrem og í ýmsum lánasjóðum og era jafnvel að færa sig upp á skaftið. Og nú er svo komið, að sá stjóm- Yfirboðarar banka- stjómar Seðlabankans hafa augljóslega hag af því að leyna þeim skaða, segir Þorvaldur Gylfa- son, sem þeir em sjálfir búnir að valda í gegn um banka- og sjóðakerfi í sameiningu. málaleiðtogi landsins, sem jafnan hefur verið hægt að treysta bezt til að fjalla óskynsamlega um efna- hags- og íjármál þjóðarinnar á undanfömum árum, er orðinn bankastjóri í Seðlabanka íslands. Yfírgripsmikil vanþekking hans á efnahagsmálum er rómuð langt út fyrir landsteinana. Hann hefur lýst því yfír, að vestrænar hagstjómar- aðferðir eigi ekki við á Islandi og öðru eftir því, og er nú orðinn einn helzti efnahagsráðunautur ríkis- stjórnar Davíðs Oddsonar. Einn fyrirferðarmesti holdgervingur fortíðarvandans er orðinn yfírmað- ur bankaeftirlitsins! Eftirlit Seðlabanka íslands ber skylda til bankaeftirlits samkvæmt lög- um. Nú, þegar fjöratíu milljarðar króna virðast vera famir í súginn, er nauðsynlegt, að fram fari opin- ber rannsókn óvilhallra aðila á því, með hvaða hætti Seðlabankinn hefur rækt lögboðna bankaeftir- litsskyldu sína á liðnum áram. Slík rannsókn gæti verið liður í starfí þeirrar nefndar, sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og flokkssystur hennar hafa lagt til á Alþingi, að þingið skipi. í nefndarstarfinu þyrfti meðal annars að gera sér-- staka úttekt á því, að hversu miklu leyti ókeypis úthlutun aflakvóta til útvegsfyrirtækja hefur verið notuð til að hylja fjármálakreppuna með því að gera fyrirtækjunum kleift að standa í skilum við banka og sjóði, sem hefðu komizt í enn meiri kröggur að öðrum kosti. í nefnd- inni þyrfti að vera erlendur sér- fræðingur til aðhalds og eftirlits. Jafnframt þessu þarf Seðlabankinn að leggja fram trúverðugt mat á því, hversu mikið fé hefur tapazt í banka- og sjóðakerfinu hingað - til, svo að einstakir alþingismenn og aðrir þurfi ekki að reyna að reikna það út á eigin spýtur. Slík- ar upplýsingar hafa seðlabankar birt í öðram löndum og þykir sjálf- sagt. Seðlabankinn verður að leggja spilin á borðið. Reynslan frá útlöndum bendir til þess, að því lengur sem það dregst að leggja þessi gögn fram, þeim mun meiri verður skaðinn á endanum. Bank- inn þarf líka að gera fólkinu í land- inu grein fyrir því, með hvaða hætti hann hyggst reyna að koma í veg fyrir, að útlánatapið í banka- og sjóðakerfínu haldi áfram. Því miður virðist þó ekki vera mikjl_____ von til þess, að Seðlabankinn verði við slíkum óskum að svo stöddu. Meiri hluti bankastjómarinnar er enn sem fyrr skipaður sérlegum sendiherram stjórnmálaflokkanna. Yfírboðarar hennar hafa augljósan hag af því að hylja þann skaða, sem þeir era sjálfír búnir að valda í gegnum banka- og sjóðakerfið í sameiningu. Seðlabankar í öðram löndum era smám saman að öðlast meira sjálfstæði gagnvart stjórn- völdum einmitt til þess meðal ann- - ars að fírra almenning því alvar- lega tjóni, sem getur hlotizt af hagsmunaárekstrum af þessu tagi. En ekki hér. Spillingin heldur þvert á móti áfram að magnast. Ætlar fólkið í landinu að láta þetta ganga yfír sig endalaust? Höfundur er prófessor í Háskóla íslands. ...blabib - kjarni málsins! Sjábu hlutina í víbara samhengi! ðium D-Bstaim Benedikt Benediktsson kennari Svava Haraldsdóttir hárgreiðslumeistari SbUí£Si2b& Margrét Ríkharðsdóttir dagmamma Sigurgeir Þorgeirsson búfjárfræðingur Stefán Stefánsson hafnarvörður

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.