Morgunblaðið - 22.05.1994, Page 31

Morgunblaðið - 22.05.1994, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1994 31 hætta skyndilega. Þá tók hann aft- ur til við vélavörsluna þar sem hann byijaði og henti gaman að því. Og eftir að sjötugsaldrinum var náð var hann á skrifstofu Djúp- bátsins í afleysingum, og þegar álag var, og undi sér þar vel á meðal vina. I rúm 50 ár var Her- mann í slökkviliðinu á ísafirði og slökkviliðsstjóri um tíma, mætti á æfingar alla tíð, þá síðustu í síð- asta mánuði. Hann hafði mikinn áhuga og metnað fyrir hönd slökkviliðsins, hann vissi af langri reynslu, sem stundum var þung- bær, hve miklu björgunar- og slökkvistarf skigtir. Hermann og Áslaug, kölluð Bíbí, tóku samhent á uppeldi bamahóps- ins, munnarnir voru margir og vinnudagarnir oft langir. Heimilið og bömin var það sem lífið snerist um og Hermann var mikill fjöl- skyldumaður. Samband þeirra Bíbí- ar einkenndist alltaf af ástúð og stilltri hógværð hennar og glæsi- leik, og af góðlátlegum gáska Her- manns og af lífsviðhorfi hans. Hann sagði oft að ef heilsan væri góð væri allt gott, önnur mál væru auðleyst í samanburði við það og hann bjó ekki til vandamál né deil- ur. Hermann og Bíbí bjuggu lengst við Engjaveg á ísafirði en þau byggðu sumarbústað í Tunguskógi sem Hermann reisti aðfaranótt 17. júní 1944. Þar bjuggu þau öll sum- ur síðan og þess var beðið með óþreyju hvert vor að flutt yrði í Skóginn. Þangað héldu börnin áfram að koma eftir að þau fluttu að heiman og barnabörnin undu sér hvergi betur en þar innan um risa- stór tré og sumarblómin hennar Bíbíar í andrúmslofti umhyggju og ánægjunnar af að vera saman, að drullumalla og smíða, laga girðing- ar með afa, tína ber í skyrið handa honum, slíta upp rabarbara og allt. Skógurinn var dýrðarstaður Her- manns þar fannst honum gott að vera og best ef margt var af fjöl- skyldu og vinum. Hermann Björnsson var söngv- inn og glaðsinna maður og fannst gott að vera með fólki. Hann söng í Sunnukórnum, og við vinnu sína og hann söng „Oft er hermanns hvíld í dimmum skóg“ á góðri stundu fyrir fjölskyldu og vini. Eft- ir að þau Bíbí fluttu í Hlíf, íbúðir aldraðra á ísafirði, var hann alltaf í fremstu sönglínu á samkomum íbúanna. Þar, eins og annars staðar sem hann vildi vera, var Hermann hrókur alls eins og sumum er gefíð að vera. Á ferð með Manna Bjöms um götur ísafjarðar kom þar að nýkominn skagfírskur tengdasonur og byrjaði í laumi að efast um að í Skagfirði byggi lífsglaðasta fólk í heimi því fólk á vegi okkar heils- aði með bros á vör, skipst var á orðum og stutt í gamansemi, hnyttni og hlátur. Smám saman skildist tengdasyninum að Her- mann hafði svona áhrif í kringum sig og hvar sem hann var. En hann var á heimavelli á strætum ísa- fjarðar, þar var fólkið hans og hann naut þess að vera innan um það. ísafjörður átti hann og hann átti ísafjörð og hvergi annars staðar hefði Hermann Bjömsson verið sá sem hann var og vildi vera. Hermann gekkst undir litla læknisaðgerð í Reykjavík nú í apríl. Á meðan rann snjóflóð yfír Tungu- skóg og jafnaði við jörðu þennan „dýrðarstað“ og einn góðvinurinn fórst. Læknar töldu ýmislegt at- hugavert við heilsufar Hermanns og vildu rannsaka betur en Her- mann sagðist vera búinn að gera það sem hann kom til að gera og ætla vestur. Þangað fór hann, skoð- aði Skóginn. Hann gat ekki endur- reist sumarbústaðinn fyrir 17. júní 1994. Fór í gönguferðir með Bíbí. Það var honum erfítt og áreiðan- lega átti það ekki vel við Manna Björns að gera ekki vel það sem hann taldi sér bera og áreiðanlega vissi hann að hverju fór. Hann var fluttur á Sjúkrahúsið á ísafírði 13. maí. Hann var þá alvarlega veikur en hélt sínu striki, bað fólkið sitt að taka ávísun sem hann hafði skrifað og átti að greiða með þann 15. Hann andaðist árla næsta morgun. Hann var búinn að gera það sem hann kom til að gera. Og hann gerði það með sínu lagi, glað- værð, næmni og hlýju, gætti þess vel sem honum var falið. Hann hlúði að því sem á hans vegi var og því bera vitni blómin sem við þann veg spretta. Árni Ragnarsson. Hermann S. Björnsson, góður vinur, er genginn á vit feðra sinna. Við leiðarlok eru minningar um langa samleið ofarlega í huga og skulu þær rifjaðar upp í örfáum orðum. Okkar fyrstu kynni hófust er undirritaður stofnaði til heimilis- halds í ágúst 1941 og flutt var inn í húsnæði þar sem fyrir voru Her- mann og eiginkonan Áslaug með frumburðinn Erling Þór. Framtíðin var óráðin en vonir stóðu til þess að nábýlið mætti vel til takast. Það fór og svo að milli fjölskyldnanna tókst einlæg vinátta, sem staðið hefír alla tíð. Með árunum stækkuðu fjölskyld- urnar og börnin urðu níu talsins og fylgdi því mikið fjör og ánægju- stundir og allir lifðu í sátt og sam- lyndi, aldrei varð vart við erfíðleika vegna daglegrar umgengni. Það er mikil gæfa að hafa átt samleið með jafn elskulegum per- sónum sem Hermanni, Áslaugu og börnunum þeirra, í nábýli í 14 ár og alla tíð síðan eftir að þau fluttu í annan bæjarhluta. Vináttan hefír alla tíð verið einlæg og sönn. Hermann hafði til að bera ein- staklega aðlaðandi persónuleika, hann var ávallt léttur í lund og hafði þau áhrif á umhverfið að öðrum varð glatt í geði við návist hans. Tónlistin átti ríkan þátt í eðli Hermanns og var hann áður virkur þátttakandi í tónlistarlífí ísafjarðar, m.a. í kórasöng og Lúð- rasveit ísafjarðar. Hann var hin síðari ár leiðandi í kór aldraðra á Dvalarheimilinu Hlíf, eftir að hann festi sér íbúð á þeirri stofnun. Það varð létt yfír fastagestunum í sund- inu þegar Hermann tók lagið í sturtuklefanum, en nú er röddin hljóðnuð og allir sakna vinar í stað. Hermann var dagfarsprúður maður og snyrtimenni í allri um- gengni. Hann var mikill og góður heimilisfaðir, sem lagði hart að sér við að sjá fyrir þörfum fjölskyld- unnar, vinnudagurinn var því oft langur og ekki alltaf ríkuleg dag- laun að kvöldi. Sumarbústaðurinn í Tungudal var Hermanni og fjöl- skyldunni mjög kær unaðsreitur. Þar var búið öll sumur og börnin ólust upp við gróðurilm og fugla- söng, notið var friðsældar í fögru umhverfí. Eftir að við urðum nágrannar á þessum slóðum varð mér ljóst hve mikill þáttur veran í Tungudal var í lífi Hermanns. Þegar sól fór að hækka á lofti, eftir myrkur skamm- degisins, var farið að hugsa til sæludaganna sem framundan voru í sumarbústaðnum. Þann 5. apríl sl. var ævistarfið á þessum slóðum þurrkað út á nokkrum augnablik- um. Þegar Hermann sá eyðilegg- inguna var honum brugðið, sem við mátti búast. Á slíkum stundum verður manni ljóst hve maðurinn er lítils megnugur gagnvart ham- förum náttúruaflanna. Síðustu stundirnar sem við átt- um saman, tveim dögum fyrir and- lát Hermanns, voru inni í Tungud- al, þar sem við ræddum um hver verða mundi framtíð þessa áður fagra umhverfis. Honum auðnaðist ekki að verða þátttakandi í því starfí sem kann að verða unnið við endurbyggingu sumarbústaða- svæðisins. Mannlífið verður fegurra þegar maður á þess kost að eiga vini með eðliskosti Hermanns og hans elsku- legu fjölskyldu, fyrir það vil ég þakka að leiðarlokum og sendi að- standendum einlægar samúðar- kveðjur. Guðmundur Guðmundsson. GUÐMUNDUR GYLFI SÆMUNDSSON Guðmundur Gylfi Sæ- mundsson fæddist í Reykjavík 11. ág- úst 1949. Hann lést á Landakotsspítala aðfaranótt 16. þessa mánaðar. Foreldrar hans eru Stefanía Ivarsdótt- ir, ættuð úr Grindavík, og Sæ- mundur Magnús- son, ættaður frá Hellissandi. Eftir- lifandi systkini Guðmundar eru Guðný og ívar. Guðmundur var ókvæntur og barnlaus. Guðmundur gekk í Austur- bæjarskólann og síðar Gagn- fræðaskóla Austurbæjar. Að skólagöngu lokinni stundaði hann ýmsa vinnu bæði til sjós og lands. Hann ólst upp í Reykjavík og bjó lengst af í foreldrahúsum, eða þar til fyr- ir rúmu ári að hann fluttist í eigin íbúð hjá Öryrlqabanda- laginu í Hátúni 10. Utför hans fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 24. maí. MIG langar til að minnast bróður míns Gumma í fáeinum orðum. Hann lagði hönd á margt í lífinu og var mjög duglegur og vinsæll meðal samstarfsmanna sinna. Það er alltaf sárt að missa ást- vini sína en þó sárast að missa einkabróður sinn þar sem ekki var nema ár á milli okkar næstum upp á dag og því tengdir þeim mun sterkari böndum. Gummi ólst upp á ástríku heim- ili þar sem trúmennska og heiðar- leiki sátu í fyrirrúmi. Ég minnist bróður míns sem trausts og góðs drengs sem alltaf var gott að leita til þegar eitthvað bjátaði á hjá mér bæði í skóla eða utan hans. Ég minnist þess líka hversu falleg og innileg ljóð hann gerði sem því miður hafa glatast í gegnum tíð- ina. Einnig minnist ég þess þegar við félagarnir ég, Gummi og Jói frændi fórum til sólarlanda, hvað við vorum nánir og skemmtum okkur innilega og hversu lífíð brosti við okkur og var dásamlegt. Ég mun alltaf minnast þess þegar Gummi gaf mér fyrsta bílinn þegar ég var 17 ára og einnig þegar hann gaf mér leðuijakkann og hversu hreykinn ég var af þess- ari fallegu flík. Svona minningar koma upp í huga mér er ég hugsa um Gumma bróður sem ég mun ávallt geyma í hjarta mér. Fyrir nokkrum árum veiktist Gummi og gat því ekki unnið meir. Það var honum mikið áfall því hann var vinnu- hestur að eðlisfari. Gummi var fróður um margt því hann var víðlesinn og maður kom aldrei að tómum kofunum hjá honum. Það er afar erfitt fyrir mig að skrifa eftirmæli um Gumma bróður, því söknuður- inn er svo mikill og sár. Við vorum orðnir svo tengdir síðustu árin. Mér fannst ávallt eitthvað vanta ef við höfðum ekki samband eða hittumst daglega, en þó er söknuðurinn mestur hjá elskuleg- um foreldrum okkar og bið ég Guð um að styrkja þau í sorg þeirra svo og Nínu systur. Ég veit það, Gumrni minn, að þjáningum þínum er loks lokið og nú átt-þú nætur- stað í betri og bjartari heimi. Ég kveð þig að lokum, elsku bróðir minn með bæninni sem hefur gef- ið mér svo mikinn styrk: Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ eki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. Þinn bróðir, Ivar. Mig langar í nokkrum línum að minnast frænda míns og vinar og þakka honum um leið þær mörgu ánægjustundir sem við áttum sam- an í gegnum árin. Strax í barn- æsku myndaðist milli okkar Gumma góð vinátta sem aldrei bar skugga á. Ekki man ég eftir okkar fyrstu kynnum, enda báðir ómálga börn, en fundir okkar urðu fleiri og heimsóknir okkar hvors til annars margar, allt fram á fullorðinsár. Minningarnar frá þessum tíma eru margar og mislifandi í hugskotinu en allar góðar þó stöku sinnum hafi kastað í kekki eins og gengur með unga stráka, eflaust hefur það einungis orðið til að skerpa vináttuna sem hefur haldist alla tíð síðan. Fyi-stu minningarnar með Gumma eru frá Hellissandi þar sem við dvöldum báðir sumar- langt hjá afa og ömmu og vorum saman öllum stundum, þar var ýmislegt brallað eins og stráka er siður. Þó Gummi væri rúmu ári yngri sem er nokkur aldursmunur þegar maður er ekki nema sjö ára stóð hann okkur leikfélögunum ekkert að baki þegar til átakana kom. Mér eru minnisstæð vonbrigði mín þegar Gummi náði 1. stiginu í sundi á undan mér þó það hafí verið að mestu leyti í kafí, og svo var mér skapi næst að draga húf- una niður fyrir höku þegar vinur- inn mætti seinna um sumarið í kaupfélagið með 200 metra nor- ræna sundmerkið nælt í peysuna. Árin liðu fram að unglingsárum og má heita að við frændur höfum verið saman flestar frístundir frá skóla þó svo að við byggjum í sitt hvorum bæjarhlutanum. Á stund- um var eins og við ættum tvö heimili, hjá foreldrum hvors ann- ars og er ég hræddur um að oft hafí foreldrum okkar beggja þótt fara heldur mikið fyrir okkur, enda uppátækin oft skrautleg svo ekki sé meira sagt. Gummi lauk gagnfræðaprófi og eftir það vann hann við margvísleg störf, en best kunni hann við sig í aljskyns þjónustustörfum. Á unglingsárunum unnum við oft saman, m.a. munstruðum við okkur 14 og 15 ára gamlir sem messagutta á eitt af skipum Eim- skipafélagsins og störfuðum þar sumarlangt. Gummi var óvenju sjóveikur og kom þá strax fram hve ósérhlífinn hann var því aldrei vantaði hann á vaktina í messanum þó ferðir hans að borðstokknum væru margar. Gummi var vinsæll meðal vinnufélaga og naut trausts þeirra alls staðar þar sem ég þekkti til. Strax í æsku var Gummi mjög bókhneigður og las nánast allt sem hönd á festi, þær voru margar ferðirnar í bókasafnið og yfírferðin mikil, allt frá reifurum upp í heimsbókmenntir. Ekki lét hann sér nægja lestur góðra bóka heldur hóf hann að semja ljóð og las þau upp fyrir okkur kunningjana, og höfðu sum þessara ljóða djúp áhrif á okkur. Því miður geymast þau ekki í minni og eru sennilega öll glötuð því ekki hirti Gummi um að halda þeim til haga. Eftir að fullorðinsárum var náð minnkaði samband okkar Gumma, . en aldrei slitnaði sá vináttustreng- ur sem myndaðist í æsku. Þá fór að bera á veikindum hjá Gumma sem smám saman urðu til þess að hann varð lítt fær til vinnu. Með árunum ágerðust veikindin, en aldrei heyrði ég Gumma kvarta og jafnvel ekki undir það síðasta þó hann hafi eflaust vitað að hveiju dró sýndi hann fádæma æðruleysi og hafði ekki mörg orð um líðan sína þótt auðsjáanlega hafí hann þjáðst mikið. Hann hafði meiri áhuga á því sem að mér snéri. Hann bar ekki sínar raunir á torg en vildi öllum gera greiða þótt oft væri af veikum mætti vegna heilsuleysis. Eg votta aðstandendum inni- lega samúð mína og megi guð styrkja þau í sorg þeirra. Að leiðar- lokum kveð ég þig frændi, farðu í friði og hafðu þökk fyrir allt sem þú veittir mér með samveru þinni. Jóhannes Pétursson. JÓRUNN SVEINSDÓTTIR + Jórunn Sveinsdóttir fædd- ist á Felli í Sléttuhlið í Skagafirði 1. september 1910. Hún lést í Reykjavík 10. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sveinn Árnason og Hólm- fríður Sigtryggsdóttir. Al- systkini hennar í aldursröð: Sigurlaug (látin), Sigtryggur Páll (látinn), Rannveig og Jó- hannes. Jórunn átti enn frem- ur þijú hálfsystkin. Jarðarför hennar fór fram frá Fossvogs- kapellu miðvikudaginn 18. mai. MIG langar til þess að minnast vin- konu minnar, Jórunnar Sveinsdótt- ur, sem var mér svo innilega kær. Jórunn var fædd og uppalin í Skagafirði. Hún var mikill dýravinur og voru hestarnir í miklu uppáhaldi hjá henni. Jórunn var ógift og barn- laus. Hún starfaði lengst af sem saumakona og var alveg sérstaklega lagin í hönd- unum. Mér er það alltaf mjög minnisstætt er ég var smástelpa, að þá fékk hún lánaða dúkkuna mína og saumaði á hana silkikjól, mjög fallegan, færði mér síðan dúkk- una innpakkaða á að- fangadag. Mikil urðu fagnaðarlætin. Jórunn reyndist mér alla tíð sem hin besta amma og vor- um við miklar vinkonur. Það var alltaf gaman að gott að koma til Jórunn- ar. Jórunn bjó í fjölda ára í Pósthús- stræti 17, þar sem veitingastaðurinn Skólabrú er nú til liúsa. Síðar flutt- ist hún í Austurbrún. En haustið 1990 fluttist hún á dvalarheimilið Hrafnistu í Reykjavík. Jórunn fylgdist vel með allri pólitík og lét ekkert fram hjá sér fara. Einnig fylgdist hún vel með allri tísku og hafði gaman af, spáði mikið í efni og hönnun. í vor fóru veikindi Jórunnar að heija á, það var bæði erfitt og sársaukafullt að horfa upp á hana svo mikið veika. Ég á mjög svo dýr- mætar minningar um hana og þær mun ég geyma í hjarta mínu. Mig langar til þess að koma á framfæri innilegu þakklæti til starfs- fólks Hrafnistu, sem sá um að henni liði sem best. Elsku Þóra og Jóhannes, ég sendi ykkur samúðarkveðjur mínar. Sigríður Tryggvadóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.