Morgunblaðið - 22.05.1994, Side 32

Morgunblaðið - 22.05.1994, Side 32
MORGUNBLAÐIÐ 32 SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1994 JOHANNES HRAFN ÞÓRARINSSON + Jóhannes Hrafn Þórarinsson fæddist í Krossdal í Kelduhverfi 24. febrúar 1928. Hann lést á Húsavík 27. apríl siðastliðinn. Jóhannes var sonur hjónanna Ingveld- ar Guðnýjar Þórar- insdóttur (4.6. 1903-2.1.1992) og Þórarins Jóhann- essonar (29.10.1905- 16.7.1970). Jóhann- es var elstur fimm systkina en tvö þeirra auk hans eru nú látin. Systkini hans voru: Sipáður f. 3.6. 1929, býr á Húsavík, Ingveldur Vilborg f. 20.8. 1930, d. 20. júlí 1992, bjó í Reykjavík, Þórarinn f. 14.6. 1932, d. 17.3. 1988, skólastjóri í Skúlagarði og áður prestur í Suður-Þingeyjarsýslu og Sveinn, f. 29.9. 1938, bóndi í Krossdal. Jóhannes kvæntist árið 1950 Evu Maríu Þórarins- son frá Þýsklandi, f. 15.9. 1929 (fædd Lange). Þau eignuðust átta börn sem komust á legg og eru barnabörn orðin 14. Börn Jóhannesar og Evu eru: Friðrík Lange f. 24.4. 1951, Guðný Ragna f. 19.8. 1952, María Margrét f. 11.12. 1953, Þórarinn f. 6.6.1956, Hólmfríð- ur f. 15.3. 1961, Arnjjótur f. 15.1. 1963, Sveinn f. 4.10. 1964 og Jóhannes Elmar f. 16.6. 1974. Jóhannes hóf búskap, ásamt konu sinni, á hluta Kross- dalsjarðarinnar og reisti þar nýbýlið Ardal. Þar bjuggu þau frá 1955 til ársins 1978 að þau fluttust til Kópaskers þar sem Jóhannes hafði verið sláturhússtjórí í 16 ár. Jóhannes fór tvisvar á námskeið til útlanda sem slátur- hússtjóríj til Noregs 1962 og Irlands 1969. Á Kópaskeri bjuggu þau Jóhannes og Eva til 1980 en fluttust þá til Húsavíkur þar sem Jóhannes tók við starfi slátur- hússljóra. Því starfi gegndi hann til ársins 1987. Vann hann eftir það hjá byggingavöru- deild Kaupfélagsins á Húsavík allt til síðustu áramóta. Jóhann- es var jarðsettur að viðstöddu fjölmenni frá Húsavíkurkirkju 6. mai síðastliðinn. TENGDAFAÐIR minn, Jóhannes Hrafn Þórarinsson, var aðeins 66 ára að aldri er hann lést. Fréttin var þungbær en kom þeim sem til þekktu ekki með öllu á óvart því að Jóhannes hafði verið hjartasjúkl- ingur í rúman áratug, eða frá 1983 er hann fékk alvarlegt hjartaáfall. Haustið 1992 gekkst hann svo und- ir erfíða hjartaaðgerð sem tókst ekki nægilega vel og hafði hann verið sárþjáður síðan þótt ekki sæju það aðrir en vandamenn. Mér hlotnaðist sú gæfa að þekkja Jóhannes í hálfan annan áratug og langar mig til að kveðja þennan MINNINGAR ágætismann með fáeinum orðum. Ég kynntist Jóhannesi fyrst þegar ég kom inn á heimili hans rúmlega tvítugur maður. Ég fann strax að þama fór maður sem hafði meiri mannkosti en flestir aðrir sem ég þekkti. Hann var verkstjóri í slátur- húsinu á Kópaskeri þar sem ég hafði fengið vinnu, og ég fékk því tæki- færi til að kynnast honum vel strax í upphafí, bæði á vinnustað og á heimili hans. Hann var mikill atorku- maður og hvar sem hann var á vinnu- staðnum tók hann tU höndunum, enda verkmaður með afbrigðum, röskur og ósérhlífínn. Mér fannst mikið til um þann kraft sem bjó í honum, og reyndi eftir föngum að vinna vel öll þau margvíslegu störf sem hann fékk mér í hendur. Það var auðheyrt á vinnufélögum mínum að hann var vinsæll yfírmaður, þó að stundum gustaði nokkuð af hon- um eins og gengur með góða stjóm- endur, því að hann var skapgóður og sanngjam við starfsmenn sína. Þau hjónin, Jóhannes og Eva, tóku mér strax á fyrsta degi sem einum af íjölskyldunni. Jóhannes var fjölskyldumaður af lífí og sál og allt- af hefur verið gestkvæmt á heimili hans, ekki síst eftir að bömin flutt- ust að heiman og bamabömum tók að ljölga. Oft og tíðum vom þijár flölskyldur eða fleiri gestkomandi í einu á heimilinu, og má nærri geta að stundum var hamagangur í öskj- unni! En Jóhannes var glaðvær og bamgóður og þótti fátt skemmti- legra en að hafa sem flesta af af- komendum sínum kringum sig og konu sína, og helst sitja að spilum með þeim fram á rauða nótt. Þetta félagslyndi hans snerti vitanlega fleiri en nánustu tjölskyldu, enda vissu allir að hann var einstaklega góður heim að sækja. Jóhannes var mikill bjartsýnis- maður og sá alltaf jákvæðar hliðar HREFNA TYNES + Hrefna Samúelsdóttir Tyn- es fæddist að Tröð í Súða- víkurhreppi í N-ísafjarðar- sýslu 30. mars 1912. Hún lést í Reykjavík 10. maí síðastliðinn. Útför hennar var gerð frá Nes- kirlqu í gær. ELSKULEG móðursystir mín, Þur- íður Hrefna Samúelsdóttir Tynes, eins og hún hét fullu nafni var elst systkina sinna. Næst henni komu tvíburasystumar Elísabet og Krist- ín sem báðar eru látnar. Eftir lifa af systkinahópnum Samúel Jón, Hulda, Guðný Kristjana og Guð- mundur Lúðvík. Hrefna giftist norskum manni, Sverre A. Tynes og fluttist með honum til Noregs þar sem þau buggu í sjö ár.. Sverre var einstakt ljúfmenni, elskaður og virtur af öll- um sem kynntust honum. Hann lést árið 1962. „Tendraðu lítið skátaljós." Bræðralagshugsjónin og kristin trú voru leiðarljós Hrefnu frænku um lífsins veg. Hún var sannur skáti og einæg í trú sinni, hugsjónamað- ur sem aldrei brást þeirri köllun sinni að gera öðrum lífíð léttbærara. „Hefuðru komið austur að Úlf- ljótsvatni." Þeir sem áttu þess kost að dvelja hjá Hrefnu í skátaskólan- um á Ulfljótsvatni búa að því alla ævi. Kærleikur og ást á landinu sínu var það veganesti sem þeir fengu með sér frá dvölinni þar. Þar sveif sérstakur andblær yfir vötn- um, þar varð ævintýrið að veru- leika, þar fannst sá innri fögnuður að gráta niður í grasið, að grúfa andlitið í gróskumikla jörð, að fínna ilminn, að horfa upp í himininn, að sjá þann himinbláma öllu öðru fegri. Finnst þér ekki sem þú lítir inn í landsins eigin sál.“ Hrefna frænka, það var hún og hét í hugum okkar ættmenna henn- ar á ísafirði. Hún bar hag okkar ætíð fyrir brjósti og fagnaði hverju nýju lífí í ættartrénu, hjá henni fengum við húsaskjól og andlega umönnun. Hrefna frænka unni æskuslóðum sínum fyrir vestan. Álftafírðinum spegilsléttum með þaralykt og fuglakvaki og Súðavík- inni þar sem Dídí systir hennar festi rætur. Seyðisfirði á kyrrum sumar- morgni, einstaka kind að kroppa og lömbin í leik. Ísafirði þar sem Bubba og Jana áttu heima með sín- ar fjölskyldur. Góðu ævistarfi er lokið, ævistarfi sem helgað var bömum og ung- mennum með trú á bjarta framtíð þeim til handa. Við ættmenni hennar á ísafirði sendum bömum hennar, fjölskyld- um þeirra og systkinum hennar innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hennar. Bára Einarsdóttir. Þegar ég minnist Hrefnu Tynes, sérstaks vinar okkar hjóna í tæpa hálfa öld, koma margar góðar minningar í hugann. Þar rísa hæst hin mörgu störf í þágu skátahreyf- ingarinnar; starfið á Úlfljótsvatni, forysta í stjóm Bandalags ís- lenskra skáta, öll skátamótin og námskeiðin. Þar naut Hrefna sín vel og með hæfileikum sínum tókst henni ævinlega að laða fram það jákvæða í hugum skátanna, jafnt ungra sem aldinna. Frásagnargleði hennar hreif okkur á braut ævin- týra og jákvæðra hugsjóna. Hún var fljót að kynnast fólki og vinna það til fylgis við hugjsónir sínar. Forystuhæfileikar hennar vora öll- um augljósir og hún var því alltaf í forystusveit í hveijum þeim fé- lagsskap sem hún starfaði í. Það var því mikið happ fyrir skátahreyfinguna þegar Helgi Tómasson skátahöfðingi, fékk Hrefnu til að taka við forystu kven- skáta árið 1948, en þá var hún nýkomin heim „úr stríðinu" frá Noregi. Því starfi gegndi hún í 20 ár. Alltaf var Hrefna tilbúin að leggja hönd að verki og alltaf með jafn ljúfu geði. Hvar sem hún kom birti, létt iund og töfrandi persónu- leiki hennar var öilum ijós. Hún var óþreytandi að heimsækja skátafélög og hvetja alla til betri starfa. Hún lét ekki „smámuni“ hindra sig. Alltaf minnist ég þess þegar hún kom eitt sinn til okkar upp á Akranes með Akraborginni. Veður var hið versta og varla ferðafært. Þegar ég spurði hana hvort ferðalagið hefði ekki verið erfitt og veltingur mikiil, svaraði hún; ,jú, jú, en ég lagðist bara á gólfið og þá gat ekkert komið fyr- ir“. Þannig var Hrefna. Alltaf viðbúin og einlægur vinur. Nú er okkur efst í huga, hve góður vinur Hrefna var öllum sem hún umgekkst. Við, skátar, sjáum nú á bak góðum vini sem hafði svo góð áhrif á okkur. Við munum því minnast hennar þegar við heyrum góðs manns getið. Hrefna skilur eftir sig mörg fögur skátaljóð, sem munu skila vel áfram hugsjónum skátahreyfingarinnar sem hún túlkaði svo vel, starfaði og lifði eftir. Foringinn er „farinn heim“ til Guðs, en hugsjónin lifir og minn- ingamar líka. Páll Gíslason, fyrrverandi skátahöfðingi. Hrefna Tynes bar velferð æsk- unnar fyrir brjósti og vann mikið dagsverk í þágu uppeldis og æsku- lýðsmála. Hennar verður sennilega lengst minnst, sem skátahöfðingja og forustukonu í skátahreyfingunni og öðram félögum, þar sem velferð barna og unglinga var höfð að leið- arljósi. Kristin trú var aflvaki þeirrar bjartsýni og lífsgleði, sem einkenndu viðmót hennar og verk. Það var mikill fengur fyrir Æsku- lýðsstarf þjóðkirkjunnar, þegar Hrefna réðist þar til starfa árið 1971. í fulltrúastarfi sínu lagði hún höfðuáherslu á samskipti við leik- skóla og barnaheimili og var mjög í mun að yngstu meðlimir kirkjunnar nytu skipulegrar skírnarfræðslu, engu síður en skólaskyld börn. Hrefna vann að þessu verkefni af alhug og af brennandi kærleika og móðurlund, sem fágast hafði, eflst og skírst í áratuga starfí börn- um og unglingum til heilla, en fyrst og fremst Guði til dýrðar. Fyrir það allfc eru henni færðar þakkir að leiðarlokum. á öllum málum. Hann var heiðarleg- ur og mildur í dómum sínum um aðra menn, hrósaði fólki ef slíkt átti við, en þagði annars, og mátti þar margt af honum læra. Greiða- semi hans var alþekkt og ekki veit ég til að hann hafí nokkrun tíma neitað manni um hjálp. Sérstaklega leituðu menn til hans um aðstoð við hvers kyns handverk, því að hann var afar verklaginn eins og íbúðarhúsið í Árdal ber með sér, en það reisti hann með eigin hönd- um strax og hann hóf búskap. Sama natnin og handlagnin kom líka í ljós þegar þau hjónin fluttust til Húsavíkur árið 1980 og keyptu íbúðarhús að Baldursbrekku 3, með veglegri lóð en óræktaðri. Jóhannes hófst þá fljótt handa, fékk sér græð- linga og hríslur og saman komu þau Eva sér þar upp fallegum garði sunnan við húsið. Én ekki lét hann sér þetta nægja. Austur í Keldu- hverfi hefur hann verið óþreytandi á sumrin nokkur síðastliðin ár við að bijóta land, girða og gróðursetja tijáhríslur og blóm í ágætum reit sem þau hjónin áttu í landi Kross- dals. Börn og tengdaböm hafa að- stoðað við verkið og síðastliðið sum- ar átti ég dagstund með Jóhannesi austur í Hverfi í reitnum sem hon- um var svo hugleikinn. Hann hafði gert sér mynd af honum í huganum, gekk með mér um hann allan og lýsti fyrir mér hvemig hann sæi hann fyrir sér eftir nokkur ár, með tijáröðum yst til að taka af goluna og sumarhúsi í miðju, helst nægi- lega stóra til að rúma alla fjölskyld- una. Við voram tveir að verki og voram svo heppnir að ná í besta dag sumarsins, sem annars var kalt og vindasamt. Þama hamaðist ég við að höggva rótarhnyðjur og stinga upp rás meðfram girðing- unni, undir styrkri stjóm Jóhannes- ar. Það var af sem áður var að í fjarveru Biskups íslands herra Ólafs Skúlasonar. Jón Ragnarsson Fræðslu- og þjónustudeild kirkjunnar. Það er í senn ijúft og sárt að kveðja góðan vin. Aðskilnaðurinn veldur sársauka, en vináttan sælu. Hrefna Tynes var sannur vinur. Æviágrip manna era mislöng. Hrefna er í hópi þeirra, sem áttu fjölbreytta ævi, kom víða við og lagði mönnum og málefnum lið. Það sást á upptalningu í Morgun- blaðinu með dánarfregn hennar í vikunni sem leið. Það er þó á sinn hátt aukaatriði í minningunni um Hrefnu. Þessi lágvaxna, glaðlynda kona var fyrst og fremst sönn, einlæg og heil- steypt manneskja. Hún var á vakt allan sólarhringinn fyrir meðbræð- ur sína og samstarfsmenn. Sími hennar var oftast á tali, ef hún á annað borð var heima. Hrefna var komin talsvert á sjö- tugsaldur, þegar ég kynntist henni. Ég tel það gæfu að hafa fengið að vinna með henni og eiga hana að vini. Hún sýndi mér móðurlega umhyggju, og einlægni hennar og lífsgleði batt okkur óijúfanlegum böndum. Hrefna varð mér fyrir- mynd í mörgu og ég lærði margt af henni. Hún var einlægur læri- sveinn Jesú, sem leitaði fyrst og fremst að þeim verkefnum, þar sem hún gat komið að sem mestu gagni. Við vorum báðar vanar félagsstörf- um, hún hjá skátunum, ég í KFUK. Þó höfðum við báðar sameiginlegt markmið með störfum okkar, að kalla æskuna til fylgdar við Jesú. Hrefna trúði mér m.a. fyrir því, að þegar hún kom heim frá Noregi eftir stríð, hefði hún verið ákveðin í því að ganga í KFUK og starfa þar. Einhver hafði þó orðið til að ræða málið við hana og benti henni á, að KFUK hefði margar góðar starfskonur, en skátarnir fáa liðs- menn. Skátana vantaði einmitt starfsmenn, sem vildu kenna æsk- unni um Krist og annast helgihald. - Það varð köllun Hrefnu til frek- ara skátastarfs. Þessi afstaða fannst mér þroskuð. Hún kenndi hann tæki sjálfur á til jafns við verkamenn sína, og það var ekki laust við að svolítillar óþolinmæði gætti þegar honum fannst ekki ganga nógu hratt. En hjartað var bilað og við það varð hann að una. Við lukum þó góðu dagsverki og einsettum okkur að þessum undir- búningi skyldi ljúka næsta sumar ef honum yrði ekki lokið þetta haust. Ekki verður af því að ég vinni framar við hlið Jóhannesar tengda- föður míns, hvorki við að steypa veggi, slá tún né stinga torf. Én mynd hans er skýr í huga mér. Jóhannes var hlýr maður, góð- menni, og það er mér efst í huga þegar ég hugsa um hann. Ef frá er talinn fyrsti veturinn sem ég kynntist Jóhannesi hefur ávallt ver- ið langt á milli okkar, hann og kona hans á Húsavík en fjölskylda mín í Reykjavík eða erlendis. Á fimmtán áram kynntist ég honum þó svo vel í þeim fríum sem við áttum saman nyrðra, að minning hans á ekki eftir að hverfa mér. Ég þakka Jó- hannesi Hrafni Þórarinssyni fyrir að hafa fengið að njóta þess að kynnast honum. Veturliði Oskarsson. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) ísak, Jarl, Reginn og Eva Rögn. mér að þekkja Hrefnu betur, og hún hefur haft áhrif á lífsstefnu mína síðan. Það hefur tvímælalaust áhrif á lífs- og starfsgleði okkar, að framganga í þessum anda: Ekki vera þar sem mig langar mest, held- ur þar sem mest þörf er fyrir mig! Hrefna hafði marga hæfileika, og hún notaði þá. Hún var mælsk og hagmælt, söngelsk og músí- kölsk, djörf og áræðin að koma fram og stjóma, en um leið hógvær og viðkvæm. Einn hæfileika hafði hún, sem mér finnst skera sig úr öðrum. Hann birtist í samveranni með bömunum. Á því sviði varð Hrefna aldrei of gömul. Hún náði til bamanna á einstakan hátt og henni leið vel með þeim. Ég held, að það hafi verið alveg sérstök for- réttindi, að vera ömmubam Hrefnu. Allt fram til hins síðasta var Hrefna trú þjónustuhlutverki sínu. Gleði hennar fólst í því að gleðja aðra. Eftir að hún flutti í íbúð fyr- ir aldraða og fætumir vora famir að bila óþægilega mikið, komst hún lítið til barna, en þá var gamla fólkið nærri - og síminn alltaf við hendina. Trúfestan og hlýjan í garð gömlu vinanna bilaði ekki. Mér finnst gott að hugsa til þess, að Hrefna skyldi fá að deyja skyndilega og þjáningalaust. Starfsdagurinn stóð til hinstu stundar. Þökk sé Guði. Við aðskilnaðinn birtist mynd í huga mér. Húsaþyrping - og blakt- andi fáni við hún. Húsin minna mig á margbreytilegan lífsferil Hrefnu: mörg hús, mörg störf. Fáninn gnæfir upp úr. Hann minnir á persónuleika hennar. Og fánarnir era reyndar tveir, bæði íslenski og norski. Eiginmaðurinn, sem ég kynntist aldrei, var norskur, og því varð Noregur og norska þjóðin hluti af lífi Hrefnu. Þess vegna er viðeig- andi að líf hennar fái norskan loka- stimpil, með því að hún er jarðsung- in á þjóðhátíðardegi Norðmanna, sem var henni sérstakur hátíðis- dagur. Ég þakka Guði fyrir dýrmæta samfylgd með Hrefnu og bið Guð að blessa og styrkja ástvini hennar. Stína Gísladóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.