Morgunblaðið - 22.05.1994, Síða 33

Morgunblaðið - 22.05.1994, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1994 33 I I I I I i I I 1 i I i I l I í : í í \ í ð í I MINNINGAR + Halldóra Siguijónsdóttir, fyrrum húsmæðrakennari og skólastjóri á Laugum, fædd- ist á Sandi i Aðaldal 26. júní 1905. Hún lést 10. apríl 1994. Foreldrar hennar voru Siguijón Friðjónsson bóndi og skáld þar, síðast á Litlu-Laugum, og kona hans Kristín Jónsdóttir. Hall- dóra stundaði nám í unglinga- skólanum á Breiðumýri 1922-23 og Laugum 1926-27, nam í Hús- mæðraskólanum Helsingegárd- en í Svíþjóð 1927-28 og tók húsmæðrakennarapróf í Rim- forsa í Svíþjóð 1930. Halldóra var kennari við Húsmæðraskól- ann á Laugum í Suður-Þingeyj- arsýslu frá 1930 og skólastjóri þar óslitið frá 1946-66. Hún gift- ist Halldóri Víglundssyni, bónda á Hauksstöðum í Vopnafirði 11. júní 1911. Þau skildu 1942. Út- för Halldóru var gerð frá Sel- Ijarnarneskirkju 18. april. Þér var gefið að þjóna og ráða - það er fáum til hlítar kennt. Starfa af kappi og hvetja til dáða koma því frá sem á var bent. Gera þig engum of mjög háða ákveða sjálf, hvað var fært og hent. (Ketill Indriðason) ÞETTA erindi föður míns um ná- frænku Halldóru Siguijónsdóttur gæti ekki verið öðruvísi, þó ort væri um eðliskosti hennar sjálfrar. Nú hafa leiðir skilist um stund en með þessum kveðjuorðum ætla ég fyrst að líta til ársins 1924. Þá reis Alþýðuskólinn á Laugum af grunni. Þeir sem þar lögðu hönd á plóg voru flestir ungmennafélagar í sjálf- boðavinnu sem félögin lögðu fram. Ýmislegt hafði þó gengið á áður en fyrsta skóflustungan var tekin. Þar á meðal var staðarvalið. Grenj- aðarstaðir í Aðaldal komu mjög til greina. Það var ríkisjörð og rafmagn frá Laxárvirkjun framtíðarsýn, einnig var rætt um Hveravelli í Reykjahverfí vegna jarðhita þar. Samningar voru komnir vel á veg, en svo gekk það til baka og um stund voru skólamálin í óvissu. En þau leystust farsællega því Sig- uijón Friðjónsson frá Sandi, þá bóndi á Litlu-Laugum í Reykjadal, + Darri Kristjánsson fæddist 11. maí 1994 í Reykjavík. Hann lést 16. maí 1994 í Reykja- vík. Hann var sonur Láru Hel- enar Óladóttur kennara og Krisfjáns Grímssonar sálfræð- ings. Útför hans var gerð frá kapellu Fossvogskirkju 20. maí. Úr dögg og eldi í eirrautt lim óf ársól blóm minna drauma Á ÞESSA leið yrkir Snorri Hjartar- son í ljóði sínu í Úlfdölum. Draum- urinn um hamingju, ást, allt sem gæti orðið, hugsjónin, er manninum í bijóst borin, samtvinnuð lífi hans og mennsku. Án hennar getum við ekki lifað. Andstæða hennar og hliðstæða er leitin að merkingu, ferðin sem við verðum öll að fara; hún er erfiðust ferða og veganestið þessi spuming ein: Ber lífíð í sér merkingu? Og henni fylgir jafn- harðan önnur: Hvað og hver fær gætt það merkingu? Er það maður- inn sjálfur eða guðdómurinn? Kær- leikurinn? Réttlætið? Hugsjónin og vonin sem búa innra með okkur og hringnum þá lokað? Allt þetta í senn? 1 gleði og harmi, fögnuði og angist glímir hvert og eitt okkar við þessa spurn; hún krefur okkur svars og við hana. Aldrei erum við jafneinmana og umkomulaus í ómælinu og á stund efans, gefíð aðeins ofurveikt hugboð órafjarri skilningi á rökum og helgum véum tilverunnar. Einmitt vegna þessa bauð fram hluta af jörð sinni. Á Skiphólnum reis Alþýðuskólinn og opnaði dyr fróðleiksþyrstum nem- endum úr öllum landshlutum. Það risu fleiri byggingar á Laugum. Þar var byggður kvennaskóli fyrir at- beina Sambands þingeyskra kvenna, þá var Jónas Jónsson frá Hriflu orðinn ráðherra og stuðning- ur hans afgjörandi og allir sem til þekkja, vita hvers virði þessir tveir skólar hafa orðið íslensku þjóðlífi. Það var fjölskylda Halldóru Sig- uijónsdóttur sem lagði til land og hitaréttindi þegar annað brást. Arn- ór bróðir hennar stofnaði og stjórn- aði unglingaskóla á Breiðumýri sem var undanfari Laugaskóla. Halldóra ólst upp í stórum systk- inahópi og þó ekki væri auður í búi á Litlu-Laugum þá nutu þau þeirrar menntunar sem völ var á. Þegar ég kem í kvennaskólann á Laugum haustið 1957 þá átti hún langan kennaraferil að baki og með henni sem jafnan góðar kennslukon- ur er unnu starfi sínu og lögðu sig allar fram um, að ungu stúlkurnar er þær höfðu forsjá fyrir bæru sem mest og best úr býtum. Þennan vetur voru, auk Halldóru, Kristín Jakobsdóttir, Fanney Sigtryggs- dóttir og Ásta Jónsdóttir. Stunda- kennarar voru Páll H. Jónsson og Stefán Lárusson. Þegar ég lít til baka og hugsa um haustdagana hlýju og mildu, þegar ég ásamt Ásu Högnadóttur frænku minni og vinkonu kvaddi dyra á kvennaskólanum og við gengum á fund Halldóru þá stíga minningarnar fram ein af annarri og ég lifi upp í huganum ótal atvik og viðburði. Halldóra tók okkur vel og hlý- lega, lítil og grönn, bein í baki og hnarreist, ákaflega léttstíg og kvik í hreyfingum, þó fumlaus og ákveð- in. Þannig sáum við hana fyrst. Síð- ar þetta sama kvöld vorum við námsmeyjarnar kallaðar til leikja í bjartri og rúmgóðri vefstofunni og í stað þess að sitja hver í sínu her- bergi feimnar og einmana — með heimþrá — þá vorum við leiddar af kennurunum í hópleiki og söng þar sem allar voru jafnar. Þar sá ég hlýtt og glaðvært bros Halldóru, hún var þar sem ein af okkur og fannst sára hugboðs, vits og tilfinninga erum við manneskjur, vegna trúar- innar á hið undursamlega sem blas- ir hvarvetna við okkur í hverri andrá — og vegna óttans við tómið og merkingarleysið. Ef til vill fæðast börn af þessum sökum með hryggð í hjarta og gráta eins og segir S þjóðsögunni gömlu um lóu sem lét líf sitt í klettasprungu þótt hún skýri það á annan veg. Og þótt önnur gömul saga um það að vera eða verða maður tengi skilninginn syndafalli. Mennska hefur í sjálfum kjarna sínum fólginn ófullkomleika og samtímis þrána að beijast gegn honum. Það er hlutskipti mannsins. Ef til vill ber fæðing skýrast og fegurst vitni um að lífið hafi merk- ingu; í nýfæddu barni birtist mönn- um sjálft hið dularfulla undur lífsins holdi klætt, hver svo sem trú þeirra kann að vera. í bijósti hvítvoðungs bærist andi lífsins og sköpunar- verksins alls, hinn sjötti dagur sköp- unarinnar rennur á sérhveiju and- artaki, ósnortinn og hreinn. Þess vegna m.a. er lífið heilagt. Ef til vill hlýtur sérhver guð — sérhver sannleikur, ævinlega að koma til mannanna sem barn í einhveijum skilningi — eða þeir til hans. Guð- mundur Böðvarsson yrkir: Menn gjalda lof, menn gjalda þökk jieim guði er styrk þeim veitir og sama hvort hann sést eða ei og sama hvað hann heitir. Minn guð og þinn og þeirra guð er þúsundanna bróðir, enginn munur á. Ég man hana koma inn í dagstofuna á kvöldvökum með bók í hendi. Þá átti allur hópurinn að mæta þar með handavinnu sína. Hún leit yfir stofuna vökulum aug- um og ef allar voru komnar þá ias hún fyrir okkur. Var góður lesari og það sem hún las var vel valið. Eg man hana við kennslu í eld- húsi, fyrirmælin skýr og ótvíræð. Hún var réttsýn og gerði ekki upp á milli nemenda. Alltaf söm og jöfn, hækkaði varla róminn, þurfti þess ekki. Við bárum allar virðingu fyrir henni, og þá sem maður ber virð- ingu fyrir styggir maður ekki vilj- andi. Halldór, Svanhildur og Kristín, börn hennar, voru öll við nám þenn- an vetur en komu heim í fríum. Það var mjög ástúðlegt með þeim og eftirminnilegt að sjá Halldóru koma inn í borðstofu með systkinunum — þau mötuðust jafnan með nemend- um. — Eftir að hún hætti skóla- stjórn á Laugum var hún jafnan á sumrum í húsi sínu Varmahlíð, því hún var bundin æskustöðvunum sterkum böndum og þar nutu barna- börn hennar góðrar ömmu sem og heima fyrir, því hún dvaldi á heimil- um barna sinna fram á síðustu ár. Námsárið 1957-58 leið og vorið kom, 18. júní var kvaðst á Laugum og það voru mörg tár sem vættu vanga og brár. Halldóra, Kristín, Fanney og Ásta horfðu á eftir hópn- um sínum, eins og svo mörgum áður. Þær höfðu gert sitt besta til að búa okkur undir lífsbaráttuna og nú var það okkar að taka við og vinna úr. Það höfum við gert, hver á sinn hátt. Dvölin á Laugum varð okkur öllum til góðs og minningarnar það- an verma huga okkar, án þeirrar veru hefði lífið orðið fátæklegra. Á vissan hátt fannst mér Halldóra ofurlítið íjarlæg, jafnvel að ég þekkti hana ekki mikið meira um vorið, en þegar komið var um haust- ið, en þegar fundum bar síðar sam- an þá var hún ákaflega hlý og áhugasöm hvernig mér hefði vegnað og mér hefur þótt því vænna um hana eftir því sem árin hafa liðið. Kvennaskólinn á Laugum og nafn Halldóru Siguijónsdóttur eru svo nátengd að fyrir mig er erfítt að skilja þar á milli. Hún var húsmóðir- in á þessum stað og sál hússins, og eins og einn samkennari hennar orðaði það við mig nýlega: „Hún var gegnheil og traust." Asa Ketilsdóttir. hvers blóms, hvers fugls, hvers flökkubams og faðir þeirra og móðir. „Fegursta blómið, það lifir í huld- um stað,“ segir í Heimsljósi Halldórs Laxness. Fegurst blóma kann oftar en ekki að vera kærleikans blóm sem á sér rætur í bijósti okkar; sérhvert blóm kærleikans er öðrum blómum fegurra en varpar ekki skugga á hin heldur bragður á þau birtu og lit, því sú er náttúra kærleikans að hann „eykst eftir því sem af er tek- ið“, eins og Einar Bragi kemst að orði í bókinni Af mönnum ertu kom- inn. Eitt hinna fegurstu blóma var Darri litli Kristjánsson, hrokkinkoll- urinn ljósi hennar Láru og hans Kidda bróður míns. Hann lifði aðeins skamma stund, geisli frá guði sem gleymist ekki eða hverfur heldur mun alltaf lýsa upp líf þeirra sem elskuðu hann. Fyrir löngu þekkti ég annað blóm; það blómstraði aðeins einu sinni, þá var líka maí. Það lét lítið yfir sér. Snemma vors tók að vaxa út úr því sérkennilegur rani sem lengdist dag frá degi og þrútnaði af lífi uns hann var orðinn lengri en blómið sem bar hann. Eina nótt með við sváfum laukst hnappurinn upp og þegar við vöknuðum að morgni sáum við að út var sprung- ið forkunnarfagurt blóm, stærra og dásamlegra en okkur hafði órað fyrir; bikar þess var svo djúpur að ekki sá til botns, aðeins margvísleg, mjúk litbrigði sem voru stundum fölgul, stundum hvítleit, stundum hvort tveggja í senn. Við kölluðum + Trausti Jónsson trésiniður fædd- ist að Skógi á Rauðasandi 26. júní 1907. Hann lést á Hrafnistu í Hafnar- firði hinn 17. maí sl. Foreldrar hans voru Jón Runólfs- son og Kristín Magnúsdóttir. Systkinin voru 14 og eru nú tvö eftir- lifandi. Trausti kvæntist Dagbjörtu Jónsdóttur frá Sandgerði f. 14.12. 1906, d. 9.11. 1949. Trausti og Dagbjört eignuðust tíu börn og níu þeirra komust til fullorð- insára. Útförin verður haldin í Fossvogskirkju þriðjudaginn 24. maí. MIKIÐ er nú erfitt að kveðja þá sem eiga stóran stað í hjarta okk- ar. Með þessari kveðju viljum við þakka honum afa fyrir allar þær samverstundir sem við systkinin höfum notið í gegnum okkar ævi. Hann afi var nú alveg sérstak- ur, svo góður og ávallt svo gjaf- mildur. Margar voru heimsóknirnar í litla húsið hans afa á Vesturbraut- inni í Hafnarfirði. Alltaf beið hann afi okkar með borðið fullt af kræs- ingum er við krakkarnir stoppuðum við hjá honum eftir skólasundið í Vesturbæjarlauginni. Kókómjólk og snúðar voru ávallt til og nutum við góðs af. Stundum laumuðunst við til að stinga snúðum í vasann ef þeir voru ekki ferskir og voru þá allir ánægðir með sitt. Margar voru helgarnar sem við sváfum öll hjá afa, og oft við frænk- urnar saman, og var þá hlegið og pískrað langt frameftir nóttu og hafði afí lúmskt gaman af. Þau þijú ár sem ég vann á A. Hansen í Hafnarfírði voru sérstök ár hjá okkur afa. Kom hann nærri dag- lega í göngutúr til mín og fékk sér kaffi og konfekt og stundum skvettu af koníaki. Myndaðist sér- stakur vinskapur á milli okkar og var þessi tími toppur tilverunnar fyrir okkur bæði. Er ég flutti til útlanda, varð stórt skarð í hjarta okkar beggja. Ekki á vini okkar um langa vegu og báðum þá að koma og sjá blómið. Allir undruðust þeir fegurð þess. Um kvöldið visnaði blómið og féll. Við vorum undir það búin en gleði okkar var söm því að við vissum að slíkt blóm litum við aldrei aftur. Það var líka geisli frá guði. Fæðingu Darra frænda míns má einnig hafa til marks um fegurð og mikilleik þess sköpunarverks sem ég skil ekki, á sama hátt og maímorgnarnir ungu slungnir skini sólar sem fögnuðu honum andar- takið allt sem hann var hjá okkur. Við Grímur biðjum þess að iífíð blessi Láru, Kidda, Felix litla og alla hina sem Darri auðgaði eitt blik úr eilífðinni, þá sem fengu að gjöf minningu um barn sem fylgir þeim um ókomna tíð og gefur lífi þeirra dýpt: I vængjum felldum ég vafínn lá, þær viðjar binda ekki lengur, með nýjum styrk skal ég strengi slá og stima langnættið eldum unz óskakraftur gleymdi hann afi A. Hansen og oft var minnst á þann tíma. í fimm ár sendi ég afa kort úr útlandinu og var hann nú heldur ánægður að vera sá eini sem fékk nokkrar línUr frá hinni lands- frægu pennalötu Björk. Síðustu jól vor- um við mamma svo heppnar að hafa hann afa hjá okkur á að- fangadag. Við mæðg- urnar höfðum svo gaman af, og best var að afí vissi hvað var í öllum pökkun- um áður en hann opnaði þá. Að hafa lifað í 87 ár er löng ævi og kemur víst ekkert að óvörum eftir svo langan tíma. Öll eigum við systkinin álíka minningar um hann Trausta afa og öll elskuðum við hann svo inni- lega og af öllu hjarta. Elsku afí, söknuðurinn er mikill en minningin um þig mun aldrei gleymast. Ellubörn, Björk, Erlingur, Guðlaugur, Dagbjartur, Jóhanna, Jón Trausti, mak- ar og barnabarnabörn. Afi Trausti er dáinn. Söknuður- *■ inn er sár í hjarta mínu. Ég var svo Iánsöm að fá að hafa hann afa minn svona lengi hjá mér. En hann kvaddi skjótt og þakka ég guði fyrir hvað hann var heilsu- hraustur allt sitt líf. Oft var mikið fjör í litla húsinu hans afa þegar við frænkurnar fengum að gista yfír nótt. Já, minningamar eru margar og góðar. Þær voru ófáar góðu stundirnar sem við áttum saman. Allar sögurnar um gömlu dagana varðveiti ég í hjarta mínu. Elsku afi minn. Ég þakka þér fyrir alla hlýjuna sem þú gafst mér og fjölskyldu minni. Hvíl þú í friði. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þín Bryndís. minn endurrís úr ösku ljóðs míns og hjarta, úr mistri og sorta skín.svanaflug og sólin gistir mig aftur. (Snorri Hjartarson) Draumurinn um litla strákinn sem Kiddi og Lára ófu hvort í ann- ars sál hefur ræst og mun hjálpa þeim að vefa nýja — þegar sólin gistir þau aftur, því að það mun hún gera. Helgi Grímsson. Kveðja 1 garði í garði ástarinnar opnast í dag nýtt blóm nýtt líf mætir mér hvítur ilmur garður ástarinnar faðmur þinn. Urður. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — sími 681960 HALLDORA SIG URJÓNSDÓTTIR TRA USTIJONSSON DARRIKRISTJÁNSSON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.