Morgunblaðið - 22.05.1994, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 22.05.1994, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ MIIUNINGAR ■4- Árni Þorláks- ' son skipa- smíðameistari fæddist 13. desem- ber 1918 að Syðri- Reistará í Arnar- neshreppi, sonur hjónanna Önnu Jó- hannsdóttur og Þorláks Hallgríms- sonar. Eftirlifandi dóttir þeirra er Hólmfríður Þor- Iáksdóttir. Hálf- bróðir hennar og Árna, Garðar Hall- grímsson, er lát- inn. Árni lést á Landspítalanum 15. maí síðastliðinn. Hann kvænt.ist eftirlifandi eiginkonu sinni, Önnu Kristínu Zophon- íasdóttur, 27. inaí 1944. For- eldrar hennar voru Guðbjörg Jónsdóttir og Zophonías Magn- ús Jónasson. Árni og Anna Kristín eignuðust fjögur börn. Þau eru: Anna, f. 4. apríl 1945, Rafn, f. 30. maí 1946, Árni, f. 14. janúar 1953, og Guðbjörg, f. 21. október 1958. Arni vann sem skipasmiður við dráttar- brautina á Akureyri allt frá stofnun hennar. Hann lauk meistaraprófi í skipasmíðum 1962 og starfaði sem yfirverkstjóri stál- smíða hjá Slippstöð- inni á Akureyri. Útför Árna verður gerð frá Akureyrarkirkj u þriðjudaginn 24. maí. ÞAKKLÆTI er mér efst í huga er ég lít aftur liðnar samverustundir með honum afa mínum. Vafalítið hafa fjöllin snemma fangað huga hans enda borinn og bamfæddur undir hinu fagra skarði kenndu við Reistará. Því vomm við bamabömin þegar í frumbemsku drifín upp í fjall þar sem njóta skyldi skafla og fannfergis. Sjálfsagt hef ég bam- unginn lítið botnað í öllum þessum hamagangi þótt síðar yrði þetta ein mín helsta ástríða og em þar í önd- vegi mikils ættboga tréskíðin stuttu sem þau amma og afí gáfu mér á tveggja ára afmælisdaginn. Þau amma ferðuðust mikið um landið, svo mjög að hin síðari ár hefur okkur Beggu með engu móti tekist að heilla þau með nýjum stað- arlýsingum, þau höfðu komið þar áður, oftsinnis. Nokkrar ljúfustu minningar ungdómsáranna em ein- mitt úr þessum ferðum. í sjálfu sér skipti það mig ekki öllu máli hvort ferðinni var heitið austur í Mývatns- sveit, út í fjörð að skoða rekís eða að ná í gijót í garðinn. í mínum huga skipti höfuðmáli að fá súkku- laðibita með reglulegu millibili og þann þátt ferðarinnar annaðist amma af mikilli kostgæfni meðan afí hélt ótrauður stefnunni á áfangastað. Á menntaskólaárunum uppgötv- aði ég hvílíkur gnægtabrunnur fróðleiks afi var og gilti þar einu hvort komið var niður í málefnum líðandi stundar eða farið aftur til vandræðagangs ásanna í að koma böndum á Fenrisúlf. Úr þeim merku fræðum hmtu oftsinnis fróðleiks- molar fram á hádegisverðarhlað- borðið hennar ömmu, hið besta nesti í komandi íslenskutíma. Yndislegast var þó að hlusta á hæverska lýsingu afa á meinfyndnum atburðum forn- bókmenntanna og hygg ég að fáir hafí betur skynjað þann mikla húm- or sem þar er að finna. Hvort heldur var heima í eldhús- króknum eða á gangi á vinnustað sínum var tign hans mikil þar sem hann hleypti upp stoltinu í óhörðn- uðum unglingnum. Stolt og þakk- læti er einmitt það sem eftir situr við fráhvarf þessa mæta manns og mun ég aldrei geta þakkað nógsam- lega alla þá hlýju sem ég varð að- njótandi í Suðurbyggðinni. Jón ívar. ARNIÞORLAKSSON FRIÐRIKA STEFÁNSDÓTTIR + Friðrika Stef- ánsdóttir fædd- ist á Öndólfsstöðum í Reykjadal 17. apríl 1908. Hún lést á Húsavík 23. apríl 1994. Foreldrar hennar voru Guð- finna Sigurðardótt- ir frá Arnarvatni í Mývatnssveit og Stefán Jónsson frá Helluvaði. Hún gift- ist 1934 Kristjáni Jónatanssyni bónda í Norðurhlíð í Aðal- dal og eignuðust þau sjö börn. Þau eru: Kristín Þórveig, fædd 1934; Fríða Ey- dís, f. 1936; Ásbjörn Haukur, f. 1938; Valgerður, f. 1940; Stefán Öndólfur, f. 1942; Jakob, f. 1946 og Agnar, f. 1948. Barnabörn Friðriku og Krist- jáns eru nú 24 og bamabarna- börn 34. Afkomendur þeirra eru því 65. Útfor Friðriku var gerð frá Grenjaðarstaðakirkju í Aðaldal 30. apríl. ELSKULEG tengdamóðir mín, Friðrika Stefánsdóttir, er látin. Ung dvaldi hún í Vogum í Mývatnssveit hjá systrum sínum Sólveigu og Guðfinnu og létti undir á heimilum þeirra. Hún fermdist í Reykjahlíðar- kirkju. Árið 1930 gekk hún í Hús- mæðraskólann á Laugum í Reykja- dal á fyrsta starfsári skólans. Friðrikka var félagi í Kvenfélagi Aðaldælinga og söng hún með kirkjukór Grenjaðarstaðakirkju. Hún var söngelsk og hafði mikla ánægju af tónlist. Það fór ekki mikið fyrir henni tengdamóður minni, en þvílíka orku og dugnað í vinnu hef ég sjaldan séð. Það var sama hvort það var að hekla fínustu milliverk og dúka, baka eða stinga út úr íjárhús- um, það gekk svo hratt að með ólíkindum var. Ég minnist þess þegar ég kom fyrst í Norðurhlíð aðeins 18 ára og nýtrúlofuð Stefáni. Aðaldalurinn skartaði sínu fegursta þetta júníkvöld. Þá stóðu tilvonandi tengdaforeldrar mínir í dyrunum og var hún með hvíta sparisvuntu og beið með súkkulaði og uppdekkað borð hlaðið kökum og smurðu brauði með reyktum sil- ungi. Þegar við fórum að sofa þá beið okkar drifhvítt á rúminu með hekluðum milliverkum sem Friðrika hafði heklað. Þegar við vöknuðum kom hún með bakka, með útsaumaðri serví- ettu, hlaðinn bakkelsi og heitt súkkulaði. Þetta var svo yndislegt að ég gleymi þessu aldrei. Oft dvöldu börnin okkar, Guð- brandur, Matti og Friðrika hjá ömmu Friðriku í sveitinni og eiga þau skemmtilegar minningar það- an. Kristján tengdafaðir minn lést skyndilega 1964 eftir stutt veikindi og harma ég það oft að hafa ekki fengið að kynnast honum betur. Friðrika varð 86 ára nokkrum dögum fyrir andlát sitt. Heilsu hennar var farið að hraka og undir það síðasta var hún nær orðin blind en þó sleppti hún ekki pijónunum. Andlát hennar er vissulega velboðin líkn aldraðrar konu, sem skilaði sínu dagsverki. Hún hlaut hægt andlát í svefni. Ég og fjölskylda mín þökkum henni samfylgdina. Guð geymi þig elsku Friðrika mín. Öddný J.B. Mattadóttir. + Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vináttu við and- lát og útför eiginmanns míns, föður okkar, stjúpföður, tengdaföðurog afa, RAGNARS MAGNÚSSONAR, Keldulandi 11. Ingibjörg Margrét Jónsdóttir, Gunnlaugur Ó. Ragnarsson, Svanfríður Kjartansdóttir, Helga Rósa Ragnarsdóttir, Rúnar Jakobsson, Ragnar Ragnarsson, Grettir Gunnlaugsson, Þuríður Ingimupdardóttir, Jón Steinar Gunnlaugsson, Kristm Pálsdóttir, Ingibjörg M. Gunniaugsdóttir, Sveinn Björnsson, barnabörn og barnabarnabörn. Til sölu veitingastaður Til sölu er veitingastaður þ.e. rekstur með öllum áhöld- um og tækjum. Um er að ræða vinsælan stað sem fyrst og fremst hefur sérhæft sig í pizzum bæði til heimsendingar og neyslu á staðnum. Einstakt tækifæri til að eignast skemmtilegan veitinga- stað með mikla möguleika. Langtímaleigusamningur á húsnæði fylgir. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. Húsið - fasteignasala, Suðurlandsbraut 50, sími 684070. r SUNNUDAGUR 22. MAÍ1994 35 .......... STÓRAGERÐI - 2JA ÍB. HÚS Vorum að-fá í einkasölu vandað, vel við haldið 250 fm hús með aukaíbúð og bílskúr. Húsið getur verið 7 herb. og 2ja herb. íb. eða 5 herb. og 4ra herb. á jarðhæð. Tilvalið fyrir 2 fjölskyldur sem vilja búa saman. Verð 20,5 millj. Húsið - fasteignasala, Suðurlandsbraut 50, sími 684070. V ÚTILÍFSSKÓLI SKÁTA Á vít ævintýranna og Útilífsnámskeið Útilífsnámskeið fyrir börn og unglinga 8 til 15 ára. Tveggja vikna námskeið lrá 10.00. til 16.00. FjölbreyU dagskrá s.s. léðurviima, ratleikir. l'erðir, varðeldar, skvudihjálp og útilega í lokin. Verð kr. 7.500,- Blönduð námskeið lyrir fatlaða og ófatlaða. Tímasetningar: 30. maí - 10. júní. 27.júni - 8. júlí. ll.júli - 22. júlí. 2.ágúst - 12. ágúst Útilífsnámskeið I Útilífsnámskeið II Útilifsnámskeið III Útilífsnámskeið IV Á vit ævintýranna eru helgarferðir auk undirbúnings I. 24. -29. maí. Á vit ævintýranna við Undraland fyrir 11 ára og eldri. Útilega laugardag til siumudags í Skátaskólanum við Úllljótsvatn. Verð kr.4.800. II. 13. -26. júní. Á vit ævintýranna á Lýðveldismóti skáta fyrir llára og eldri. Miðs ikudag til suimudags á skátamóti við Úlfljóts- vatn. Verð kr. 12.800,- hmifalið ferðir og fullt fæði á mótinu. III. 11. -16. júlí. Á vit ævintýranna í Raufarhólshelli fyrir 12 ára og eldri. Útilega föstudag til laugardags i Raufarhólshelli. Verð kr.2.800,- IV. 18. -24. júlí. Á vit ævintýranna á Hellisheiði fyrir 12 ára og eldri. Útilega föstudag til suimudags.Gengið urn Ilveradali, Hellis- heiði, Skarðsnn rarfjall, Reskjadal og Últljótsvatn. Verð kr. 3.500 - V. 8. - 14. ágúst. Á vit ævintýranna i Botnsdal fyrir 12 ára og eldri. Útilega löstudag til siumudags.Gengið úr Botnsdal í Hvallírði, yíir Leggjabrjól og til Þingvalla. Verð kr. 4.100.- Upplýsingar og skráning er í síma 91-15484 á skrifstofutima og í síma 91-686802 á milli kl. 16.00. og 20.00 alla virka daga. Á Jrriáj ticlag'skvölcl kl. 19:30 á Stöá 2 ogf fcl. 20:30 á RÚY opnum viá ciyrnar fyrir nýrri reynslu í sjónvarpi Nescafé

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.