Morgunblaðið - 22.05.1994, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.05.1994, Blaðsíða 38
38 SUNNtJDAGUR 22. MAÍ 1994 MÓRGUNBLADIÐ Grettir Ljóska Smáfólk A5 SISTER ANP BROTHER, YOU KNOUJ UJHAT OUR. PROBLEM 15? U/E OON'T TRY MAKP EN0U6H TO 6ET AL0N6.. Sem systir og bróðir, veistu hvert vandamál okkar er? Við reynum ekki nógu mikið að láta okkur koma vel saman... Ég á við, ég reyni, en þú ekki... Svo allt er í rauninni mér að kenna? NU ERTU AÐ REYNA! BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103Reykjavik • Simi 691100 • Símbréf 691329 Erkibiskups boðskapur Frá Hilmari F. Binder: FYRR Á öldum barst fólki boðskap- ur erkibiskupa og þótti einsýnt að fara eftir honum - nema einstaka sjálfráðum og sjálfstæðum íslend- ingum er höfðu boðin „ að engu“. Þess konar afstaða er á bækur færð hér á landi og oft vitnað til þess. Á alþjóðlegum degi verkafólks nýverið eða síðastliðinn sunnudag 1. maí fóru hópar launþega undir félagsfánum um götur í þéttbýlis- stöðum hér á landi. Á hveijum fundi, úti eða inni, var að sjálfsögðu ræðumaður, einhver páfi hvers staðar. Fjölmiðlar voru að venju iðnir við að breiða út ræðuhöldin. Málflutningur var þannig að flestir héldu að frambjóðendur R-listans til borgarstjómarkosninganna í Reykjavík væru að halda framboðs- ræður. Boðskapurinn var sá sami: Tími til að breyta eða eingöngu: Breyta, breyta, breyta! Engu var líkara en að einhvers staðar sæti „erkibiskup" eða jafnvel „erkibiskupar" sem leggðu línumar annars vegar fyrir frambjóðendur minnihlutaflokkanna í borgarstjórn Reykjavíkur, R-listans og hins veg- ar forkólfa í launþegahreyfingunni. Sá er þó. munurinn fyrr og nú, að á öldum áður var ævinlega ljóst hveijir væru slíkir erkibiskupar og þeir fóm ekki í felur með sig og vald sitt og áhrif. En þeir sem nú sýnast vera að láta lýðinn dansa liggja í leyni og kippa í strengi. Ýmsilegt þarf að varast í lífínu en fátt eins og það að halda ekki vöku sinni og vera hafður að nytsömum sakleysingja. Eitt vekur þó óskipta athygli í sameiginlegum málflutningi R-iista fólks og foringjanna frá 1. maí. Boðaðar em breytingar en lítið út- skýrt hveiju ætti helst að breyta og hvemig. Á krepputímum eins og nú em hjá mörgum vegna at- vinnuleysis og mikilla skulda heim- ilanna er líklega fátt sem fólk þráir meira en breytingu til batnaðar. Þeir sem svo em staddir verða því lýðskmmumm auðveld bráð. En þeir sem falla í þá gryfju að ganga fyrir fagurgala óg fögmm loforðum úr tengslum við raunvemleika dag- legs lífs og efnahagsástands í land- inu - em svipað á vegi staddir og þeir sem fyrirfram gefa sér lottó- vinning á laugardegi eða happ- drættisfeng. Að gangast fyrir breytingum breytinganna vegna er í reynd að kaupa köttinn í sekknum. Fólk verð- ur að halda vöku sinni, gera sér grein fyrir hvað það hefur og veit því hveiju það sleppir ef það kýs eitthvert sýndar framboð byggt á loforðum sem varla er möguleiki að uppfylla. Enn er fólk hér á landi svo skynugt og sjálfstætt í hugsun að það hefur burði til að hafa boð- skap einhverra felu-„erkibiskupa“ að engu. HILMAR F. BINDER, Vindási 3, Reykjavík. R = Reiði listi vinstri flokka Frá Pálmari Smára Gunnarssyni: EKKI ÞURFTU þingmenn stjómar- andstöðuflokkanna á bak við R-list- ann svokallaða mikið til að reiðast, vegna þess að útsending á sjón- varpsrásinni Sýn var rofin frá Al- þingi 9. maí sl. Reiddust þeir svo mjög að þeir kröfðust þess að þing- fundi yrði slitið. Sú er sat í forseta- stól Alþingis lýsti því ýfir, sjálfsagt í reiðikasti, að samningur milli Al- þingis og Sýnar hefði verið brotinn. Já, ekki þurfa þeir mikið, þessir blessaðir pólitíkusar, sem em í þeim flokkum er standa að baki R-list- ans, til að r-eiðast. Ef þetta sýnir ekki fólki hvað lít- ið þarf til þess að flokkamir, er standa að baki þessum svokallaða R-lista, lista reiði og mgls, þurfa lítið til að stökkva upp á nef sér út af engu, þá ættu nú vonandi allir loksins að sjá hvemig sú stjóm höfðuborgar íslands, Reykjavíkur, verður ef þessir flokkar er standa á bak við þennan r-ugl og r-eiði lista komast til valda hér í borginni okkar fallegu. Nei, góðir borgarbúar, látið ekki blekkjast af þessum brotalista brot- um, því ef að þið gefið þeim at- kvæði ykkar og þeir komast til valda í borginni okkar þá verður hver hendin upp á móti annarri og allt það sem byggt hefur verið upp og á að byggja upp á komandi árum undir sterkri stjórn Sjálfstæðis- flokksins fyrir bí. Látið ekki þessa bólu sem þessi svokallaði R-listi ér, og verður fljót að springa, blekkja ykkur með öll- um þessum R-loforðum. Nei, þeir þoldu það ekki að okkar ágæti borg- arstjóri fengi að sýna það á sjón- varpsskjánum hjá Sýn að það sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lofað í undanförnum borgarstjórnarkosn- ingum að framkvæma hefur hann staðið við undir stjórn og styrkri hendi Davíðs Oddssonar, Markúsar Amar Antonssonar, og nú undir stjórn okkar fyrirmyndar borgar- stjóra eins og hinna tveggja þar á undan, Árna Sigfússonar. Góðir borgarbúar, hugsið ykkur vel um áður en þið greiðið atkvæði ykkar. Viljið þið stjórn borgarinnar í hendur r-ugls og r-eiði listans eða viljið þið hafa stjórn borgarinnar í höndum þess flokks sem hefur byggt upp og fegrað borgina okkar undanfarin ár af öryggi og styrk, undir styrkri stjórn Sjálfstæðis- flokksins. Þið hafíð um tvennt að velja: Áfram Reykjavík, X-D, eða aftur- bak og upp í loft X-R-ugl-r-reiði. Nei, guð forði okkur frá því að fá allar þessar rúnur R-lista í stjóm borgarinnar. PÁLMAR SMÁRI GUNNARSSON, fulltrúi hjá lögreglustjóraembættinu í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.