Morgunblaðið - 22.05.1994, Síða 39

Morgunblaðið - 22.05.1994, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1994 39 BREF TIL BLAÐSINS SUNDSAMBAND íslands getur ekki tekið að sér að sjá um sund- keppni Smáþjóðaleikanna 1997 nema fá 50 m keppnislaug, segir Sævar Stefánsson. Loforðin tíu Bréf til bæjar- og sveitarstjórnar- manna í Reykjavík og nágrenni Frá Sævari Stefánssyni: NÚ LÍÐUR að kosningum og allir keppast við að gefa loforð um hvað þeir muni nú gera verði völdin í þeirra höndum á næsta kjörtíma- bili, það á að byggja, bæta og breyta öllu sem þeim finnst ábótavant. Og viti menn, einn og einn talar um að það þurfi 50 m yfirbyggða keppnislaug fyrir sundíþróttafólk og er það góðs viti. En sundmenn hafa svo oft heyrt gefin loforð um slíkt að þeir eru orðnir langþreyttir á slíku tali. Það virðist ríkja gífurlegt skiln- ingsleysi á því hvers vegna sund- íþróttin þurfi 50 m innilaug, en það virðast aHir skilja að það sé nauð- syn að fá þak yfir knattspyrnuvöll, skautasvell, tennisvelli, verslunar- götur og guð veit hvað. Það er allt- af sama sagan þegar sundmenn tala um að fá 50 m innilaug, „hvað er þetta, það eru laugar um allt, þið þurfið nú ekki fleiri laugar" og svo er bætt við, „en þetta eru að vísu allt útilaugar því almenningur vill það“ og þar komum við að meginmálinu, það hefur ekkert gerst síðan að Sundhallimar í Reykjavík og Hafnarfirði voru byggðar, að vísu með einni undantekningu sem er Sundhöllin í Vestmannaeyjum en hana gáfu Norðurlandaþjóðimar eft- ir gos og er það eina nothæfa keppn- islaugin sem til er. Þolinmæði sundfólks á þrotum Nú er svo komið að þolinmæði sundfólksins er að þrotum komin, framundan er einn stærsti íþrótta- viðburður í sundi sem átt hefur sér stað hér á landi, þ.e.a.s. 1997 í maí verða haldnir hér Smáþjóðaleikar. Ólympíunefnd íslands hefur farið fram á það við Sundsamband ís- lands að það sjái um sundkeppnina þ.e.a.s. undirbúning og skipulagn- ingu, Sundsambandinu er það ljúft að taka að sér þetta verkefni svo framarlega sem það finnst einhver laug sem hægt er að nota á Stór- Reykjavíkursvæðinu, en þar stend- ur hnífurinn í kúnni að mati Sund- sambandsins. Það er ekkert mann- virki sem er boðlegt eða hreinlega hægt að nota í keppni sem þessa. Það er skemmst að minnast þess þegar haldið var hér Norðurlanda- meistaramót í sundi að þátttakend- ur á því móti hlæja enn þegar minnst er á mótið á íslandi vegna þeirrar sundaðstöðu sem boðið var upp á. Ætlum ekki að verða aðhlátursefni Sundsambandið ætlar ekki að verða aðhlátursefni Smáþjóðanna sem sækja þetta mót heim og hróp- ar því í örvæntingu til sveitar- stjórnarmanna um aðstoð við upp- byggingu á 50 m innilaug. Áætlað- ur kostnaður er um 200 millj. með því að samtengja þetta við sundstað eða íþróttahús sem er í notkun. Það bæjar- eða sveitarfélag sem ræðst í þessa framkvæmd mun tryggja sér öll stærstu sundmót næstu ára innlend og erlend, þ.e.a.s. Smáþjóðaleikaj Norðurlandameist- aramót, Evrópumeistaramót og önnur þau stórmót sem hægt væri að fá til landsins. Ef bæjar- og sveitarstjórnar- mönnum vex þessi kostnaður í aug- um þá er til vara lausn en hún er sú, að sameinast um verkið og byggð og rekin 50 m innilaug í sameiningu. Með sundkveðju, SÆVAR STEFÁNSSON, varaformaður Sundsambands Islands. „Illa hefði Kárí veríð brunninn“ Frá Maríu Skagan: ÉG ER fædd árið 1926 að Berg- þórshvoli í V-Landeyjum og ólst þar upp til átján ára aldurs. Faðir minn, Jón Skagan og móðir mín, Sigríður Jenný, bjuggu þar í tuttugu ár. Bar Njálu því oft á góma í tali manna. Minnist ég þess, að föður mínum þótti afar ólíklegft, að Kára hefði ekki auðn- ast að slökkva í sér eld þann er logaði í klæðum hans og hári, fyrr en í Káratjörn, sem er í túninu á næsta bæ, Káragerði. Leiddi faðir minn sterkar líkur að því, að Kári hefði slökkt í sér strax í tjörn er verið hefði norðan við vesturhólinn á Bergþórshvoli, en þangað mun reykinn einmitt hafa lagt af brenn- unni og svo yfir hólinn og vestur að Káragerði þangað, sem Kári síðan hljóp og fól sig í Káragróf. Þaðan má, svo sem sagan greinir, sjá vel heim að Bergþórshvoli án þess að verða séður þaðan. Ritaði faðir minn um þessa skoðun sína grein í tímaritið Dvöl benti þar, að ég hygg réttilega, á að mjög illa hefði Kári verið orðinn brunn- inn, hefði honum ekki auðnast að slökkva í sér fyrr en í Káratjörn, en þangað er dijúgur spölur frá Bergþórshvoli. Mýrlent mjög var í Landeyjum í æsku minni og má ætla, að svo hafi einnig verið á dögum Njáls, víða tjarnir - einnig í túninu á Bergþórshvoli - svo og keldur og tjarnir umhverfis. Kem ég því þessari tilgátu föður míns heitins á framfæri. Með þökk fyrir frábæran Njálu- lestur Ingibjargar Haraldsdóttur síðastliðinn vetur. MARÍA SKAGAN, Hátúni 12, Reykjavík. Gagnasafn Morgxuiblaðsins Allt efni sem birtist í Morgun- blaðinu og Lesbók verður fram- vegis varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskil- ur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endur- birtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Stúdentastjaman hálsmen eða prjónn z Jön Sipunítaon 14 k gull Verðkr. 3.400 Laugaveg 5 - sími 13383. Líttu betur út með l\lo 7 snyrtivörum Frá Attenborough Associates Góð húð getur verið meðfædd en þú þarft samt að hafa fyrir henni nú á tímum. Þar sem stress og mengun taka sinn toll er mikilvægt að nota réttar snyrtivörur. Þess vegna hefur No 7 línan verið hönnuð fyrir daglega og sérstaka umönnun húðar sem inniheldur allt það sem hún þarfnast, 24 tíma á dag, sérhvern dag ársins. Það er aldrei of seint að byija. Gerðu að vana daglega umhirðu húðar. No 7 umönnun tekur aðeins nokkrar mínútur á dag, kostar ekki milljón og dugar fyrir lífs- tíð! Dagleg umönnun húðar felst í fljótvirkum hreinsi, andlits- vatni, dag- og næturnæringu, fyrir sérhverja húðgerð. Hvern- ig húð ertu með, þurra, eðlilega til þurra, blandaða eða feita? Þú velur þér hreinsi, andlitsvatn og næringu fyrir þína húð. Sérstök umönnun er sérhönnuð krem sem fullnægja og bæta á augljósan hátt útlit og áferð húð- ar. Línan inniheldur augnkrem, varakrem, hrukkukrem, djúp- næringarkrem, E-vítamínkrem, hreinsi, næringarmaska o.fl. Notfærðu þér þekkingu og sér- stöðu Boots lyfjafyrirtækisins sem hefur á rannsóknarstofum sínum rannsakað og hannað vörur fyrir húðina í yfir 60 ár. Það gefur engin fölsk loforð um eilífa æsku heldur bæta vörurn- ar og næra þína húðgerð. Boots gerir miklar kröfur um gæðaeft- iriit enda er það lýfjafyrirtæki svo þú ert í öruggum höndum hjá Boots. Njóttu þess að nota make up lín- una frá No 7. Hún inniheldur allt sem þarf fyrir fullkomna förðun: mest nærandi meikin sem gefa rétta áferð, púður, hylj- ara og grænt krem sem hylur rauða bletti, krem undir meik sem yngir og festir meikið, og fyrir augu; flauelsmjúka skugga í öllum litum, augnskuggagrunn með festi, kremaða blýanta og allar gerðir af möskurum fyrir Unnur Arngrímsdóttir linsur, vatnshelda o.fl. Varalitir í ótrúlegu litavali, varalita- grunnur, varalitafestir, vara- litablýantar og naglalökkin í stíl við varalitina. Þú færð þetta allt í No 7 og á réttu verði. No 7 vörurnar uppfylla hæstu gæðakröfur nútímakonunnar. Unnur Arngrímsdóttir hefur alltaf haft trú á góðri umhirðu húðar. Unglegt útlit hennar og falleg húð er sönnun þess að það borgar sig að hugsa ætíð vel um húðina. Unnur lifir annasömu lífi og þarfnast því snyrtivara sem virka fljótt og vel. Það sama á viö um litaval hennar, hún velur náttúrulega liti sem fegra en breyta ekki útliti hennar og krefst þess að förðunin endist. Þess vegna velur hún No 7: „No 7 lætur mig líta út eins og ég vil. Hreinsilínan og kremin þeirra eru árangursrík og á réttu verði. Litalína No 7 inni- heldur alla nýjustu tækni.“ Unnur er föröuð með: Positive Action næringarmeiki no 305, glæru, lausu púðri, kinnalit no 470, augnskugga no 725, dökk- brúnum Lashluxe næringar- maska, varalit no 020. No 7 fæst í apótekum og betri snyrtivöru- verslunum. Auglýsing Það er skrítið til þess að hugsa að við landnám hafi birkiskógar þakið þriðjung landsins. ■Skrítið en satt. Núna er aðeins 1% landsins skógi vaxið og gróður- magnið aðeins 1/3 hluti af því sem það var við upphaf landnáms. Áratuga starfsemi Landgræðslusjóðs hefur sannað að með markvissum aðgerðum er hægt að endurheimta og fegra landið okkar. „Leggjum gull í lófa framtíðarinnar” STEINGRÍMUR STEINÞÓRSSON, BÚNAÐARMÁLASTJÓRI, 1944. Við bæjarstjórnarkosningarnar 1994 munu sjálfboðaliðar, félagar í skógræktarfélögum landsins, selja barmmerki Landgræðslusjóðs á öllum s kjörstöðum landsins. 2 Kauptu merki. Við getum fegrað ísland fyrir framtíðina.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.