Morgunblaðið - 22.05.1994, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 22.05.1994, Qupperneq 52
jr W*/ Regtubundinn spamaður Landsbanki íslands MORGUNBLADID, KRINGLAN 1 103 REYKJA VÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTIIÓLF 3040 / AKUREYRI: UAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Borgarspítalinn Sjúkra- hótel til að spara HAFINN er undirbúningur að sjúkrahóteli vestan við Borgarspítalann og yrði það tengt spítalabyggingunni með göngum eða brú. Notk- un slíkra sjúkrahótela í bein- um tengslum við spítala fer mjög vaxandi víða um heim. Með því næst mikill spamað- ur, þar sem sólarhringur á slíku sjúkrahóteli kostar inn- an við þriðjung miðað við spítalarúmið. Reynslan annars staðar sýnir að slík sjúkrahótel verða að vera á lóð sjúkrahúsanna og tengd þeim með göngum eða brú, annars eru sjúklingar tregir til að fara úr öryggi nálægðarinnar við spítalann og læknar tregari til að flytja sjúklinga af sjúkrahúsinu. Styttri tími á sjúkrahúsinu Með nýrri tækni og breytt- um viðhorfum í sjúkrahúsmál- um geta margir sjúklingar leg- ið mjög stutt í sjúkrahúsinu sjálfu og miklu fleiri komast til aðgerða og biðlistar stytt- ast. Aðstandandi getur dvalið á sjúkrahótelinu með sjúkl- ingnum. ■ Framsýnt fólk/16 Morgunblaðið/Sverrir Forsvarsmenn Ríkisspítala og Borgarspítala að loknu sjö vikna verkfalli meinatækna Sveppasýkingar vegna tíðra sundlaugaferða „EG HEF þá tilfinningu eftir að hafa unnið að þessum lækningum á ís- landi í nokkur ár að meira sé um sveppasýkingar á íslandi en í öðrum löndum. Við höfum þá tilgátu, og rannsóknin mun væntanlega leiða í ljós hvort hún er rétt, að tíðar sundlaugaferðir Islendinga spili þar mjög mik- ið inn í,“ sagði dr. Bárður Sigurgeirsson, sérfræðingur í húð- og kynsjúk- dómum. Rannsóknin sem hann talar um og hann og þrír aðrir læknar í húðsjúkdómum eru að fara út í, er viðamesta faraldsfræðilega rannsókn á sveppasýkingum í húð og nöglum sem gerð hefur verið í heiminum. Bárður vonast eftir að rannsókn- in leiði í ljós hveijir séu helstu áhættuþættir sveppasjúkdóma, en tilgáta læknanna er að tíðar sund- laugaferðir hafi þar m.a. veruleg áhrif. Bárður sagði að sér dytti þó ekki hug að fara að vara fólk við því að fara oft í sund. „Sundið ger- ir svo margt gott fyrir líkamann þannig að ég held að það dytti ekki nokkrum heilvita manni í hug að fara vara fólk við því að fara í sund. En ef við finnum það út að sundið sé sterkur áhættuþáttur þá held ég að við gætum komið betri upplýs- ingum til fólksins um hvernig það á að haga sér í sundi, sérstaklega hvernig þeir geti varnað því að sveppir berist af gólfi í húð,“ sagði Bárður. Á síðasta ári kom á markað hér á landi nýtt lyf, Lamisil, sem veitir lækningu við sveppasjúkdómum í húð og nöglum á tiltölulega stuttum tíma. Þrátt fyrir að ekki sé nema ár síðan notkun á Lamisil hófst eru íslendingar þegar búnir að setja heimsmet í notkun þess. Bárður sagðist ekki telja að lyfið sé notað í einhveiju óhófi hér á landi. ■ Forysta í rannsóknum/4 Samið um 6% launahækkun - launa- munur milli meinatækna á höfuðborg- arsvæðinu og úti á landi minnkar FORSVARSMENN Ríkisspítala og Borgarspítala reikna ekki með að breyta þurfi fyrri áætlunum um rekstur spítalanna í sumar þrátt fyrir verkfall meinatækna, nú þegar verkfallinu er lokið. Félagsfundur meina- tækna samþykkti samhljóða að fresta verkfalli á hádegi í gær, en at- kvæðagreiðsla um samninginn verður í vikunni. Samningurinn felur í sér um 6% launahækkun, mismikla eftir flokkum og mesta hækkun hjá þeim sem voru á lægstu töxtum. Launabil milli meinatækna, sem starfa á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi minnkar, m.a. við það að meinatæknar eiga nú möguleika á að fá starfsheitið verkefnisstjóri. Yfirlýsing frá ráðherra Skrifað var undir samninga við meinatækna á föstudagskvöld eftir að samninganefndir deiluaðila höfðu verið kallaðar saman. Það sem með- al annars varð til að liðka fyrir samn- ingum var yfirlýsing til meinatækna frá Guðmundi Áma Stefánssyni heil- brigðisráðherra um að meinatæknar fengju aðild að nefnd sem á að end- urskoða rekstur rannsóknastöðva sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva og hugsanlega að koma á einhvers kon- ar ábataskiptakerfi ef fyrirkomulag- ið leiðir til aukinna afkasta og betri reksturs. „Ég hugsa að þetta hafí meðal annars orðið til þess að deiluaðilar gátu tekið með nýjum hætti á eldri ágreiningsmálum og leyst deiluna,“ sagði Guðmundur Ámi. Einn af ásteytingarsteinunum í deilunni var meðal annars saman- burður við kjör hjúkrunarfræðinga á Ríkisspítölum og á Borgarspítala. Tilboð ríkisins miðaði að því að samræma kjarasamninga þessara stétta en fastráðnir hjúkmnarfræð- ingar fengu á síðasta ári nokkra kjarabót gegnum ráðningarsamn- inga og við það vildu meinatæknar miða. Það töldu viðsemjendur þeirra hins vegar geta haft víxlhækkanir í för með sér, en kjarasamningar hjúkrunarfræðinga em nú lausir. Þá olli það einnig erfíðleikum hve margir meinatæknar em með háan starfsaldur. Sú samræming sem nú hefur náðst fram þýðir að launa- flokkahækkun getur tekið meina- tækna mjög langan tíma. Það er snú- ið að reima SANNARLEGA getur það vafist fyrir frískum strákum að reima skóna sína - svo mega þeir helst ekki vera að slíku á fallegum sumardegi þegar mikið er að gera úti við. Með góðri aðstoð mömmu lærist þessi list smám saman og í leiðinni sakar ekki að laga sokkana, sem gjarnan gerast óstýrilátir í hamagangi og hlaupum. Davíð A. Gunn- arsson forstjóri Rík- isspítalanna sagði að eftir helgina yrði hafíst handa við að koma ástandinu á sLandspítala sem fyrst í eðlilegt horf. Hann sagðist ekki gera ráð fyrir að áætlunum um sum- arlokanir yrði breytt; ein af ástæðum þess að deildum á sjúkra- húsum er gjaman lokað á sumrin væri að sjúklingamir á biðlistum eftir að- gerðum vildu heldur fara í þær aðgerðir á öðrum árstímum. Þá væri mjög erfítt að breyta skipu- Jagningu sumar- leyfa starfsfólks með svo stuttum fyrirvara. Davíð sagði að sums staðar hefðu hlaðist upp rann- sóknargögn vegna verkfallsins sem tæki tíma að vinna úr. En öllum inniliggjandi sjúklingum á spítölun- um hefði verið sinnt og því biði ekki mikið af sýnum vegna þeirra. Morgunblaðið kemur næst út miðvikudaginn 25. maí. Morgunblaðið/Kristinn Félagsfundur meinatækna samþykkti sam- hljóða að fresta verkfalli. Jóhannes Pálmason fram- kvæmdastjóri Borgarspítalans sagði að þar hefðu áætlanir fyrir rekstur í sumar verið ákveðnar fyr- ir alllöngu og þeim áætlunum hefði ekki verið breytt. Ljóst væri að ekki væri hægt að hafa fullan rekst- ur yfir sumarið og því yrðu deilda- lokanir með svipuðum hætti og áður, bæði vegna þess að starfsfólk og rekstrarfé skorti. Gleymdu sér yfir fegurðarkeppni landi. Einnig kviknaði í hurð uppþvottavélar í eldhusi nokkru í bænum án þess að íbúar húss- ins yrðu þess varir af sömu ástæðu og áður er getið. Hins vegar voru ekki allir jafn uppteknir af nefndri keppni því kveikt var í rusli við íþróttahús Fram og tókst slökkviliðinu að koma í veg fyrir að skemmdir hlytust af. ELDUR kviknaði í tveimur eld- húsum á höfuðborgarsvæðinu á föstudagskvöld án þess að íbú- arnir yrðu þess strax varir vegna þess að þeir voru að horfa á feg- urðarsamkeppnina. í öðru húsinu voru húsráðend- ur að poppa og samkvæmt upp- , lýsingum frá slökkviliði gleymdu þeir sér yfír sjónvarpinu meðan sent var út frá keppni um feg- urstu konu íslands frá Hótel Is- Ekkí breyting á rekstri í sumar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.