Morgunblaðið - 29.05.1994, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.05.1994, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1994 B 3 „Mamma, sjáðu gráa hestinn sem er meðal hestanna okkar, hvaðan er hann kominn, hann var að fara inn í hesthús með hestunum okk- ar.“ Hún sagði: „Hvaða vitleysa, það hefur enginn hestur komist inn í girðinguna.“ Ég trúði þessu ekki heldur hljóp af stað til þess að gá að þessu og reka aðkomuhestinn út, ég var orðin þrettán ára þegar þetta var. Við áttum þá þrjá rauða hesta og þeir voru í húsinu en enginn grár hestur. Við komumst hins vegar að því skömmu síðar að síðasti hesturinn sem var á þess- um stað var heygður þarna í tún- inu - og hann var grár. Þetta næmi mitt hefur líka kom- ið fram í því að ég er viðkvæm bæði fyrir fólki og jafnvel húsum. Það kemur stundum fyrir að mér líður svo illa inni í húsum að ég helst ekki við og verð að fara út. Ég á líka stundum erfitt með að tala við fólk. Það er ekki þannig að ég sé misvel upplögð heldur á ég alltaf erfitt með að tala við sama fólkið. Hugur minn fer þá í eins konar ferðalag og ég „dett Elín Ósk í hlutverki Toscu eftir Puccini í Þjóðleikhúsinu ^TJðRMI- FLOKKI út“, eins og það er kallað, það fólk hefur þá svoleiðis strauma í kring- um sig. Þetta hefur hins vegar engin áhrif þegar ég er að syngja á móti fólki. Þá er ég svo einbeitt í því sem ég er að gera að ekkert annað nær tökum á mér. í Söngskólanum kynntist ég manninum mínum, Kjartani Ólafs- syni. Hann er heldur eldri en ég og var búinn að vera nokkur ár í skólanum þegar ég kom inn. Ég var á sjöunda stigi þegar við kynnntumst og tuttugu og eins árs gömul. Hann tók söngkennarapróf sama vorið og ég tók einsöngvara- próf og svo fórum við saman haust- ið 1984 til Ítalíu. Ég varð að færa mikla fórn til þess að komast til Ítalíu. Ég varð að selja hestinn minn sem ég hafði tamið og var minn einkavinur. Ég grét í marga daga á eftir, söngur- inn krefst fórna. Þessi hestur hét Fáni og ég tamdi hann að mestu sjálf. Eg hafði kennt honum að gera'kúnstir og ég gat fengið hann til þess að skipta um gang með ýmsum merkjum, ef ég lagði t;d. flata höndina fyrir framan hnakk- nefið þá fór hann að brokka, o.s.frv. Þótt ég væri ekki alin upp við óperumúsík þá heillaði hún mig mest af öllu. I óperunni er eitt- hvert sterkt aðdráttarafl sem dró Elín Ósk sem Önnur dama úr Töfraflautunni eftir Mozart Elín Ósk í hlutverki Donnu Elviru og Kristinn Sigmundsson sem Don Ciovanni úr samnefndri óperu eftir Mozart mig snemma að sér. Pabbi eignað- ist plötu með Pavarotti og uppá- haldslagið mitt var á henni, Nessun dorma. Það var það yndislegasta sem ég gat hugsað mér, ég lá oft upp í sófa og hlustaði á það og tárin hrundu niður kinnarnar á mér, það gekk mér svo til hjarta. Ég er veik fyrir rómantík og kannski hefur það átt sinn þátt í að ég vildi fara til Italíu. Við bjugg- um í Mílanó þar sem ég komst til mjög góðs kennara, Pier Miranda Ferraro. Ég ætlaði að verða óperu- söngkona og þá kom ekkert annað til greina en Italía í mínum huga. Ferraro gerði marga góða hluti fyrir mig og mér gekk vel á Ítalíu, söng þar mikið. Kennarinn minn var duglegur að senda mig hingað og þangað að syngja. Tónlistarfé- lög eru mjög víða í bæjum á ítal- íu, þau hringja í kennara og biðja Elín Ósk eftir einsöngvaraprófið í Söngskólanum ásamt Þuríði Pálsdóttur kennara sínum og Jórunni Viðar undirleikara t.v. um söngvara, þá er maður sendur af stað í konsertferðalag. Svo fór ég í söngferðalag með kór og hljómsveit frá Verdi Konservator- ium í Mílanó og fluttum G-dúr messu Schuberts, það var mjög skemmtilegt. Ég öðlaðist sviðs- reynslu og fékk gagnrýni, það gerði mikið fyrir mig. Ég var búin að læra talsvert mikið í músík þeg- ar ég kom til Ítalíu og vildi helst fá sem mesta kennslu í söngnum og tilsögn í að læra hlutverk. Ég fór í gegnum sex óperur hjá þess- um kennara mínum úti. Mér finnst óskaplega gaman að læra óperur. Manni vex þetta kannski svolítið í augum fyrst þegar maður opnar nýja bók en svo sest maður niður og hvað leiðir af öðru. Ég vildi helst ekkert gera nema að vinna við óperur. Árið 1986 fékk ég tilboð um að syngja Tosku í Þjóðleikhúsinu og þá ákvað ég að fara heim til ís- lands. Það var glæsilegt verkefni sem gaf mér dýrmæta reynslu. Eftir það hef ég sungið í nokkrum ólíkum óperum og er nú að læra hlutverk Lenoru í Valdi örlaganna eftir Verdi, sem er stórkostlegt verk og í mestu uppáhaldi hjá mér í dag. Verdi og Puccini höfða mest til mín. Við Kjartan studdum frá upp- hafi hvort annað mikið og höfum alltaf starfað mikið saman. Hann er mjög fjölhæfur maður í músík. Hann spilar á næstum hvaða hljóð- færi sem sett er í hendumar á honum og hann hefur yndislega rödd. Við höfum haldið konserta saman. Við fórum t.d. í hljómleika- ferð um alla Austfirði ásamt Ólafi Vigni Albertssyni og í aðra ferð með Hólmfríði Sigurðardóttur píanóleikara. Kjartan er Austfirð- ingur, ættaður frá Fáskrúðsfírði, þar og á Stöðvarfirði starfaði hann um tíma sem tónlistarkennari. Hann var meira að segja búinn að stofna karlakór á Stöðvarfirði áður en við kynntumst og ætlaði sér að starfa við tónlist úti á landi, en fórnaði þeim framtíðardraumi fyrir mig. Ég vildi búa í Reykjavík, ann- að kom ekki til greina fyrir mig ef ég ætlaði að starfa sem söng- kona. Hann hefur hins vegar valið sér svipaðan starfsvettvang, hann er tónmenntakennari og hefur í fimm ár verið orgelleikari á elli- heimilinu Grund og vinnur þar og annars staðar mikið músíkstarf. Sjálf er ég í alls kyns tónlistar- starfi, stjóma Kór Rangæinga sem ég hef mikið yndi af og er einnig fastur kennari við Söngskólann í Reykjavík. Það gefur mér mikla gleði að kenna. Svo syng ég auðvit- að hvenær sem tækifæri bjóðast. Ég vildi þó gjarnan syngja meira og raunar helst ekki gera neitt annað, en ég bý í litlu samfélagi þar sem tækifærin eru færri en skyldi og því erfitt á að ná fullum þroska sem listamaður. Rödd þarf mikla þjálfun ef hún á að komast í „stjörnuflokk“.“ Elín Ósk er í blóma síns aldurs sem söngkona, aðeins 32 ára göm- ul. Að vísra manna dómi er rödd hennar óvenju glæsileg og tónlist- arhæfileikar hennar óumdeildir. Hefur slík söngkona ekki reynt fyrir sér í erlendum óperuhúsum? „Nei, ég hef aldrei sungið neins staðar fyrir, né sent upptökur út,“ segir Elín. „Það hafa ýmsir aðilar, erlendir sem innlendir, hvatt mig eindregið til þess að reyna fyrir mér í útlöndum en ég hef ekki getað fengið mig til þess. Svo und- arlega sem það kann að hljóma þá er ég svo heimakær kona að mér óar við þeirri tilhugsun að leggjast í ferðalög, fjarri manni, barni, foreldrum og systkinum. Eigi að síður hefur þessi spurning orðið æ áleitnari. Nú er sá tími runninn upp sem er blómatími í starfsæfi hvers söngvara, ég veit að nú er að hrökkva eða stökkva. Vissulega blundar í söngkonunni í mér löngun til þess að athuga hvað henni yrði ágengt úti í hinum stóra heimi en ljölskyldumanneskjan er algjörlega á móti þessu. Ég hef verið að reyna að sætta þessi ólíku sjónarmið með því að velta fyrir mér möguleikum á að fá samning við óperuhús, þá þyrfti ég ekki að vera á þeytingi. Við höfum rætt þetta hjónin en ég hef alltaf dreg- ið í land, enn sem komið er. Mig langar svo mikið að eyða lífinu hér með mínu fólki. Ég er alin upp við stöðugleika hlýlegs fjölskyldulífs og nú er það kannski viss dragbít- ur á allar hugmyndir um ævintýri í útlöndum. Eg fórnaði hestinum mínum til þess að komast í söng- nám í útlöndum, ég er ekki viss um að ég vilji ganga iengra á þeirri braut.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.