Morgunblaðið - 29.05.1994, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1994 B 13
þrjár íslenskar hjúkrunarkonur,
Hildur Magnúsdóttir, Kristín Dav-
íðsdóttir og ég. Fyrst bjuggum við
í loftvarnabyrgi, gluggalausu og
hræðilegu. Við vissum aldrei hvort
nótt var eða dagur, en svo fengum
við Kristín lítið hús til að búa í og
þá skánaði ástandið lítið eitt. Við
höfðum kokk sem eldaði handa okk-
ur eina máltíð á dag. Stundum var
ekkert að hafa nema kartöflur og
þá dundaði hann sér við að skera
þær niður á mismunandi vegu. Við
fengum þær steiktar í strimlum, í
sneiðum, í ferköntuðum bitum og
mesta furða hvað blessaður kokkur-
inn var hugmyndaríkur við að skera
niður þessar kartöflur. Þetta var
góður maður sem meira að segja
bauðst til að sofa í bílskúrnum til
að geta verið nær okkur og varið
okkur ef eitthvað kæmi fyrir.“
Sofið í loðfeldi
„Kuldinn var mikill yfir veturinn
og við urðum að dúða okkur fyrir
svefninn. Stundum svaf ég í loðfeldi
og veitti ekki af, því þótt við hefðum
rafmagnsofna var undir hælinn lagt
hvort hægt var að nota þá vegna
rafmagnsleysis.
Hver dagurinn var öðrum líkur
og það var kannski þess vegna sem
ég ákvað að stríða Kristínu dálítið
og láta hana hlaupa ærlega 1. apríl.
Það hafði kvisast að miklir bardagar
væru í aðsigi í borg suður af Ka-
búl, og þá yrði að öllum líkindum
að senda hluta særðra til Pershawar
sem er rétt við landamæri Afghan-
istan og Pakistan.
Ég gerði mér litið fyrir og hringdi
í Kristínu og sagði henni að koma
hið skjótasta því hún ætti að fara
til Pakistan innan klukkutíma. Þann-
ig stóð á að vinkona Kristínar var
að lita á henni hárið og var nærri
hálfnuð með verkið. En auðvitað
kastaði Kristín öllu frá sér og með
annan helminginn af hárinu fallega
kastaníubrúnan og hinn litlausan
skundaði hún af stað og hugðist
pakka niður í hvelli. Þegar heim kom
sagði ég bara „1. apríl“! og fékk
óstöðvandi hláturskast þegar ég sá
hárið á henni.“
Haldið til Pakistan
„En viti menn, daginn eftir var
mér sagt að við tvær hefðum verið
valdar til að fara strax til Pakistan
þar sem allt væri að fyllast af særð-
um hermönnum. Mér féll allur ketill
í eld þegar mér var sagt að hringja
og láta hana vita. Enda sagði hún
bara þegar hún heyrði erindið:
„Heyrðu góða mín, það er 2. apríl
í dag og reyndu ekki að hafa mig
að fífli í annað sinn,“ og þar með
skellti hún á mig. Ég varð að biðja
yfirmann okkar á sjúkrahúsinu um
að hringja í Kristínu og þá loksins
trúði hún þessu og saman fórum við
til Pakistan.
Á jólunum 1990 héldum við svo-
litla gleði með vinum okkar. Þegar
allt var afstaðið og við sofnaðar
vaknaði Kristín við ógnarhávaða.
Hún hélt að sprengja hefði fallið
nærri húsinu og fór að athuga mál-
ið. Þegar hún leit út um gluggann
sá hún að garðurinn var fullur af
vopnuðum hermönnum, sem virtust
vera í felum. Hún kunni hrafl í
málinu og ætlaði að senda þeim tón-
inn og segja þeim að hypja sig í
burtu, en ruglaðist eitthvað því hún
mun hafa sagt þeim „að fara í friði,"
sem var kannski eins gott. Hermönn-
unum virtist bregða við þessa kveðju
og hentust yfir garðvegginn með það
sama.
En því segi ég þessa sögu, að oft
slapp maður með skrekkinri og vissi
áreiðanlega ekki um allar hætturnar
sem vofðu yfir. Daginn eftir heim-
sókn hermannanna sáum við hvers
kyns var. Það sem Kristín hélt að
hefði verið sprengjuhljóð var hávaði
sem myndaðist þegar mennirnir
brutu rúður í tveimur stórum hurð-
um sem sneru út í garðinn. Við vor-
um vissar um að þeir hefðu ætlað
sér að rupia og ræna, og guð má
vita um endinn á þeirri sögu hefðu
þeir komið að okkur sofandi eða
skelfingu lostnum í húsinu. Við
heyrðum um mörg voðaverk sem ég
hirði ekki um að segja frá hér. Samt
voru þetta stjórnarhermenn sem áttu
að gæta okkar. En staðreyndin var
sú, að spennan og álagið var gífur-
legft hjá þessum mönnum sem sumir
inu hafði verið. Þarna var ekki um
nauðgun að ræða heldur rán. Ég hef
alltaf fyrir sið að afþakka allt sem
mér er boðið af ókunnugum, alveg
sama hvað það er, og ég ferðast
helst aldrei ein. Mér hefur lærst að
treysta engum á fjarlægum slóðum."
Barnið skal heita Móttaka
Hvemig væri nú að segja mér frá
einhveiju spaugilegu?
„Það var nú dálítið spaugilegt
þegar eiginkona hjálparmanns míns
var í heimsókn hjá honum á spítal-
anum og hann bað mig að líta á
hana, henni væri svo illt í maganum.
Jú, ég sagði það sjálfsagt. Eftir að
hafa skoðað konuna sá ég ekki bet-
ur en að hún væri komin að fæð-
ingu, og spurði hvort það gæti ekki
verið. Nei, því neituðu bæði tvö, það
gæti engan veginn verið. Þau ættu
sjö börn og ætluðu sér ekki að eiga
fleiri. En það var nú sama hvað þau
sögðu, því hálftíma seinna fæddist
Samstarfsfólkið á sjúkrahús-
inu í Kenya brá eitt sinn á
leik og vafði sig lökum. Sá
sem krýpur er frá Sviss og
þykir listamaður í gervilima-
smíði.
voru vart komnir af barnsaldri. Þeir
notuðu áfengi og fíkniiyf ótæpilega,
og enginn hörgull var á þeim vör-
um.“
Kenya
Eftir átta mánaða dvöl í Afghan-
istan sneri Björg heim á leið og teig-
aði að sér íslenskt loft og drakk ein-
hver býsn af íslenska vatninu góða.
Að ekki sé minnst á hvað hún naut
þess að geta treyst á rafmagnið á
Islandi. En svo togaði íjarlægðin
aftur í Björgu.
„Já, ég fór til Kenya 1993 á veg-
um Rauða krossins. Ég vann á stór-
um spítala með 300 rúmum. Þangað
komu bæði stríðshijáðir frá stríðinu
í Súdan og einnig fólk úr þorpunum
i kring. Verst var mér við að fá
börn til meðferðar sem höfðu orðið
fyrir hýenubiti. Þau komu til vegna
þess, að á nóttunni eru hýenur á
ferli og renna á hljóð og lykt frá
sofandi fólki. Það er auðvelt fyrir
þær að komast inn í strákofana þar
sem veggir eru veigalitlir. Þessar
skepnur ráðast oftast á sofandi börn
og bíta þau í höfuðið. Ég ætla ekki
að lýsa því frekar, en það getur
verið óhugnanlegt, vægast sagt, að
sjá afleiðingarnar."
Varlegt að treysta ókunnugum
„Samstarfskona mín, frönsk, fór
illa út úr samskiptum sínum við einn
innfæddan. Þannig var að hún fór
í frí út á land og ferðaðist ein í rútu-
bíl. Við hlið hennar settist vel klædd-
ur maður, sem virtist vel menntaður
og hinn almennilegasti í viðræðu.
Þau tóku tal saman og ræddu um
alla heima og geima. Þar kom að
hann bauð henni sælgæti, karamellu
eða eitthvað slíkt, sem hún þáði, en
Litla hnátan sem Björg heldur á var afar langt leidd vegna nær-
ingarskorts. En eftir að hafa fengið úlfaldamjólk tók hún að
vaxa og dafna eins og sjá má.
eftir það vissi hún ekki af sér fyrr
en löngu seinna. í þetta sælgæti
hafði verið blandað þvílíkri ólyfjan
að hún var í dái lengi á eftir.
Hún rankaði við sér þegar verið
var að stumra yfir henni. Þá upplýst-
ist að innfædd kona hafði fundið
hana liggjandi á götunni á nærbux-
unum einum fata. Hún aumkvaði sig
yfir hana og kom henni á nótel, sem
var raunar hreinasta heppni. Fólk
þarna um slóðir skiptir sér helst
ekki af neinu misjöfnu því það getur
kostað ómælt ónæði og jafnvel fang-
elsi, svo það er eins gott að sjá ekk-
ert og vita ekkert.
Þessi blessaða innfædda kona
kom stúlkunni í samband við hjúkr-
unarfræðing sem staddur var á hót-
elinu fyrir tilviljun og síðan komst
kunningjakona mín á áfangastað.
Enginn vissi fyrir víst hvað í sælgæt-
lítið stelpukríli, fallegt og vel skapað.
Eftir að hafa óskað þeim til ham-
ingju með barnið spurði ég þau hvað
það ætti að heita. Faðirinn leit í
kringum sig og eftir dálitla umhugs-
un sagði hann að þar sem venja
væri að skíra börn eftir því hvar þau
fæddust þá ætti hún að heita Mót-
taka. Hún fæddist nefnilega í mót-
tökuherberginu. Ekki er nú víst að
prestarnir hér heima tækju svona
nafngift í mál.
Aðra sögu get ég sagt um annan
aðstoðarmann. Það var einn morg-
uninn þegar ég kom til vinnu að
geitur voru á víð og dreif um spítal-
ann. Það skal tekið fram að hann
var í engu líkur sjúkrahúsum sem
við þekkjum hér á landi heidur hafði
verið byggður sem litlar einingar,
hlöðnum úr steini með járnþaki, en
opið var í báða enda. Síðan var
bætt við tjöldum sem gátu rúmað
frá tuttugu til sextíu sjúklinga hvert
eftir þörfum.
Ég spurði aðstoðarmanninn
hveiju þetta sætti með geiturnar.
Það stóð ekki á skýringu því hann
átti þær. Og þar sem enginn var
heima þennan dag til að gæta geit-
anna og hann þurfti sjálfur að mæta
til vinnu á sjúkrahúsinu brá hann á
iað ráð að taka þær bara með sér.
Það þarf ekki að taka fram að þessi
úrræðagóði maður var samstundis
sendur heim með geitahjörðina
sína.“
Tal okkar Bjargar berst aftur að
gjörólíku lífsviðhorfí og hugsana-
gangi íbúa þessa fjarlæga lands
miðað við það sem við eigum að
venjast:
„Einu sinni sem oftar sá ég hvar
kona bar stórt vatnsílát á höfðinu,
en tveir karlmenn gengu spölkorn á
undan henni og mösuðu. Mér varð
allri lokið og ávarpaði karlana,
spurði þá hvers vegna í ósköpunum
þeir hjálpuðu ekki konunni við vatns-
burðinn þar sem þeir væru stærri
og sterkari. Það leið nokkur stund
áður en þeir svöruðu. Fyrst horfðu
þeir á mig skilningssljóum augum,
litu síðan hvor á annan alveg gáttað-
ir á þessari furðulegu spumingu.
Síðan kom svarið: „Það er vegna
þess að konur hafa nákvæmlega það
höfuðlag sem þarf til að bera vatn
en við ekki!“ Einfalt svar. Og hvað
getur maður sagt eftir svona rök-
stuðning? Ekki nokkurn skapaðan
hlut. Ég hélt áfram leið minni og
var djúpt hugsi lengi vel.“
Það líður að kveðjustund okkar
Bjargar. Ljós skín í hveiju homi,
hiti er nægur, kjörbúð yfirfull af
varningi í næsta nágrenni. Allsnægt-
irnar blasa við.
„Eftir að hafa séð örbirgðina og
allsleysið sem svo ótrúlega margir
eiga við að búa í veröldinni, fer ekki
hjá því að ég verði oft reið þegar
ég kem heim í allsnægtirnar, og
hlusta á kvartanir og barlóm fólksins
hér. Óréttlætið og misskipting
heimsins gæða er yfirþyrmandi og
lætur engan ósnortinn sem verður
vitni að því.
En þrátt fyrir allt er ég þakklát
fyrir að hafa fengið að kynnast ver-
öldinni eins og hún er. Það er afar
þroskandi og hjálpar mér í mínu
starfi. Það liggur við að mér finnist
ekkert óyfirstíganiegt lengur."
Hvert verður næsta ferð farin?
„Hef ekki hugmynd. En það verð-
ur sífellt erfiðara að rífa sig upp
með tuttugu kílóa farangur og búa
fjarri vinum og ættingjum við erfið-
ar aðstæður. Og svo má ekki gleyma
því að það er líka erfitt að kveðja
fólk á fjarlægum slóðum sem hefur
treyst á mann um lengri tíma. En
einu get ég trúað þér fyrir. Þú munt
aldrei frétta af mér í lokuðum firði
til langframa."
Höfundur er söngkona og blaða-
maður og hefur skrifað viðtöl og
greinar fyrir Morgunblaðið.
11 daga einstök ævintjraferð á
faldabaki í Saharaeyðimörkinni
með íslenskmn leiðsögumanni.
Leiðsögumaðurinn, Jean-Yves André,
er íslenskur ríkisborgari sem
fæddur er í Afríku.
Ferðatilhögun:
Flogið til Parísar og gist þar eina nótt, haldið
Bjerpa og gist áður en haldið e\úf {eyðiraör
á jeppum og úlföldum. Þegar J«OTni$er úr*£v,
eyðimörkinni er dvalið í tvær hætuf á sé' ‘'
við Bjerpa. Flogið heim um Parísi
/^IÍRVAL-ÚTSÝN
trygging fyrir gæðum
Lágmúla 4: síml 699 300. i Hafnarfirði: sími 65 23 66,
i Keflavik: sími 11353. t’ið Rdðbústorg á Akureyri: simi 2 50 00
- og bjd umboðsmönnum um land allt.
m&TLAS*