Morgunblaðið - 29.05.1994, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR29. MAÍ 1994 B 7
MAIMNLÍFSSTRAUMAR
Að fara með ungling á bar eða kaffihús og panta fyrir hann bolla
af espresso er táknrænt fyrir vaxandi frelsi hans gagnvart fjölskyld-
unni, sjálfstæði hans og þroska.
MRTKRÁKRN/Th'e/v/ijr má draga úr
áfengisneyslu unglinga?
Lifi hið islamska vínl
HVERNIG skyldi standa á því að neysla kaffis vex eftir því sem norðar
dregur og fjær vöggu þess, hásléttum Vestur-Afríku? Hér er meðalneysla
á mann rúm 13 kg á ári, svipuð og í Svíþjóð, 11 kg í Danmörku, 9 í Hollandi
á móti 8 kg í Belgíu, 7 í Þýskalandi, 6 í Sviss og Frakklandi. Aftur á móti
er athygli vert að meðalársneyslan á Italíu, sem hefur verið leiðandi í kaffi-
menningu síðustu aldir, er ekki nema rúm 3 kg á ári og Grikkir og Spán-
veijar innbyrða enn minna kaffi: aðeins um 2 kg á mann.
f
Erumst við svoddan svelgir?
Kálfar sem þömbum bara allt
sem rennur: vatn, mjólk, bjór, vín,
kaffi? Okúltíveraðar óhemjur sem
eigum enn eftir að móta hóflegt
drykkjumynstur á
innfluttum veigum?
Af einhveijum
ástæðum tengi ég
sagnirnar að
þamba og svolgra
aðeins Islending-
um. í óefni stefndi
um leið og við
hættum að þamba
eftir Jóhönnu
Sveinsdóttur
þjóðardrykkinn mysu. Engu líkara
en að við drekkum ailt á mysuhraða,
rétt eins og drykkjuhraðinn sé gene-
\ tískur.
Mér datt þetta si svona í hug í
Itilefni þess að nú á að reyna að
stemma stigu við áfengisþambi ís-
lenskra barna og unglinga sem vissu-
lega er alvarlegt mál. Á dögunum
heyrði ég einn frambjóðanda R-list-
ans segja á fundi að með því að fara
með unglinga inn á veitingatað væri
maður að koma þeim í „áfengis-
neysluhvetjandi" umhverfi. Má til
sanns vegar færa; hér á landi hefur
liður í „manndómsvígslu" unglinga
mjög gjarnan falist í því að drekka
sig fullan: úti við eða inni.
Hvernig væri að svissa yfir í kaffi?
í löndum þess beltis sem kenna má
við neyslu kaffis og léttvíns, svo sem
á Ítalíu og í Grikklandi, er neysla
þessara drykkja með hófsamari hætti
en í löndum bjórbeltis og brennivíns.
Og á Ítalíu, því landi sem hefur ver-
ið leiðandi í kaffimenningu, tengist
„manndómsvígslan" kannski frekar
kaffibolla en víni. Það er alltént álit
Pieros Camporesis, bókmenntapró-
fessors við Bolognaháskóla og höf-
undar bókanna Bragð súkkulaðisins
og Jörðin og tunglið. Að fara með
ungling á bar eða kaffihús og panta
fyrir hann bolla af espresso er tákn-
rænt fyrir vaxandi frelsi hans gagn-
vart fjölskyldunni, sjálfstæði hans
og þroska. Og sá unglingur sem sest
einn á kaffihús og pantar sér bolla
af espresso er um leið að gefa um-
hverfi sínu ákveðin skilaboð á svipuð-
um nótum.
Páfi blessar kaffi
Ég fæ heldur ekki betur séð en
að ítölsk-frönsk kaffimenning sé
óðum að ryðja sér til rúms hér á
landi. Hver veit nema einhveijir geti
sagt jafn eðlilega og persóna í leik-
riti Carlos Goldonis, Bottega del
caffé: „Áður var í tísku að drekka
brennivín, en nú er það kaffið sem er
í tísku.“ Leikritið var skrifað á 18.
öld, þegar kaffið naut sívaxandi vin-
sælda meðal hefðarfólks og mennta-
manna eftir að Clemens páfi VIII.
hafði lagt. blessun sína yfir það. Sum-
ir höfðu nefnilega haldið því fram
að þessi svarti drukkur væri brugg-
aður af sjálfum myrkrahöfðingjan-
um, með hina hundheiðnu araba sem
handbendi. En 229. páfi kaþólsku
ÞIÓÐLÍFSÞANKARA;þetta ekki einum off
Sorgardekur í ógöngum
SEINT í vetur sat ég eitt sinn í bílnum mínum og beið eftir farþega sem
hafði brugðið sér inn á opinbera skrifstofu. Til að stytta mér stundir opnaði
ég útvarpið og hitti á þátt á rás 1 Ríkisútvarpinu þar sem verið var að fjalia
um sorg og sorgarviðbrögð og aðstoð við að vinna úr þeim tilfinningum.
Ég hlustaði þolinmóð á mann einn útlista skoðanir sínar á þeim málum. Þar
kom að hann fór að ræða um dulda sorg sem umhverfið ekki viðurkenndi
eða umbæri en þyrfti stundum meðhöndlunar við. Tók hann ýmis dæmi, eitt
af þeim var um þá sorg sem grípur fólk sem tekið hefur til á háaloftinu hjá
sér og lætur verða af því að henda dóti sem þar hafði lengi legið. Slíkri
röggsemi fýlgir sú hætta að eftir tiltektaræðið geti maður orðið yfírþyrmdur
af sorg og söknuði eftir hinu brottkastaða dóti.
kirkjunnar var sem sé á öndverðum
meiði og lýsti yfir að þessi óáfengi
drykkur væri guði sérdeilis þóknan-
legur, enda örvandi fyrir andann.
Hitt er svo annað mál að oft hefur
kaffið verið kallað „vín islam“.
Sírennandi sement daganna
Eins og að framan greinir er kaffi-
neysla mjög misjöfn eftir löndum og
vex eftir því sem norðar dregur. En
það er ekki aðeins að magn sé mism-
ikið eftir löndum, heldur eru ýmsar
siðvenjur tengdar kaffidrykkju með
ólíkum hætti. Arabar og Tyrkir
drekka lítið magn en eldsterkt, fyrst
og fremst á kaffibörum til að treysta
vináttubönd og ræða viðskipti og
stjórnmál. Hollendingar veigra sér
hins vegar við að drekka kaffi fyrir
opnum tjöldum, takmarka neyslu
þess að mestu við fjölskylduna. Hér
í norðrinu er kaffi trygging fyrir því
sem Norðmenn kalla edrúskapur (og
sumir telja meira að segja að kaffí-
drykkja valdi getuleysi). í Norður-
Evrópu er litið á kaffi nánast sem
fæðutegund. Því er ætlað að næra.
Kaffið er eins og fljótandi sement
sem bindur ekki aðeins slaufu á
máltíðir heldur steypir einnig saman
deginum. Það byijar dagana, endar
þá og skiptir þeim niður eftir kaffip-
ásum. (Yfirgengilegt kaffíþamb Is-
lendinga endurspeglast vel í afþrey-
ingarbókmenntum þeirra og blaða-
viðtölum og þá sem tákn andleysis
en ekki andríkis!)
I bjórbeltinu þar sem bjór er tals-
vert drukkinn í vinnutímanum er
hann í samkeppni við kaffið sem
þetta sement daganna. Þar er kaffi
líka víða selt úr krönum stórra
geyma, rétt eins og bjórinn. Það er
drukkið úr gagnsæjum ílátum, ekki
til að tryggja gæðin heldur magnið.
Það viðhorf er ríkt að kaffið eigi að
vera óþijótandi, að eilífu heitt, í stöð-
ugri upphitun.
Andlegf kaffi eða holdlegt
súkkulaði?
Mitt innlegg í umræðuna um „átak
gegn áfengisþambi unglinga" er sem
sé að koma þeim upp á að drekka
mysu við þorsta, að þjóðlegum allt
að því arfgengum sið. Mysudrykkur-
inn Garpur er einhver ljúffengasti
svaladrykkur sem ég hef bragðað (og
væri gráupplagt að flytja hann út til
landa kaffi- og léttvínsbeltis þar sem
fólk þyrstir í slíka heilsudrykki).
Bjóðið unglingunum á kaffihús og
kynnið fyrir þeim bæði espresso og
capuccino. Kennið þeim að meta
gæði kaffis en ekki magn. Hendið
sjálfsuppáhellingarkönnunum sem
halda lapþunnu kaffi síheitu.
Allt eins má bjóða unglingunum
upp á súkkulaði sem er andstæða
kaffis. Súkkulaðið tengist erótík og
munaði. Heitt súkkulaði er erótískur
drykkur. Látið valið standa á milli
kaffis sem skerpir andann og súkk-
ulaðis sem kitlar holdið.
Eg.gat ekki að því gert en ég
varð æði langleit þegar ég
hlustaði á þetta. Rétt eins og flesta
hendir á lífsleiðinni hef ég orðið
nokkrum sinnum fyrir þeirri sorg
sem af ástvinamissi
leiðir. Af því að ég
þekki þá sáru til-
finningu þá hef ég
látið mér skiljast
tilgangurinn með
félagsstarfi um
sorg og sorgaravið-
brögð, þótt ég per-
sónulega sé ekki
hlynnt slíkum selskap. Ekki af því
að ég telji að syrgjendur geti ekki
haft af honum gagn ef þeir eru
heppnir með viðmælanda heldur af
eftir Guórúnu
Guðlaugsdóttur
því að ég myndi óttast hættuna á
að festast í sorgarmynstrinu, ef ekki
sem syrgjandi þá sem eins konar
huggari. Það er algengt að þeir sem
verða fyrir þungu áfalli vegna ást-
vinamissis fínna sig einmana á eftir
og þurfa því á félagsskap að halda.
Fyrr eða síðar hlýtur að koma að
því að fólk verður að velja á milli
þeirra kosta að missa þennan félags-
skap eða véra í sorgarmynstrinu
áfram, öðru hvoru megin við borðið.
Sumir slíta þessi bönd en aðrir eiga
í erfíðleikum með það, hafa kannski
að litlu að hverfa.
Sorg vegna ástvinamissis er eðli-
legt fyrirbrigði, hún er sár fyrst í
stað en smám saman stijálast verstu
köstin og lífíið fer aftur að brosa út
í annað munnvikið og loks að brosa
breitt ef allt er með felldu í sálarlífí
manna. Taki fólk upp á að dekra við
sorg sína er hætt við að lífið setji
upp skeifu og snúi sér loks undan
ef ekkert lát verður á sorgardekrinu.
Ég held að enginn félagsskapur geti
létt manni þá sorg sem ástvinamiss-
ir hefur í för með sér og ég held líka
að sorg sinni verði maður sjálfur að
Vinna úr. Einhveija hjálp kann að
vera hægt að veita fólki í þessari
aðstöðu þótt mín skoðun sé sú að
allar tilraunir til að stytta sorgar-
ferli annarra séu jafn tilgangslitlar
og þær eru vel meintar.
Hitt á ég erfítt með að skrifa
undir að fólki sé nauðsyn á aðstoð
vegna sorgarviðbragða vegna þess
að það hafí hent dóti af háaloftinu
hjá sér. Þeir sem svo vandsetnir eru
til sálarinnar ættu að reyna að standa
af sér tiltektaræðisköst og bara
geyma sitt drasl áfram. Hinir, sem
raunveruleg sorg sækir heim, hafa
kannski gagn af gömlum kínverskum
málshætti sem hljóðar á þessa leið:
Þú getur ekki hindrað fugl sorgarinn-
ar í að fljúga yfir höfði þér en þú
getur hindrað hann í að byggja sér
hreiður í hári þínu.
1989 Quick slim-kúrinn
1999 Fyrir giftinguna-kúrinn 1991 Sítrónu-kúrinn
1992 Banana-kúrinn
1993 Giúpó-Lettó-kúrinn
Megrunarkúrar virka ekki!
1994
Viltu losna við 20 kg eða meira fyrir fullt og allt?
Námskeiöiö byggist þannig upp
Gönguferðir 3x í viku
► Æfingar 1x í viku
!► Vikulegirfundir-
mikið aðhald, stuðningur og fræðsla
Uppskriftir að léttum og gómsætum réttum
Sálfræðilega hliðin, sjálfstraustið
og margt fleira fróðlegt og uppbyggjandi.
I
10 vikna námskeiö
hefst 2. júní
Þú kynnist því hvernig mögulegt er
að missa aukakílóin og halda þeim
frá fyrir fullt og allt en jafnframt
njóta lífsins og borða Ijúffengan
mat.
Vertu með í nýjum og léttari lífsstíl!
Ekki ffeiri' megrunarkúra,
heldur árangur sem endist.
Láttu skrá þig strax í síma 68-98-68.
AGUSTtJ OG HRAFNS
SKEIFAN 7 108 REYKJAVÍK S. 689868