Morgunblaðið - 29.05.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1994 B 11
Sumarslagur Plastaðir Pláhentumenn.
Pláhnetusumar
Sumarslagurinn verður
harður þetta árið, en
fáar sveitir eru líklegri til
að halda velli en Pláhnet-
an, sem hefur meðal ann-
ars að vopni breiðskífu
vænlega. Fyrsta ballið eftir
útgáfuna og því einskonar
útgáfuball, verður í Hvoli
næstkomandi laugardag,
og svo rekur hvert ballið
annað; 10. verður Pláhnet-
an á Siglufirði, 11. í Mið-
garði, 16. í Eyjum, 17. í
Reykjavík síðdegis og svo
á balli á Hótel Selfossi um
kvöldið, 18. á Akranesi,
24. á Bíldudal, 25. á Ólafs-
vík, 1. júlí í Sjallanum á
Akureyri, 8. í Njálsbúð, 9.
í Neskaupstað, 15. og 16.
á Ísafírði, 22. á Eskifirði,
23. í Ýdölum, 5. ágúst í
Keflavík, 6. á Akranesi,
12. í Sjallanum á Akur-
eyri, 13. á Egilsstöðum,
19. á Dalvík^ 20. í Hvoli,
26. í Hótel Islandi, 27. í
Inghóli, 2. september í
Miðgarði og lokatónleikar
þessarar lotu verða í Ýdöl-
um 3. september.
MROKKSVEITIN
góðkunna Jet Bhick
Joe sendi frá sér bestu
rokkþlötu síðasta árs
og seldist ágætlega.
Alltaf stóð til að gefa
plötuna út ytra og
lögðu þeir félagar
töluverða vinnu í þá
útgáfu; hljóðrituðu
meðal annars sitthvað
aftur og bættu nýjum
lögum við. Fyrir
skemmstu kom platan
svo út á vegum CNR-
útgáfunnai•, og fyrir
stuttu gerðu þeir fé-
lagar samning við
þýsku útgáfuna ZYX.
Þeir hyggja og á frek-
ari víking ytra, því all-
ar líkur eru á að sveit-
in haldi utan í haust
til tónleikahalds og
flakks um Evrópu, þó
of snemmt sé að nefna
dagsetningar eða
lönd. Einnig var gef-
inn út stuttdiskur með
lögunum This Side
Up, sem er nýtt.
Erkibretarnir Blur
FÁTT er um hljómsveitir
sem halda velli árum saman;
sama virðist hve hljómsveit
er fersk þegar hún kemur
fram, fæstar endast nema
eina eða tvær breiðskífur.
Því er gaman að fylgjast
með sveitum eins og Blur,
sem sendi frá sér sína þriðju
breiðskífu, Park Láfe, fyrir
skemmstu.
Blur er geysilega bresk
hljómsveit í bestu
merkingu þeirra orða, og á
Park Life eru Blurliðar á
svipuðum slóðum og forðum
að velta upp sitthveiju
hnýsilegu úr rokksögu Bret-
lands og endurtúlka það út
frá nútímalegu sjónarhorni.
Þannig vinnur sveitin úr
tónlistararfínum ógrynni
hugmynda og fléttar saman
af kímni og hugkvæmni.
Það er og að blaðamenn
ýmist dá sveitina fyrir vikið
eða telja hana óþolandi
húmoríska. Hvað sem því
öllu líður geta Blurmenn
unað glaðir við sitt, því
Modern Life is Rubbish var
með bestu plötum liðins árs,
og Park Life er hæglega
með bestu plötum þessa árs.
DÆGURTONLIST
Hatnsaga eða harmsagaf
Kveðjustund
í Tunglinu
HLJÓMSVEITIN frábæra Ham hefur jafnan
vakið sterkar kenndir hjá áheyrendum; ýmist
fölskvalausa gleði og hamingju, eða óbeislað
hatur og fyrirlitningu. Hamliðar hafa jafnan
látið vel af hinum sterku andstæðum sem tón-
list þeirra vekur, en á föstudagskvöld lýkur
deilum manna um það hvort Ham sé ef til vil
fremsta hljómsveit landsins, því tónleikar Ham
í Tunglinu þá um kvöldið verða hennar síðustu.
Hreyfiorka 2001.
2001 nálgast
MEÐ nýlegri hljómsveitum og efnilegri er hljómsveitin
2001, sem hóf samstarf um áramótin. Þrátt fyrir ungan
aldur hefur hljómsveitin þó náð að koma lagi á lýðveld-
isdisk Smekkleysu, aukinheldur sem
2001 hyóðritaði breiðskífu fyrir
skemmstu. 2001 heldur tónleika í
Tveimur vinum í kvöld.
Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir
Kveðjustund Hamliðar á góðri stund.
Hljómsveitina Ham
stofnuðu þeir Sigur-
jón Kjartansson, Óttarr
Proppé og S. Björn Blön-
dal fyrir sjö árum og því
m—mmm—m er Ham
komin
nokkuð
til ára
sinna.
Frá upp-
hafi
eftir Ámo vakti
Matlhiasson hljóm-
sveitin
sterkar kenndir hjá þeir
sem á hana hlýddu, en
meðal fyrstu aðdáenda
sveitarinnar voru Sykur-
molarnir, sem fengu
Hamliða til að hita upp
fyrir sig þegar færi gafst.
Fyrsta plata Ham, Hold,
kom út haustið 1987 og
vakti athygli og vfða
hrifningu, en myndband
sem sveitin gerði á vegum
Sjónvarpsins við eitt lag-
anna á plötunni þótti svo
óhuggulegt að það var
bannað og öll eintök af
þvf eyðilögð. Þannig hef-
ur hljómsveitin alla tíð
haft á sér drungalegan
blæ, sem margir hafa
kunnað að meta en aðrir
síður, enda hafa ekki allir
numið ktmnina og háðið
sem hefur verið hreyfíafl
hljómsveitarinnar alla tíð,
enda Ham afsprengi kald-
hæðnu kynslóðarinnar.
Meðal frægðarverka
Ham var að hita upp fyr-
ir Sykurmolana á tónleik-
um í Bretlandi og Þýska-
landi árið 1988 og kom-
ust Hamar fyrir vikið á
samning hjá One Little
Indian, sem gaf út fyrstu
breiðskífu sveitarinnar
Buffalo Virgin 1989.
Dómar fyrir þá plötu voru
yfirleitt lofsamlegir, en
ekki varð af frekari út-
gáfu að sinni. Hamar áttu
þó eftir að fara fleiri utan-
ferðir og fræg er för
Ham, Risaeðlunnar og
Bless til Bandaríkjanna
sumarið 1990. Næsta út-
gáfa varð svo myndband-
ið Ham í Reykjavík árið
1991, og svo átti Ham
stóran þátt í Sódómu
Reykjavík 1992, þar sem
hljómsveit myndarinnar,
Helia, var sérstaklega
mótuð eftir Ham og lög
sveitarinnar voru burðar-
ásinn á plötu samnefndri
myndinni. Síðasta breið-
skífa Ham, Ham, saga
rokksins, kom svo út á
síðasta ári, en lunganum
úr sumrinu eyddu Hamar
í New York við spila-
mennsku og íhugun.
Það var svo snemma á
þessu ári að Hamliðar
ákváðu að láta slag
standa og slíta samstarf-
inu, en eins og áður er
getið verða kveðjutón-
leikar Ham í Tunglinu á
föstudagskvöld. Hljóm-
sveitin verður þá skipuð
stofnmeðlimunum, líkt
og jafnan áður, á tromm-
ur verður Arnar Ómars-
son, sem ieikið hefur með
sveitinni undanfarin
misseri, og Jóhann Jó-
hannsson, sem einnig
hefur verið í Ham undan-
farið, leikur á gítar og
hljómborð. Sérstakur
gestur verður svo Flosi
Þorgeirsson, sem lengst-
um lék á gítar í Ham.
Tónleikarnir verða hljóð-
og myndritaðir til útgáfu
siðar.
2001
er
stofnuð
upp úr
Púff og
SSSpan,
en einnig
er söngv-
ari í
sveitinni
liðsmað-
ur ind-
ustrial-
sveit-
arinnar
Majdan-
ek, sem
enn starfar af krafti. Fyrir
svörum um 2001 varð Sölvi
Blöndal, trymbill sveitarinn-
ar, sem segir 2001-liða hafa
ákveðið að halda í hljóðver
strax, enda hugmyndirnar
nægar. Upptökurnar fóru
fram undir styrkri stjóm
ívars Bongó, en Andrew
MacKensie sér um hljóð-
blöndun, enda segir Sölvi
að sveitarmönnum hafí þótt
gott að fá nýtt par af eyrum
í þá vinnu.
2001 hefur víða leikið á
sinni stuttu ævi og Sölvi
segir að hreyfiorkan sé næg
í sveitinni. Tónlist sveitar-
innar segir hann einfaldari
en tónlist SSSpan og Púffs-
ins, en um leið þyngri. Hann
hefur þó ekki áhyggjur af
viðtökum, segist þess full-
viss að sveitinni takist að
selja plötuna fyrir kostnaði;
ekki sé að öðm stefnt.
2001 leikur í Tveimur
vinum í kvöld, en einnig
leika Reptilicus og Los.
Meira, meira
PLÖTUÚTGÁFA heldur
fram með krafti og er nú
skammt á milli breiðskífa.
I nýliðinni viku komu þann-
ig út þijár skífur, fyrstur
stuttdiskur rokksveitarinn-
ar Dos Pilas, sem á eru ný
lög í bland við eldri.
Um svipað leyti komu út
tvær safnplötur frá Skíf-
unni, Transdans 2, sem á
eru innan um erlend danslög
lög íslenskra sveita, Skóp
og Tennessee-trans, og ís-
landslög 2, sem á eru ýmis
gömul lög í nýjum búningi.
I þessari viku koma svo út
tónleikaplata Megasar og
Nýdanskrar sem hljóðrituð
var í Menntaskólanum við
Hamrahlíð, Plast Plálmet-
unnar og safnplata með
helstu lögum Harðar Torfa-
sonar.