Morgunblaðið - 29.05.1994, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.05.1994, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1994 B 15 útrétta hendi. Hann dró á eftir sér annan fótinn, visinn. Trúlega ekki fengið læknishjálp, fremur en hann hafi vísvitandi verið limlestur, en sú er raunin með mörg betlarabörn á Indlandi. Háslétta Suður-Indlands er með fegurri náttúrusvæðum jarðar. Og ekki spillir mannfólkið. Ut úr fögru landslagi líða léttstígar konur í lit- ríkum saríum í álfkvennalíki. Því sárara er að skynja hvernig komið er fyrir þessu sveitafólki, sem strit- ar myrkranna á milli, í það minnsta konurnar. Strax í birtingu fara þær á stjá með ótal ker á höfði - að sækja vatn í brunninn. Leiðin leng- ist ár frá ári, yfírborð grunnvatns lækkaði hér skyndilega um 12-20 metra 1987, sem þýðir í raun að um og ótal lystigörðum. Borgin er fremsta vísindaborg Indlands og þaðan hafa verið sendir gervihnett- ir á loft, en Indveijar stunda tölu- vert geimrannsóknir. Narendra seg- ir þetta um heimabæ sinn: „Daglega koma 300 nýir bílar á götuna. Þeir voru 450.000 árið 1990, verða um 1 milljón 1995, tala sem gæti hafa tvöfaldast um aldamót." Akstur inn í Bangalore að kvöldi er martröð líkust. Bílar, bflar, bílar og fólk, fólk, fólk. Allt í einum suðu- potti. Hvernig verður ástandið þeg- ar bflafjöldinn hefur tvöfaldast, svo ekki sé talað um fjölgun mannfólks- ins? Indverskur vinur sem býr í Bangalore bjó um 15 ára skeið í Bandaríkjunum. Hann sá fimm- falda fjölgun íbúa við heimkomuna. SF40 Heiml-fax Fax - Ljósritun - Simi Fullkominn faxskynjari 10. númera minni Fjarstýranleg fró öðrum síma Tekur lífið plóss, mó standa 1 hlllu Tengi fýrir auka síma eða símsvara R-hnappur Endurval ó síðast valda númeri Kr. 39.500 stgr. S kte I Síðumúla 37 108 Reykjavík S. 91-687570 Þó að árvatnið geti verið mengað vegna verksmiðjuúrgangs er samt þvegið og þvegið. landið er að eyðast. Á Indlandi hafa 7.000 þorp lagst í auðn sakir vatnsskorts. í framhaldi af lækkun grunn- vatns geta jarðlög farið að síga og hrynja. Sumir telja að einmitt þetta sé orsökin á bak við jarðskjálftann sem varð á þessum slóðum sl. haust, þegar þúsundir fórust. Sama gerist þegar olíu er dælt skefjalaust upp úr olíulindum. Þegar olíuholin hafa verið tæmd, hrynja jarðlögin og valda jarðskjálfta. Svo ekki sé talað um þá eyðileggingu sem kjamorku- sprengjur neðanjarðar hafa valdið á innviðum jarðar. Sumir vísinda- menn telja að fjölgun öflugra jarð- skjálfta geti tengst þessum neðan- j arðarsprengingum. Þjóðbrautin eftir hásléttunni liggur í gegnum tijágöng, liðast um hlað sveitabæjanna, sem hafa ekki rafmagn, ekki rennandi vatn. Þetta er örmjór stígur, þéttsetinn af bíla- umferð, litríkur af fögru mannlífí. Fólkið býr á götunni, innan um flautandi vörubfla og uxakerrur. Vegfarendur skynja sterka nálægð fólks ög atvinnulífs, eins og á kvik- myndatjaldi. Því átakanlegra er að fínna mengunina og tillitsleysið sem fólkið býr við. Hér eiga bílarnir all- an rétt! Hávaðamengun er hræði- leg. Bensín- og olíustybba fyllir vit- in. Svört mengunarský liggja yfir litríku mannlífi. En fólkið brosir, þekkir ekki annað. Náttúrufegurð er líka mikil við Vrishabavathi-fljót. En hvílíkan ódaun leggur ekki frá fljótinu, löngu áður en komið er að því. Al- veg ótrúlegt! Urgangur frá holræs- um og iðnaði er látinn renna út í fljótið. Hér er grunnvatnið of meng- að til að hægt sé að nýta upp- skeruna á árbökkunum til manneld- is! í mörgum þorpum nálægt iðnað- arhverfum, hefur uppskera rýrnað á hrísgijónum úr 1.000 kg niður f 400 kg á hektara, á sykurreyr úr 40 niður í 15 tonn. Allt vegna vatns- mengunar. Á öðrum stað berst óheft flæði af eiturefnum frá lyfja- framleiðslufyrirtækjum út í grunn- vatn og drykkjarból fólks. Bangalore á hásléttunni er ein nýtískulegasta og fegursta borg Indlands, með breiðstrætum, falleg- um byggingum; verslunarsamstæð- „Ég yfírbugaðist næstum af skelf- ingu,“ sagði hann. Margir skrifa um væntanleg pólskipti Narendra segir, að náttúran sem æðsti stjórnandi lífsins, muni fram- kvæma það verk fyrir manninn sem hann neitar að gera fýrir sjálfan sig. Jörðin muni hafa hamskipti. Hafíð, hið mikla jöfnunarafl muni hreinsa hina sextíu mílna þykku jarðskorpu, og pólsvæðin muni fær- ast næstum að miðbaug á broti úr degi. Hann spáir því að þetta muni eiga nokkurn aðdraganda fram að aldamótum, en sjálf pólskiptin verði árið 2001. í bók sinni leggur Narendra áherslu á að maðurinn sé ekki síður andleg vera en líkamleg og andleg- ir eiginleikar hans eigi að hefja hann yfír náttúruna, að staða mannsins réttlæti ekki að hann komi fram sem ábyrgðarlaus ein- valdur. Maðurinn eigi að líta með virðingu á umhverfí sitt og móta það viturlega. Narendra telur stjórnmál vera ískyggilega til- gangslaus, ef þau eru aðeins til að auka hagvöxt. Hann vill stöðva flóð- bylgju efnishyggjunnar, binda enda á óheillaþróun sem leiðir til ofbeldis og úrkynjunar, með þvi að hjálpa fólki til að fínna æðri tilgang tilver- unnar. Spurningin er svo aðeins sú, hvort mannsandinn er fær um að glíma við verkefnið - snúa við þess- ari óheillavænlegu þróun? Narendra er ekki einn um að spá pólskiptum og breytingum á yfir- borði jarðar. Þeim er spáð í flestum þeim bókum sem hann vitnar í. Og nú í janúar kom út bók í Bandaríkju- eftir bandaríska rithöfundinn Moiru Timms um sama efni. Moira er rannsóknarrithöfundur og „fútúr- isti“ sem hefur ferðast víða um heim og haldið fyrirlestra um for- spár og eðli komandi breytinga. Hún vill miða pólskiptin við tímatal Mayanna og segir þau verða árið 2012. Moira segir fólki hvernig það eigi að bregðast við og talar mikið um breyttar áherslur í lífinu. Bók hennar „Beyond Prophecies And Predictions" er afar vel skrifuð og túlkar jákvæðari viðhorf en bók Narendra. Undirtitill bókar Moiru er „Leiðarvísir til fólks vegna kom- andi breytinga". Vinnuveitendasambands íslonds verbur haidinn þriðjudaginn 31. maí 1994, í Súlnasal Hótels Sögu. Þórarinn V. Dagskrá: Kl. 12.00 Fundarsetning. Kl. 12.10 Ræöa formanns VSI, Magnúsar Gunnarssonar. Kl. 12.30 HádegisverÖur aSalfundarfulltrúa og gesta. Kl. 1 3.15 RæSa forsætisráSherra, DavíSs Oddssonar. Kl. 13.45 Reynsla Nýja Sjálands — frá haftabúskap til hagvaxtar. Steve Marshall, framkyæmdastjóri Vinnuveitendasambands Nýja Sjálands. Kl. 15.00 Skýrsla framkvæmdastjóra fyrir liðiS starfsár og önnur aSalfundarstörf. Ályktun aöalfundar — umræóur og afgreiSsla. Kl. 16.00 Fundarslit. Tveir góðir á KS 24V00 KS 26V01 SIEMENS útsöluverði! • 140 x 55 x 60 sm (hxbxd) • 169 I kælirými • 58 I fjögurra stjörnu frystirými • 2 hurðir Áður kr. 6£h45tO.- IUÚ kr. 55.707.- stgr. • 148 x 60 x 60 sm (hxbxd) • 188 I kæiirými • 68 I fjögurra stjörnu frystirými • 2 hurðir Áður kr. niú kr. 59.427.- stgr. 3 Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs Borgarnes: QC Glitnir Borgarfjöröur: Rafstofan Hvítárskála Hellissandur: Blómsturvellir Grundarfjörður: Guðni Hallgrímsson Stykkishólmur. Skipavík Búðardalur: Ásubúð ísafjörður: Póllinn Hvammstangi: Skjanni Blönduós: Hjörleifur Júlíusson Sauðárkrókur: Rafsjá Siglufiörður: Torgio Akureyri: Ljósgjafinn Húsavík: öryggi Þórshöfn: Norðurraf Neskaupstaður: Rafalda Reyi Raf\ Fjölbreytt úrval annarra kæli- og frystitækja SMITH & NORLAND NÓATÚNI 4 • S f M I 628300 cc < O z: Keyoanjorour: Rafvélaverkst. Árna E. Egilsstaðir: Sveinn Guðmundsson Breiðdalsvik: Stefán N.'Stefánsson Höfn í Hornafirði: Kristall Q Vestmannaeyjar: Tréverk OHvolsvöllun Kaupfélag Rangæinga Selfoss: -Q Árvirkinn Garður: Raftækjav. Sig. Ingvarss ^ Keflavík: Ljósboginn Hafnarfjörður: DRafbúð Skúla, Álfaskeiði Viljir þú endingu og gæói velur þú SIEMEIUS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.