Morgunblaðið - 29.05.1994, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1994 B 5
Ein af þessum rómantísku gamanmyndum Roberts; Julia og Nick
IMolte í „I Love Trouble".
skrið þessi er aldrei að vita hvar
hún endar. Síðast þegar væntan-
legur sumarsmellur var frumsýnd-
ur í Sambíóunum og Háskólabíói
sló hann seinni tíma aðsóknarmet
og endaði í rúmlega 80.000 áhorf-
endum um land allt.
í framhaldsmyndinni Pjörkálfar
II eða „City Slickers 11“ (Stjörnu-
bíó, september) hendast áhuga-
kúrekarnir með miðaldrastressið
aftur vestur í land i þetta sinn í
fjársjóðsleit. Ekki mátti sleppa
Jack Palance þótt persóna hans
heldur alltaf vinsældum sínum og
er ennþá eftirsóttasta leikkonan af
yngri kynslóðinni. Síðast þegar hún
lék í rómantískri gamanmynd var
hún klassamella í þjónustu Richard
Gere í „Pretty Woman". Spurning
hvernig Nolte kemur út í saman-
burðinum.
7.500 manns sáu „Ace Ventura“
fyrstu sýningarhelgina í Sambíóun-
um fyrir skemmstu þar sem Jim
Carrey hermdi eftir gömlu stælun-
um í Jerry Lewis. Carrey fer með
aðalhlutverkið í Grímunni eða„The
Mask“ (Laugarás-
bíó, mánaðamót
ágúst/sept.) er seg-
ir af aulalegum
bankastarfsmanni
sem finnur forna
grímu sem gerir
hann að meiriháttar
svölum náunga.
Talsvert er af brell-
um í myndinni sem
Lucasfyrirtækið
Industrial Light
and Magic hannaði
og gerir Carrey
kleift að breytast í
t.d. fellibyl og á ein-
um stað detta aug-
un hreinlega úr
honum.- „Hann
verður mannleg
teiknimyndavera í
Úlfur í sauðagæru; Jack Nicholson leikur úlf-
inn og Michelle Pfeiffer Rauðhettu.
Lítill kúnni í miklum vandræðum; Susan Sar-
andon í Kúnnanum sem gerð er eftir sögu
John Grishams.
hefði látist í fyrri
myndinni og leikur
hann nú tvíbura-
bróður sinn, Duke,
sem er illur viður-
eignar. Billy Cryst-
al finnur fjársjóðs-
kort og fer með
Daniei Stern og Jon
Lovitz út í óbyggð-
irnar en Lovitz
kemur í stað Bruno
Kirbys, sem neitaði
að vera með í fram-
haldinu. Hugmynd-
in var góð en óvíst
er hvort hún þoli
endurtekningu.
Kannski ef Palance
er til í nokkrar armbeygjur.
Danny DeVito fer með aðalhlut-
verkið í Endurreisnarmanninum eða
„Renaissance Man“ (Laugarásbíó,
september) en hann leikur atvinnu-
lausan auglýsingamann sem tekur
að sér bókmenntafræðikennslu fyrir
nýliða í bandaríska hernum. Leik-
stjóri er Penny Marshall, sem síðast
gerði „A League of Their Own“.
DeVito er þrælskemmtilegur lítill
leikari en á eftir að sýna að hann
geti borið uppi mynd í aðalhlut-
verki; fékk síðast að leika lausum
hala sem Mörgæsin í seinni Bat-
manmyndinni og féll í skuggann
af Jack Nicholson í Hoffa. Endur-
reisnarmaðurinn gæti hitt í mark
og þá yrði það engum nema DeVito
að þakka.
Rómantískar gamanmyndir hafa
löngum átt upp á pallborðið og „I
Love Trouble“ (Sambíóin, septem-
ber) skartar Julie Roberts og Nick
Nolte í hlutverkum fréttamanna
sem berjast um „skúbb aldarinnar"
en verða ástfangin í leiðinni. Nolte
er frægur fyrir nákvæman undir-
búning og skrifaði sjálfur allar
fréttirnar sem persóna hans skrifar
í myndinni. Málið vandaðist þegar
í ljós kom að persóna hans hafði
einnig skrifað skáldsögu. Roberts
Er þetta „Die Hard“ á hjólum;
Reeves og Bullock í „Speed“?
þessari mynd,“ er haft eftir leik-
stjóranum, Chuck Russell. Þeir sem
flykktust á „Ace Ventura" munu
örugglega vilja vita hvað hér er á
seyði.
DRAMA
Jack Nicholson er loðinn um lóf-
ana og hefur ekki nennt að fara
með bitastæð aðalhlutverk í langan
tíma en hver veit nema Úlfur fái
hann-til að bíta frá sér á nýjan
leik. Nýjasta mynd hans heitir ein-
faldlega Úlfureða „Wolf“ (Stjörnu-
bíó, ágúst) og segir frá bókaútgef-
anda sem breytist smátt og smátt
í varúlf með viðeigandi afleiðing-
um. Myndina átti að frumsýna
vestra í vor en henni var frestað
af ókunnum ástæðum fram á sum-
arið. í fyrstu eru breytingarnar á
Jack smávægilegar en svo magn-
ast þær; fyrst þykknar á honum
hárið, skynfærin verða næmari og
vömbin hverfur og svo koma rót-
tæku breytingarnar. Víst er að úlf-
ur í sauðargæru fær aukna merk-
ingu þegar maður veit að Jack er
úlfurinn. Mótleikari hans, James
Spader, segir leikstjórann Mike
Nichols vera að leita eftir því hvað
gæti raunverulega gerst ef einhver
breyttist í varúlf en það er Mich-
elle Pfeiffer sem kemst hvað raun-
veruiegast að því sem lagskona
úlfamannsins í myndinni og líklega
ek. nútíma Rauðhetta („Já, en
Jack, af hveiju ertu með svona
stórt .“?).
„Rapa Nui“ (Regnboginn, júlí)
er um margt sérstæð bíómynd. Hún
er framleidd af Kevin Costner og
ieikstjóri hennar er vinur hans Kev-
in Reynolds en myndin gerist á
Páskaeyju sem þekktust er fyrir sín
dularfullu steinhöfuð og segir frá
því hvernig tveir ungir menn (Jason
Scott Lee og Esai Morales) beijast
um hylli konu (Sandrine Holt).
Kvikmyndatakan var mjög stremb-
in á eyjunni en kvikmyndahópurinn
varð að flytja allt á staðinn, mat
og byggingarefni. Metnaðarfull
mynd sannarlega og forvitnilegur
tökustaður fyrir ástarsögu en er
ekki Píanóið búin að mjólka ástir í
óbyggðum?
FJÖLSKYLDUMYNDIR
Barnastjarnan Macaulay Culkin
er óspart notuð um sumartímann
og jólin líka en nýjasta mynd hans
er „Getting Even With Dad“ eða
Pabbi fær að kenna á því (Sambíó-
in og Háskólabíó, september). í
henni leikur hann á móti pabba sín-
um, léikinn af Ted Danson, sem er
kolómögulegur faðir en lunkinn
svikahrappur og stelur strákurinn
illa fengnu góssi af honum og neyð-
ir hann til að haga sér eins og al-
vöru pabbi. Culkin fær átta milljón-
ir dollara á mynd, faðir hans er
sérstaklega harður umboðsmaður,
en myndir hans eru líka vinsælar
og menn eru sífellt að biða eftir
annarri „Home Alone“. Hvort hún
er hér komin skal ósagt látið. Ted
Danson á enn eftir að leika í ein-
hveiju af viti eftir að hann hætti á
barnum.
Sá sem stóð á bak við „Home
Alone" heitir John Hughes og hann
sendir frá sér nýja mynd í sumar
sem heitir „Baby’s Day Out“ (Sam-
bíóin, ágúst) og er sagan nokkuð
kunnugleg: Aðalsöguhetjan er níu
mánaða gamalt barn sem óþokkinn
Joe Mantegna hefur rænt en misst
sjónar af og það fer um stórborgina
eitt síns liðs og lendir í ýmsum
ævintýrum. Víst er að ef einhver
kann að gera litlar, sætar barna-
myndir þá er það Hughes.
AÐRAR SUMARMYNDIR
Fjöldi annarra mynda verður
sýndur í sumar. í Laugarásbíó koma
„Crow“, síðasta mynd Brandon
Lees, „Serial Mom“ eftir John Wat-
ers og „A Good Man in Africa“
með Sean Connery. I Stjörnubíó
kemur „My Girl 2“ og í Regnbog-
ann „Sugar Hill“ með Wesley Snip-
es, franska gamanmyndin „Les Vis-
iteurs“ og gamanmyndin „Silence
of the Hams“. í Háskólabíó koma
myndirnar „Waynes World 2“ og
„BÍue Chips“ með Shaq O’Neal,
„Hudsucker Proxy“ með Tim Robb-
ins, „The Paper“ með Michael Kea-
ton og Glenn Close og Sambíóin
sýna „The Mighty Ducks 2“ með
Maríu Ellingsen, „Lightning Jack“
með Paul Hogan og „Angie“ með
Geena Davis svo nokkrar séu nefnd-
ar.
Síðan halda bandarísku sumar-
myndirnar áfram að fylla bíóin í
haust og næsta vetur: „Clear and
Present Danger“ með Harrison
Ford eftir sögu Tom Clancys,
Skuggi eða „Shadow” með Alec
Baldwin, Wyatt Earp með Costn-
er,„The Cowboy Way“ með Woody
Harrelson og Forrest Gump eftir
Robert Zemeckis með Tom Hanks.
Svo er bara að vita hvernig þetta
Sumarzenegger þróast.
Taktu prjónana með!
* í sumarfríið
% í sumarbústaðinn
* í ferðalagið
* fyrir framan sjónvarpið
Við eigum uppskriftir, föndurblöð og prjónagam við
öll tækifæri. 15% afsláttur afbómull.
Garnhúsið,
Suðurlandsbraut 52 (bláu húsunum við Fáka- og Faxafen).
DANMÖRK
VIKULEGA
Norræna félagið býður ódýrar ferðir
til Billund á Jótlandi alla sunnudaga á
tímabilinu 5. júní til 14. ágúst.
Allar nánari upplýsingar á skrifstofu
Norræna félagsins í símum 91 -10165
og 19670.
éklossar
POSTSENDUM SAMDÆGURS ■ 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR
Ioppskórinn
VELTUSUNDI • SlMI:
VIÐ INGÓLFSTORG
21212
þegcir [)ií gefur gjöf
Laugavegi 52, sími 91-624244