Morgunblaðið - 29.05.1994, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
eftir Vimund Hansen í Trékyllisvík
Grenjaskyttan Jón Jens
Guðmundsson átti afmæli
þennan dag, svo að ég
leit við hjá honum og
konu hans Pálínu Guð-
jónsdóttur, að heimili
þeirra hjóna í Munaðar-
nesi við Ingólfsfjörð. Við
settumst inn í eldhús og
fengum okkur kaffi og
með því.
Jón fæddist 27. maí 1912
og er því rúmlega áttræð-
ur. Það eru eflaust ekki
margir á þessum aldri
sem veiða mink en Jón
Jens lætur sér ekki muna
um að fara inn með sjó
í Ingólfsfirði með hundinn sinn,
hann Gosa, og skjóta einn eins
og í tilefni dagsins. Ég bað hann
að segja nokkrar veiðisögur. Jón
er léttur í lund og maður sem
auðvelt er láta sér líka vel við.
Hann talar nokkuð hratt og frek-
ar óskýrt fyrir ókunnuga en seg-
ir bráðskemmtilega frá.
„Minkurinn er oft erfiður og
sá sem ég veiddi í dag fór þrisvar
í sjóinn, en hundurinn fann hann
alltaf, þegar hann kom upp. Ég
svo rak hundinn inn í grenið og
þegar hann kom út var hann með
álft, hún var heilleg og því líklegt
að minkurinn hafi drepið hana í
vor. Nokkru seinna fann ég svo
aðra rétt hjá greninu, hann hefur
líklega náð í parið. Það er alveg
furðulegt að svona lítið kvikindi
geti drepið svona stóran fugl. En
það er svo sem ýmislegt fleira
sem má fínna í grenjum. Einu
sinni fann ég til dæmis steinbít."
Jón segist alltaf gleyma sér
þegar hann fer að grafa frá greni
og reki höndina iðulega beint í
andlitið á djöfsa, sem bíti hann
þá og klóri. Hendur Jóns bera
þess líka merki að hafa lent í
mink og er einn fingurinn boginn
eins og goggur. Einu sinni var
Jón ásamt Sævari barnabami
sínu á minkaveiðum. Voru þeir
búnir að grafa upp greni og Jón
stakk hendinni inn til að ná í
minkinn. Það er ekkert með það
minkurinn bítur sig fastan við
fingurinn og hékk þar fastur þeg-
ar hann dró höndina út. Sævar
greip um minkinn og skar af
honum hausinn sem sat sem
fastast á fingrinum. Hér grípur
Pálína inn í og segir að þessi
saga hljómi alltaf jafn lygilega
en hún sé nú samt sönn. „Eg
veiddi einu sinni tíu minka á sama
degi útá Kambinum milli Veiði-
leysu og Kúvíkur, og svo eltum
við einn á trillu þvert yfir Ingólfs-
fjörð og skutum hann á sundi.“
Jón segir að sjónin hafi verið
farin að daprast en hún hefði lag-
ast mikið eftir uppskurð í fyrra-
vetur og að einn læknir hafði
dregið í efa hvort réttlætanlegt
væri að bæta sjónina í honum út
Jón Jens Guðmundsson, grenjaskytta með meiru.
frá dýraverndarsjónarmiðum. En
Jón er sjálfur hæstánægður með
aðgerðina og segist ekki hafa séð
konuna sína almennilega í mörg
ár og hafa verið farinn að gleyma
hversu falleg hún er.
Tveir selir í skoti
„Eitt sinn^ skaut ég tvo seli í
sama skoti. Ég var á trillu ásamt
Guðmundi syni mínum inni í Ing-
ólfsfjarðarbotni, þegar við sáum
tvo seli stinga sér. Þegar þeir
komu upp syntu þeir hvor á móti
öðrum og þegar hausana bar
saman hleypti ég af og báðir lágu.
Guðmundur skellihló en ég stóð
alveg lamaður og trúði ekki mín-
um eigin augum. En þetta er
ekki svo merkilegt, hann langafi
minn Jón Gíslason sem bjó í Kald-
bak á að hafa skotið sel og tófu
í sama skoti, það nær auðvitað
ekki nokkurri átt að trúa þessu,
en hann var góð skytta.
Svo fláði ég sel nú um daginn
með kjafti og klóm, ég geri það
alltaf annað slagið þegar ég er
beðinn um.“
„Tófan skynsamari en
minkurinn"
„Einu sinni sem oftar var ég
uppi í fjalli að veiða tófu og heyrði
í yrðiingum. Ég stakk hendinni
niður um gat og greip beint í
hnakkann á lægjunni. Hún beit
nokkuð og krafsaði en ég náði
henni þó. Það er eins og tófan
sé skynsamari en minkurinn,“
segir Jón hlæjandi, „hún bítur
mann ekki eins mikið. Ég man
eftir einni sem var ansi erfið. Hún
lék alltaf á mig þar til ég hlóð
Jón Jens
grenjaskytta
er enn aó og
kominn ó
níræðis-
aldurinn
vörðu og klæddi hana í jakka og
setti á hana húfu. Þá fyrst komst
ég niður fyrir hana og náði að
skjóta.
Einu sinni skreið ég inn í hjalla
með smáprik, þegar ég pikkaði
því inn í grenið beit tæfan í end-
ann á því. Ég bað þann sem var
með mér um að rétta mér byss-
una. Hann spurði mig hvað ég
vildi með hana og ég svaraði að
ég þyrhi aðeins lengra prik. Síðan
stakk ég henni inn og hleypti af.
Hjallinn lék allur á reiðiskjálfi og
gijótið hrundi yfir mig. Stuttu
seinna heyrði ég kallað „ertu lif-
andi?“ I því skoti náði ég læðunni
og þrem yrðlingum, sá fjórði var
lifandi og ég tók hann með heim.
Heimiliskötturinn var nýgotinn
svo ég drap kettlingana og vandi
yrðlinginn undir. Við vorum lengi
með hann og ég hafði gaman af,
þótt kvartað væri undan pest af
honum. Hann tók iðulega bita frá
læðunni og hljóp með þá í felur,
hann faldi þá í stígvélum og víð-
ar. Seinna fór ég með hann út í
girðingu en hann hljóp alltaf heim
aftur.“
Jensína
„Ég hef oft alið tófuyrðlinga,
sleppt þeim og iðulega gefið þeim
á veturna. Ég var einu sinni með
fjóra tófuyrðlinga í einu, þá kom
Páll Hersteinsson, núverandi
veiðimálastjóri, til mín og bað
mig um að gefa sér einn hvítan.
Páll hafði hann síðan með sér
norður í Ófeigsfjörð og gerði hann
fylgispakan. Hann skírði tófuna
Jensínu í höfuðið á mér. Stuttu
eftir að Páll fer suður um vetur:
inn, kemur Jensína til okkar. í
fyrstu urðum við að loka hana
inni, hún var alveg kolvitlaus, óð
um öll hús og inn í eldhús til að
stela kleinum. Hún og hundurinn
okkar hann Vaskur léku sér allan
daginn og hún elti hænsnin út í
sjó. Guðmundur sonur minn var
úti á bát og vissi ekki fyrr en hún
var komin upp á öxlina á honum.
Sem oftar lá ég á greni hér ofan
við bæinn, ég hafði lagt út agn
þar til að tæla á tófu. Þá kemur
hún Jensína á agnið og mórauð
tófa rétt á eftir. Ég skaut þá
mórauðu og lagði hana við hlið
mér því ég ætlaði að liggja leng-
ur. Jensína lá hjá hræinu alla
nóttina og eftir það flúði hún.
Hún kom seinna inn á Kaldbak
og var þar í nokkurn tíma þar
til hún var send Páli sem var
staddur í Reykjavík. Páll sendi
hana aftur hingað en hún strauk
aftur inn á Kaldbak og var þar
um sumarið. Eitt sinn var fólk
þar á ferð og var að borða nestið
sitt. Kom hún þá og stal frá því
sígarettupakka. Fólkið var í
mestu vandræðum við að ná
pakkanum, þar til það gaf henni
köku. Öðru sinni var sonur minn
á ferð í Byrgisvík og kallar „það
vildi ég að hún Jensína kæmi“,
kemur þá kvikindið hlaupandi
niður hlíðina og beinustu leið inn
í bíl. Að lokum var hún farin að
ónáða fólkið á Kaldbak um of,
kerlingin þár var orðin alveg vit-
laus. Tófan lá í hænunum hjá
þeim og stal mat úr eldhúsinu,
svo endaði með því að karlinn
skaut hana, helvítis beinið. Það
var mjög gaman að henni, hún
var svo frek og frökk. Það er
aftur á móti alveg vonlaust að
temja mink. Drangamenn reyndu
það einu sinni, þeir höfðu þá í
súrheysgryfju en þeir urðu snar-
vitlausir.“
É seinni tíð
„I seinni tíð hef ég átt erfiðara
með að drepa þessi grey. Ég skil
stundum ekki nú orðið hvernig
ég gat gert þessi grimmdarverk.
Það er svakalegt að kreista upp
væl í yrðlingunum til að fá læð-
una heim til að athuga hvað er
að og stundum brunnu þeir inni
þegar ég reyndi að svæla þá út.
En þetta var nú atvinna mín. Ég
hef aldrei haft mikinn áhuga á
búskap, veiðin hefur alltaf setið
fyrir. Sauðburðurinn hjá mér er
búinn, „þær voru báðar tvílemd-
a