Morgunblaðið - 29.05.1994, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
MANNLÍFSSTRAUMAR
Vomótt í
Reykjavík
Spyiji þitt hjarta
vorið til vegar,
verðurðu skáld,
ef þó ert það þegar,
varð háðfuglinum Piet Hein ein-
hvern tíma að orði. Þetta rifjað-
ist upp eitt þessara dýrðlegu vor-
kvölda í Reykjavík í síðustu viku.
Sólin roðaði himininn og hafflöt-
inn, lengi eins og rauður víga-
hnöttur væri að rúlla við hafs-
brún, brá sér bak við Snæfells-
jökul og roðaði þessar fögru útl-
ínur fjallsins með gígnum og
kvaddi loks á bak við Snæfells-
nesfjöllin. Tær birtan hverfur
ekki á vorkvöldum. Það er þá sem
maður fyllist andagift og heldur
að maður geti orðið skáld. Þá er
gott að muna svona aðvörun,
maður verður víst ekki skáld af
óskinni einni, ekki nema að vera
það þegar. Eina bótin að mikið
er til af fögrum vorljóðum eftir
skáldin, sem miklu farsælla er
að fá afnot af og fara með á
slíkum stundum.
Vorið á íslandi er eitthvað al-
veg sérstakt. Það eru ekki bara
við sem segj-
um það. Hér
er sólin svo
lengi að koma
sér í háttinn.
Hún segir eins
og krakkarnir, stóru og smáu:
Það er vor, nú má ég vera lengi
úti! Ég kem ekkert inn! Víða er
fallegt sólarlag, en annars staðar
lýsir það oftast upp og tekur af.
Birta, rauð só! og myrkur áður
en maður getur snúið sér við.
Þegar við bætist vorbirtan, þá
má treina sér þessa dýrð langt
fram á nótt, næstum allan sólar-
hringinn núna.
Það er einmitt á þessum björtu
vornóttum sem maður á að vaka,
ganga á fjöll, fara ríðandi upp í
heiði, eða bara ganga með sjón-
um í kyrrðinni. Fuglarnir syngja
yfir hreiðrum sínum og birkið
farið að ylma ef gerir regnskúr.
Þetta býr með þeim sem fara -
alla ævi. Oft hefur maður hitt
íslendinga í útlöndum sem hugsa
heim í vorið. Og úr því að við
viljum draga að okkur fólk, er-
lenda ferðamenn og íslenska, er
þetta þá ekki einmitt árstíminn
sem við eigum að veðja á? Að
vísu er obbolítil skekkja í hönn-
uninni. Meðan nætur eru bjart-
astar og vorloftið tærast, er sum-
arsólin ekki farin að hlýja. En
hvað gerir það til í nútímanum,
þegar handhægur er allur útbún-
aður til þess að halda á sér hita?
Þessi einstaka birta, sem hér er
í maí og júní, fæst ekki víða á
byggðu bóli. Til þess að upplifa
hana sækist efnað fólk í að sigla
með skemmtiferðaskipum hér
norður í höf. Af hvetju skynja
ég þetta svona sterkt nú þegar
sest er niður við tölvuna til að
gára yfirborðið í tilverunni? Lík-
lega er það eftirsjá eftir að missa
þó ekki sé nema hluta úr þessu
vorí að þessu sinni og halda suð-
ur, þangað sem myrkrið skellur
næstum fyrirvaralaust á og hlýj-
ar dimmar nætur koma í staðinn
fyrir þessar dýrðlega svölu,
björtu. Þetta er víst ekki, rétti
árstíminn til að yfirgefa ástkæra
landið.
I rauninni er það margt fleira
sem maður missir af með því að
vera endilega að randa í burtu,
þótt ekki sé nema 10 daga. Lista-
hátíð er að byrja og þar er margt
á boðstólum sem ekki gerist á
hveiju ári eða árstíma. Með eftir-
sjá skilar maður miðunum sínum
að Niflungahring Wagners, ein-
stökum atburði. Og ótal margt
fleira. Þegar flett er í gegnum
dagskrá Listahátíðar rekur mað-
ur augun í að fyrrum undrabarn-
ið og nú heimsfrægur virtuos
með fiðluna sína, Ingor Oistrakh,
ætlar að koma og leika í íslensku
óperunni. Rifjast upp þegar faðir
hans David Oistrakh lagði til
okkar leið sína fyrir allmörgum
árum og ógleymanlegur fiðluieik-
ur hans. Það er víst ekki eintóm
sætsúpa að vera frá barnæsku
frægur og dáður, með alla þessa
uppáþrengjandi aðdáendur á
hælunum. Minnir á sögu af David
Oistrach.
Fokrík amerísk kona bauð
þessum fræga fiðluleikara heim
og efndi af því
tilefni til heil-
mikils kvöld-
verðarboðs
fyrir hann.
Þegar hún
hringdi til að fá staðfest að hann
kæmi, sagði hún: Og gleymið þér
svo ekki að taka með yður fiðl-
una!
— Fiðlan mín neytir ekki mat-
ar, svaraði snillingurinn. En
gestgjafinn vildi ekki láta sig og
hélt áfram að léggja að honum.
— Ef ég hefi skilið þetta rétt,
sagði fiðluleikarinn, þá eruð þér
einn af þessum verndurum Iista
sem bjóðið pípulagningarmanni
til kvöldverðar, til þess að geta
beðið hann yfir eftirréttinum um
að skreppa frá til að ná stíflu
úr klósettinu, eða er ekki svo?
Ekki fara frekari sögur af kvöld-
verðarboðinu.
Við sem erum svo heppin að
vera af kynslóð sem hefur ró í
sér til að lesa, missum í rauninni
aldrei alveg af neinu. Maður get-
ur alltaf í huganum rifjað upp
hvar sem maður er staddur fal-
legt ljóð um síðkvöld að vori eft-
ir Siguijón Friðjónsson:
Nú sveipa heiðar næturfölva feldi
um fætur hægt, og döggvast gróin tún.
Hnigin er sól, en aftangeisla eldi
er ennþá dreift um hæstu fjalla brún.
Um sævardjúp á lágum bárum bíður
blikfegurð kvölds ög vaggar dagsins
þraut.
I aftanblævar fylgd mín ljóðúð líður
til lags við röðulbjarmans töfra-skraut.
Kvöldhimins fögur litadýrð er dofnuð
og dökkva slungið græðist ljósa traf.
- Hver alda harms er lægð, hver sár-
kennd sofnuð,'
hver sorgar-elfur tæmd 'í vordraums
haf.
ps. Einhver getur kannski haft þetta
yfir á vornótt um helgina meðan hann
fylgist með kosningatölum.
Gárur
eftir Elínu Pálmadóttur
LÆKNISFRÆÐI/Næsta skrefl
Magamál
SÝKILLINN helicobacter pylori sem mjög hefur verið umtalaður á síðustu
árum er nú almennt viðurkenndur sem þáttur í myndun maga- og skeifu-
garnarsára, jafnvel bein orsök.
Eins og fyrr hefur verið frá sagt
vakti ástralski læknirinn Barry
Marshall máls á sambandi bakter-
íunnar við sjúkdóma í meltingarfær-
um árið 1983. Hún fínnst í maga
fiestra sársjúklinga
og einnig margra
sem aldrei kenna
sér meins af því
tagi. Henni virðist
ekki takast að
valda sári nema
sérstök skilyrði séu
fyrir hendi, hver
sem þau kunna nú
að reynast. Oft verður hún því að
láta sér nægja að efna til þrota í
slímhúðinni sem stenst árásimar um
skamman tíma eða langan uns kvik-
indinu tekst ef til vill að ljúka ætlun-
arverki sínu og í bólgusvæðinu opn-
ast sár.
Meltingarlæknar hallast nú æ
meir að því að rétt muni vera að
útrýma sýklunum um leið og maga-
sárið er grætt með töflum. Reynsla
hefur þegar sýnt að þá er minni
hætta á að það taki sig upp. Sýkla-
lyf eru þá gefin í hálfan mánuð eða
svo, fleiri en eitt og gjarnan fleiri
en tvö því að magabakterían er líf-
seig og fljót að efla varnir gegn að-
steðjandi hættu.
Fljótlega eftir að tengsl helicobact-
ers við magabóigu og sár urðu ljós,
vaknaði grunur Marshalls og fleiri
góðra manna um að bakterían kynni
einnig að eiga einhvern hlut að máli
þegar æxli myndast í maga. Læknar
veittu því athygli að hana var oftast
að finna hjá þeim sem reyndust vera
með magakrabba og David Forman
sem stundar krabbameinsvísindi á
rannsóknastöð í Oxford fór að huga
að þessu bakteríumáli fyrir átta
árum. „Það hafði ekki hvarflað að
mönnum," segir hann, „að trúa því
að magakrabbi gæti verið smitsjúk-
dómur, en sú ágiskun Marshalls
fannst okkur allrar athygli verð og
fórum að kanna málið." Löngum
hafði sár í maga verið talið stafa af
streitu og mishollu mataræði, en
krabbamein líklega helst af óhollustu
í fæði — miklu af krydduðum mat,
söltum, reyktum o.s.frv. Forman
varð sér úti um blóðsýni frá nokkrum
löndum þar sem magakrabbi var al-
gengt dánarmein svo sem Japan og
Pólland, og einnig frá ríkjum sem
birtu lágar dánartölur af völdum
þessa sjúkdóms og þar á meðal voru
Danmörk og Bandaríkin. Athugun á
blóðinu benti eindregið til þess að
tala helicobacter-sýktra væri miklu
hærri með þeim þjóðum sem maga-
krabbinn hjó stærstu skörðin í. Dr.
Forman fellst á þá skoðun Marshalls
og annarra sem mest koma við þessa
sögu að fólk gleypi bakteríuna oftast
heima hjá sér og gjaman í bemsku
eða æsku þegar einn eða fleiri í íjöl-
eftir Þórorín
Guónason
SIÐFRÆÐIÆr erfitt ab vera
heibarlegurf ______
Heiöarleiki
MENN hafa kosti og galla. Heiðarleiki er hátt skrifaður kostur. Hann er
lofsverð dyggð, mannlegur fjársjóður sem ekki er hægt að stela. Heiðarleg-
ur maður er gulls ígildi. Hann er traustur og áreiðanlegur. Hann er góður
mælikvarði og ætti að vera fyrirmynd annarra.
Heiðarlegt barn er eðlilegt. Það
er óspillt og náttúrlegt vegna
þess að það tjáir sig án þess að skeyta
um reglur og félagshætti. Það tjáir
vilja sinn án þess að beita kænsku
til að öðlast. Heið-
arleiki þess er
óhaminn og í full-
komnu samræmi
við sálarlífíð. Það
er yndislegt að
heyra og sjá barn
tjá sig án þess að
spá í hvort það sé
heppilegt eða
óheppilegt. Það er heiðarlegt óháð
aðstæðum og getur látið allt flakka
hvenær sem er og hvar sem er.
Það er ekki erfítt að vera heiðar-
legt barn, en það getur tekið á- að
vera heiðarleg fullvaxin manneskja.
Hún er meðvituð um allar hinar
óskráðu reglur og skynjar þrýsting-
inn frá hinu sefjandi umhverfi. Skyn-
semin reiknar út og ályktar, tilfinn-
ingarnar togast á og aðstæðurnar
vilja ráða ferðinni. Lífíð er margbrot-
ið og efinn um hvað sé rétt að gera
knýr á.
Að vera heiðarlegur er að vera
samkvæmur sjálfum sér. Þegar líf
heiðarlegs manns er lagt saman
gengur dæmið upp. Það er samræmi
milli þess sem hann segir og gerir.
Hegðun hans og skoðanir í einum
hóp falla saman við atferli hans í
öðrum hóp. Hann er heill og vinnur
af heilindum. Hann hefur sjálfsaga
og ræður yfír sjálfum sér, en lætur
ekki aðra leiða sig þangað sem hann
vill ekki fara. Það er ekki létt verk
að vera heiðarlegur. Það er erfitt og
einmitt þess vegna er heiðarleikinn
lofsverð dyggð.
Hinn heiðarlegi þorir að segja
skoðanir sínar, jafnvel þó hann telji
þær ekki líklegar til vinsælda. Hinn
óheiðarlegi getur aftur á móti skipt
um skoðanir eins og kameljón um
hörundslit. Hann lætur aðstæður
ráða hveiju sinni og reiknar út hvað
heppilegast sé að segja eða gera
hveiju sinni, eftir því við hvern hann
talar eða hvaða hópi hann tilheyrir.
ímyndum okkur tvo menn sem
báðir sækjast eftir völdum. Annar
er heiðarlegur, hinn andstæðan. Hinn
óheiðarlegi er tækifærissinni. Hann
hefur engin prinsíp og engan sann-
leika sem hann trúir á. Hann gefur
loforð og segir það sem kjósendur
vilja heyra. Hann notar m.ö.o. öll
tiltæk meðul til að komast til valda,
án þess að bijóta lög. Hann beitir
kænsku og slægð. Leiðir huga ann-
arra framhjá því sem skiptir máli,
að uppblásnum aukaatriðum. Hann
leikur sér að siðferðiskennd annarra
og bregður sér í allra kvikinda líki.
Hann réttlætir sjálfan sig með fölsk-
um ástæðum sem hljóma sannfær-
andi. Hann dylur hvatir sínar með
því að Ieggja áherslu á andstæðu
þeirra. Hann hneykslast á keppinaut-
um sínum fyrir það sem hann gerir
sjálfur. Allt — ef hann telur það sér
til framdráttar. Hann segir eitt og
gerir annað og enginn veit hvað hann
hugsar.
Hinn heiðarlegi á hinn bóginn vill-
ir ekki á sér heimildir. Hann þykist
ekki vera annar en hann er og er
tilbúinn til að standa og falla með
baráttumálum sínum. Hann leggur
ekki stund á áróður. Hann slær ekki
ryki í augu almennings og býr ekki
til brenglaða mynd af keppinaut sín-
um. Hann er víðsýnn og seinn til að
dæma aðra. Hann reynir ekki að
ljúga sig út úr ógöngum. Hann er
ekki sammála því að það sem virkar
sé einnig gott. Hann þorir að horfast
í augu við sannleikann, þó hann
kunni að vera sár. Hann veit að eina
leiðin til að bæta heiminn er að hjálpa
öðrum að sjá hann í réttu ljósi, en
ekki í Ijósi áróðursmeistarans. Þetta
er munurinn á hinum óheiðarlega og
eftir Gunnai
Hersvein
Helicobacter pylori
skyldunni hýsa. hana. Haft er eftir
Colin O'Morian prófessor í Dyflinni
sem er mikill áhugamaður um rann-
sóknir á magapöddunni, að ef og
þegar tekist hefur að sanna hlutdeild
hennar í myndun krabbameins komi
til greina skipuleg leit að henni líkt
og berklasmitun í tæringarlöndum.
Um það bil eitt af hveijum tuttugu
magakrabbameinum er af þeirri
vefjagerð sem meinafræðingar nefna
lymfóm. Nýlega var greint frá sjúkl-
ingi með þess konar æxli og af því
að óvenju mikið sást af helicobacter
kringum hnútinn í maganum voru
gefin sýklameðul — þrílyfjameðferð
— og krabbameinslyf um leið. Að
tveim vikum liðnum voru bakteríum-
ar horfnar og ekki einungis þær held-
ur æxlishnúturinn líka. Þetta kann
að vera saga um þá margumtöluðu
undantekningu sem sanni regluna,
en athyglisverð er hún eigi að síður.
Á magapaddan eftir að koma á
óvart á nokkurra ára fresti?
„Heiðarleiki barnsins er óham-
inn.“
heiðarlega. Annar brenglar veruleik-
ann fyrir sjálfum sér og öðrum, hinn
vill sjá hann í skýru ljósi. Annar
beitir blekkingu, hinn þekkingu.
Hinn heiðarlegi skilur að ef hann
lýgur, þá er hann að segja við aðra:
Ljúgið, það er besta leiðin til að ná
árangri. Hann veit að hegðun hefur
almennt gildi og að ef hann ástundar
heiðarleika, þá er líklegra að fleiri
bætist í hópinn. Hann verður ósjálf-
rátt, með því að vera heiðarlegur,
málsvari heiðarleikans. Blekkingin
er höfuðandstæðingurinn og hann
berst við hana, bæði þegar hún vakn-
ar hjá honum sjálfum og öðram.
En það sem sennilega vegur
þyngst er að heiðarleikinn gerir hann
fijálsan. Hann hefur ekkert að fela
og getur alltaf komið til dyranna
eins og hann er klæddur. Heiðarleik-
inn gerir honum kleift að vera sá sem
hann vill vera, og að þurfa ekki að
óttast afhjúpun. Heiðarleikinn er for-
senda góðs lífs. Um ieið og einhver
fellur í þá freistni að ljúga, blekkja
og að sigla undir fölsku flaggi til að
þóknast öðrum eða ná markmiðum
sínum, þá hættir hann að vera sá
sem hann var. Hann missir allt og
eftirleiðis þarf hann að reiða sig á
lygina. Hún verður herrann, hann
þrællinn. Fyrr eða síðar missir hann
fótfestu og fellur. Heiðarleikinn er
af ofangreindum ástæðum eina leiðin
til að vera sá sem maður vill vera.
SPEKI: Sá sem breytir eftir heið-
arlegum manni, bætir ekki að-
eins sjálfan sig, heldur heiminn
■ allan. •• i u - ■ ij-m ,