Morgunblaðið - 29.05.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.05.1994, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Tvær milljónir ó mann; Cage og Fonda í „It Could Happen to You“. Löggu- lottó- gróði Nicolas Cage og Bridget Fonda leika saman í nýrri gamanmynd eftir Andrew Bergman, þann sama og gerði „Honeymoon in Vegas“. Hún heitir Það gæti hent þig eða „It Could Happen to You“ en hét áður því skemmtilega nafni Lögga gefur gengilbeinu tvær milljónir í þjórfé. Það hefur líklega þótt full ankannaleg nafngift og nafninu því verið breytt en myndin segir af löggu sem á ekki nóg fyrir þjórfé og lofar að skipta lottógróðan- um á milli sín og gengil- beinu staðarins ef hann hreppir stóra vinninginn. Fjórum milljónum dollara seinna stendur hann við stóru orðin og lætur hana hafa tvær millur, missir konuna sína, sem Rosie Perez leikur og fellur fyrir gengilbeinunni. „Þetta er eins og gaman- mynd frá fimmta áratugn- um í stíl mynda Frank Capra,“ er haft eftir Cage. KVIKMYNDIR Hvad leynistþama uppi í skýjunum? Skýjasögur Fjölskyldumyndin Skýjahöllin eftir Þorstein Jónsson er nú í hljóðvinnslu í Bíóhljóði jafnframt því sem unnið er við teiknimyndagerð vegna hennar í Þýskalandi. Hún mun væntanlega verða sýnd í kvikmyndahúsum i Danmörku með dönsku tali og í Þýskalandi með þýsku tali. Sagði Þorsteinn, sem nýkominn er frá Cannes, að þessa dagana væri unnið í dreifingarmálum og hefðu allmargar sjónvarpstöðvar í Evrópu sýnt mikinn áhuga og bíða eftir að sjá hana fullgerða. Myndin verður fullkláruð í lok júní en hún verður frumsýnd í Sambíóunum nk. september. Eg held það sé komið aftur í tísku að bjóða uppá myndir um venju- legt fólk og sögur úr dag- lega lífinu," sagði Þor- steinn í samtali, „og það er á þann markað sem mynd- inni er stefnt. Hún er eftir Arnold fyrjr ana Indriðoson þá sem vilja ekki of- beldi en hafa áhuga á dramatískri sögu.“ Hann sagði að hún væri ekki gerð sérstaklega sem bama- mynd, hún segði alvöru- gefna sögu sem væri sviðsett ekkert síður fyrir fullorðna en börn. „Það eiga allir að geta notið hennar.“ Skýjahöllin var tekin á 11 vikum á Ólafsfirði, í Langadal, á Blönduósi, í Bröttubrekku, við Hreða- Sýnd ó næstunni; úr „Sugar Hill“ með Wesley Snipes. 30.000 á Píanóið Alls hafa nú tæplega 30.000 manns séð Píanóið í Regnboganum og tæp 19.000 mexíkósku myndina Kryddlegin hjörtu. Alls sáu um 2.000 manns Nytsama sakleys- ingja eftir sögu Stephens Kings fyrstu sýningarvik- una, 5.000 manns sáu Lævísan leik, 2.500 hafa séð Kalíforníu með Brad Pitt og um 1.500 manns hafa séð frönsku myndina Trylltar nætur. Næstu myndir Regnbog- ans eru spennumyndin „Sugar Hill“ með Wesley Snipes, síðan kemur franska gamanmyndin „Les visiteurs", sem notið hefur mikilla vinsælda í Frakklandi, þá Páskaeyju- myndin „Rapa Nui“, sem Kevin Costner framleiðir, og loks tvær gamanmynd- ir; „Silence of the Ham“ frá Bandaríkjunum og „Yankee Zulu“ frá S-Afr- íku. í BÍÓ Eriendis eru menn farnir að spá í hvaða sumarmyndir verða vin- sælastar í þetta sinn og eru einkum þijár eða fjór- ar myndir nefndar til sogu. Disneyteiknimyndin Konungur ljónanna er ein af þeim en hún verður sýnd um næstu jól í Sam- bíóunum. Disneyteikni- myndir hafa gengið von- um framar á undanföm- um árum og er Aladdín gott dæmi um það. Önnur er Schwarzeneggermynd- in Sannar lygar eftir Ja- mes Cameron þar sem brellur og áhættuatriði skipa stóran sess. Sú þriðja er Steinaldarmenn- imir en gríðarleg auglýs- ingaherferð er í gangi vestra vegna hennar. Og loks er það Hraði eða „Speed“, sem þykir mjög efnileg sem arftaki „Die Hard“. Það þarf ekki að vera að nein af þessum myndum vei-ði vinsæl- ust eða f efstu sætun um því eins og mar- goft hefur komið í ljós er aldrei að vita hvað slær gegn í bíóunum. Skrifað í skýin; Steindór Hjörleifsson og Kári Gunn- arsson í Skýjahöllinni. vatn en að mestu leyti í Reykjavík og nágrenni höfuðborgarinnar. Um 200 manns koma fram í henni að sögn Þorsteins en hún mun kosta 105 milljónir. Hún er gerð í samvinnu þýskra (Trans Film), danskra (Per Holst film) og íslenskra (Kvik- mynd) aðila og styrkt af Norræna kvikmynda- sjóðnum, Evrópusjóðn- um, Kvikmyndasjóði ís- lands, dönsku kvik- myndastofnuninni og Berlínarsjóðnum í Þýska- landi. Teiknimyndirnar, sem unnar eru í Þýskalandi, koma inní myndina á þremur stöðum. Þeir sem lesið hafa söguna um Emil og Skunda eftir Guðmund Ólafsson, sem myndin byggist á, þekkja skýjasögurnar en þær urðu til í fjöruferðum fjölskyldu Emils þar sem spunnar voru sögur af því sem gerðist í skýjunum. Þaðan er nafn myndarinnar, Skýjahöllin, fengið. Skýja- sögurnar eru þijár og verða allar teiknaðar og skotið inní myndina þar sem þær koma fyrir. Emil, leikinn af Kára Gunn- arssyni, er átta ára strákur sem langar að eignast hvolp er kemur í stað hunds sem afi missti og fær leyfi föður síns til þess en þegar til kem- ur brýtur hann loforðið — hann vill setja alla pen- inga í nýja húsið þeirra — en Emil kaupir samt hvolpinn og strýkur með hann að heiman. Þorsteinn benti á tvennt sem heyrði til ný- breytni í kvikmyndagerð- inni. Annars vegar beittu þeir svokallaðri„blue screen“ eða bláskjár- tækni sem gerði Emil kleift að sýnast hjóla uppi í skýjunum. Þá er hann myndaður á hjóli fyrir framan sérstakt blátt tjald og geta kvik- myndagerðarmenn sett inn hvaða bakgrunn sem er. Sagði Þorsteinn þessa tækni ekki hafa verið notaða áður í íslenskri bíómynd en hún er vel þekkt úr sjónvarpinu sér- staklega. í annan stað héldu Þorsteinn og menn hans n.k. prufusýningar á myndinni grófklipptri fyrir hópa barna sem síð- an gerðu athugasemdir. „Það hjálpaði okkur að losna við veika punkta,“ sagði Þorsteinn. MKanadíski leikstjórínn David Cronenberg hefur kvikmyndað „erfiðar" bækur um sína daga og ætlar næst að gera mynd eftir umdeildri sögu Bret Easton Ellis, „American Psycho". MNýlega hlaut heimildar- myndin Þessir kollóttu steinar, andlitsmyndir Sig- urjóns Ólafssonar, silfur- verðlaun i flokki fræðslu- mynda á alþjóðlegri kvik- myndahátíð í Bandaríkjun- um. Á síðasta ári hlaut Ver- stöðin ísland 3. verðlaun í sínum flokki á sömu hátíð. Um 1.500 myndir frá 29 löndum tóku þátt í keppn- inni. Auður Ólafsdóttir, Birgitta Spur, Ólafur Rögnvaldsson og Sólveig Georgsdóttir gerðu handrit að myndinni og Ólafur Rögnvaldsson stjórnaði upp- töku og kvikmyndaði. MÞað fór illa fyrir Richard Gere þegar hann lék Davíð konung í samnefndri mynd en svo gæti farið að hann léki Lancelot í nýrri riddara- mynd Jerry Zuckers. Hún mun kosta 60 milljónir doll- ara og fyrir slíkan pening vildu framleiðendurnir stór- stjörnur. Svo Sean Connery var kallaður til að leika Art- úr konung og Gere riddara hans. MBandaríski leikstjórinn Michael Mann hefur hætt vinnu við mynd um James Dean. Brad Pitt, Brendan Fraser og Gary Oldman höfðu verið orðaðir við hlut- verkið en Mann ákvað að Leonardo DiCaprio úr Hvað pirrar Gilbert Grape? væri bestur í hlut- verk goðsögunnar. Eitthvað dróst undirbúningur Manns á langinn svo Warner Bros. kvikmyndaverið fann nýjan leikstjóra fyrir myndina en Mann var þá kominn á kaf í handrit að glæpasögu fyrir Robert De Niro og A1 Pac- ino en ef sú mynd verður einhvern tímann að veru- leika er það í fyrsta skipti sem þessar stórstjörnur leika saman. 3 myndir Gary Oldmans Niunda sinfónían í ör- uggum höndum; Gary Oldman nski leikarinn Gary Oldman er eftir- ■ fjölda mynda enda hæfileikum búinn að geta leikið allt á jafn sannfær- andi hátt. Hann lék Drakúla fyrir Francis Coppola og Lee Harvey Oswald fyrir Oliver Stone og næstu þijár myndir hans eru æði for- vitnilegar. Fyrst mun hann leika í spennumyndinni „Murder in the First“, sém gerist á fangaeyj- unni Alcatraz, en með önnur hlutverk fara Christ- ian Slater og Kevin Bacon. Næst leikur hann fyrir franska stílistann Luc Besson, sem er að fara af stað með mynd sína, „Leon“. Og loks fer hann með hlutverk Ludwigs van Beethovens í mynd- inni „Immortal Beloved“. Hann æfir sig átta tíma á dag við píanóið til að takast á við snill- inginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.