Morgunblaðið - 29.05.1994, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
A^FTUIc
TIL
JÚMBÓMYNDIRNAR frá
Holiywood, þessar sem kosta
trilljón dollara og ýmist raka
öðru eins inn I miðasölunni
eða nást aldrei á flug, koma
um sumartímann þegar af-
þreyingargildið er í mestum
hávegum og tæknibrellur og
sprengiregn er allt sem þarf
til að fá fólksfjöldann í bíóin.
Á sumrin verða metsölumynd-
irnar til og það á jafnt við um
Bandaríkin og aðra staði á
hnettinum. I fyrra var það
Júragarðurinn. I ár keppa
tugir mynda af öllum stærðum
og gerðum um áhorfendur og
ekkert er til sparað svo bíó-
ferðin megi verða sem auð-
meltust og skemmtilegust.
Hér verður farið yfir helstu
bandarísku stórmyndir sum-
arsins 1994 hér heima, hvenær
þær koma og hvar þær verða
sýndar en frumsýningartímar
eru í mörgum tilvikum áætlað-
ir og gætu breyst.
Verður hún vinsæiust í sumar?; Goodman, Elisabeth Perkins og Taylor í Steinaldarmönnunum
SPENNUMYNDIR
Eitt af öruggu merkjum sumar-
komunnar er trilljón dollara hasar-
mynd með Amold Schwarzenegger.
Sannar Iygar eða „True Lies“ (Há-
skólabíó og Sambíóin, 26. ágúst)
er Sumarzeneggermyndin í ár gerð
af vini hans James Cameron. Hún
byggir á lítilli franskri gamanmynd
sem heitir „La total“ en Schwarze-
negger og Cameron breyttu henni
í tótalbíó fyrir veruleikaflóttafólk
og brellu-tölvugrafík-sprengju-elt-
ingarleikja-stórpoppogkók- fætur-
uppásætisbaki-afþreyingarfíkla á
öllum aldri og fengu eins mikið af
dollaraseðlum og þeir vildu til að
sprengja leikmyndina aftur til stein-
aldar. Þeir hittust einn daginn og
þegar í ljós kom að hvorugur hafði
neitt sérstakt fyrir stafni fengu
þeir þessa líka litlu hugmynd og
hófust handa. Myndin segir af frið-
sælum hjónum. Eiginkonan heldur
að maðurinn sinn sé í einhverju leið-
indastarfí en svo kemur í íjós að
hann er alþjóðlegur njósnari. Síðast
þegar Schwarzenegger bauð uppá
tótalbíó mistókst það hrapallega:
Síðasta hasarmyndahetjan var eins
skemmtileg og tólfbíla árekstur en
nú á að sýna að það voru heiðarleg
mistök sem munu ekki endurtaka
sig. Og víst er að ef einhver getur
spaslað í beygluna á Schwarze-
negger þá er það Cameron.
Alþjóðlegur njósnarl f tótalbíói; Schwarzeneg
ger og Jamle Lee Curtls í „True Lles“.
Bráðum fara
menn að gera bíó-
myndir eftir leik-
skólateikningum
bandaríska spennu-
höfundarins John
Grishams, slíkar
eru vinsældir hans
í Holljrwood. Nýj-
asta sagan hans,
Kúnninn eða „The
Client“ (Sambíóin,
september), gæti
orðið besta myndin
og gerðist það þá í
fyrsta skipti að
kvikmyndagerðar-
mennirnir endur-
bættu bók eftir
Grisham. Fyrirtæk-
ið og Pelikanaskjal-
ið ollu báðar vonbrigðum en Kúnn-
inn, sem segir af strák á aldri við
Macaulay Culkin sem verður helsta
vitni lögreglunnar gegn mafíunni,
er sísta skáldsaga Grishams og
ætti myndin því að geta orðið stór-
góð. Leikararnir eru fínir, Susan
Sarandon og Tommy Lee Jones, en
leikstjóri er Joel Schumacher. „Þú
þarft ekki að breyta bókinni til að
gera hana að bíómynd," er haft
eftir leikstjóranum, „hún er bíó-
mynd.“ Þetta hlýtur að hafast í
þriðja skiptið.
„Speed“ eða Hraði (Sambíóin,
Grín og brellur; Jlm Carrey í
„The Mask“.
ágúst) segir mjög áhugaverða sögu
af áætlunarbifreið sem Dennis
Hopper, líklega í essinu sínu sem
Sumarió er
gósenlíó
affþreyinga-
myndannaffrá
Hoilywood og
bráólega taka
stórmyndir
suntarsins sér
bólfestu i
bióunum á
íslandi. Hér er
spáó i spilin,
sagt hvaóa
myndir þetta
eru, hvenær
þær koma og
hvar veróa þær
sýndar
geðsjúkur morðingi, hefur tryggt
að springi í loft upp ef hún fer nið-
ur fyrir ákveðin hraðatakmörk en
Keanu Reeves og Sandra Bullock
eru um borð og reyna að halda
druslunni gangandi. Þetta er fyrsta
mynd kvikmyndatökumannsins Jan
De Bont og stefnir í að geta kall-
ast „Die Hard“ á hjólum. „Ég held
við höfum orðið fyrir heilaskemmd-
um af öllum útblæstrinum," segir
Bullock, sem sat í sex vikur undir
stýri.„Speed“ er spennumynd sem
hefur allt með sér til að fara í flokk
þeirra mynda sem eins og óvart slá
stórmyndunum ref fyrir rass í miða-
sölunni.
Annar hryðjuverkatryllir sum-
arsins heitir einfaldlega „Blown
Away“ (Sambíóin og Háskólabíó,
september) og er með Tommy Lee
Jones í hlutverki írsk hryðjuverka-
manns og Jeff Bridges í hlutverki
sprengjusérfræðings á hælum hans
í stórborginni Boston. Leikstjórinn
Stephen Hopkins („Judgement
Night“) lagði svo hart að sér við
kvikmyndunina að han'n sprengdi
næstum hafnarhverfí Boston í loft
upp í alvörunni en hann fær ippon
fyrir að plata BriÖges til að leika í
trylli, nokkuð sem þessi einn besti
ef ekki besti kvikmyndaleikari
Hollywoodkerfisins hefur forðast
frá upphafí. Ef „Speed“ verður ekki
óvænti smellur sumarsins þá verður
það „Blown Away“.
Stjama Eddie Murphys hefur
hnigið svo um munar frá því hann
lék í fyrstu „Beverly Hills Cop“
myndinni og nú á sú þriðja, „Cop
111“ (Háskólabíó og Sambíóin, 12.
ágúst), að lappa uppá ferilinn. Hon-
um til aðstoðar er Judge Reinhold
sem fyrr en saman koma þeir upp
um glæpahring í skemmtigarði í
Kalíforníu. Sjö ár eru síðan Murphy
lék lögguna Axel Foley og leikstjór-
inn John Landis þurfti að taka á
því máli; Axel er ekki .lengur neitt
unglamb og það var ekki hægt að
reiða sig á strákslega húmorinn í
þriðja sinnið þannig að Landis leit-
aði í smiðju James Bonds eftir ein-
hveiju ævintýralegu. Málið með
framhaldsmyndir sem koma of seint
er að fólk getur hreinlega verið
búið að gleyma frummyndinni.
Spurningin er bara hvort það er
gott eða vont fyrir Murphy.
Clint Eastwood hefur blásið nýju
lífi í vestrann og „Maverick" (Sam-
bíóin, júlí) er nýjasta afsprengi
framhaldslífsins. Hann er byggður
á samnefndum sjónvarpsvestra-
þáttum og skartar Mel Gibson og
Jodie Foster í aðalhlutverkum auk
þess sem James Garner, sem lék
hetjuna í sjónvarpinu, fer með stórt
hlutverk. Richard Donner leikstýrir
en er vanari að hafa Gibson á harða-
hlaupum í sínum þremur „Lethal
Weapon“ myndum. Sýnishornið úr
myndinni bendir til ærslafengins
vestra en þótt Eastwood geti endur-
lífgað þessa næstum útdauðu teg-
und er ekki víst að öðrum takist það.
GAMANMYNDIR
Margir veðja á að Steinaldar-
mennirnir (Sambíóin og Háskóla-
bíó, 22. júlí) verði metsölumynd
sumarsins og hún hefur sannarlega
allt með sér. Allur heimurinn þekk-
ir teiknimyndir sjónvarpsins um
Fred Flintstone og Vilmu og Barn-
ey, leikmyndin er hin forvitnileg-
asta og hin byltingarkennda tölvu-
grafík Júragarðsins er notuð í risa-
eðlugerðina. Tvíburabræðurnir
Hlynur og Marínó Sigurðarsynir
leika son Barneys, Bamm Bamm,
eins og kunnugt er, en athyglis-
verðasti leikarinn er án efa Eliza-
beth Taylor sem leikur tengda-
mömmu Fredda. Taylor hefur ekki
leikið í mynd í sex ár. Heimiliseðl-
an Dínó þykir taka sig vel út í
tölvuteikningunum en mest gaman
höfðu leikmyndahöfundarnir að því
að gera húsbúnaðinn steinaldarleg-
an og fylgdu þar forskrift teikni-
myndanna. Myndin kostaði 45
milljónir sem er smápeningur þeg-
ar haft er í huga að auglýsinga-
mennskan og leikfangagerðin í
kringum hana hefur kostað 100
milljónir dollara. Ef hún kemst á