Morgunblaðið - 29.05.1994, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.05.1994, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1994 B 27 LISTIR Ekkert er þjálla o g fjölhæfara en hin dýrðlega rödd hans Kristinn Sigmundsson, baríton, fær lofsamlega dóma í þýskum fjölmiðlum NÚ FYRR í maímán- uði söng Kristinn Sig- mundsson óperu- söngvari ljóðatónleika á Listahátíðinni í Wiesbaden. Hefur hann fyrir þá tónleika hlotið einróma lof gagnrýnenda og segir Klaus Neuhoff meðal annars um tónleikana: „Barítonsöngvarinn Kristinn Sigmundsson er því miður ekki leng- ur í hópi fastráðinna söngvara Wiesbaden- óperunnar. Ásamt tveimur hinna „heima- kæru“ listamanna, þeim Petru Fahrnlander, ljóðaþulu, sem er fastráðin leikkona við Wiesbaden- leikhúsið, og píanóleikaranum Rai- mund See, æfingastjóra Ríkisleik- hússins, flutti Kristinn Sigmunds- son nýverið sönglagaflokkinn „Hin fagra Magelone" eftir Johannes Brahms við samnefndan kvæða- bálk eftir Ludwig Tieck. Ljóða- flokkurinn var einn af listaviðburð- unum á þessari maí-listahátíð Wi- esbadenborgar og fór flutningur- inn fram í forsal Ríkisleikhússins. í aðalhlutverki sem túlkandi Péturs greifa en einnig um leið í hlutverkum ýmissa aukapersóna eins og hinnar fögru Magelone, eða hinnar ekki beinlínis tælandi and- stæðu hennar, Súlímu, túlkandi hins fjölbreytilegasta andblæs, kringumstæðna og vettvangs — því að ekkert er fjölbreytilegra en ástin: Það er Kristinn Sigmunds- son. Ekkert er þjálla og fjölhæfara en hin dýrðlega rödd hans, mætti bæta við; og í einu orði sagt leysir hann þetta verkefni af hendi á frá- bæran hátt. Best líður honum þegar hann getur komið fram drottnandi- stæltur-karlmannlegur, t.d. í „... der Elende Weint; dem Edlen blúht...“ eða dökkur skuggalegur í „... sterb ich geme ...!“ Á þýð- um og viðkvæmum stöðum dvelst honum á stundum örlítið of lengi í músíkölsku hreyfingarleysi- ógreinileika. En slík hrif vara ein- ungis brot úr sekúndu. Á þróttmikinn og einkar lifandi hátt flytur hann harðfengi og hryssing, við- kvæmni og þokka, einnig efasemdir og grufl, tregablandinn, angurværan sigur á andstöðunni — allan þennan músíkheim Jóhannesar Brahms í birtu/myrkur-sön- glögum sínum.“ Og í Wiesbadener Tageblatt segir: „Á fyrsta ljóðakvöldinu á maí-listahátíðinni í forsal Stóra leikhússins var aðsókn mjög góð en þarna upplifðu menn aftur listamann, sem víst óhætt er að telja að verið hafi eftiriætis- söngvari óperugesta á meðan hann var fastráðinn söngvari við Wi- esbaden-óperuna. Kristinn Sig- mundsson flutti ljóðaflokkinn „Hin fagra Magelone" eftir Johannes Brahms við meistaralegan og sveigjanlegan undirleik Raimunds Sees. Frammistaða Kristins Sig- mundssonar var með miklum ágætum, viðkunnanlegur, einstak- lega aðlaðandi tónblær, ungæð- ingslegir persónutöfrar gáfu hveij- um einstökum söguljóðum eða rómönsum hrífandi fyllingu. Barít- onsöngvarinn Kristinn Sigmunds- son hefur áunnið sér verulega auk- inn styrk og raddmagn; röddinni er beitt á öruggan og vel yfirvegað- an hátt við allar kringumstæður. Einstaklega hrífandi er hin þýða hæð raddarinnar, alveg dásamlegt er hið lipra legato, þegar röddin fer niður í lýríska grunnstöðu söngsins. Átakamikla, dramatíska kafla („So tönt denn, scháumende Wogen“) flutti hann með afar djúp- um hljóm, með geislandi og furðu- lega vel formuðum allra hæstu tónum. Framúrskarandi skýr var einnig flutningur textanna. Það mætti óska þeim ljóðatón- leikum sem fyrirhugaðir eru á næstunni jafn hrifnum áheyrend- um í jafn þettsetnum áheyrenda- sal.“ Kristinn Sig- mundsson Svífandi hugsanir MYNPLIST Gallcrí Grcip BLÖNDUÐ TÆKNI Hrafnhildur Arnardóttir Opið kl. 14-18 (nema mánudaga) til 1. júní. Aðgangur ókeypis. Á VORIN fer nýjabrumið af stað, og að nokkru á það við í myndlist- inni ekki síður en í náttúrunni sjálfri. Ungt listafólk kemur fram með sínar fyrstu sýningar, og því fylgir ætíð nokkur eftirvænting, ekki bara meðal hinna nánustu, heldur einnig meðal þeirra sem fylgjast með í myndlistinni almennt. Hrafnhildur Arnardóttir lauk námi frá Myndlista- og handíða- skólanum á síðasta vori, en á náms- tímanum var hún m.a. um tíma gestanemandi við Listaakademíuna í Helsinki. Á síðastliðnu sumri tók hún ásamt nokkrum skólafélögum sínum þátt í samsýningu í Hlað- varpanum, þar sem þau kynntu sig sem einstaklingar, lausir úr viðjum hópsins; þar sýndi Hrafnhildur ör- lítil málverk, eins konar samfellur forma, þar sem liturinn naut sín oft vel. Listakonan heldur áfram á svip- uðum nótum á þessari fyrstu einka- sýningu sinni, en hér er striginn meðhöndlaður sem mótanlegt efni, og fremur rétt að tala um lágmynd- ir en málverk. Fínlegir skuggar skapa vissa formkennd í myndun- um, sem síðan eru unnar með lími og öðrum efnum, svo að striginn mótast í frjálslega svífandi form, sem fylgja þeirri ímynd sem lista- konan leitar eftir: „... þar sem ekk- ert heyrist nema þytur í ferðalagi hugsana". Þessi litla sýning (einungis fímm verk sett í óreglulegri hæð á vegg- ina) fer vel á þessum stað, þó verk- in hefðu eflaust verið sterkari ef þau hefðu verið betur mörkuð, t.d. með litum. En þá er eins líklegt að þau hafi ekki náð eins vel að mynd- gera ímynd hinnar óræðu, stjórn- lausu hugsunar, sem kemur og fer, merkileg eða léttvæg, næstum án þess að við tökum eftir því. Eiríkur Þorláksson Tr jáplöntur - runnar Bjóðum eftirtaldar tegundir meðan birgðir endast á mjög lágu verði: Blátoppur kr. 190, gljámispill kr. 130, birki kr. 190, hansarós kr. 390, alparifs kr. 240, runnamura kr. 290, gljávíðir kr. 95, viðja/alaskavíðir kr. 69, ásamt fjölda annarra tegunda. Verið velkomin! Trjáplöntusalan Núpum, ölfusi (beygt við Hveragerói), símar 98-34388 og 98-34995. SUMARNÁMSKEIÐ fyrir hressa krakka 8 til 10 ára 19119111 Fimm námskeið verða haldin í sumar þar sem blandað er saman leikjum og fræðslu. Þátttakendur fræðast um Rauða krossinn, líf barna í öðrum löndum, veröldina sem við búum í og hvað þarf til að öllum líði vel. Farið verður í styttri ferðir út í náttúruna, fjöruferð og fl. i ■■'ÍSS j 1. námskeið 30. maí til 10. júní ' , jf *£S J 2. námskeið 13. júní til 24. júní -J 3.námskeið 27. júní til 08. júlí ; <:• J 4.námskeið 11. júlí til 22. júll S ;3SK J 5. námskeið 25. júlí til 05. ágúst Námskeiðsgjald er 6.000 kr. Þátltakendur eiga að mæta með nesti en síðasta daginn er grillveisla í boði URKÍ fyrir foreldra og börn. Upplýsingar og skráning virka daga kl. 10:00 til 16:00 sími 22250 Blab allra landsmanna! - kjarni málsins! Sumarbústaða eigendur 1 Gott úrval Efna til vatns- og hitalagna úr járni, eir eöa plasti. Einnig rotþrær o.m.fl. Hreinlætistæki, stálvaskar og sturtuklefar yU VATNS VIRKINN HF. „f/fy Ármúla 21, Símar 68 64 55 ft 68 59 66 0 IBIBIBMBIBIBIBIBIBiaBMIBIBIBIBIBIBiailEl *51 kr.: Verð á 1 mínútu símtali (sjálfvirkt val) til Spánar á næturtaxta m. vsk. Það kostar minna : en þig grunar að 2 hringja til útlanda. PÓSTUR OG SlMI KRIPALUJÓGA í kripalujóga lærir þú: ★ Að losa um spennu. ★ Að upplifa tilfinningar. ★ Aðslakavelá. Lærðu að þekkja iíkama þinn. Byrjendanámskeið hefjast 31. maí og 8. júní. Kynning laugardaginn 4. júní kl. 13. Jógostöðin Heimsljós Skeifunni 19,2. hæð, sími 679181 milli Id. 17 og 19. „ÞÓRSMERKURFERÐ" alltaf langað tij að geta 'V alltaf sungið með en verirl 5- 1 rútunni en aldrei 1? .a\5P^ alltaf sungið með. k“samlegast beðinn um að * f) _ __ ; . ” * * uiuillll CU «***' alltaf sungið með, ger( bl/iVU,Sa,l1,e8asf beðinn um að 8 Það a8æílega og iangar að syngja ***> Þá eru sumamámskei^Söngsmiðjunnarfyrir^ig' ^ k Upplysingar og sl ránln- á skrifstofu skólaus. Skipholti 33. í sítna 61 24 55.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.