Morgunblaðið - 29.05.1994, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.05.1994, Blaðsíða 24
24 B SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ HANDSKRIFUÐ DAGBÓK LEYSIR ALDARGAMLA MORÐGÁTU ✓ „Aður en yfir lýkur mun allt England þekkja nafniö sem ég hef gefið sjálfum mér“ i H VER V AR Kobbi kviðristir? í heila öld hafa menn glímt við lausn á 1 morðgátunum í Whitechapel í austurhluta Lundúna árið 1888, þegar fimm „dætur götunnar“ voru myrtar á 70 dögum. Morðin lýstu svo i sjúklegu hugarfari að öll Lundúnaborg varð felmtri slegin. Til að | auka enn á skelfinguna storkaði morðinginn lögreglunni með því að i senda fréttastofum ótrúlega bíræfin bréf, undirrituð af „Kobba kvið- risti“ og tvíræðar orðsendingar fundust hjá lemstruðum líkum. Nafn- | ið sem hann gaf sjálfum sér, varð smám saman tákn um þær ógnir t sem stórborgin gat búið yfir. Heilir bókaflokkar og leikhúsverk hafa byggst á morðunum í Whitechapel. Ótal tilgátur komið fram um hver | morðinginn væri, nú síðast á aldarártíð morðanna, 1988. Það er því í merkilegra að dagbók, sem fræðimenn telja sanna heimild, skuli nú i koma fram í dagsljósið. Sögulegur atburður að gríman er fallin af þessum illræmda morðingja. ! Saga Kobba kviðristis tekur fram svæsnustu reyfurum, minnir helst á forskrift Agöt- hu Christie að góðri saka- málasögu. Nóg af arseniki, ljúfu lífi, hefðarfólki, fram- hjáhaldi, afbrýðisemi, morðum og i einhveiju leyndardómsfullu sem svíf- ; ur í loftinu og verður aldrei upplýst. Inn í þessa litríku sögu skyggnist Shirley Harrison, virtur rithöfundur og fræðimaður. Viktoríönsk úrklippubók í kálfsskinnsbandi „Núna set ég dagbókina á stað þar sem hún finnst örugglega," stendur aftast í dagbókinni, dagsett 3. maí 1889 og undirritað „Kobbi kviðristir". Samt kemur dagbókin ekki fram fyrr en heilli öld síðar. Birtist þá skyndi- iega án nokkurra skýringa, sem gjöf i til fátæks verkamanns. „Ég vil að þú eigir hana. Gerðu eitthvað við hana,“ sagði Tony Dev- ereux við Michael Barrett, ungan fjöl- skyldumann og fátækan öryrkja. Þeir voru málkunnugir af kránni. Tony, sem var einstæðingur, vildi launa Michael hjálpsemi við sig í veikindum. „Spurðu mig einskis. Ég veit að hún er ekta,“ er eina svarið sem Mike fær frá Tony um uppruna dagbókar- innar. Stuttu seinna deyr Tony. Innihald dagbókarinnar setur líf ! Barrett fjölskyldunnar á annan end- ann. „Blóðbragðið var sætt, ánægjan yfirþyrmandi. Næst mun ég éta allt, ekki skilja neitt eftir, ekki einu sinni höfuðið." Ungu hjónin hryllir við orðunum sem spretta greinilega upp úr hugar- fari vitstola manns. Dagbókarhöfund- ur lætur hvergi sitt rétta nafn koma fram, en gortar af því að hafa elt uppi fómarlömb sín, myrt þau og lim- lest. Alveg eins og ógnvaldurinn setti alit 'Bretland á annan endann með leik kattarins við músina fyrir heilli öld, þannig þurfti að rekja sig eftir nöfnum og staðareinkennum í dag- bókinni til að svipta grímunni af dag- bókarhöfundi. - Hvemig gat nokkurn grunað að virðulegur tveggja bama faðir, eigin- maður ungrar glæsikonu, væri hræði- legur morðingi, að hinn virti James Maybrick bómullarkaupmaður í Li- verpool hafi skrifað dagbók Kobba kviðristis? Engu að síður eru sönnun- argögnin augljós. „Bunny“ daðurd- rósin, eiginkona hans; „Edwin“ trúi bróðirinn; „Michael" happasæli, svik- uli bróðirinn; „Gladys og Bóbó“ hin elskuðu böm; „Lowry" afskiptasami skrifstofumaðurinn; „George“ trúnað- arvinurinn; „Battlecrease“ heimili Maybrick fjölskyldunnar. Dagbókar- nöfnin svifu yfir notalegri dagstofu Barrett hjónanna, breyttu henni í draugalegan stað. „Eg lagðist yfir dagbókina, sem eyðilagði næstum líf mitt og hjóna- band, þakka guði fyrir að Anna skyldi umbera mig,“ segir Mike. Hann vissi að dagbókin gæti bjargað sér út úr Ijárhagsvanda, en vissi ekki hvemig hann gæti komið henni á framfæri. Segja má að Mike hafi gengið á milli Heródesar og Pílatusar. Útgefendur voru tortryggnir, alltof minnugir fals- aðra dagbóka sem komu fram níu árum fyrr og Hitler átti að hafa skrif- að. Shirley greinir frá því hvernig blek og pappír var smásjárskoðað af fræði- mönnum, orðafar og innihald rann- sakað af dr. David Forshaw, sérfræð- ingi í sálsýkisfræði morðingja, sem lýsti því síðan yfir að dagbókin hljóti að vera skrifuð af fjöldamorðingja, því að erfítt sé fyrir aðra að setja sig inn í svo brenglað hugarfar. Tilviljun á tilviljun ofan einkennir fund og rannsókn dagbókarinnar.- Sumarið 1992 er hringt í útgefanda. í símanum er Albert Johnson fyrrum háskólavörður, sem segist hafa lesið James Maybrick var lýst sem aðlaðandi fjölskylduföður — teikning af Kobba kviðristi sem birtist 6. október 1888, er ekki ólík honum Vestisúrið með nafni James May- brick, orðunum „Eg er Kobbi“ og upp- hafsstöfum allra fórnarlambanna. Florence Maybrick var einkar glæsileg kona. í dagblaðinu Liverpool Post að í vænt- anlegri bók verði færðar sönnur á að James Maybrick hafí verið Kobbi kviðristir. Albert segist hafa keypt vasaúr á fomminjasölu með áletrun- inni „James Maybrick“ og orðunum „ég er Kobbi“. Við nánari rannsókn kemur í ljós að upphafsstafír allra fómarlamba morðingjans eru einnig grafnir inn í úrlokið. Viktoríanska vasaúrið varð því enn frekari sönnun um sekt Maybricks kaupmanns. Dæmd til dauða, án sannana Morðin í Whitechapel fléttast inn í annað frægt sakamál frá þessum tíma. James Maybrick lést í maí 1889, hálfu ári eftir síðasta Whitechapel- morðið. Dauðdagi hans þótti svo dul- Hið glæsilega Battlecrease-hús, heimili Maybrick fjölskyldunnar. Forshaw „og hann hefnir sín á þeim.“ „Ég er viss um að guð lét mig hing- að til að drepa allar hórur.“ Flestir sem þekktu James Maybrick vissu að hann var búinn að neyta arseniks um árabil og var háður eitr- inu. En allt er jafn furðulegt í þessu máli. Heimilislæknirinn eyðileggur lyfseðla Maybricks skömmu fyrir rétt- arhöld; bræðurnir neita því að hann hafí verið eiturlyfjanejTandi og fara að fítja upp á því, að hugsanlega hafi verið eitrað fyrir honum, bæði við hjúkrunarkonu og ráðskonuna Briggs, sem er frá sér af afbrýðisemi út í Florence, ætlaði sér sjálf að ná í James Maybrick. Ekki var það til að bæta málið, að dómarinn í málinu, hr. Justice (betur þekktur sem herra „Unjustice") var ópíumneytandi - „það róar mig að reykja ópíum af og til,“ sagði hann í viðtali skömmu áður, og kviðdóm- endur mislitur lýður, varla læs. Eða eins og eitt vitnið í réttarsalnum sagði að „hann hefði aldrei áður orðið vitni að öðru eins sjónarspili sem einkennd- ist af vanhæfni í störfum og óná- kvæmni“. Allir vitna gegn ungu, útlendu kon- unni sem er rifín frá börnum sínum, þriggja og sjö ára. Eins og hún segir í bréfi til vinar síns: „Ég er svo hræði- lega einmana, eins og allir séu á móti mér ... að hugsa sér að þurfa að standa frammi fyrir öllum þessum óvinsamlegu augum, en ég trúi á rétt- læti guðs.“ Réttarhöldin yfir þessari útlendu, ungu og glæsilegu konu vöktu mikla athygli. „Stærsta leiksýning sem Liv- Var að furða þótt hún sækti í ann- an félagsskap, ætti vin sem hún fór út að skemmta sér með? Maður henn- ar lét það afskiptalaust, en í dagbók- inni kemur fram að hann þjáðist af sjúklegri afbrýðisemi. „Ég veit að hún á stefnumót með honum í Whitechapel ... og London skal það verða.“ Maybrick grunar að kona hans hitti vin sinn á laun í Whitechapel í Li- verpool og sjúkt hugarfar tengir „dætur götunnar" í Whitechapel í London við eiginkonuna. „Konur með létta siðferðiskennd urðu tákn um ótryggð eiginkonu hans,“ segir David Mike Barrett ásamt eiginkonu og dóttur óg dagbókin fræga sem breytti lífi fjöl- skyldunnar. arfullur að Iíkið var krufið, sem leiddi í ljós arsenikmagn. Hin 27 ára Flor- ence Maybrick var sökuð um að hafa byrlað manni sínum eitur. Florence Maybrick var afar glæsi- leg kona af bandarískum aðalsættum, sem þótti gaman að dansa og skemmta sér. Það hlýtur að hafa ver- ið erfitt fyrir unga stúlku úr frjáls- Iegra andrúmslofti að gangast undir strangar hefðir Viktoríutímans í Bret- landi, að vera gift helmingi eldri manni, sem var eiturlyijaneytandi á laun, átti aðra eiginkonu á laun, var auk þess meira eða minna geðtruflað- ur og lokaði sig af.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.